Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 41 Fréttir Víðidalsá i Húnavatnssýslu var langt frá því að blanda sér í toppbarátt- una þetta árið en þau Gunnar Ingi Gunnarsson læknir og Erna Matthías- dóttir voru á bökkum hennar fyrr í sumar. Þau veiddu þá þessa tvo laxa, 18 og 14 pund, í Simastrengnum. DV-mynd SG Þverá í Borgarfirði: Fengsælasta veiðiáin ennþá - Rangámar með 1510 laxa í gærkvöldi Þeim fækkar veiðiánum sem hafa opið þessa dagana, ein af ann- arri loka þær fyrir veiðimönnum. Reyndar er veiðitíminn hálfum mánuði lengri núna en hann var í fyrra og margir veiðimenn og leigutakar veiðiánna nota sér það. Þverá og Kjarrá lokuðu á rétt 1604 löxum þetta sumarið þegar allt hefur verið tahð. Nokkrir laxar vel yíir 20 pund bættu upp verulegt vatnsleysi á tímabili hluta sumars. Þetta tryggir Þverá og Kjarrá topp- sætið þetta sumarið því Rangárnar ná þessu líklega ekki. Þó veiddust á laugardaginn á milli 15 og 20 lax- ar í Rangánum sem sýnir að Rang- árnar geta ennþá bitið frá sér. „Mér sýnist lokatölur úr Norðurá vera 1586 laxar þetta sumarið þegar allt hefur verið tahð,“ sagði Bjarni Júlíusson, stjórnarmaður í Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur, en þetta tryggir Norðurá annað sætið á eftir Þverá. Rangárnar eru ennþá á fleygiferð og voru komnar með 1500 laxa í gærkvöldi. „Það eru komnir 1510 laxar núna og sjóbirtingurinn er farinn að láta sjá sig í ríkari mæli. Fyrir fáum dögum veiddist 10 punda boltasjó- birtingur," sagði Þröstur EUiðason í gærkvöldi á Rangárbökkum. „Við veiddum 15-20 laxa á laugar- daginn og stórlaxar hafa látið sjá sig meira núna síðustu daga,“ sagði Þröstur ennfremur. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ► Fallegur ^ frakki með lausri bakslá og ermaspæl- um. Einföld og þægileg flík sem þú gleymir að fara úr þegar þú kemur heim. Verð nú 12.9004 Litir: svarblátt, navyblátt, reykgrátt, beige Friar póstkröfur - greiðslukjör Kápusalan Snorrabraut 56, s. 62 43 62 Verð áður 19.900 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSID Sími 11200 SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR TIL 25. SEPT. Stóra sviðið kl. 20.00 Óperan VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi 2. sýn. á morgun, þrd. 20/9, uppselt, 3. sýn. sud. 25/9, uppselt, 4. sýn. þrd. 27/9, uppselt, 5. sýn. föd. 30/9, uppselt, 6. sýn, Id. 8/10, uppselt, 7. sýn., mán. 10/10,8. sýn. mvd. 12/10. Ósóttar pantanir seldar daglega. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson Föd.23/9, Id. 24/9, fid. 29/9. Smiðaverkstæðið kl. 20.30 SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFISYSTRA eftir Guðberg Bergsson í leikgerð Víðars Eggertssonar. Frumsýning fid. 22/9 kl. 20.30. 2. sýn. sud. 25/9,3. sýn. föd. 30/9. Sala áskriftarkorta stendur yfir til 25. september. Miðasala Þjóöleikhússins er opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið á móti símapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00. Græna línan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00. Sími 1 12 00 - Greiðslukortaþjónusta. Tjarnarbíó DANSHÖFUNDAKVÖLD Höf.: Hany Hadaya, Lára Stefánsdóttir, David Greenall Önnur sýn., styrktarsýning, 19. sept. kl. 20, öli innkoma rennur til styrktar alnæmissamtökunum, 3. sýn. 23. sept. kl. 20,4. sýn. 24. sept. kl. 20,5. sýn. 25. sept., sunnud., kl. 15. Miöasala opnuð kl. 16.00 alla daga nema sunnudaga kl. 13.00, i síma 610280 eða 889188 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Þriöjud. 