Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 - íþróttir Guðmundur Þ. Harðarson með hluta þeirra glæsilegu verðlauna sem í boði verða á sunnudag þegar Kópavogssundið 1994 ter fram. Með honum á myndinni eru ungir og áhugasamir sundkappar. DV-mynd S Kópavogssundið Á sunnudaginn fer fram sund- keppni fyrir almenning í Sundlaug Kópavogs, Kópavogssundið 1994. Þátttakendur fá glæsileg verðlaun í samræmi við þá vegalengd sem þeir synda. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að þátttakendur skrá sig í sundið og fá í hendur talningakort, en talið verður fyrir alla þátttakend- ur. Hver og einn ákveður hve langa vegalengd hann syndir. Engar tíma- takmarkanir eru settar keppendum aðrar en tímatakmarkanir keppn- innar sem stendur frá kl. 7.00 til 22.00 á sunnudaginn. Fyrir 500 m sund verður veittur bronspeningur, silfurpeningur fyrir 1000 m sund og gullpening fá þeir er synda 1500 m. Allir þátttakendur fá skjal til staðfestingar þátttöku í sundinu. Einnig verða veitt sérstök verðlaun þeim sem synda lengstu vegalengdina í nokkrum aldurs- flokkum. Fjölmörg önnur verðlaun verða veitt. Forráðamenn Kópavogssundsins 1994 vilja hvetja almenning til þess að vera með í þessari fyrstu sund- keppni fyrir almenning, með ofan- greindu sniði, sem haldin er hér á landi. Markmiðið með keppninni er að fá almenning til þess að iðka sund reglulega og skipulega, með það að markmiði að auka sundgetuna og þohð. Sund er íþrótt sem höfðar til allra aldursflokka og er því sannköll- uð flölskylduíþrótt. Á keppnisdaginn verður selt kafíi og kökur í anddyri Sundlaugar Kópa- vogs á vegum sunddeildar Breiða- bliks. AUar nánari upplýsingar um Kópavogssundið veitir Guðmundur Þ. Harðarson í síma 41299. PhilBabbfer til Liverpool Einn eftirsóttasti vamarmaður Bretlandseyja, írinn Phil Babb, er á leiðinni til Liverpool frá Cov- entry en formlega verður gengið frá sölunni síðar í vikunni. Félög- in hafa orðið ásatt um að Liver- pool greiði um 380 milljónir króna. Babb kom frá Bradford til Coventry í júli 1992 fyrir 50 miUj- ónir. Áhugi margra félaga vakn- aði fyrir Babb í kjölfar frammi- stöðu hans með írska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í sumar. Papin í aðgerð Franski landsliðsmaðurinn Je- an-Pierre Papin hjá Bayern Miinchen gengst undir hnéupp- skurð í dag. Hann verður frá keppni í tvær vikur og missir um leið af leik Frakka gegn Slóvakíu í Evrópukeppninni á miðviku- daginn kemur í Bratislava. Sömuleiöis að minnsta kosti tveimur leikjum hjá Bayem. Buið var að velja Papin í 18 manna landsliðshóp Frakka. Kínverjarnír eru bjartsýnir Heimsmeistaramótið í sundi hefst í vikunni í Róm. Allt besta sundfólk heimsins er mætt til leiks og er aldreí að vita nema einhver heimsmet eigi eftir að falla. Kinverjar hafa vakið at- hygli vegna framfara i sundinu á síðustu misserum og er talið að þeir láti mikið að sér kveða á mótínu. Man. Utd leikur ekkiíTyrklandi Áhangendur Manchester Un- ited em ekki búnir að gleyma sögulegum leik liðsins gegn tyrk- neska liðinu Galatasaray í Evr- ópukeppni meistaraliða í fyrra. Sem kunnugt er mætir United tyrkneska liöinu á ný i Evrópu- keppninni að þessu sinni og nú er Ijóst að Galatasaray mun ekki fá að leika heimaleik sinn gegn United í Tyrklandi, að sögn