Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 7 0 t t I » I I I I ► I : Fréttir Sparisjóðurinn á Flateyri: Þjónustu- gjöld af numin í september „Þaö liggur fyrir formleg ákvörðun stjómar Sparisjóðsins um að þjón- ustugjöld verði afnumin. Þetta mun koma til framkvæmda núna fyrstu dagana í september," segir Ægir Hafberg, sparisjóðsstjóri hjá Spari- sjóði Önundarfjarðar á Flateyri. Ægir segir að þar með innheimti sparisjóðurinn ekki færslugjöld vegna tékka og taki ekki útskriftar- gjöld vegna yfirlita sem bankinn læt- ur af hendi til viðskiptavina. KEA á Dalvík: tekur við Valdimar Bragason hefur verið ráðinn útibússtjóri Kaupfélags Ey- firðinga á Dalvík. Hann tekur við starfinu af Rögnvaldi Skíða Frið- bjömssyni sem nýlega var ráðinn bæjarstjóri á Dalvík. Valdimar hefur verið fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dal- víkinga frá 1983 og gegnir því starfi áfram með útibússtjórastarfinu. Þess má geta að Valdimar var bæj- arstjóri Dalvíkinga frá 1974 til 1982. Hann hefur setið í stjóm KEA frá 1987 sem varamaður og aðalmaður þannig að enginn aukvisi er sestur í stól útibússtjóra. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga: Tilf lutningur skólans kostar f imm milljarða - ekkert að vanbúnaði, segir Sturla Böðvarsson alþingismaður „Við gemm ráð fyrir því að rekstur gmnnskólans kosti ríkið fimm millj- arða og aö sveitarfélögin yfirtaki þann kostnað. Tekjur koma frá rík- inu með aukinni hlutdeild af stað- greiðslunni. Við geram ráð fyrir að aukningin nemi 2,2-2,4 prósentum og að tekjur ríkisins minnki að sama skapi. Þaö er ekkert aö vanbúnaði fyrir sveitarfélögin að taka við rekstri grunnskólans og nógur tími til stefnu," segir Sturla Böðvarsson, alþingismaður og formaður nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að kanna kostnað við rekstur gmnn- skólans. Yfirtaka sveitarfélaganna á rekstri gmnnskólans var eitt af aðalum- ræðuefnunum á landsþingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, sem stendur yfir á Akureyri, í gær. Sturla Böðvarsson flutti í gær erindi um undirbúningsvinnu að flutningi skóla til sveitarfélaga og kynnti nið- urstöður nefndar varðandi kostnað við rekstur grunnskólans og hug- myndir hennar um tekjuöflun fyrir sveitarfélögin. Nefndin leggur til að hlutdeild þeirra í staðgreiðslunni aukist og aö Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin taki við grunnskólanum. „Við gemm ráð fyrir því að fræðsluskrifstofurnar starfi áfram en færist yfir til sveitarfélaganna og að hluti af staðgreiðslunni gangi til jöfnunaraðgerða þannig að tryggt verði að litlu sveitarfélögin geti stað- ið undir kostnaðinum. Þá gerum við ráð fyrir að starfsfólki í menntamála- ráðuneyti og fjármálaráðuneyti fækki nokkuð og fari yfir til sveitar- félaganna en vegna breytinga á gmnnskólalögunum þarf aö gera nýja samninga við kennara og það er þá viðbót ef um það er að ræða,“ segir Sturla. Gert ráö fyrir að grunnskólinn verði fluttur 1. ágúst 1995 en nefndin skilar skýrslu sinni til menntamála- ráðherra á næstu dögum. Hafnarfjörður: Skuldirnar yfir þrir milljarðar Skuldir Haíharijarðarbæjar nema ríflega þremur milljörðum króna, samkvæmt milliuppgjöri fyrstu sex mánuði þessa árs, sam- kvæmt heimildum DV, og hafa skuldirnar þvi aukist um nokkur hundrað milljóna. Samkvæmt ársskýrslu Hafnarfjarðar fyrir síöasta ár námu skuldirnar 2,8 milljörðum króna að meðtöldum holræsasjóði og leiguíbúðasjóði. Búist er viö að helstu niðurstöður löggiltra endurskoöenda á fjár- málum Hafnarfjarðarbæjar liggi fyrir í næstu viku. DAEWOO Ung DAEWOO • Í486DX/2-66 MHz • 210 MB diskur • 14' lággeisla litaskjár • 1 MB myndminni TÖLVA D2700U • VESA Local'Bus skjástýring • 4 MB vinnsluminni, stækkanlegt í 64 MB Microsoft Works fylgir • 128 skyndiminni • Overdrive sökkull • MS-DOS, Windows og mús • Kr. 159.900 staðgreitt DAEWOO • TÍ486DLC-40 MHz • 210 MB diskur • 14“ lággeisla litaskjár • 1 MB myndminni TÖLVA D2600R • VESA Local Bus skjástýring • 4 MB vinnsluminni • MS-DOS, Windows og mús Microsoft Works fylgir • Kr.-113.000 staðgreitt Komdu eðahringdu • vid kynnum hana fyrir þér... DAEWOO - NEMA hvað? Leiðandi í tölvuiausnum EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, Sími 63 3000 sem borgar sig að líta á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.