Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 9 Útlönd Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, kemur til viðræðna við herforingja- stjórnina á Haíti i aðalstöðvum hersins í höfuðborginni Port-au-Prince. í för með honum eru Sam Nunn öldungadeildarþingmaður og Colin Powell, fyrr- um yfirmaður herráðsins. Simamynd Reuter Jimmy Carter leysti Haítí-deiluna: Komíveg fyrir innrás - Heforingjamir fara frá völdum fyrir 15. október Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, vann diplómatískt þrekvirki í gærkvöldi þegar honum tókst aö telja herforingjastjómina á Haítí á aö láta af völdum. Þar meö var innrás bandarísks herliðs á Haítí að engu gerð og þúsundir hermanna á leiö til eyjarinnar voru kallaöir heim aftur. Carter flaug til Washington eftir aö hann fékk Raoul Cédras, leiötoga herstjóranna, til að undirrita friöará- ætlun sem gerir ráð fyrir því aö her- foringjamir afsali sér völdum eigi síöar en 15. október næstkomandi þegar þing landsins hefur samþykkt lög um aimenna sakaruppgjöf. Jean- Aritide Bertrand, útlægur forseti Haítí, mun þá taka viö. „Herforingjamir á Haítí hafa fallist á að láta af völdum. Harðstjóramir hafa áttaö sig á því aö þaö er þeim fyrir bestu aö fara friðsamlega frá,“ sagði Clinton Bandaríkjaforseti í sjónvarpsávarpi til bandarísku þjóð- arinnar í gærkvöldi. CUnton minntist ekkert á aö her- foringjamir mundu yfirgefa landið eftir valdaafsahð í næsta mánuði eins og bandarískir embættismenn höíðu áður sagt að þeir yrðu aö gera. Næsta víst er þó taUö aö herstjóram- ir muni hafa sig á brott. Herforingjarnir skrifuðu ekki und- ir friðarsamninginn fyrr en þeim hafði verið sagt að verið væri að ferma tugi flugvéla sem áttu að taka þátt í inrásinni. Lokafundur Carters og þeirra Sams Nunns öldungadeild- arþingmanns og Colins Powelis, fyrr- um yíirmanns herráðsins, með her- foringjunum stóð í sex klukkustund- ir í gær. Áður höfðu sömu menn set- ið þijá árangurslausa fundi. Þótt komist hafi verið hjá innrás til að steypa herforingjastjórninni af stóU munu fimmtán þúsund banda- rískir hermenn koma til Haítí í dag þar sem þeir munu sjá tfl þess að farið verði eftir friðarsamningnum. í Bandaríkjunum létti mönnum mikið þegar innrásinni var aflýst en útlægir Haítí-búar létu þó reiöi sína OgVOnbrigðÍíljÓS. Reuter Kosningamar í Danmörku: Kratar eru í sókn Danska ríkisstjómin undir forustu jafnaðarmannsins Pouls Nyrups Rasmussens og tveir vinstriflokkar sem standa utan stjórnar hafa styrkt stöðu sína fyrir kosningamar á mið- vikudag, ef marka má skoðanakönn- un sem birtist í gær. í Gallupkönnun sem birtist í Berl- ingske Tidende fá stjómarflokkamir fjórir og vinstriflokkamir tveir sam- tals 53,8 prósent fylgi en stjómarand- stöðuflokkamir þrír 45,5 prósent. Þetta er heldur meira fylgi en mæld- ist í Gaflupkönnun sem birtist á laug- ardag. í nýju könnuninni auka jafn- aðarmenn fylgj sitt í 33,3 prósent úr 32,6 prósentum. Kristflegi þjóðarflokkurinn, einn litlu miðflokkanna þriggja í stjóm, nær tveggja prósenta lágmarkinu til að koma mönnum á þing, samkvæmt könnuninni frá því í gær, og fær 2,1 prósent. í könnuninni á laugardag fékk flokkurinn aðeins 1,9 prósent atkvæða. Eitt stærsta vandamál nútímans er hraði og streita B-vífamín og C-vítamín eru nauðsynleg til að viðhalda sterkum og góðum taugum, auk þess að vera ^ k undirstaða ótal annara þátta líkamsstarfseminar. jl^iJ I Vítamínin í B-STRESS eru sérvalin næringarefni . fyrir taugarnar. Þau gegna auk þess mikilvægu I hlutverki fyrir heilbrigð efnaskipti, grósku- f | mikinn hárvöxt, heilbrigt og fallegt f 'jjm V hörund og heilbrigða starfsemi hjarta og æða. jm A eilsuhúsiö Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 Mfi KOSTAR MIKLU MIM J EN ÞÚ HELDUR AÐ KAUPA SÉR VANDAÐ, FALLEGT OG SLITSTERKT SÓFASETT. Valby sófasettið fæst bæði í 3-1-1 og 3-2-1 eða sem hornsófi 6 sæta eða 5 sæta. Slitsterkt leður á slitflötum og margir leðurlitir. Komdu strax í dag. 6 sæta horn kr. 158.640,- 5 sæta horn kr. 152.3 Hvergi meira úrval til af sófasettum og hornsófum en í stærstu húsgagnaverslun landsins. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REVKJAVÍK - SÍMI 91-871199 Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör munXlAn Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.