Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 Afmæli DV Stefán Jasonarson Stefán Jasonarson, fyrrv. bóndi í Vorsabæ í Flóa, er áttræður í dag. Starfsferill Stefán fæddist í Vorsabæ í Flóa og hefur ætíð átt þar heima. Hann stundaði nám í íþróttaskóla Sigurð- ar Greipssonar í Haukadal 1937-38, við Héraösskólann á Laugarvatni 1938-39 og við Námsflokka Reykja- víkur 1940-41. Stefán var bóndi í Vorsabæ 1943-88 er sonur hans og tengdadótt- irtókuviðbúinu. Hann var formaður Ungmennafé- lagsins Samhygðar 1936-64, að einu ári undanskildu, formaður kirkju- kórs Gaulverjabæjarsóknar 1955-85, formaður áfengisvarna- nefndar 1956-84, hreppstjóri 1963-84, sat í fulltrúaráði Mjólkur- bús Flóamanna 1950-89 og Mjólk- ursamsölunnar 1968-89, í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands 1959-87 og formaður 1969-87, í Laug- ardælanefnd Búnaðarsambandsins, var formaður landsmótsnefndar ungmennafélaganna á Laugarvatni 1965, í stjóm Skógræktarfélags Ár- nesinga 1966-86, í stjórn Flóaáveit- unnar 1980-94, vann mikið starf og gegndi trúnaðarstörfum fyrir klúbbana Öruggur akstur og var í framkvæmdanefnd heimildarkvik- myndarinnar í dagsins önn. Hann hefur verið fréttaritari RÚV frá 1958 og Sjónvarpsins frá stofnun, skrifaö fjölda greina í blöð og tima- rit, tekið á þriðja hundrað viðtöl og flutt erindi í útvarp. Stefán skráði ævisögu sína: Stefán í Vorsabæ - alltafglaðbeittur, útg. 1991. Þá vakti Stefán verðskuldaða þjóðarathygli er hann gekk 500 km um flesta byggðarkjarna landsins í tilefni af ári aldraðra 1993. En hug- leiðingar hans um gönguna hafa nýlega birst í fimm tbl. tímaritsins Heimaerbest. Stefán er heiðursfélagi Búnaðar- sambands Suðurlands ogUng- mennafélagsins Samhygðar, hlaut silfurbíl Samvinnutrygginga fyrir störf að bættri umferðarmenningu og var sæmdur fálkaorðunni 1984. Fjölskylda Stefán kvæntist 29.5.1943 Guð- finnu Guðmundsdóttur, f. 3.9.1912, húsfreyju, dóttur Guðmundar Bjamasonar, b. í Túni, og Ragnheið- ar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Stefáns og Guðfinnu em Helgi, f. 26.4.1945, b. ogvörubílstjóri í Vorsabæ II, kvæntur Ólafiu Ing- ólfsdóttur bónda og eru börn þeirra Kristín Þóra, Stefán, Guðfinna og Berghnd; Ragnheiður, f. 1.7.1946, íþróttakennari á Akureyri, gift Tómasi Búa Böðvarssyni slökkvi- hðsstjóra og eru synir þeirra Böðvar og Hlynur; Kristín, f. 18.9.1948, handavinnukennari að Hurðarbaki, gift Ólafi Einarssyni bónda og eru börn þeirra Eyrún, Stefán, Fanney og Guðmunda; Unnur, f. 18.1.1951, leikskólakennari og kennari við Fósturskóla íslands, gift Hákoni Sigurgrímssyni, framkvæmdastjóra Stéttarsambands bænda, og eru börn þeirra Finnur, Grímur og Harpa Dís; Sveinbjörg, f. 17.8.1956, tækniteiknari í Borgarnesi, gift Hans Lind Egilssyni yélstjóra og em börn þeirra Heiðar Lind, Gunnhild- urLind ogEgill. Alsystkini Stefáns voru Þórður, f. 11.5.1907, d. 1.9.1980, bygginga- meistari í Reykjavík; Sigríður, f. 15.11.1908, d. 6.3.1988, húsmóðir á Selfossi; ívar Kristinn, f. 5.7.1910, d. 28.7.1963, hreppstjóri á Vorsabæj- arhóh; Steinþór, f. 5.8.1911, d. 24.8. 1955, framkvæmdastjóri á Stokks- eyri. Hálfsystkini Stefáns, samfeðra, eru Helga, f. 20.1.1920, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Helgi, f. 9.12. 