Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 18
Útboð F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Álftanesæð, 2. áfangi“. Verkið felst í að endurnýja hluta af aðveituæð fyrir Bessastaðahrepp, milli Garðaholts og gatnamóta að Bessastöðum. Æðin er að hluta 0150 mm stálpípa í 0250 mm plastkápu og að hluta 0250 mm stálpípa í 0400 mm plastkápu. Heildarlengd er um 2.500 m. Pípulögn skal lokið fyrir 15. desember 1994 og verk- inu skal lokið að fullu 30. apríl 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 28. september 1994, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 2 58 00 TÆKNI /////////////////////////////// Aukablað um TOLVUR Miðvikudaginn 5. október mun aukablað um tölvur fylgja DV. Blaðið verður að vanda fjölbreytt og efnismikið. ! því verður fjallað um flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. Upplýsingar verða í blaðinu um hugbúnað, vélbúnað, þróun og markaðsmál, að ógleymdum smáfréttunum vinsælu. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um tölvunám hvers konar. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til Björns Jóhanns Björnssonar á ritstjórn DV fyrir 27. september í síðasta lagi. Bréfasími ritstjórnar er 63 29 99. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfs- dóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 29. september. ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27. MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 4 Svidsljós I hringiðu helgarinnar Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi, framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells, varö fimmtugur fyrir stuttu. Ólafur nam dagskárgerð fyrir sjónvarp í Danmörku og Svíþjóö 1966 og við háskólann í Syracuse í New York 1973. Árið 1981 stofnaði hann bókaút- gáfuna Vöku-Helgafell og hefur frá upphafi verið framkvæmdastjóri hennar. Með Ólafi á myndinni er Elín Bergs, eiginkona hans, og var myndin tekin í veislu í tilefni af af- mælinu þann 8. þessa mánaðar. Sveinn Einarsson, leikhússtjóri og rithöfundur, varð sextugur sl. sunnudag. Sveinn hefur gegnt ýms- um störfum gegnum árin, jafnframt því sem hann hefur setið í margs konar nefndum og ráðum. Hér fagn- ar Sveinn á afmæhsdaginn í Þjóð- leikhúsinu en þar var hátíðardag- skrá honum til heiðurs. Helga Hilmarsdóttir og Jón Ólafsson, forstjóri Skífunnar, voru í Þjóðleik- húskjallaranum á laugardagskvöld- ið. Þar var margt um manninn enda var óperan Vald örlaganna eftir Verdi frumsýnd í Þjóðleikhúsinu fyrr um kvöldið. Áskrifendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum Wk. JHtr M mk Jf wvww AUGLYSINGAR Þverholti 11 -105 Reykjavík Sími 632700 - Bréfasími 632727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-16 Sunnudaga kl. 18-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. íslenskir blómaframleiðendur stóðu um helgina fyrir sýningu í Perlunni þar sem margt fallegt var að sjá. Bömunum var ekki gleymt og fengu þau tæki- færi til að setja saman sína eigin skreytingu og var oft þröng á þingi þar, enda að vonum vinsælt. Golfklúbbur Reykjavíkur hélt um helgina hina árlegu firmakepni félagsins í 50. skipti. Á myndinni eru frá v. Garðar Eyland, formaður klúbbsins, Sigurð- ur Hafsteinsson, sem varð í 2. sæti fyrir Vífilfell, Tryggvi Pétursson, sem sigraði fyrir Hörpu, fulltrúi frá Hörpu, fulltrúi frá Brimborg og Hjalti Atla- son sem keppti fyrir Brimborg og varð hann í 3. sæti. Fyrsta Bingó-lottóið hér á landi fór af stað nú um helgina við frábærar undir- tektir landsmanna. Allir miðamir seldust upp hjá aðalstöðinni, og voru margir miðaeigendur ánægðir með kvöldið enda mikið um góða vinninga. Á myndinni eru frá v. Jón Þór Hannesson, framkvæmdarstjóri Saga film, Bengt Olofsson, markaðsstjóri Bingo-Lotto intemational, Jafet Ólafsson, sjónvarp- stjóri Stöðvar 2, Ingvi Hrafn Jónsson, stjómandi þáttarins, Guðmundur Hall- varðsson, stjórnarformaður Happdrætti DAS og Sigurður Ágúst Sigurðsson forstjóri DAS. Það em ekki bara ritstörfm sem liggja vel fyrir Thor Vilhjálmsyni sem helst er þó þektur fyrir þau, heldur er hann einnig vel vígur á myndlistina. Að minnsta kosti voru gestir á opnun myndhstasýningar hans á laugardaginn ánægðir með verk hans sem unnar em með blandaöri tækni. Listamaðurinn lék á als oddi við opnunina, og sést hann hér ásamt gestum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.