Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 5 dv________________Fréttir Farsímaskrá 150 þúsund eintökum: Eingöngu ókeypis til far- símanotenda - öörum gert að borga sérstaklega Póstur og sími hefur geflö út sér- staka farsímaskrá, símaskrá þar sem einungis er að flnna farsímanúmer. Skránni hefur verið dreift til allra farsímanotenda á landinu en þeir eru ríflega 18 þúsund talsins. Þegar nýja tvískipta símaskráin kom út í vor kom í Ijós að yfír 100 farsímanúmer vantaði í skrána. Sér- stakur kafli um farsímanúmer fylgdi bókinni ekki eins og áður. í kjölfarið á gagnrýni vegna þessa er þessi sér- staka farsímaskrá gefin út. Er upplag hennar 50 þúsund eintök. Hjá Pósti og síma fengust þær upp- lýsingar að farsímaskráin lægi frammi á pósthúsum þar sem aðrir símnotendur gætu nálgast hana. Til að fá skrána þurfa þeir sem ekki eiga farsíma að greiða 100 krónur. Það gjald var ákveðið af yfirstjórn Pósts og síma og mun, eftir því sem DV Miðhúsasilfrið: Beðið gagna og upplýsinga Nýtt þjóðminjaráð hefur kallað eft- ir gögnum og upplýsingum úr Þjóö- minjasafninu viðvíkjandi Miðhúsa- silfrinu. Á næsta fundi verður farið yfir gögnin og ákvörðun um fram- hald málsins tekin í samráði við menntamálaráðuneytið. Eins og áður hefur komið fram í DV vaknaði í vor grunur um að silf- ursjóður sem fannst að Miðhúsum við Egilsstaði árið 1980, og talinn var vera frá landnámsöld, væri að hluta til falsaður. Taldi breskur sérfræð- ingur, sem rannsakaði silfrið, að hluti þess væri nútímasmíð. Selfoss: Fjölbrautaskól- inn f ullbyggður Kristján Einaisson, DV, Selfossi: Síðari áfangi byggingar Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi var vígð- ur á sunnudag í síðustu viku að við- stöddu miklu flölmenni. Samtals telst húsið vera 6.301 fermetri að gólf- fleti á þremur hæðum. Kostnaður við síðari áfangann, sem er 2.976 fer- metrar, er 262 millj. króna eða um 88 þúsund krónur á fermetra. Ótal- inn er kostnaður við lóð og búnað í húsinu, áætlaður kostnaður þar er 50 millj. króna. Um 700 nemendur stunda nám við skólann á þeirri önn sem í hönd fer. Arkitekt hússins er dr. Maggi Jóns- son en starfsmenn Sigfúsar Kristins- sonar frá Selfossi byggðu allt húsið ásamt fjölda starfsmanna frá ýmsum undirverktökum Sigfúsar. Áhrif Bláa lóns- inskönnuð Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur í sumar og þá sérstaklega eftir að við gengum frá samningi við Tryggingastofnun. Fólk er að ná hér góðum árangri en þetta er mjög góð- ur valkostur fyrir psoriasis-sjúkl- inga,“ sagði Grímur Sæmundsen, læknir og framkvæmdastjóri Heilsu- félagsins hf. við Bláa lónið, við DV. í vetur verður sérstök rannsókn þar sem m.a. verður kannaður ár- angur mismunandi baðtíðni. kemst næst, ætlað að ná inn hluta af kostnaði við prentun og ókeypis dreifingu til farsímanotenda. „Ég hef notað Persil árum saman og það er yfirburðaefni44. Agnar Arnason Efnalauginni Svanlaugu Engihjalla 8: náttúruvænt, kröftugt og milt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.