breskra fjölmiöla. Ástæðan er sú að áhangendur liðsins réðust að tveimur línuvörðum á dögunum í Evrópuieik liðsins. Leedsmuntapa miklum peningum Forráðamenn Leeds United hafa lýst því yfir að sóknarleik- maðurinn Brian Deane sé til sölu eftir aðems 13 mánaöa vem hjá félaginu. Leeds keypti Deane frá Sheffi- eld United fyrir 2,7 milljónir punda í júlí á sl. ári sem er ótru- lega há upphæð fyrir ekki betri leikmann. Nú er hann til sölu fyrír um 1,7 milljónir punda og því er Ijóst að Leeds níun tapa miklum peningum á þessum und- arlegu viðskiptum á sínum tíma. Deane skoraði 11 mörk í 41 leik með Leeds í úrvalsdeildínni á sið- ustu sparktíð. Reykj alundarhlaup: Brynjóifurog Friðasigruðu Um 700 manns tóku þátt í Reykjalundarhlaupinu sem hald- ið var á dögunum. Þátttakendur hlupu mjög mislangar vegalengd- ir. Að þessu sinni hlupu 29 manns 14 km leiðina og þar varð Fríða Bjaraadóttir fvrsi kvenna á 1:06,01 klst. Fyrstur í flokki karla varð hins vegar Brynjólfur Ás- þórsson og hfjóp hann vegalengd- ina á 55,44 mín. ......... ..... Í I I S L A IU D - S 7. SEPT. KL. 20:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, sunnudaginn 4. september kl. 11:00 -18:00 og mánudaginn 5. septemberkl. 11:00 - 18:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKIAFHENTIR FYRIR UTAN ÞENNAN TÍMA. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSI á sama tíma og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. ISLAND - SVÍÞJÓÐ Á LAUGARDALSVELLI 7. SEPTEMBER * He try ggt Þer ••• ...á stórleik ársins! Grindvlkingar í vanda: Kaninn stakkaf Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Tony Smith, bandaríski körfuknatt- leiksmaðurinn sem genginn var til hðs við Grindvíkinga fyrir komandi tíma- bil, stakk af úr landi á þriðjudagsmorg- uninn án þess að láta vita af sér. Kom- ið hefur í ljós að hann hringdi til Tyrk- lands daginn áður og tahð er líklegt að hann hafi farið þangað. Stúlka, sem keyrði Smith upp á Keflavíkurflugvöll, sagði að hann hefði farið með allan sinn farangur en sagst koma aftur fyr- ir laugardaginn. „Við vissum ekki af þessu fyrr en í gærkvöldi þegar hann mætti ekki á æfingu. Þetta kom á alversta tíma, Evrópuleikurinn viö Svíana er hér heima á þriðjudag og Smith var orðinn löglegur fyrir hann. Það var ekki ann- að að sjá en hann væri ánægður og hann var mjög snjall körfuboltamaö- ur,“ sagði Ægir Ágústsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, við DV seint í gærkvöldi. Newcastle skorar -15 mörk 14 leikjum og er efst í Englandi Newcastle hélt áfram að skora og sigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Strákarnir hans Kevins Keeg- ans unnu West Ham, 1-3, í London og hafa skorað 15 mörk og fengið 12 stig í fjór- um fyrstu leikjunum og tróna á toppi deildarinnar. Andy Cole, helsti markaskorari Newc- astle, skoraði ekki sjálfur í gærkvöldi en lagði upp öll þrjú mörkin. Eric Cantona lék sinn fyrsta leik með Manchester United á tímabilinu eftir leik- bann og skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á Wimbledon. Brian McClair og Ryan Giggs gerðu hin mörkin undir lokin. Liverpool vann sinn þriðja sigur í jafn- mörgum leikjum, 0-2 gegn Southampton. John Barnes lagði upp fyrra markið fyrir Robbie Fowler og skoraði það síðara, hjá fyrrum