Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994
39
dv_____________________________________________________________________________Merming
Sambíóin-Leifturhraði: ★★
Kyrrstaða er dauðadómur
Þær eru margar, hugumstóru lögg-
umar sem kvikmyndahúsagestir
hafa fengiö að kynnast um dagana
og meira en líklegt að aldrei verði
skortur á slíkum hörkutólum á með-
an ból er byggt, að minnsta kosti
vestur í Hollywood.
í myndinni Leifturhráða, sem svo
sannarlega ber nafn með rentu því
hraðinn er sjaldan undir áttatíu kíló-
metrum á klukkustund, kynnumst
við tveimur svona löggum, þeim Jack
(Reeves) og Harry (Daniels). Félag-
arnir, aöallega þó Jack, eiga í höggi
við bandbrjálaðan þumalputtalaus-
an náunga (Hopper einu sinni enn)
sem reynir hvað hann getur til að
kúga nokkrar milljónir dollara út úr
yfirvöldum.
Fyrst setur sá geggjaði sprengju í
lyftu í háhýsi einu í Los Angeles en
Jack og Harry eru réttir menn á rétt-
um stað og gera fjárkúgunaráform
bófans að engu. En ævintýrin í lyft-
unni voru bara forsmekkurinn því
næst kemur gaurinn fyrir sprengju
í strætisvagni sem er þeirrar náttúru
að hún springur fari vagninn undir
áttatíu kílómetra hraða á klukku-
stund. Hefst þá æsiakstur um borg-
ina þar sem hin próflausa Annie
(Bullock) situr undir stýri á meðan
Jack reynir, með aðstoð Harrys í
gegnum síma, að aftengja sprengj-
una. Svo berst leikurinn úr strætis-
vagninum yfir í annaö enn hrað-
skreiðara farartæki sem er á valdi
hins geðbilaða og hefnigjarna manns
en sem betur fer er sú ferð ekki jafn
löng og strætótúrinn.
Hér er ekki mikið verið aö pæla í
persónum og samtölum eöa öðru sem
Kvikmyndir
Guðlaugur Bergmundsson
gerir kvikmyndir að vitrænu fyrir-
bæri, enda persónurnar bara klisjur
og samtölin sem þeim fer á milli af
svipuðu sauöahúsi og það eru ekki
samtölin sem hér skipta meginmáli.
Nei, eins og nafn myndarinnar ber
með sér er það hraðinn sem skiptir
öllu máli. Kyrrstaða er dauðadómur.
Stundum gengur þetta ágætlega upp,
örlar jafnvel á dálítilli spennu þegar
atriðin eru hvað æsilegust og lygileg-
ust en alla jafna er þó heldur of mik-
ið af því góða. Myndin er samt aldrei
beint leiðinleg. En áhugamenn um
hraðakstur og læti fá áreiðanlega
Kenau Reeves i æsilegu atriði að reyna að gera sprengju óvirka undir
strætisvagni á áttatíu kilómetra hraða.
mikið fyrir sinn snúð Og ekki nema ofurhetjum malbiksins. Leikendur: Kenau Reeves, Jetf Daniels,
gOtt eitt um þaö aö segja en vonandi Leifturhraði (Speed). Sandra Bullock, Dennis Hopper.
fara þeir ekki að herma eftir þessum Leikstjóri: Jan De Bont.
______________Bridge
Bridge-
félag
Reykja-
víkur
Síðastliðinn miðvikudag, 14.
september, hófst ijögurra kvölda
hipp-hopp tvimenningur og sló
þátttakan öll fyrri met. Alls
mættu 56 pör og því miður varð
að vísa pörum frá vegna piáss-
leysis. Hæsta skori kvöldsins
náðu eftírtalin pör
1. Ifjördís Sigurjónsdóttir-Ragn-
heiður Nielsen 875
2. Páll Valdimarsson-Ragnar
Magnússon 854
3. Björgvin Sigurðsson-Haraldur
Þ. Gunniaugsson 825
4. Ragnar T. Jónasson-Hlynur
Magnússon 803
5. Sævar Þorbjömsson-Sverrir
Ármannsson 788
6. Vignir Hauksson-Guðjón
Bragason 774
7. Dan Hansson-Þórður Sigfússon
764