Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
Neytendur
Sveppir á f slandi hafa lítið verið kannaðir:
Eitraðir sveppir
gætu leynst innan um
- aldrei að borða tegundir sem maður ekki þekkir
„Þegar fólk tínir sveppi er vert aö
gæta sín því til eru eitraðar tegund-
ir. Þótt þaö hafi ekki margir íslend-
ingar orðið fyrir því að borða eitraða
sveppi er það e.t.v. bara heppni. Með
aukinni skógrækt og við það að skóg-
amir þroskast má búast við að ný
skilyrði skapist á landinu og maður
veit aldrei hvenær nýjar sveppateg-
undir flytjast hingað og finnast í
fyrsta skipti," sagði dr. Guðríður
Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur
í samtali við DV.
„Ég hef lesið þó nokkrar sjúkrasög-
ur af fólki sem borðaði eitursveppi,
sumt lifði af en annað dó. í sumum
þurfti að skipta um líffæri. Til eru
dæmi um hundrað dauðsfóll af völd-
um sveppaeitrunar í Evrópu á tveim-
ur vikum. Það eru til alls kyns ónot-
hæf húsráð um það hvernig þekkja
má eitursveppi en eina ráðið er raun-
verulega að læra að þekkja vel
nokkrar ætar tegundir og borða ekk-
ert annað. Fólk getur bætt 1-2 teg-
undum viö á hveiju ári og þreifað
sig þannig áfram með aðstoð bóka
en ég ráðlegg fólki að tefla aldrei í
tvísýnu og borða eingöngu það sem
það þekkir,“ sagði Guðríður Gyða.
Tveir banvænir
„Tvær skæðustu sveppategundirn-
ar eru af sömu ættkvísl og berserkja-
sveppurinn. í sumum tilvikum þarf
einungis munnbita til að hljóta bana
af. Latneska heiti þeirra er Amanita
phalloides (bein þýðing á ensku er
dauðahatturinn) sem hefur grænleit-
an hatt og Amanita virosa (engill
dauðans) sem er mjallahvítur, ein-
staklega tignarlegur og fallegur
sveppur og sagður með mildu bragði.
Hvorugur þeirra hefur fundist hér-
lendis ennþá,“ sagði Guðríður Gyða.
„Þessir sveppir búa til efni sem
ræðst á frumur og stöðvar skiptingu
þeirra. Það kemur fyrst fram í melt-
ingarfærum, lifur og nýrum. Fyrstu
einkennin verða ekki fyrr en tólf tím-
um eftir að sveppurinn er borðaður
og þar sem sveppaeitrun er ekki al-
geng telja læknar þetta oftast matar-
eitrun og senda sjúklinginn heim.
Einkennin lýsa sér oft í uppköstum,
niðurgangi og magakvölum og
standa í u.þ.b. sólarhring. Síðan lag-
ast sjúklingurinn í smátíma en á
næstu tveimur dögum koma svo í
Sértilboð og afsláttur:
10—11
Tilboðin gilda til miðvikudags.
Þar fæst saltkjöt, l. tl., á 398 kr.
kg, sviö á 198 kr. kg, súpukjöt á
298 kr. kg, Ora grænar baunir, U
dós, á 49 kr„ Kim’s kartöfluflög-
ur, 100 g, og 30 g skrúfur á 99
kr„ Frón matarkex á 89 kr., BKI
kaöi, /i kg, á 198 kr„ rófur á 48
kr. kg, dönsk sulta, 900 g, 4 teg.,
á 148 kr. og smarties, 150 g, á 109
kr. Verslunin er opin til kl. 23 öll
kvöld.
F&A
Tilboöin gilda til miövikudags.
Verð miðast við staðgreiðslu. Þar
fæst Paxo brauðmylsna, 142 g, á
52 kr„ Kellogg’s Cruncy Nut, 375
g, á 195 kr„ Knorr grænmetis-
súpa, 25 stk„ á 186 kr„ bollasúp-
ur, 5 stk., á 111 kr„ Canderel, 40
g, á 150 kr„ A4 skrifblokkir, 10
stk„ 80 blöö, á 466 kr„ 30 tússlitir
á 244 kr„ Thermos nestiskassí
m/flösku á 695 kr. og svört skóla-
taska á 491 kr.
