Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 24
36
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
Áfram hlýtt fyrir norðan
Ingi Björn Albertsson.
Má ekki gerast og
fær ekki að gerast
„Það eru uppi hugmyndir í fjár-
lagagerðinni um að leggja niður
íþróttasjóð ríkisins... I mínum
huga má þetta ekki gerast og fær
ekki aö gerast og því segi ég að
þetta sé bara hugmynd. Ef menn
sjá að alvara er að baki hugmynd-
inni verður íþróttahreyfingin að
rísa upp og mótmæla," segir Ingi
Björn Albertsson í DV.
Lít á að skattpeningar mín-
ir fari í menntaskólann
„Ég hef alltaf litið svo á að allir
mínir peningar sem ég borga í
skatt, fari beint í menntaskólann.
Þess vegna fer ég vel með þá,“
segir Guðni Guðmundsson, rekt-
or Menntaskólans í Reykjavík í
Morgunblaðinu.
Ummæli
Fremur hæg suðlæg átt verður á
landinu í dag. Skýjað suðvestan- og
sunnanlands og sums staðar dálítil
Veðrið í dag
súld en um landið norðan- og austan-
vert má reikna með björtu veðri. í
nótt fer að blása af suðaustri frá lægð
sem nálgast úr suðvestri og suðvest-
an til á landinu fer aö rigna undir
morgun. Áfram verður hlýtt í veðri,
einkum norðan- og austanlands. Á
höfuðborgarsvæðinu er sunnan- og
suðaustan gola, skýjað að mestu og
öðru hverju dálítil súld. Hiti 8-12 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 20.48
Sólarupprás á morgun: 6.09
Síðdegisílóð í Reykjavík: 14.14
Árdegisflóð á morgun: 02.55
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri alskýjað 10
Akumes alskýjað 7
Bergsstaðir alskýjaö 10
Kefla víkurflugvöllur rigning 11
Kirkjubæjarklaustur alskýjað 9
Raufarhöfn skýjað 8
Reykjavik súld 11
Stórhöfði súldásíð. kls. 11
Bergen hálfskýjað 8
Heisinki heiðskírt 8
Kaupmannahöfn alskýjað 15
Berlín rigning 14
Feneyjar skýjað 18
Frankfurt þokumóða 16
Glasgow þokuruðn- ingur 6
Hamborg skýjað 15
London þokumóða 14
Nice skýjað 20
Róm léttskýjað 22
Vín skúrásíð. kls. 21
Washington þokiunóða 23
Winnipeg skýjað 8
Þrándheimur léttskýjað 6
Ísland-Finnland
á KR-velIinum
Nokkurt hlé hefur veriö á 1.
deildinni i knattspyrnu vegna
landsleiks og Evrópukeppni fé-
lagsliða en á laugardaginn verður
15. umferð leikin og síðan verður
aftur smáfrí vegna landsleiksins
við Svía. Á meðan geta knatt-
spyrnuunnendur horft á framtíö-
ina í íslenskri knattspyrnu á
KR-vellinum í dag. Landslið ís-
lands, 16 ára og yngri, sem tekur
þátt í Evrópukeppni unglinga-
landsliða leikur gegn Finnum og
hefst leikurinn kl. 17.30. Eftir til-
þiifalítinn landsleik gegn Sam-
einuðu furstadæmunum í fyrra-
kvöld er aldrei að vita nema ungu
strákamir sýni klærnar og taki
Finnana í bakaríið.
Skák
Frá Skákþingi íslands í Vestmannaeyjum
sem lýkur um helgina. Hannes Hlifar
Stefánsson haföi hvítt og átti leik gegn
Stefáni Þ. Sigurjónssyni. Svo virðist sem
stórmeistarinn geti nú nælt sér í peð með
17. Bxb8 Hxb8 18. Hxa6, því aö b-peðið
er leppur. Er þetta rétta leiðin?
