Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 35 dv Fjölimðlar Erótík og dömubindi Auglýsingar eru mikilvægur þáttur í hversdagslífi nútimans, hvort heldur í dagblöðum, tíma- ritum eða sjónvarpi. Megintil- gangur auglýsinga er að koma upplýsingum um vörur og þjón- ustu á framfæri og selja það sem er á boðstólum. Erlendis er al- gengt að verð komi fram í auglýs- ingum enda mikilvæg vitneskja fyrir neytandann og svo ætti líka að vera hér á landi. Það er hins vegar næsta fátítt fyrir utan aug- lýsingar frá nokkrum stórmörk- uðum og ef til vill húsgagnaversl- unum. Nú þegar vetrarvertlð bókaverslana, skólafataverslana, líkamsræktarstöðva, dansskóla og fleiri er að hefjast væri þvi ánægjulegt að sjá öflugt átak í þessum efnum. Auglýsendur nota ýmis ráð til aö koma boðskap sínum-á fram- færi. Þannig fer stöðugur, hallær- islegur og væminn áróður fyrir dömubindum í sjónvarpi í taug- arnar á flestum konum enda blekkingin mikil og builið átak- anlegt. Ekki gildir þetta þó um allar auglýsingar sem tengjast mannslíkamanum. Þannig bar nokkuð á erótík og jafnvel klámi í blaðaauglýsingum í nokkrum vikublöðum í sumar þar sem birt- ar voru tvíræðar myndir af karl- mönnum. í kjölfar þessara aug- lýsinga hófst umræða um hvort slíkar auglýsingar næðu tilgangi sínum og um það voru skiptar skoðanir. Auglýsingarnar vöktu heilmikla umræðu og eftirtekt i þjóðfélaginu og má þá ekki segja að tilganginum sé að einhverju Ieyti náð? Guðrún Helga Sigurðardóttir Andlát Magnús Kristján Helgason, bruna- vörður og ökukennari, lést af slysfór- um 28. ágúst. Jóhanna Fanney Ólafsdóttir, Gnoðarvogi 28, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans miðvikudaginn 31. ágúst. Axel Júlíus Jónsson frá Stóru-Hildis- ey, Engjavegi 45, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 30. ágúst. Kjartan Ó. Bjarnason lést 22. ágúst sl. Jarðarfarir Útför Skúla Ólafssonar Theodórs fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. september kl. 13.30. Guðmundur Markússon, Garðbraut 37, Garði, er lést á Borgarspítalanum 25. ágúst sl„ verður jarðsunginn frá Útskálakirkju á morgun, fóstudag- inn 2. september, kl. 14. Óskar Guðmundsson, Skerseyrar- vegi 3, Hafnarfirði, andaðist á heim- ih sínu 27. ágúst. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 2. september kl. 13.30. Sig. Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi varaslökkviliðsstjóri, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju föstudag- inn 2. september kl. 10.30. Útfór Ingigerðar Þorsteinsdóttur frá Vatnsleysu, Jörfabakka 22, fer fram frá Fossvogskirkju fóstudaginn 2. september nk. kl. 13.30. Ólafur Ólafsson vélstjóri, Snælandi 5, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju fóstudaginn 2. september kl. 15. Ingibjörg Ársselsdóttir, Mjóuhlíð 14, Reykjavík, sem lést 23. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 1. september, kl. 13.30. Herdís Hjörleifsdóttir, Hátúni 29, Keflavík, sem lést í Landspítalanum 25. ágúst sl„ verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju fóstudaginn 2. september kl. 14. ©1993 Kinq Features Syndicate. Inc. World riahts reservod. Málaðu mig með demantshálsmen. Næsta eiginkona hans mun leita eins og óð að því. Lalli og Lína Slöklcvilið—lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. Isafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 26. ágúst til 1. sept., að báðum dögum meðtöldum, verður í Árbæj- arapóteki, Hraunbæ 102b, sími 674200. Auk þess verður varsla í Laugarnesapó- teki, Kirkjuteigi 21, sími 38331, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51328, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feöur kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeíld: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú viö áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí Og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir viðs vegar um borgina. Vísir fyrir 50 árum Fimmtudaginn 1. sept. Herfræðingar segja, að orustunni um Frakkland sé í rauninni lokið. Bandaríkjamenn munu vera komnir til Belgíu. Fara nú sömu leið og Þjóðverjar 1940. Spakmæli Góðleiki er mál sem mállausir geta mælt og daufir heyrt og skilið. Bovee Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn tslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Lístasafn Einars Jónssonar. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið daglega 15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokað á mánudögum. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, simi 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjarnarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 985 - 28078 Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnaríiörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öörum tilfellum, sem borgarbuar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 2. september Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Samstarf innan veggja heimilisins gengur óvenju vel. Þú mátt þó gera ráð fyrir skoðanaágreiningi annars staðar. Reyndu að kom- ast hjá.deilum. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Það gefst ekki mikill tími til að hugsa þegar tækifæri býðst skyndi- lega. Þú þarft að kanna þær upplýsingar sem þú færð vegna kæruleysis annarra. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Það er ekki eintómur friður innan fjölskyldunnar. Láttu því átaka- mál þín bíða þar til síðar. Skemmtileg þróun á sér stað. Happatöl- ur eru 12, 21 og 31. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú þarft að taka ákvörðun mjög skyndilega. Menn eru samstarfs- fúsir. Hikaðu því ekki við að fá ráð frá öðrum. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Þú kemst að því þér til furðu að skoðanir þínar eru dregnar í efa. Það skaðar þó engan að íhuga málin upp á nýtt. Gefðu ákveðnu sambandi frí um sinn. Krabbinn (22. júni-22. júli): Góður árangur ætti að geta náðst í dag. Láttu ekki trufla þig. Þú vinnur vel með öðrum og það skilar gagnkvæmum hagnaði. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú mátt gera ráð fyrir einhverjum töfum en það stendur ekki lengi. Þú stendur frammi fyrir tveimur valkostum síðdegis. Láttu dómgreind þína ráða. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Dagurinn verður árangursríkur, einkum fyrir þá yngri. Starf sem hefur verið unnið að tjaldabaki fer að skila árangri. Vogin (23. sept.-23. okt.): Mál ganga fremur hægt fyrir sig fyrri hluta dags. Láttu það þó ekki hafa áhrif á þig. Hraðinn eykst þegar á líður. Þú færð góð ráð frá vini. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þér gengur best að vinna einn og óháður öðrum þar sem sam- komulagið er ekki sem best. Þú færð tækifæri til að svala metn- aði þínum. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú þarft að huga sérstaklega að málefni heimilis og næsta ná- grennis. Kæruleysi annarra skapar þér vandamál. Happatölur eru 1, 16 og 26. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Nú er rétti tíminn tii samningaviðræðna. Aðrir eru reiðubúnir til að verða við óskum þínum. Reyndu að komast hjá tjóni. Ævintýraferðir Áskriftarsíminn er í hverri viku 63#27»00 til heppinna - áskrifenda Island DV! Sækjum þaö heim!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.