Það er aldrei of varlega farið þegar tíndir eru matsveppir. Það gæti t.d.
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar að leggja þá sér til munns þar sem sumir
þeirra mynda eiturefni.
ljós einkenni lifrar- og nýrnabilunar.
Hjarta og heili gefa sig og sjúklingur-
inn fellur í dá sem yfirleitt endar
með dauðá.“
Aðrir eitursveppir
Aðrir sveppir hafa t.d. eiturefni
sem hafa áhrif á ósjálfráða tauga-
kerfið. Þeir innihalda efni sem heitir
muskarin. „Það er heppilegt að flest-
ir þeir sveppir sem hér vaxa og eru
eitraðir eru litlir og ókræsilegir.
Sumir valda magakveisu en aðrir eru
hættulegri. Það eru t.d. til litlir
sveppir, ýmist hvitir (trektsveppir)
eða brúnir (hærusveppir) sem valda
svitaköstum, fólk tárast og meltingin
fer úr skorðum. Alvarlegast er þó ef
hjartslátturinn truflast en þetta hæg-
ir á hjartanu og lækkar blóðþrýsting-
inn,“ sagði Guðríður Gyða.
Sjálfur berserkjasveppurinn inni-
heldur bæði efni sem virka á ósjálf-
ráða taugakerfið eins og lýst var hér
að ofan og önnur sem virka á mið-
taugakerfið og valda ofskynjunum.
Aðrir eitursveppir eru t.d. lummu-
sveppur sem vex með birki á höfuð-
borgarsvæðinu og nokkrar tegundir
kögursveppa en þeir vaxa fiestir í
skógum eða mólendi. Menn eru al-
mennt varaðir við að borða kögur-
sveppi sökum þessa þar sem erfitt
getur reynst að greina tegundir
þeirra. Svo eru tegundir innan ætt-
kvíslanna Psilocybe, Panaeolus,
Conocybe og Gymnopilus sem einnig
valda ofskynjunum. Sums staðar í
heiminum, þar sem skynvilla er talin
trúarupplifun, eru þeir taldir heilag-
ir og notaðir við trúariðkanir," sagði
Guðríður Gyða.
„Ýmsar aðrar sveppategundir
valda svo tímabundnum meltingar-
truflunum og jafnvel heiftarlegri
magapínu og uppköstum innan 30-90
mínútna frá neyslu en það gengur
yfirleitt yfir á 1-2 dögum,“ sagði
Guðríður Gyða.
Verð á sígarettupakka í heiminum:
f sland í níunda sæti af
tólf dýrustu löndunum
í nýjasta hefti tímaritsins Business
Traveller er birtur listi yfir þau lönd
þar sem algeng tegund af sígarettum
er annars vegar dýrust og hins vegar
ódýrust. ísland er þar í 9. sæti yfir
12 dýrustu löndin en var í 6. sæti í
fyrra. Noregur trónir í fyrsta sæti en
á meðan pakkinn kostar 241 krónu
hér á landi kostar hann 381 í Noregi
þar sem hann er langdýrastur. í
tímaritinu er því slegið upp í grín að
skýringin á lágri tíðni sjúkdóma í
Noregi sem tengjast reykingum sé
verðið á sígarettupakkanum.
í öðru sæti yfir dýrustu löndin er
Bahamaeyjar, þá Danmörk, Urugu-
ay, Kanada, Seychelleseyjar, Svíþjóð,
írland, ísland, Bretland, Ástralía og
Finnland.
Á listanum yfir 12 ódýrustu löndin
er Venesuela í fyrsta sæti og eru síg-
arettur þar því ódýrastar í öllum
heiminum.
400 kr.
350
300
250
200
150
100
50
O
Hvað kostar sígarettupakkinn?