Fyrirtæki borga Kristjáni
„Fólk þarf ekki að sjá ofsjónum
yfir því að Kristján sé á hærri
launum en alla jafna eru greidd
í Þjóðleikhúsinu. Laun Kristjáns
em ekki tekin frá þeim eða öðr-
um í húsinu. Við leituðum eftir
kostun á þátttöku Kristjáns og
hafa nokkur stór fyrirtæki tekið
þátt í aö kosta þátttöku hans..."
segir Stefán Baldursson þjóðleik-
hússtjóri í DV.
Spítali í lífshættu
....En þegar helsta bráöa-
sjúkrahúsi landsins er stefnt í
lífshættu verður ekki lengur orða
bundist. Þegar Landsbanki ís-
lands varð lífshættulega sjúkur
vora reiddar fram íjögur þúsund
milljónir og lifi bankans bjargað.
Bráðavandi Borgarspítalans er
nú einungis tíundi hluti þessarar
upphæðar..." skrifar Pálmi V.
Jónsson yfirlæknir í Morgun-
blaðið.
Fjölskyldan
Félag nýrra íslendinga heldur
fyrsta haustfélagsfund sinn í
Gerðubergi í kvöld, 1. september,
kl. 20.00 í sal B. Álmennar um-
ræður verða um málefni fjöl-
skyldunnar á íslandi og saman-
burður við málefnið í heimalandi
fólks á fundinum. Aðalmarkmiö
FNÍ er að efla skilning milli fólks
af öllum þjóðernum sem býr á
íslandi með auknum menningar-
legum og félagslegum samskipt-
um. Fundurinn fer fram á ensku
og er öllum opinn.
Fimdir
Kristlegt
kærleiksnet kvenna
AGLOW - Kristílegt kærleiksnet
kvenna heldur septemberfund
sinn í kvöld kl. 20.00 í Stakkahlíð
17. Gestur fundarins er Laufey
Danivalsdóttir. AUar konur eru
velkomnar. Þátttökugjald er 300
kr.
Þaö er eftir þessu bréfi sem beð-
iö var.
Gætum tungunnar
Rétt væri: Það er þetta bréf sem
beðið var eftir.
Vemharður Linnet, stjórnandi RúRek '94
• r + r + r
- með tvö hundruð spilurum
„RúRek djasshátíðin í ár er ekki
ólík að uppbyggingu og fyrri hátið-
ir en viö erum sífellt að auka viö
tónleikana og víkka sviðið. Það era
fyrirhugaöir þrjátíu tónleikar þar
sem koma fram um tvö hundruð
tónlistarmenn. Markmiðið hefur
alltaf verið að efla íslenskt djasslíf
Maður dagsins
og fá erlenda spilara til að koma
og leika. Nú það er hinn kunni
danski bassaleikari Niels-Henning
Orsted Pedersen sem er heiðurs-
getur hátíðarinnar og kemur hann
hingað til Iands ásamt eiginkonu
sinni, Solveigu. Hann mun ásamt
Ole Koch Hansen leika við setning-
arathöfnina og má segja að það sér
gert í tilefni lýöveldisafmælisins en
þeir félagar hafa einmitt gert dálit-
ið að því að leika íslensk þjóðlög,"
segir Vernharður Linnet dagskrár-
gerðarmaður sem er allt í öllu í
framkvæmd RúRek sem hefst á
sunnudaginn.
Vernharður sagði að von væri á
nokkram frábæmm djassleikurum
Vernharður Linnet.
á hátíðina. „Þeir sem vora að
hlusta á það nýjasta í djassinum
upp úr 1960 félíu þá flatir fyrir
Archie Shepp sem þótti þá mjög
framúrstefnulegur en er orðinn
klassískur í dag. Þá er einnig vert
að minnast á trommuleikarann
Bob Grauso sem spilaði hér á árum
áður á „vellinum" og kenndi ís-
lenskum djasstrommuram, meðal
annars Guðmundi Steingrímssyni,
mikið í trommuleik. Mun hann
stjórna Stórsveit Reykjavíkur."
