Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 Spumingin Reynir þú að kaupa nátt- úruvænar vörur? Gestur Þórarinsson: Já, ég myndi segja það. Auður Hafsteinsdóttir: Já, ég kaupi t.d. engar ósoneyðandi vörur og ég kaupi einnig náttúruvæn þvottaefni. Sigurlaug Helga Emilsdóttir: Já, stundum allavega. Áslaug Harðardóttir: Já. Sigurður Gunnar Sveinsson: Já. Ólafía Pálsdóttir: Já, ég spái allavega íþaö. Lesendur Er atvinnu- leysið dulbúið? Bréfritari dregur i efa opinberar tölur um atvinnuleysi. B. Jónsson skrifar: í síðustu viku voru birtar í fjölmiöl- um tölur frá Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins um at- vinnuleysið i ágústmánuði. Þar kem- ur fram að atvinnuástandið versnaði mun meira en sem nemur árstíða- bundum sveiflum. Samkvæmt þess- um sömu tölum var áætlaða að 3,5% af mannafla á vinnumarkaði hafi verið á atvinnuleysisskrá í þessum mánuði. Þetta eru auðvitað hrikaleg- ar tölur og fá mann til að staldra við og hugsa málið. Við nánari skoðun sést að þetta þýðir að nærri fimm þúsund ein- staklingar gengu um göturnar án vinnu. Nákvæmlega eru þetta 4842 manns og eru konurnar mun fleiri en af þessum hópi voru fulltrúar kvenþjóðarinnar 2980. Að hluta til er skýringin á þessu ógnvekjandi ástandi sögð vera tímabundin vertíð- arstöðvun og kvótaleysi. Sjálfsagt er margt til í því en mér finnst vanta nákvæmari upplýsingar um þennan hóp. Skoða þyrfti betur hvernig skiptingin er á milli ein- stakra atvinnugreina fremur en að einblína algjörlega á landsvæðin sem slík. Þessi tala, 3,5%, er nokkuð hærri en á sama tíma í fyrra en þá mældist atvinnuleysið 3,2% og það vekur upp þær spurningar hvað stjórnvöld hafa veriö að gera til að sporna við ástandinu. Samkvæmt þessari aukningu hafa þau ekki gert mikið eða að minnsta kosti er enginn árangur sjáanlegur. Þaö vekur líka athygli mína'og margra annarra að fjölmargar at- vinnuauglýsingar er að finna í dag- blöðunum upp á hvern einasta dag. Viðtöl hafa birst við fjölmarga at- vinnurekendur sem segja hreinlega að það sé vonlaust að fá fólk í vinnu. Samt gengur stór hópur fólks um atvinnulaus. Annað sem sýnir að ekki sé allt með felldu er sú sorglega staðreynd að hingað er verið að flytja inn erlent vinnuafl á sama tíma og atvinnuleysistölur hafa ekki verið hærri. Þaö sér hver maður að hlut- irnir ganga ekki upp. Ég hef fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu aö í hópi þeirra atvinnu- lausu sé fólk sem að hreinlega kærir sig ekki um að vinna. Það neitar hverju tilboðinu á fætur öðru og bregður fyrir sig ýmsum ástæðum. Ég skil aö fólk vilji ekki flytja lands- hornanna á milli en þegar um er að ræða kannski hálftíma ferðalag til og frá vinnu er mönnum ekki vork- unn. Ég hef þess vegna grun um að at- vinnuleysið sé dulbúið og að þessar opinberu tölur segi ekki nema hálfan sannleikann. Það þarf að koma til betra skipulag á þessum málum og að mínu mati væri vel athugandi að skera niður og jafnvel fella niöur bætur hjá þeim sem ekki nenna að vinna. Sómakæru fólki misboðið Birna skrifar: Sjaldan hef ég verið eins sammála nokkrum manni og eftir lestur les- endabréfs í DV í síðustu viku. Þar kom fram á ritvöllinn Björn nokkur Guðmundsson og vakti athygli á þeim ósóma, nektarmyndunum sem sjá má nánast alls staðar í okkar fögru borg. Sérstaklega er þetta áberandi slæmt við sjoppurnar en þar hefur miður góðum tímaritum og blöðum verið stillt upp úti í glugga svo ómögulegt er annað fyrir viðskipta- vinina en að líta sorann augum. Ég fæ með engu móti séð hvað vakir fyrir kaupmönnum og öörum sem hljóta að vera kallaöir til ábyrgðar i þessu máli. Fyrir mér er þetta ekkert annað en gróf aðför að sómakæru fólki. Nú er svo komiö að ég er hætt að kaupa sælgæti þegar ég fer með bamabörnin í sunnudagsbíltúr. Ég læt ekki bjóða mér þetta stundinni lengur og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ég álít að hér hafi kaupmennskan farið úr böndunum og finnst að félag kaupmanna ætti að sjá sóma sinn í að grípa inn í. Það er skiljanlegt að reynt sé að koma vörum á framfæri en þegar slíkt er gert með því að fara yfir öll velsæmismörk og misbjóða fólki þá er aðgerða þörf. Ég trúi held- ur ekki öðru en einhverjar strangar reglur gildi í þessum efnum. Leigusamningur Hafnarfjarðarbæjar Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna, skrifar: Undanfama daga hafa birst í blöð- um frásagnir af einhvers konar út- tekt á embættisstörfum