Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 28
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn Dreifing; Sfmi 63 27 06 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994. Ekkert þokast í kjaradeilu FIH - fá 6.200 fyrirkvöldiö , Ekkert þokaðist á fundi samninga- nefndar ríkisins og hljófæraleikara hjá ríkíssáttasemjara i gærmorgun. Verkfallsboðun Félags íslenskra hljóðfæraleikara, sem miðast við 5. september, stendur því óhögguð. Samningamálin voru reifuð á félags- fundi í FÍH í gærkvöldi en menn vildu lítið um fundinn tala. Samn- inganefndir aðilanna eru boðaðar á fund hjá sáttasemjara í fyrramálið. Hljóðfæraleikarar vilja hærri greiðslur fyrir leik sinn í Þjóðleik- húsinu en samkvæmt upplýsingum DV fá þeir 6.200 krónur fyrir kvöldið. Þá vilja þeir fá tryggingarákvæði inn í samningana sem tryggja eiga lág- marksgreiðslur falli sýningar fljótt . niður. Skipasmíðar: Uppsagnir áAkranesi „Þetta eru tóm slagsmál um verk- efni en við vonum að það þurfi ekki að grípa til frekari uppsagna," segir Þorgeir Jósepsson, framkvæmda- stjóri skipasmíðastöðvarinnar Þor- geirs og Ellerts á Akranesi. í gær var 13 starfsmönnum stöðvarinnar sagt upp störfum vegna verkefnaskorts. Áfram verða milh 50 og 60 starfs- menn í vinnu hjá fyrirtækinu. Barentshafsdeilan: Viðræður hefjast inn- an mánaðar Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- f isráöherra og Bjöm Tore Godal, ut- anríkisráðherra Noregs, áttu með sér klukkustundarlangan einkafund í gær en þá var haldinn fundur utan- ríkisráðherra Norðurlandanna á Borgundarhólmi. Þeir Jón Baldvin og Björn Tore sögðust vera sammála um að vera ósammála um Barent- hafsdeiluna. Samt sem áður ákváðu þeir að viðræður embættismanna landanna hæfust innan mánaðar. Þá ákváðu þeir líka að utanríksráðherr- ar og sjávarútvegsráðherrar íslands og Noregs yrðu í sambandi. Þetta staðfesti Káre Eltervág hjá norska utanríkisráðuneytinu í morg- un. Þess má geta að til þess að Islend- 'ingar geti vísað deilunni til Alþjóða- dómstólsins þurfa Norðmenn að hafa hafnað viöræðum um deilumálið. LOKI Hvað um hina kristilegu fyrir- gefningu syndanna? ♦•11 / Um alvarlegan og Meirihluti sóknaniefndar Sel- tjarnamessóknar, 9 af 14, hefúr sagt af sér vegna endurkomu séra Solveigar Láru Guðmundsdóttur til starfa. Yfirlýsing meirihlutans þess_ efhis var í morgun send bisk- upi íslands, kirkjumálaráðherra og fleirum. í yfirlýsingiuuú segir að Solveig Lára hafi orðið „ber að al- varlegum og langvarandi siðferöis- bresti sem brýtur í bága ríðgrund- vallaraunöi trúar- og siðfræðikenn- ingar íslensku þjóðkirkjunnar." I yfirlýsingunni segir m.a.: „Hér verður að skilja á milli einstaklings og embættis og til leiðtoga og fyrir- myndar, eins og presti ber að vera, verður að gera sérstakar kröfur. í þessu tilfelh er bresturinn svo al- varlegs eðhs að um algjöran trún- aðarbrest er aö ræða á mihi sókn- arprests og fjölda sóknarbarna." X yfirlýsingunni kemur fram gagnrýni á þá ákvörðun biskups að Solveig Lára komi aftur til starfa á grundvehi réttar opínberra starfsmanna „en ekki erindisbréfi, vígsluheiti, boðorðunum eða öðr- um kenningum kristinnar kirkju. Biskup virðist m.