Vemharður sagði að upphaf Rú-
Rek væri hægt að rekja til norrænu
útvarpsdjassdaganna. „Útvarps-
djassinn, sem Ólafur Þórðarson
stjórnaði af miklum skörungsskap,
varð til þess að menn fóra að tala
um aö halda þessu áfram og var
mikið þingað um þetta mál og
ákveðiö að kaxma hvort Reykjavík-
urborg væri ekki til í að vera þátt-
takandi og þar var tekið vel á móti
okkur og sett var á laggimar Rú-
Rek djasshátíðin 1991 og hafa við-
tökurnar verið þannig að RúRek
er komin til að vera. Nú er sú breyt-
ing aö RúRek er haldin í lok sum-
ars í stað vors. Við teljum að þessi
árstími henti mun betur, bæði fyrir
áhorfendur og hljóöfæraleikara.
Eins og flestir vita heftir Vern-
harður Linnet veriö sá íslendingur
ásamt Jóni Múla Ámasyni sem
hefur verið hvað iðnastur við að
kynna íslendingum það sem er að
gerast í djassinum. En skyldi hann
hafa önnur áhugamál. „Ég les mik-
ið, var einn af útgefendum Listræn-
ingjans á sínum tíma og svo hef ég
mjög gaman af klifra í klettum og
nota hvert tækifæri sem ég fæ til
að síga í björg.“
& #
7 I A É. ii
6 L k 1
5 & k 1
4 1 & Jt
Aái A
2 A A
1
B
H
Hannes lét peðið eiga sig því aö eftir
17. Bxb8 Hxb8 18. Hxa6? Hxa6 19. Bxa6
b5! snúast vopnin í höndum hvíts. Hann
ræður ekki við hótunina Bd8-a5 og svart-
ur hremmir hrókinn.
Hvítur á góða stöðu og Hannes vann í
fáum leikjum - með prýðilegri aðstöð
andstæðingsins. Skákin tefldist 17. Rg5
Bd7 18. Hba4 h6 19. Rf3 Be8 20. c4 Rd7
21. cxd5 cxd5 22. b4 RfB 23. b5 Re4 24.
H4a3 b6 25. cxb6 Hb7 26. Hxa6 g5 27. Bc7
Bd8 28. Ha8 og svartur gaf.
Jón L. Árnason
Bridge
Hvemig er best að spila þrjú grönd i suð-
ur í sveitakeppni með hjartaþrist út frá
vestri?
♦ G10763
¥ Á
♦ 54
+ ÁK753
*
¥
♦
N
*
♦
♦ 52
V K105
♦ ÁKD62
+ 982
Gera verður ráð fyrir að hvorugur láglit-
anna brotni því annars væri spilið auð-
unnið. Ef tígullinn er leiðinlegur, (skipt-
ist 4-1) verður lengdin helst að vera hjá
vestri og því er nauðsynlegt að losa stíflu
í litaum. Besta spilaáætlun er þvi þann-
ig. í öðrum slag er laufás tekinn, niunni
hent heima og htlu laufi spilað á áttuna.
Ef vestur drepur þann slag, þá fást auð-
veldlega 9 slagir með svíningu í litnum
og því er það best fyrir vestur að gefa
slaginn. Nú getur sagnhafi einfaldlega
spilað litlum tigh frá báðum höndum og
vinnur þá spflið ef liturinn liggur ekki
verr en 4-2. AUt spiUð var þannig:
♦ G10763
V Á
♦ 54
+ ÁK753
♦ KD8
V G973
♦ 103
+ D1064
N
V A
S
♦ Á94
V D8642
♦ G987
+ G
♦ 52
V K105
♦ ÁKD62
+ 982
Sagnhafi fær því 3 slagi á lauf
og tvo á hjarta.
ísak Öm Sig