félaga sínum, Bruce Grobbelaar, sem nú ver mark Southampton. Úrvalsdeild: Arsenal - Blackburn...............0-0 (Áhorfendur 37.629) Chelsea - Manch. City.............3-0 (1—0 Peacock, 2-0 Wise, 3-0 sjálfsmark. Áhorfendur 21.740) Leicester - Q.P.R..................1-1 (0-1 sjálfsmark, 1-1 Gee. Áhorfendur 18.695) Manch.Utd - Wimbledon...............3-0 (1-0 Cantona, 2-0 McClair, 3-0 Giggs. Áhorf- endur 43.440) Sheflf. Wed. - Norwich..............0-0 (Áhorfendur 25.072) Southampton - Liverpogl.............0-2 (0-1 Fowler, 0-2 Bames. Áhorfendur 15.190) WestHam-Newcastle...................1-3 (0-1 sjálfsmark, 0-2 Lee, 1-2 Hutchinson, 1-3 Mathie. Áhorfendur 18.580) Newcastle............4 4 0 0 15-3 12 Manch. Utd...........4 3 1 0 7-1 10 Nott. For............4 3 1 0 5-2 10 Liverpool............3 3 0 0 11-1 9 Chelsea..............3 3 0 0 8-2 9 Tottenham............4 3 0 1 9-6 9 Blackburn............4 2 2 0 8-1 8 1. deild Derby - Middlesbro................ 0-1 S windon - W.B. A...................0-0 Úrslitakeppnin í 4. deild: Naumt hjá Magna - en Ægir, KS og Leiknir ekki í vandræðum Það verða Ægir og Magni annars vegar og KS og Leiknir úr Reykjavík hins vegar sem leika úrslitaleikina um sæti í 3. deild- inni í knattspyrnu á laugardag og þriðju- dag. Ægir og KS byija á heimavelli. Magni slapp naumlega áfram í gær- kvöldi er liðið tapaði, 2-1, fyrir Hugin á Seyðisfirði. Magni hafði unnið fyrri leik- inn, 1-0, en Þorvaldur og Sigurður Víðis- synir komu Hugin í 2-0. Reimar Helgason svaraði fyrir Magna 7 mínútum fyrir leiks- lok og það mark réð úrshtum. Liðin voru jöfn, 2-2, en útimarkið kom Magna áfram. Ægir vann Víking, 2-5, í Ólafsvík og því samanlagt 9-5. Zeikret Mehic og Sigurður Hervinsson skoruðu fyrir Víking en Kjart- an Helgason 3, Halldór P. Kjartansson og Magnús Pálsson fyrir Ægi. Leiknir vann Sindra, 4-3, á Leiknisvelli og samanlagt 10-6. Leiknir komst í 4-0 með mörkum frá Róberti Arnþórssyni, Heiðari Ómarssyni, Friðriki Jónssyni og Pétri Amþórssyni. Ejub Purisevic skoraði síðan tvö mörk fyrir Sindra og Arnþór Gunnarsson eitt. KS vann Njarðvík, 4-1, á Siglufirði og samanlagt 8-3. Haseda Miralem gerði þrjú marka KS og Ragnar Hauksson eitt en Ingvar Georgsson svaraði fyrir Njarðvík. -MJ/HK Jóhannes í undanúrslit - á heimsmeistaramóti unglinga í snóker Jóhannes B. Jóhannesson sigraði í gær R. Duut frá Hollandi, 5-3, í 8-manna úrslit- um á heimsmeistaramóti unglinga, 21-árs og yngri, í snóker sem fram fer í Helsinki í Finnlandi. Jóhannes er þar með kominn í úrslita- keppni fjögurra manna og leikur í kvöld gegn David Grey frá Englandi eða Flan Hays frá írlandi. Þetta er frábær árangur hjá Jóhannesi sem einnig komst í fjögurra manna úrslit á mótinu í fyrra. Þá varð Kristján Helgason heimsmeistari eins og menn muna en Kristján keppir ekki á mótinu í Finnlandi enda tíðkast það ekki að heimsmeistari mæti að ári og verji titil- inn. Kristján undirbýr sig nú af krafti fyrir þátttöku í heimsmeistaramóti áhuga- manna sem fram fer í Suður-Afríku í nóv- ember. FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 27 Iþróttir Diego Maradona: Fæddur 30. október 1960 í Buenos Aires. Fimmta barn af átta. 1976: Fyrsti leíkur í 1. deild í Argentínu með Argentinos Juniors. 16 ára tíu dögum slðar. 