fyrrveraridi bæjarstjóra í Hafnarfirði, Guðmund- ar Árna Stefánssonar. Greinarhöf- undur hefur ekki aðstöðu til né held- ur áhuga á að blanda sér í þau mál en finnst þó óneitanlega sérkennilegt að kaupa „listaverk" fyrir 3 milljónir króna til aö nota sem landamerki. En kánnski er þetta það sem Danir kalla „brukskunst". Eitt atriði umræðunnar vakti at- Hringiö í síma 63 27 00 milli kJ. 14 og 16 -eðaskrifið Nafn og símanr. vefður aÖ fylgja bréfum Bréfritari álasar bæjaryfirvöldum fyrir að til skuli vera langur biðlisti með nöfnum fólks í húsnæðisleit. hygli mína, þ.e. leigusamningur bæj- arins viö konu um ibúð við Aspar- fell í Reykjavík. Lögð hefur verið áhersla á að gera þennan samning tortryggilegan með ýmsum hætti. Fyrst var spurt: Hvers vegna gat konan ekki farið í röðina eins og aörir? í leiöara DV er síðan fullyrt að konan hafi fengið „nánast leigu- fría íbúð hjá bænum“. Upplýst er þó að leigan er 30 þúsund krónur á mánuði. Ef það kallast „nánast leigufrítt" hvað kallar ritstjóri DV þá sanngjarna leigu? Eða er verið að krefjast þess að Hafnarfjarðarbær ástundi leiguokur í Reykjavík, eða mæla með leiguokri yfirleitt? Umrædd kona mun vera skóla- stjóri við grunnskóla í Hafnarfirði og vel látin sem slik. Þótt íslensk húsnæðisstefna eigi fáa sína líka hef ég enn ekki heyrt að sveitarfélög vísi skólastjórum sínum á „sósíalinn“. Að minu áliti er einkum tvennt sem hægt er að álasa bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði fyrir í þessu máli. I. Að hafa enga íbúð í Hafnarfirði handa skólastjóranum. II. Að til skuli vera langir biðlistar með nöfnum fólks í húsnæðisleit eins og gefið hefur veriö í skyn. Það er engu líkara en á það sé litið sem hvert annað náttúrulögmál. Merkingarfyrir ferðamenn Stefanía hringdi: Ég var nýlega stödd i Krísuvík- urbjargi ásamt fjölskyldu minni þar sem á vegi okkar urðu tveir ungir Bandaríkjamenn sem hög- uðu sér mjög ógætilega að mínu mati. Mennimir gerðu það aö leik sínum að vera til skiptis að velta björgum fram af brúnni og mátti litlu muna að stórslys hlytist af. Bæði heföi einhver getaö orðið fyrir stóigrýtinu og eins fóru þeir svo framarlega á bjargbrúna að þeir heföu hæglega getað dottið fram af. Það var ljóst á öllu að þeir geröu sér enga grein fyrir hættunni og þetta vekur upp þær spumingar hvort merkingar á stöðum sem þessum séu ekki nauðsynlegar. Hræðileg slys hafa átt sér stað á undanförnu þar sem erlendir ferðamenn hafa átt hlut að máli og i Ijósi þess virðist vera mikill misbrestur með merkingar fyrir ferðamenn. Þaö þarf að láta vita af hættunni og eins að segja hvað staðir eru friðaðir. Áskorun til bænda Borgari hringdi: Mér blöskrar sú meðferð sem bændur beita skepnur sínar í dag. Ég skora á þá að hugsa sinn gang og að umgangast dýrin bet- ur en hingaö til. Ástæðan fyrir því að ég kem þessu á framfæri er sú að ég fór í réttir fyrr í mán- uöinum og aðfarirnar voru allt annað en glæsilegar. Þær vom nánast ömurlegar. Ég hef áður farið í réttir en aldr- ei upplifað aðfarir af þessu tagi. Vonandi verður bót á þessu. Tímabær , bensínlækkun Kristján Ólafsson skrifar: Það var ánægjulegt aö lesa við- talið viö Árna Ólaf Lárusson, framkvæmdastjóra fjármála- sviðs Skeljungs, um daginn. Hann sagði að það væri ekki spuming hvort bensínið lækkaði heldur hvenær. Bensínlækkun hérlendis hefði átt að eiga sér stað fyrir löngu og væri eðlileg samkeppni á mark- aðnum heföi hún þegar litiö dags- ins Ijós. Allir vita hins vegar hvernig olíufélögin liafa hagað sér en á þeim bæjum virðast menn vera í daglegu símasam- bandi hver við annan. Sennilega lækkar bensínið nákvæmlega mikið hjá þeim öllum enda eru þeir í bullandi samkeppni! Fékktvöfaldan skammt óumbeðið ÓIi hringdi: Eftir reynslu mina af heilbrigð- isgeiranum um daginn hafa vaknað upp ýrasar spurningar. Ég þurfti að leita til læknis sem sagði mér að taka pillur til að lækna kvillann. Hann gaf út lyf- seðil og sagði mér að taka töflurn- ar í vikutima. Ég fór 1 apótekið og fékk þar afhentar 30 pillur en samkvæmt lyfseölinum þurfti ég bara 16. Þennan stóra skammt fékk ég óumbeðið. Þetta er kannski ekki stórmál en safnast þegar saman kemur. Áfengier alKofdýrt G.O. hrrngdi: Ég vil vekja athygli á því hversu óhóflega dýrt áfengiö er. Flaskan sem kostar í raun kannski innan við 100 krónur er seld út úr versl- unum ÁTVR með mörg hundruð prósenta álagningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.