381
309
217
Flnnland
ísland/írland
Svíþjóö
Danmörk
Noregur
Sértilboð og afsláttur:
Tilboðin gilda til míðvikudags.
Þar fæst Goða london lamb á 699
kr. kg, Opal hnapþadúett, 2 teg„
á 199 kr„ kiwi og klementínur á
129 kr. bakkinn, Frón súkkulaði
Marie kex á 69 kr„ Pagens bruð-
ur, 400 g, á 119 kr„ Emmess ís,
10 stk„ 2 teg.: vanillustangir á 199
kr. og ávaxtastangir á 149 kr„ Ora
gulrætur og grænar baunir, 'A
dós, á 64 kr. og Ariel Ultra, 5 kg,
á 1.259 kr. (frir brúsi af Yes Ultra
uppþvottalegi fylgir).
Tilboðin gilda til laugardags.
Þar fæst folaldasnitsel á 769 kr.
kg, folaldagúllas á 698 kr. kg, fol-
aldahakk á 499 kr. kg, kartöílur,
2 kg, á 99 kr„ appelsínur á 99 kr.
kg, servíettur, 50 stk„ á 89 kr„
Frón súkkulaði Marie á 67 kr„
Nóa kropp, 150 g, á 109 kr„ Göte-
borgs Remi súkkul., 100 g, á 109
kr. og Nissin núðlur, 6 teg., á 48
kr. Verslunin er opin til kl. 21 öll
kvöld vikunnar.
• ••
fiskur
Tilboðín gfida til fimmtudags.
Þar fást svínabógssneiðar á 489
kr. kg, folaldapiparsteik á 789 kr.
kg, svikinn héri á 259 kr. kg, laus-
fryst ýsuflök á 394 kr. kg, Super
hveiti, 2 kg, á 59 kr„ Maryland
súkkulaðikex á 79 kr„ Maarud
hringir, 100 g, á 99 kr„ Samsölu
hvitlauksbrauð á 119 kr. og Ge-
valia Instant kaffi, 100 g, á 179 kr.
Tilboðin gilda til fóstudags. Þar
fást brauðskinka og beikon á 798
kr. kg, maískubbar, 350 g, á 99
kr„ lambaframpartar á 358 kr. kg,
fljótsoðin grjón, 4 pokar í pk„ á
49 kr„ fjallalambsbjúgu á 398 kr.
kg, samlokubrauð á 98 kr„ pítu-
brauð, 6 stk„ á 98 kr„ vatnsmel-
ónur á 55 kr. kg, hunangsterta á
195 kr. kg, Milt fyrir barnið, 3 kg,
á 498 kr„ Ajax Ultra Shine á 135
kr„ skólatöskur frá 1.920 kr„
stílabækur (Studienblock) á 129
kr. og allar skólavörur á lág-
mai'ksverði
Bónus
Tilboöin gilda til miðvikudags.
Þar fast lambaframpartar á 279
kr. kg, skólaskinka á 679 kr. kg,
ferskt nautagúllas á 769 kr. kg,
Opal drumbar, 6 stk„ á 79 kr„
Maarud snack, 250 g, á 99 kr„
R.P. sápur, 6 stk„ á 59 kr„ WC
steinar Johnson á 45 kr„ Oxford
kex, 200 g, á 59 kr„ vatnsmelónur
á 29 kr. kg, Tagle telle pasta, 500
g, á 65 kr„ Hi-C epla- og appel-
sínusafi, 6 stk„ á 95 kr, og kven-
nærbuxur eða toppur á 225 kr.
Holtagarðar: inniskór á 199 kr„
sportsandalar á 279 kr„ striga-
skór á 279 kr„ kvenskór á 497 kr.
og barnastrigaskór m/frönskum
rennilás á 497 kr.
nettó
Tilboðin gilda til sunnudags.
Þar fást hrossabjúgu á 359 kr. kg,
reyktur og Mngskorinn svína-
bógur á 568 kr. kg, Knorr Dijon-
sósa, 4 bréf, á 125 kr. og blómkál
á 98 kr. kg.