1977: Fyrsti landsleikur með landsliði Argentínu. 1978: Hundsar landsliöið á HM. 1979: Fyrirliði unglingalandsliðsins sem verður heimsmeistari I Japan. 1981: Vinnur fyrsta og eina sigur sinn í argentínsku deildarkeppninni með Boca Juniors. 1982: Seldur til Barceiona fyrir 210 milljónir króna eftir HM. Tveggja ára dvöl hjá liðinu einkénnist af veikindum og meiðslum. 1984: Seldur til Napóll á Ítalíu fyrir 525 milljónir króna. 1989: Napólí vinnur- y s UEFA-keppnina, fyrsti Evrópumeistaratitill félagsins.% Síðan utangátta I Argentínu I 2 mánuði og neitar að koma > aftur til Napolí eftir frí. 1990 (júní): Napolí ítalskur meistari öðru sinni. 1990 (júlí): Fyrirliði er Argentína tapar fýrir Þjóöverjum I úrslitaieik HM. I1 1990—1991: Maradona , kvartar yfir miklu álagi I ítalska loltanum. Missir af æfingum og er sektaður samtals um 3,5 miljjónir króna fyrir agábrot. ■•Leiidirlfaðernismáli. 1990 (nóv.): Neitar að fara til Moskvu I Evrópuleik með Napólí. Mætir sólarhring síðar j einkaþotu. 1991 (mars): Feiiurá lyfjaprófi vegna neyslu kókalns. Einnig bendlaður við giæpahing I Napólí. Dæmdurí 15 mánaöa bann. 1986: Skorar með „hendi guðs“ I lejk á HM gegn Englandi. Leiðir síðan lið Argentínu til heimsmeistarátitils eftir sigur gegn V-Þjóðverju úrsiitum. \ 1987: ítalskur meistari með Napólí sem vinnur titilinn I fyrsta skipti. í J 1991 (apríl): Skömmu eftir komu til Argentlnu tekinn fyrir,- neyslu kókalns. 1992 (júní): Kemur áfturW Nlapólí eftir leikbann og fer O' * am á sölu. vjL tjl vt ~92 (sept.): Seldurtil Sevilla á Spáni fyrir 525 milljónir. 1993 (febr.): Aftur fyrirliði iandsliðsins I afmæiisleik gegn Brössum á 100 ára afmæli J<nattspyrnusambands Argentínu. 1993 (júni): Sevilla neitar að greiða Maradona 70 milljónir króna vegna vanefnda á skyidum hans við félagið. Hættir og fer aftur til Argehtlnu. Rekinn frá Sevilla. 1993 (sept.): Gengurtii liðs við Newells Old Boys I Argentínu. L993 (okt.): Leikur með Árgentínu I undankeppni HM gegn Ástralíu. 1994 (febrúar): Mætir ekki á æfingar hjá Newells Old Boys og er rekinn frá félaginu. Skýtur úr loftriffli aö fréttamönnum og særir fjóra. 1994 (apríl): Leikur æfingaleik með Argentlnu fyrir HM gegn Marokkó og skorar ur víti. 1994 (júní): Mætirífjórðu Qsmeistarakeppni sína. ' áður en Maradopa getur | |ikjamet á HM beinist að lyfjaáti hans. !(ágúst): Ákærður fyrir ).sKjóta úr loftriffli að jftamönnum. Laus gegn 2£0 milljóna króna tryggi 1994 (ágúst): Dcðtíidur T 15 mánaö keppnisbann og einnar milljónar króna sekt vegna lyfjaáts á HM sama ár. DV| Þjálfari Örebro í samtali viö DV: Hlynur eins og hers- höfðingi - Hlynur og Amór skomðu báðir yjólfiir Harðarson, DV, Svíþjóð: „Hlynur Iék eins og hershöfðingi miðjunni og Arnór var mjög góð- ir. Ég var reglulega ánægður með einni hálfleikinn,“ sagði Sven )ahlquist, þjálfari sænska knatt- .pyrnuliösins Örebro, við DV í jærkvöldi eftir útisigur á Frö- unda, 1-3, í úrvalsdeildinni. Sigur- mn kom Örebro í annað sætí deild- arinnar og þeir Hlynur Stefánsson og Arnór Guðjohnsen voru í aðal- hlutverkum og skoruðu sitt markið hvor. Frölunda var yfir í hálfleik en Hlynur jafnaði á 54. minútu þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir markvöröinn af 30 metra færi. Þaö var síðan Araór sem innsiglaði