Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 Útlönd Stuttar fréttir dv Ný ríkisstjóm mynduð í Svíþjóð strax 1 dag eftir sigur jafnaðarmanna: Carlsson ákveðinn í að stýra öllu einn - vonaðist eftir hreinum meirihluta en sættir sig við minnihlutastjórn „Viö ætlum okkur aö brjóta upp hefðbundin vinnubrögö í þinginu og leita eftir víðtækara samstarfi um úrlausn mála en veriö hefur,“ sagöi Ingvar Carlsson, leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, í nótt eftir aö ljóst var aö hann haföi fellt ríkisstjórn Carls Bildts. Jafnaöarmenn höföu vonast eftir hreinum meirihluta en fengu ekki. Orð Carlssons eru túlkuð á þann veg að hann hyggist nú mynda minni- hlutastjórn og láta reyna á langlífi hennar. í því hefur hann fyrirmynd frá Danmörku og einnig tókst Carli Bildt aö sitja heilt kjörtímabil án þess að hafa hreinan meirihluta. Carlsson fær umboö til aö mynda nýja stjórn þegar í dag. Bildt játaöi þegar í nótt ósigur stjórnar sinnar þó hann megi sjálfur vel una viö sinn hlut. Hægriflokkur hans tapaði að vísu rúmu prósenti fylgis frá síðustu kosningum en stjórnin féll þó vegna þess aö samstarfsflokkarnir töpuöu meira. Nú bættu allir flokkarnir á vinstri vængnum viö sig fylgi, samtals 12,2%. Carlsson hyggur þó ekki á samstarf við Vinstriflokkinn eöa Græningja um myndun ríkisstjórnar heldur ætlar hann að setja eigin menn í ráðherrastólana og treysta á stuðning við nýja stjórn frá hægri og vinstri eftir þörfum. Þarna veldur mestu að fyrir dyrum stendur þjóðaratkvæðagreiðsla um inngönguna í Evrópusambandið. Vinstrimenn eru á móti og einnig djúgur hluti jafnaðarmanna. Carls- son er hins vegar með og vill gjarnan hafa gott samstarf við borgaraflokk- ana um ESB-aðildina. í öörum mál- um vill hann halla sér til vinstri. Kristilegir demókratar áttu erfiða nótt. Lengi vel leit út fyrir að flokkur þeirra næði ekki 4% og þurrkaðist þar með út. Á lokasprettinum hafðist þó lágmarkið til að koma manni á þing en varla atkvæði meira. Nýtt lýðræði Jans Wachtmeisters lauk hins vegar lífdögum sínum í þessum kosningum, missti nær allt fylgi sitt. Græningjar unnu verulega á og náðu tilsettu lágmarki. TT Ingvar Carlsson, leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, var sigurreifur i nótt eftir að flokkur hans vann ótvíræðan sigur í þingkosningunum. Hann vonaðist þó eftir hreinum meirihluta en fékk ekki. í dag fær Carlsson umboð til að mynda nýjr stjórn, væntanlega minnihlutastjórn. Símamynd Reuter Sigurvegarar og sigraðir í Sviþjóð: Carlsson sannaði sig eftir 40 ára baráttu Ingvar Carlsson er nú loksins búinn að sanna sig sem verðugur arftaki Olofs Palme og Tage Er- lander. Sænskir jafnaðarmenn hafa saknað sterks leiötoga allt frá þvi Palme var veginn og fram til þessa hefur Carlsson eklci náð aö fylla skarðið sem hann skildi eftír sig. Það þykir og kominn tími til. Carlsson hóf baráttu sína undir merkjum jafnaðarmanna fyrír 40 árum, þá sendill hjá flokknum í Carl Bildt, leiðtogi hægrimanna, Borás, heimabænum sínum. veröur nú aö víkja úr stóli forsætis- En Carlsson er ekki eini sigur- ráðherra. Hann or þó ekki almennt vegarinn í sænsku kosningunum. talinn hafa beðiö ósigur heldur er Guðrún Schyman, leiðtogi Vinstri- samstarfsflokkunum kennt um ó- flokkins, getur einnig vel við unað. farírnar. Flokkurinn er nú stærri en nokkru Mestan ósigur bíður þó Nýtt lýö- sinni fyrr og henni hefur tekist að ræði, flokkurinn sem hét nýjum hrista af sér kommúnistagrýluna. tímum í Svíþjóð við síöustu kosn- Guörúnhælirsérogafþvíaðhafa ingar. Allt kjörtímabiliö hefur aldreiveriðkommúnisti,barafríð- flokkurinn verið utanveltu og nú ar-og kvenfrelsissinni. eradagarhanstaldir. TT sænsku þing kosninga - fyl£ilpxás£fllum DV NóbelfyrirCarter Jimmy Carter þykir líklegur til aö fá fríðamóbelinn fyrir afrekið á Haítí þegar hann fékk herfor- ingjana til aö afsala sér völdum. Milljónirímútur Timaritið Newsweek segir að ameriski herinn hafi ætlað að bera milljónir dollara á herfor- ingja á Haítí eftir hernámið. Vantreysta Aristide ; Margif emb- ættismemr vestra van- treysta Jean- Bertránd Ar istide, verðandi forseta Haítí, og var njósnað um hann í út- legðinni í Washington, að þvi er blaðið New York Times sagði. Mannfall í Sarajevo Tveir féllu í hörðum átökum í Sarajevo og hóta SÞ að grípa til aðgerða. Löggadrepin Grísk lögga lést í sprengjuárás skæruliöa á lögreglurútu í Aþenu í nótt. Lifi lýðræðið Lýðræðisöflin fóru með sigur af hólmi í fyrstu alvöru lýðræðis- legu kosningunum í Hong Kong. Meðfyrirjól Sinn Fein, stjómmálasamtök IRA, spá því að þau verði komin í viðræður við bresku stjómina fyrir jól. Ekki sjálfstæði Jean Chréti- en, forsætis- ráðherra Kanada, ætlar að reyna að sannfæra íbúa Québecfylkis um að greiöa ekki atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæða- greiðslu á næsta ári. Við öllu búnir Evrópulönd búa sig undir straum flóttamanna frá Alsír komist harðlínumúslímar til valda. Fótboltamennísiysi Flugvél með Nígeríumeistur- unum í fótbolta fórst í Alsír og íjórir létu lífið, þar á meðal einn liðsmaður. Engarfriðarviðræður ísrael og írak bera til baka frétt- ir i bresku blaði um leynilegar friðarviöræður. Hægrisveifla Flokkur öfgasinnaðra hægri- manna fór fram úr jafnaðar- mönnum í kosningum í austur- rísku fylki. Poppererallur Karl Popper, sem margir telja einn mesta heim- speking 20. ald- arinnar, lést á sjúkrahúsi í London á laug- ardag og er hann nú syrgður um heim allan, Útumglugga Svissnesk kona og tveggja ára barn hennar létu lífið þegar hún stökk út um glugga. Slegistumtvösæti Átta manns slást um tvö sæti Grænlendinga á danska þinginu í kosningunum á miðvikudag. Reuter, Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.