Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 17 Menning Frammíköll blístur og ráp Mikið framboð er nú af söngleikjum í Reykjavík sem höfða til ungs fólks. Þannig gengur hippasöngleikurinn Hárið fyrir fullu húsi í íslensku óperunni og sýningar eru nýhafnar á diskósöngleiknum Grease á Hótel íslandi. Það má velta því fyrir sér hvort smábær á borð við Reykjavík standi undir tveim- ur sýningum af þessu tagi samtímis auk alls annars sem i boði er. Persónu- lega tel ég það misráðið af Söngsmiöjunni að setja Grease á svið nú því sam- keppnin og samanburðurinn við Hárið er frekar ójafn. Þar kemur ýmislegt til en tveir meginþættir eru þó Grease í óhag. Við þeim fyrri geta aðstandendur sýningarinnar ekkert gert en það er sögu- þráöur verksins; hann er vissulega ekki upp á marga fiska í Hárinu en virk- ar þó eins og djúphugsað leikverk við hliðina á söguþræðinum í Grease. Tónlist Sigurður Þór Saivarsson Hins vegar er það staðarval uppsetningarinnar á Grease sem hlýtur að skrif- ast á reikning þeirra sem setja verkiö upp. Hótel ísland er afskaplega illa til þess fallið að setja upp leikverk, þó svo um söngleik sé að ræða. Aðstaða til að setja upp leikmynd er nánast engin, þannig að umgjörð sýningarinnar verður óskaplega fátækleg og felst að mestu í búningum leikendanna. Salur- inn er svo kapítuli út af fyrir sig. Hótel ísland er fyrst og fremst veitingahús og obbinn af gestum á Grease er búinn að fá góðan viðurgjörning í mat og drykk áður en sýningin hefst. Sumir eru því miður orðnir barmafullir af gleði og þess vegna verða leikend- ur og aðrir gestir að búa viö framíköll, söng og blístur liðlanga sýninguna. Að ekki sé minnst á stöðugt ráp á barina. Miðað viö þessa megingalla verð- ur þó aö segja að sýningin takist þokkalega og leikendur verða ekki um það sakaðir að þeir leggi sig ekki alla fram. Dans- og söngatriðin eru mjög vel útfærð og virðist vera endalaust framboð af efnilegu söngfólki hérlendis. Mest mæðir þó á þeim Guöjóni Bergmann í hlutverki Danny’s, Jónu Sig- ríði Grétarsdóttur í hlutverki Sandyar og Nuno Miguel í hlutverki Nicky Kenicky. Öll komast þau mjög vel frá sínum hlutverkum, sérstaklega þó Nuno Miguel. Athygli vekur að söngatriði sýningarinnar eru öll á ensku en samtöl milli atriða á íslensku. Elfa Gísladóttir leikstjóri gefur þá skýringu á þessu í leikskrá að henni hafl fundist lögin missa svo mikiö við íslenska þýðingu. Um þetta get ég ekki dæmt vegna þess að ég hef ekki heyrt íslensku útgáfuna en mér vitanlega hefur það ekki háð Hárinu né háði það Litlu hryll- ingsbúðinni á sínum tíma að snara verkunum yfir á íslensku, nema síður væri. Það hljómar líka afskaplega kauðskt að heyra leikendur vera að tala saman á íslensku en bresta svo skyndilega í söng á ensku. Ekki verður skilið við umíjöllun um þessa sýningu án þess að minnast á gesti sýningarinnar; þau Hermann Gunnarsson í hlutverki útvarpsmannsins Vince Fontaine og Eddu Björgvinsdóttur í hlutverki skólastýrunnar frú Lynch. Þau fara hreint á kostum, sérstaklega þó Edda, og bæta mjög upp þann „menntaskólabrag" sem annars einkennir sýninguna. Leikstjóri: Elfa Gisiadóttir. Svidsljós Sviðsmynd úr söngleiknum Grease á Hótel ísiandi. Ódýr, örugg, vönduð og viðurkend slökkvitæki í úrvali. Slökkvitæki verð frá kr. 4.426.- -£3HE3-E>E«3-E3C«- p ^Q-E>Q-€>C3-E>£3- ÖRYGGIS§1 VÖRUR@t öQQOGQQffijjBQöQQQCíö "Þegar öryggið skiptir öllu " Skipholt 7 sími 29399 opið 10 - 18 máud. - föstud. í hringiðu helgarinnar Frystikisturnar frá Elcold eru löngu landskunnar fyrir öryggi og sparneytni. Núna bjóðum við þessar dönsku umhverfisvænu frystikistur á verði sem allir ráða við. HFL 290 266 lítrar KR. 43.673 Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, heilsar hér upp á Elínu Ósk Ósk- arsdóttur söngkonu eftir frumsýningu óperunnar Vald örlaganna sem frum- sýnd var við frábærar undirtektir á laugardaginn. Margir komu til að heiðra Ólaf Ragnarsson bókaútgefanda með nærveru sinni á fimmtugsafmæli Hans þann 8. september sl. Ólafur stofnaði útgáfufyr- irtækið Vöku-Helgafell árið 1981 og hefur verið framkvæmdastjóri þess síð- an. Á myndinni eru frá v. Ásgeir, Gerða, Róbert og Sigríður. HFL 390 365 lítrar KR. 51.387,- Skiptiborð 41000, 641919 mm Hólf og gólf, afgreiðsla 641919 Almenn afgreiðsla 54411, 52870 Almenn afgreiðsla 629400 Almenn afgreiðsla 689400, 689403 Grænt símanúmer BYKO Grænt númer 996410 m7 Ftr:nlH í KRINGLUNNI Sérhæft skrifstofutækninám Tölvunám 82 klst. Tölvur í fyrirtækjum 88 klst. Bókhaldsnámskeið o.m.fl. . «MMARKER TEKIÐ Á,t>URKENNlN<;UM " [ Tölvuskóli Revkiavíkur *' IGS5555S5555I H BORGARTCiNI 28. I05 REVKJAUIK. sími 616699. fax 616696

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.