Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Virkjanir næstu áratuga Mestu auðlindir íslendinga felast annars vegar í fiski- stofnunum umhverfis landið en hins vegar í orkulindum landsins sjálfs, það er kalda vatninu í ám og vötnum og því heita í iðrum jarðar. Margt hefur vel tekist í virkjun þessara orkulinda á hðnum áratugum. Þannig má fullyrða að stórvirkjanir fallvatna á Suðurlandi hafi reynst mjög arðbærar fram- kvæmdir og vel heppnaðar, enda ljóst frá upphafi að nokkuð tryggur markaður var fyrir raforkuna. Blönduvirkjun er hins vegar afar dýrt dæmi um það sem gerist þegar stjómmálahagsmunir ráða meiru um stórframkvæmdir en viðskiptaleg viðhorf. Miklar deilur urðu um virkjunina á sínum tíma, um óhagkvæmni hennar, áhrifin á umhverfið og bætur fyrir það tjón sem landeigendur urðu fyrir. Virkjað var við Blöndu á röng- um tíma því enginn augljós markaður var fyrir hendi fyrir þá orku sem virkjunin getur framleitt. Enn 1 dag er ekki markaður fyrir eitt einasta kílóvatt frá Blöndu. Þess vegna tapar Landsvirkjun miklum fjár- hæðum á hverju ári vegna reksturs Blönduvirkjunar. Á síðasta ári nam tapið hátt í átján hundruð milljónum króna, ef gengisbreytingar á þeim lánum sem tekin voru vegna virkjunarinnar eru reiknaðar með. Það er mikið fé. Þótt nú sé yfirfullt af raforku í landinu eru stjórnvöld þegar farin að undirbúa ekki aðeins nýjar stórvirkjanir heldur risavirkjanir á Austurlandi. Þær hugmyndir eru beintengdar áformum um sölu á íslenskri orku til megin- lands Evrópu um sæstreng snemma á næstu öld. Auðvitað er sjálfsagt að selja raforku beint til útlanda ef shk starfsemi skilar raunverulegum arði í íslenskt þjóðarbú. Um það ætti vart að þurfa að deila. Spumingin er miklu frekar hversu hátt orkugjald umfram kostnaðarverð raforkunnar landsmenn geta með góðu móti sætt sig við. Og jafnframt hvort það sé nægilega traustur markaður í Evrópu fyrir raforku á því verði sem íslendingar verða að hafa tryggingu fyrir. Nefiid á vegum iðnaðarráðuneytisins skilaði nýverið skýrslu um hagkvæmustu virkjunarkosti í stórfljótunum norðan Vatnajökuls - Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Brú. Sameiginleg orkugeta þeirra virkjana yrði um 7.300 gígavattstundir á ári, sem er 2.400 gígavattstundum meira en ahar núverandi vatnsaflsvirkjanir á íslandi afkasta. Enda gerir frumáætlun ráð fyrir að stofnkostnaður þess- ara virkjana verði um 114 milljarðar íslenskra króna. Það er álíka fiárhæð og öh fiárlög íslenska ríksins í ár. Og um það bh þrjátíu sinnum meira fé en göng undir Hvalfiörð eiga að kosta, samkvæmt áætlunum. Hér eru því á ferðinni hugmyndir um framkvæmdir sem eru gjörsamlega ofviða íslendingum einum og munu \ auk heldur geta haft gífurleg áhrif á þjóðarbúið - tfl góðs eða Uls aht eftir því hvemig til tekst. Þess vegna er mikUvægt að rækUeg umræða fari fram í þjóðfélaginu áður en ákvarðanir um slíkar virkjanir eru teknar, en það mun líklega verða innan fárra ára. Eina skynsamlega forsenda framkvæmda af þessu tagi hlýtur að vera öruggur markaður og raforkuverð sem skUar þjóðarbúinu umtalsverðum arði. Kanna þarf ræki- lega hvort shk skUyrði eru fyrir