20. sept., uppselt. Miðvikud. 21. sept., uppselt. Föstud. 23. sept., uppselt. Laugard. 24. sept., uppselt. Sunnud. 25. sept., örfá sæti laus. Miðvikud. 28. sept. Fimmtud. 29. sept. Föstud. 30. sept., örfá sæti laus. Laugard. 1. okt. Stóra svið kl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Leikmynd: Jón Þórisson, búningar: Þórunn Elisabet Sveinsdóttir, lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson, leik- stjóri Ásdis Skúladóttir. Leikarar: Guðlaug E. Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Ás- mundsdóttir, Hanna Maria Karlsdótt- ir, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartar- son, Karl Guðmundsson, Katrin Þor- kelsdóttir, Magnús Jónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karls- son, Þórey Sigþórsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Börn: Eyjólfur Kári Friðþjófsson, Kar- en Þórhallsdóttir, Kári Ragnarsson, Tinna Marina Jónsdóttir. Frumsýning fimmtud. 22. sept., örfá sæti laus, 2. sýn. föstud. 23. sept., örfá sæti laus. Grá kort gilda 3. sýn. laud. 24. sept., örtá sæti laus. Rauö kort gilda. 4. sýn. sunnud. 25. sept., örfá sæti laus. Blá kort gilda. ATH. Sala aðgangskorta stendur yfirtil 20. sept. 6 sýningar aðeins kr. 6.400. Miðasala er opin alla daga kl. 13.00- 20.00 á meðan kortasalan stendur yfir. Pantanir í síma 680680 aila virka daga frákl. 10. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Leikfélag Akureyrar Aðgangskort kosta nú aðeins kr. 3.900 og gilda á þrjár sýningar: ÓVÆNT HEIMSÓKN eftir J.B. Priestley Á SVÖRTUM FJÖÐRUM eftir Davíð Stefánsson og Erling Sigurðarson ÞARSEM DJÖFLAEYJAN RÍS ettir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Þú sérð sýninguna þegar þér hentar, drifur þig i leikhúsið og skemmtir þér konunglega! Frumsýningarkort fyrir alla! Stórlækkað verð. Við bjóðum þau nú á kr. 5.200. Með frumsýningarkorti tryggir þú þér sæti og nýtur þeirrar sérstöku stemningar sem fylgir frumsýningu i leikhúsinu! Kortagestir geta bætt við miða á KARMELLUKVÖRNINA fyrir aðeinskr. 1000. Kortasalan hefst föstudaginn 16. september. KVÖRNIN Gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna! Frumsýning laugardaginn 24. sept. kl. 17. 2. sýning sunnud. 25. sept. ki. 14. Miðasala í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Sími 24073. Símsvari tekur við miðapöntunum utan afgreiðslutíma. Greiðslukortaþjónusta. TiJkyimingar Kvenfélagið Freyja í Kópa- vogi verður með félagsvist í kvöld kl. 20.30 að Digranesvegi 12. Spil, verðlaun og mola- kaffi. Félagsstarf aldraða í Gerðubergi Mánudaginn 19. september kl. 8.50 verða sund: og leikfimiæfmgar í Breiðholts- sundlaug. Hárgreiösla og fótsnyrting. Hádegishressing í kaffiteríu. Vinnustofur opnar og spilasalur, vist og brids. Fimmtudagurinn 22. september, haust- litaferð, ÞingveUir - Nesjavellir. Kaffi- veitingar í Nesbúð. Upplýsingar og skráning í