ö.o. telja að máhð snúist eingöngu um lögfræði en ekki siðfræði og trúfræði." Enn fremur segir í yfirlýsing- unni: „Kirkjunnar yfirvöld ráða prestum - eða svo hefur okkur ver- ið sagt - en í þessu máli virðist presturinn hafa sjálfdæmi. Meintir einkahagsmunir hans ráða en ekki boðskapur trúarinnar og með þessu er hlutverki prestsins sem fyrirmyndar safnaðarins hafnað." Yfirlýsingin er undirrituð af 8 sóknarnefndarmönnum og að auki segir í henni að einn til viöbótar Itafi sagt af sér af heilsufarsástæð- um. Siðanefnd Prestafélags Islands kom saman í gær vegna máls séra Solveigar Láru en hún hóf störf að nýju 1 dag. Formaöur siðanefndar- innar, séra Úlfar Guðmundsson, sagði við DV í morgun að engin niðurstaða hefði fengist í gær og nýr ftmdur yrði eftir helgi. Úifar útilokaði ekki niðurstöðu í næstu viku. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, koma af fundi utan- ríkisráðherra Norðurlanda í Borgarundarhólmi í gær. Símamynd NTB Veðriðámorgun: 8-15 stig Á morgun verður suðlæg átt, víð- ast fremur hæg og rigning eða skúrir víðast hvar. Hiti 8-15 stig. Veðrið í dag er á bls. Nýtt kvótaár hefst í dag: Aðeinsnáðistað veiða upp í kvóta afþorskiogrækju Nýtt kvótaár hefst í dag, 1. sept- ember. Á fiskveiöiárinu, sem var að líða, tókst ekki að veiða upp í kvóta af ufsa, karfa, ýsu, skarkola, humri og grálúðu. Aftur á móti veiddist upp í kvóta afþorski, úthafsrækju. A nýju kvótaári leggja fiskiskip úr höfn með skertan þorskkvóta sem nemur 17 prósentum að sögn Indriða Kristinssonar, deildarstjóra hjá Fiskistofu. Indriði segir rólegra um þessi „ára- mót“ en oft áður þar sem nýjar regl- ur takmarki mjög réttinn til að færa kvóta á milli skipa. Mótorhjólaslys í Skeifunni: Hlaut alvarleg meiðsl Sautján ára phtur hlaut alvarleg meiðsl er hann kastaðist af mótor- hjóli í Skeifunni síðdegis í gær. Pilt- urinn hafði fengið mótorhjólið lánað á bílasölu en missti stjórn á því. Hann kastaðist marga metra og lenti síðan á kantsteini. Pilturinn mjaðm- argrindarbrotnaði auk þess sem hann hlaut aðra áverka. Hjóhð lenti á kyrrstæðum bíl og skemmdi hann nokkuð. Hvalij aröargöngin: Fjármögn- umn er ófrágengin „Það er náttúrlega ekki hægt að fullyrða að af þessu verði fyrr en undirskrift samninga nálgast,“ segir Gylfi Þórðarson, stjórnarformaður Spalar hf„ undirbúningsfyrirtækis- ins um gerð Hvalfjarðarganganna. Á næstu vikum verður farið yfir þau þijú tilboð sem bárust í framkvæmd ganganna og ákveðið við hverja eigi að ganga til samstarfs. Gylfi segir að erlend fjármögnun ganganna sé ekki frágengin. Ekki hafi verið hægt að tryggja hana fyrr en eftir að tilboðin voru opnuð. Hann segir að nú verði farið yfir tilboðin á næstu 2-3 vikum og rýnt í tölurnar. Gert er ráð fyrir að erlendir bankar leggi fram 63% af fjármögnuninni. Svissnesi bankinn Union bank of Switzerland leiðir fjármögnunar- hhðina en vill hins vegar hafa 4 til 5 banka með í fjármögnuninni til að dreifa áhættunni og stendur leit nú yfir. ÖRYGGI - FAGMENNSKA LANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.