hendi. Ekki er síður nauðsynlegt að fiaUa ítarlega um þau miklu umhverfisáhrif sem hljóta að fylgja þeim gífurlegu vatnaflutningum sem risavirkjanir á Austurlandi hafa í för með sér. Aðrar virkjanir sem leiða til minni röskun- ar gætu hæglega reynst áhtlegri kostur. Ehas Snæland Jónsson „Samræmdum prófum er ætlað að veita nemendum og foreldrum þeirra hlutlægar upplýsingar um námsfram- vinduna." Skólamálaum- ræða á villigötum Stefnumótun menntastefnunnar, sem hefur skilað mér skýrslu og drögum að tveimur lagafrumvörp- um, á sér ekki hliðstæðu í íslenskri skólasögu. Um það deila þeir ekki sem hafa metnað til þess að eiga um hana málefnalega lunræöu. Um er að ræða heildstæða skólastefnu til framtíðar fyrir nám og kennslu í grunn- og framhaldsskólum en eins og kunnugt er lagði ég fram frumvarp um leikskóla síðastliðið vor sem Alþingi samþykkti. Ég kynnti tillögur menntastefh- unnar á miðju sumri og sendi hags- munaaðilum frumvarpið til um- sagnar og athugunar þannig að tækifæri gæfist til að skiptast á skoðunum um hina nýju stefnu og ljúka vinnu við frumvörpin í menntamálaráðuneytinu áður en þau verða lögð fram til umræðu á Alþingi í haust. Gagnrýni Svavars Gestssonar Svavar Gestsson alþingismaður hefur skrifað þijár greinar í DV um grunnskólafrumvarpið. Umfjöllun hans kemur ábyrgri stefnumótun í skólamálum að htlu gagni því gagnrýni hans er að stofni til útúr- snúningur. Dæmi um málflutning Svavars er fullyrðing hans um að í frumvarpinu sé síendurtekið orðalagiö „gert er ráð fyrir“. Það er blátt áfram ósatt. í greinargerð- inni er þetta orðalag en í lagafrum- varpinu er þaö ekki. Áhersla er lögö á að texti frumvarpsins sé af- dráttarlaus. Þannig hafa frum- varpshöfundar t.d. breytt orðalagi gildandi laga: „Stefht skal að því að hver grunnskóh sé einsetinn“ á þann veg að í frumvarpinu stendur nú „Hver grunnskóh skal vera ein- setinn". Önnur ósannindi þingmannsins eru þegar hann fuhyrðir aö nýjung í frumvarpinu sé að skólum sé heimilt að útvega nemendum per- sónuleg gögn gegn gjaldi. Það stendur hvergi í lagafrumvarpinu. Hins vegar er í greinargerð með fnunvarpinu vitnaö í áht umboðs- manns Alþingis frá 31. ágúst 1991 á ákvæði gildandi grunnskólalaga. Þar segir að slikt sé heimilt ef for- Skoðanir armarra að sönnu verður í framhaldinu að endurskoða fjár- mögnun sérfræöisjúkrahúsanna, þannig að fjár- magn og verkefni haldist í hendur. Nú verður hins vegar aö ætlast til þess að fjármálaráðherra og ríkis- stjórn bjargi lífi Borgarspítalans tafarlaust. Neyð brýtur (fiár)lög!“ Pálmi V. Jónsson, forstöðulæknir Borgarspítalans, í Mbl. 31. ágúst. Grunnskólinn í óvissu „Varöandi grunnskólann er mörgum spurning- um ósvaraö. Ný löggjöf er í undirbúningi. Sveitar- stjórnarmenn hafa spurt hvort fjármagn fylgi verk- efnatilfærslunni til þess að mæta nýjum ákvæðum í löggjöf sem fela í sér kostnað. Laun og lífeyrisrétt- indi kennara eru að sjálfsögðu undir smásjá varð- andi tilfærslu verkefna. Máhð er þvi ekki eins ein- falt og sýnist í ljósi þess að sveitarfélögin sjá um annan rekstrarkostnað." Úr forystugrein Tímans 31. ágúst. Viðskiptasiðferði „Fyrirtæki geta staðið vamarlítil gegn