síma 79020. Nýr tónlistarskóli Nýi músikskólinn hefur tekið til starfa á Laugavegi 163 í Reykjavík. Sérstök áhersla er lögð á að kenna rytmíska tón- list eins og rokk, popp og blús. Kennt er á eftirfarandi hljóðfæri: Rafgítar, gítar, rafbassa, trommur, saxófón og flautu, svo og söngur. Ennfremur sækja allir nem- endur tíma í tónfræði eöa hljómfræði. Námstilhögun er í námskeiðsformi. Er hvert námskeið 10 vikur í senn og hljóta nemendur prófskirteini að því loknu. Yfirkennarar viö skólann eru þeir Björn Thoroddsen gitarleikari, Ásgeir Óskars- son trommuleikari og Stefán S. Stefáns- son saxófón- og tónfræðikennari. Innrit- un stendur yflr í síma 621661 og kennsla hefst mánudaginn 19. september. Fræðslufundur íslenska dyslexíufélagsins Fyrsti fundur íslenska dyslexíufélagsins verður í Norræna húsinu mánudaginn 19. september kl. 20.30. Fræðslufundur- inn hefst með fyrirlestri Söru Jónsdótt- ur, sem hefur unnið með fólki með dyslexíu í Bandaríkjunum og á íslandi. Hún mun leggja megináherslu á mögu- Ieika þeirra sem haldnir eru dyslexíu. Erindiö verður flutt á ensku en þýtt jafn- óðum. Eftir fyrirlesturinn gerir formaður grein fyrir starfinu framundan og þar á eftir verða almennar umræður. MYNDLIST ARNÁMSKEIÐ Teikning. Málun. Módelteikning. Teikning og litameðferð fyrir unglinga. VERKLEGAR GREINAR Batík. Myndvefnaður. Bókband. Postulínsmálun. Bútasaumur. Fatasaumur. Skrautskrift. . NÝ NÁMSKEIÐ Handritsgerð - kveikjan að kvikmynd. Flugdrekagerð - námskeið í gerð stýridreka og beitingu þeirra. Stjörnuspeki - stjörnukort og túlkun þeirra. Leikræn tjáning - spuni, leikur og alvara. Þýska fyrir börn, 6-14 ára. Innritun stendur yflr í Miðbæjarskólanum. S. 12992 & 14106 Sjóvá-Almennar í vetur verður afgreiðslutími Sjóvár- Almennra lengdur um eina klukkustund eða frá kl. 8 til 17 í öllum deildum félags- ins. Þessi breyting tók gildi 15. septemb- er. Tilgangurinn er fyrst og fremst aö veita viðskiptavinum félagsins betri þjónustu. Tónleikar á Ara í Ögri Tríó Björns Thoroddsens, skipað B'irni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á kontrabassa og Ásgeiri Óskarssyni slagverksleikara, hélt tónleika á veitingastaðnum Ara í 'Ögri síðasta þriðjudagskvöld ásamt Agli Ólafssyni stórsöngvara. Næsti gestur til að heiðra tríóið meö ásláttarvænni nær- veru sinni þriðjudagskvöldið 20. sept- ember er enginn annar en stórmenniö og söngvarinn Bogomil Font sem hyggst m.a. leita í smiðjur Kurt Weill og Cole Porter eftir sönglögum sem henta þessu tilefni. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30 og aögangur er ókeypis og öllum heimill. Fjölskyldu- og Húsdýra- garðurlnn 30 verðlaun fyrir fróða þátttakendur í krossdýragátuleiknum. Miðvikudaginn 14. september voru 30 nöfn heppinna þátttakenda í krossdýragátunni dregin úr potti í fjölskyldu- og húsdýragarðin- um. Um 200 gestir tóku þátt í krossgátu- leiknum og fengu allir að lokum viður- kenningaskjal. í verðlaun voru myndabækur og átta tegundir af púslu- spilum með myndum af dýrunum í garð- inum. Bækurnar og púsluspilin eru seld í húsdýragaröinum og eru þau unnin í samvinnu við Landslagsmyndir s.f.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.