sig- urinn, 1-3, á76. mínútu með hörku- skoti eftir laglega sókn. Hlynur átti stórleik á míðjunni og frammistaöa hans lofar góðu fyrir landsleikinn við Svía í næstu viku. Arnór var á miðjunni í fyrri hálfleik en var síöan settur í fremstu víglínu og komst þá virki- lega í gang. Þeir Arnór og Hlynur voru um- setnir af sænskum fréttamönnum eftir leikinn, bæði vegna frammi- stöðunnar og vegna landsleiksins á Laugardalsvelli. Úrslit í úrvalsdeildinni í gær- kvöldi: Frölunda -Örebro..............1-3 Halmstad - Gautaborg..........3-1 Malmö FF - Heisingborg........2-6 Öster - Norrköping............1-1 Malmö FF er með 38 stig, Örebro 37, Gautaborg 36 og Öster er með 34 stig en þessi lið beijast um sænska meistaratitilinn. AC Milan fékk skell Skrautlegur ferill Maradona Fiestir eru á einu máli um að skrautlegum ferli Díegos Armandos Maradona á knattspyrnuvellinum sé lokið. Hann var sem kunnugt er dæmdur í 15 mán- aða keppnisbann á dögunum og veröur 35 ára gamall þegar því lýkur næsta haust. Maradona mátti teljast heppinn að sleppa við mun lengra bann en hann var dæmdur í sams konar leikbann árið 1991 fyrir neyslu á kókaíni. Evrópu- og Ítalíumeistarar AC Milan fengu í gærkvöldi óvæntan skell á heimavelh þegar þeir töpuðu, 0-1, fyrir 2. deildar liðinu Palermo í fyrri leik liðanna í 2. umferð ítölsku bikar- keppninnar. Aöeins 3.500 manns sáu leikinn, enda áhugi á bikarkeppninni takmarkaður á Ítalíu. Helstu úrslit önnur: Fiorenzuola - Roma 0-3 Parma - Perugia 4-0 Padova - Inter 0-3 Como - Foggia 0-2 Cagliari - Atalanta 1-0 Sampdoria - Vicenza 5-1 Napoli - Fidelis Andria 3-2 Cesena - Genoa O-l Reggiana - Brescia 1-0 Juventus - Chievo 0-0 Dalvík með fjóraíbanni Dalvíkingar, sem berjast með kjafti og klóm fyrir áframhald- andi sæti í 3. deildinni í knatt- spymu, verða með fjóra leik- menn í banni þegar þeir mæta Hetti á Egilsstöðum á laugardag- inn, í lykilleik fallbaráttunnar. Þeir eru allir komnir með 4 eða 6 gul spjöld og einn þeirra er markahæsti leikmaður hðsins, Örvar Eiríksson. Þrír hjá Fjölni Fjölnir er að berjast á hinum enda 3. deildarinnar, um sæti í 2. deild, og verður með þrjá í banni í leik sínum við Völsung sem fram fer í Grafarvogi á laug- ardaginn. Völsungar verða með tvo í banni og er annar þeirra markahæstí maður hðsins, Ás- mundur Arnarsson. Þá verður TindastóU með markvörð sinn, Gísla Sigurðsson, í banni í fallslag gegn Haukum. Þrírí2. deild Þrír úr 2. deild taka út leikbann í 16. umferð um næstu helgi. Alen Mulamuhic leikur ekki með ÍR gegn HK og hjá KA er Þorvaldur Sigbjörnsson í banni, ásamt Erl- ingi Kristjánssyni þjálfara. Sindrastúlkur hættarvið Lið Sindra frá Hornafirði hefur hætt við þátttöku í úrslitakeppni 2. deildar kvenna í knattspymu. Það verða því aðeins þrjú Uð sem leika tU úrslita um 1. deUdarsætin tvö, ÍBV, ÍBA og Fjölnir. Mikið magn karlhormóna mældist í þvagi Daine Modahl: Fjögurra ára bann - Bretar missa liklega kvennasveitina úr heimsbikamum Breska hlaupakonan Daine Modahl á yfir höfði sér fjögurra ára keppnisbann eftir aö hafa faUið á lySaprófi sem tekið var þann 18. júní sl. í Portúgal. Alþjóða frjálsíþrótta- sambandið lýsti því yfir í gær að nið- urstöður úr a- og b-þvagsýnum sýndu sömu niðurstöðu og ekki væri vafi á að Modahl hefði neytt