ágengum fjölmiðlum, sem birta óstaðfestar fréttir um gróða eða tap. Reglur Verðbréfaþings segja aö upplýsingar um afkomu fyrirtækja skuli berast öhum á sama tíma... Mikhvægt er að fjölmiðlar virði þessar regl- ur enda hafa þeir sjálfir hvatt fyritæki th að skrá bréf sín á Verðbréfaþingi íslands og undirgangast þar meö reglur um upplýsingaskyldu. Það er tíma- bært að fyrirtækin í landinu og hagsmunasamtök þeirra svo og fjölmiðlar auki umfjöllun um trúnað starfsmanna og viðskiptasiðferði.“ Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaðinu 31. úgúst. Bráðavandi Borgarspítala „Þegar Landsbanki íslands varð lífshættulega sjúkur, voru reiddar fram fjögur þúsund mhljónir og lífi bankans bjargað. Bráðavandi Borgarspítalans er nú einungjs tíundi hluti þessarar upphæðar. En KjaHarinn Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra neytenda. Samræmd próf styðja einnig kennara og skólafólk í starfi sínu, t.d. varðandi ákvarðanatöku um kennsluhætti eða áherslur í kennslu einstakra nemenda, náms- hópa eða kennslugreina. Þá eru samræmd próf tæki fræðsluyfir- valda til að fylgjast með árangri skólastarfs á landsvísu en brýnt er að eftirht með framkvæmd skóla- halds verði mun virkara hér á landi. Svavar leggur th að komið veröi á „kerfi könnunarprófa sem eru sett á skólana á mismunandi tím- um á mismunandi svæðum og í mismunandi greinum". En þar tek- ur hann undir meö nefndinni. Sam- ræmd próf geta verið framkvæmd á margvíslegan hátt. Könnunar- prófin sem Svavar nefnir eru ein tegund þeirra samræmdu prófa „Við þurfum á þvi að halda að skólar okkar standi jafnfætis því sem best gerist meðal þjóða. Til að slíkt takist þarf umræða um menntamál að stand- ast lágmarkskröfur um heilindi og fag- lega yfirsýn.“ eldrar óska þess eða samkomulag næst þar um. Samræmd próf Svavar gagnrýnir stefnu mína og tihögur nefndarinnar um að fjölga samræmdum prófum í skólakerf- inu. Ég er ósammála því að sam- ræmd próf skili ekki árangri í skólastarfi. Ég tel að aukin áhersla á samræmt námsmat, bætt eftirlit með framkvæmd skólahalds og aukin upplýsingamiðlun th al- mennings séu meðal stærstu fram- faramála í hinni nýju mennta- stefnu. Það er ekki rétt hjá Svavari að fagleg rök skorti fyrir fjölgun sam- ræmdra prófa. Samræmdum próf- um er ætlað að veita nemendum og foreldrum þeirra hlutlægar upp- lýsingar um námsframvinduna og er það sjálfsagt réttlætismál í þjóð- félagi sem vih tryggja hagsmuni sem nefndin leggur th. Auk þess leggur nefndin th að þróuð veröi stöðluð kunnáttupróf sem kennar- ar geti notað th að greina stööu og framfarir nemenda í námi. Opin og heiðarleg umræða Við þurfum á því að halda að skólar okkar standi jafnfætis því sem best gerist meðal þjóöa. Til að slíkt takist þarf umræða um menntamál að standast lágmarks- kröfur um heihndi og faglega yfir- sýn. íslendingar mega ekki við því á tímum umróts og breytinga í heiminum aö láta blekkjast af svig- urmælum manna sem telja sig í fararbroddi menntamála en sýna af sér svo óábyrg vinnubrögð sem Svavar Gestsson alþingismaður gerir í umfjöllun sinni um skóla- mál. Ólafur G. Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.