ólög- legra lyfja í miklum mæh. Eðlilegt hlutfall karlhormóna í Uk- ama kvenna er talið vera einn á móti einum en ekki er taUð að íþróttamaður falU á lyfjapróíi fyrr en hlutfaUið er komið yfir sex á móti einum. Niðurstöður úr lyfjaprófi Modahls sýna hins vegar að hlutfall karlhormónanna í líkama hennar er Enn skellur hjá Rangers Skosku meistararnir Rangers urðu fyrir enn einu áfalUnu í gærkvöldi þegar þeir töpuðu fyrir Falkirk á heimaveUi, 1-2, í 16-Uða úrsUtum skosku deUdabikarkeppninnar í knattspymu. Brian Laudrup skoraði fyrir hið stjörnum prýdda hð Ran- gers, en það var ekki nóg. Fleira óvænt geröist því Hearts tap- aði heima fyrir St. Johnstone, 2-4, og MotherweU lá heima gegn Airdrie, 1-2. Celtic slapp hins vegar í 8-liða úrsht með 1-2 útisigri á Dundee. Lið Dundee United og Raith komust einnig í 8-liða úrslitin. ijörutíu á móti einum. Daine Modahl var á dögunum köll- uð heim frá Samveldisleikunum og vakti það mikla athygli. Orörómur var á kreiki á Friöarleikunum í Rúss- landi í júlí þess efnis aö Modahl heföi falUð á lyfjaprófmu í Portúgal og virtust Rússar þá vita meira um mál hennar en Bretar sjálfir. Það gerði Breta ævareiða enda eiga Bretar á hættu að missa kvennalið sitt út úr heimsbikarkeppninni sem fram fer á næstunni og Rússar munu þá taka sæti þeirra. Modahl kom af hæstu fjöllum Daine Modahl neitaði í gær aö ræða við fjölmiðla og fólk yfirleitt. Þjálfari hennar sagði þó að hún væri alger- lega miður sín enda héldi hún statt og stöðugTfram sakleysi sínu í mál- inu. Læknir breska frjálsíþróttaliðs- ins sagðist í gær hafa yfirfarið niður- stöðurnar úr lytjaprófmu og vera alveg sannfærður um sakleysi Modahls. Mál hennar virðist vera furðulegt fyrir margra hluta sakir og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þess. Modahl á yfir höfði sér fjögurra ára bann en ekki veröur dæmt í máli hennar fyrr en hún hefur komið sín- um skoðunum á framfæri. Reykjavíkurmótið: ÍR vann stærsta sigurinn á fyrsta leikkvoldi opna Rovkjavík- urmótsíns í handbolta í gær- kvöldi, 29—16, gegn Fram í hinu nýja íþróttahúsi Framara. Úrslit leikja urðu þessi: A-riðill: ÍH-U18.......................27-19 B-riðill: ÍR-Fram............. Haukar - Fylkir..... C-riðill: Afturelding —HK..... ...29 16 ...28-24 ....28-22 D-riöill: Stjarnan - KR............23-17 FH-UBK....................28-24 í kvöld fara fram átta leikir og er spilað í Austurbergi, Framhús- inu og Seljaskóla. 95 KAUPBEIÐNI Nafn: Kennit: Heimilisfang: Simi: D EuroCH Visa.nr: Gildistimi: □ Póstkrafa: l~~l Stór-Reykjavikursvæöiö 1 1 Akureyri I 1 slembimiði O 2 slembimiðar Þú fyllir út kaupbeiðni/r og velur hvort þú viljir sjá leikina á Akureyri eía Stór-Reykjavíkursvæðinu. I slembimiðapottinum verða 5000 miðar og því er ekki öraggt aí þú fáir miða. Slembimiöinn gildir á eitt leíkkvöld sem eni 2 eía 3 leikir. í pottinum verða 250 miíar á útsláttarkeppnina og eru þeir mun verðmeiri. Ef heppnin er meí þér getur þú fengið miúa á úrslitaleikinn fyrir aðeins 2500 kr.l Þeir aíilar sem verða dregnir út fá skriflegt svar fyrir I október og greiða þeir 2500 kr. fyrir slembimiðann. ‘<jfr RATVÍS ICIIAND 1995 Pósthólf 170, 602 Akureyri. einkasöluaðili S: 96-12999, 96-12800, 91-641522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.