1921, pípulagningameistari í Reykja- vík; Guðmundur, f. 10.10.1925, raf- virkjameistari í Reykjavík. Foreldrar Stefáns voru Jason Steinþórssonar frá Arnarhóh í Flóa, f. 12.2.1872, d. 27.3.1952, b. í Vorsabæ, og f.k.h., Helga ívarsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu, f. 20.5.1871, d. 7.6.1917, húsfreyja. Fósturmóðir Stefáns var Kristín Stefán Jasonarson. Helgadóttir frá Súluholti í Flóa, f. 29.11.1884, d. 2.7.1977, s. k. Jasons. Ætt Jason var sonur Steinþórs, b. á Arnarhóh, Eiríkssonar, b. þar, Freysteinssonar, b. í Vorsabæ, Magnússonar, b. í Ásum, Frey- steinssonar. Helga var dóttir ívars, b. í Vorsa- bæjarhjáleigu, Guðmundssonar, b. í Vorsabæjarhjáleigu, Gestssonar, b. í Vorsabæ, Guðnasonar. Móðir Guðmundar Gestssonar var Sigríð- ur Sigurðardóttir, systir Bjarna Sí- vertsens riddara. Stefán verður að heiman á afmæl- isdaginn. Guðmunda Sigurborg Halldórsdóttir Guðmunda Sigurborg Halldórsdótt- ir kaffiumsjónarkona, Stigahlíð 10, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Guðmunda fæddist á Eyjum í Strandasýslu en flutti ung að Drangsnesi, ólst þar upp og gekk þar í barna- og unglingaskóla. Hún flutti síðan til Reykjavíkur er hún var átján ára. Fyrstu árin eftir að Guðmunda gifti sig var hún heimavinnandi en starfaði síðan utan heimhisins sam- hhða heimilisstörfunum. Hún vann við ræstingar í Þjóðleikhúsinu í nítj- án ár en hefur undanfarin ár unnið við framreiðslustörf og er nú kaffi- umsjónarkona í Breiðholtsskóla. Frá unga aldri hefur Guðmunda haft mikinn áhuga á ættfræði. Fjölskylda Guðmunda giftist 3.12.1955 Ingi- mundi Gunnari Jörundssyni, f. 26.2. 1922, d. 16.10.1979, trésmið. Hann var sonur Jörundar Gestssonar, hreppstjóra á Hellu við Steingríms- fjörð, og Elínar Sigríðar Lárusdótt- urhúsfreyju. Börn Guðmundu og Ingimundar Gunnars eru Elín Ágústa Ingimund- ardóttir, f. 20.8.1955, fulltrúi, gift Níelsi Skjaldarsyni kerfisforritara og eiga þau tvö börn, Ingimund Gunnar og Jón Skjöld; Halldór Jón Ingimundarson, f. 27.11.1959, fisk- eldisfræðingur, en kona hans er Emilía Sighvatsdóttir dagskrár- gerðarmaður og eiga þau þrjú börn, Guðmund Inga, Önnu Kristínu og SamúelAra. Systkini Guðmundu eru Ólöf Svava Halldórsdóttir, f. 8.2.1941, húsfreyja í Hvammi í Skorradal, gift Ágústi Árnasyni skógarverði og eiga þau fjögurbörn; Gísli Halldórs- son, f. 29.4.1945, kaupmaður, kvænt- ur Ásu Margréti Ásgeirsdóttur hús- móður og eiga þau tvö börn. Foreldrar Guðmundu: Halldór Jónsson, f. 14.7.1913, fyrrv. útgerð- armaður og smiður, og Ágústa Frið- rika Gísladóttir, f. 15.8.1915, hús- freyja. f Ætt Halldór er sonur Jóns, b. í Aspar- vík, Kjartanssonar, b. frá Skarði í Bjarnarfirði, Guðmundssonar, frá Klúku í Bjarnarfirði, Guðmunds- sonar. Móðir Guðmundar frá Klúku var Margrét Guðmundsdóttir. Móð- ir Kjartans var Helga Jónsdóttir, b. á Ásmundarnesi í Nessveit, Andre- assonar og Þóru Jónsdóttur. Móðir Jóns í Asparvík var Guðrún Sigfús- dóttir frá Skarði Guðmundssonar, b. í Asparvík, Jónssonar, b. að Felli, Jónssonar, frá Kirkjubóli í Langadal við Djúp, Eggertssonar. Móðir Sig- fúsar var Ólöf Jónsdóttir, b. í Steinadal, Hlíð og að Broddadalsá, Ólafssonar. Móðir Guðrúnar var AgataJónsdóttir. Móðir Halldórs var Guðrún Guð- mundsdóttir, b. frá Kjós í Ámes- hreppi, Pálssonar, b. að Skarði, Goð- dal og Kaldbak, Jónssonar, hrepp- stjóra að Bæ í Víkursveit, Pálsson- ar, b. í Reykjarfirði í Gmnnavíkur- sókn, Bjarnasonar. Móðir Páls Jónssonar var Guðrún Bjarnadótt- ir, b. á Kambi, Ásbjörnssonar. Móð- ir Guðmundar Pálssonar var Sigríð- ur Magnúsdóttir. Móðir Guðrúnar Guðmundsdóttur var Sigurrós Magnúsdóttir, b. að Veiðheysu og Kjós, Andreassonar, og Margrétar Bjarnadóttur. Ágústa er dóttir Gísla, farkennara á Gjörgi, Guðmundssonar, b. í Kjós, Pálssonar, b. á Kaldbak, Jónssonar, ættföður Pálsættarinnar. Móðir Gísla var Guðríður Jónsdóttir, b. í Kjós, Þórólfssonar, b. á Óspakseyri, Jóhannssonar, prests í Garpsdal, Þórólfssonar, b. á Múla á Skálmar- nesi, Nikulássonar, bróður Guðrún- ar, ömmu Eggerts Ólafssonar skálds. Móðir Guðriðar var Helga Hjálmarsdóttir, b. í Kjós, Jónssonar, bróður Ragnheiðar, langömmu Ragnheiðar, móður Snorra skálds Guðmunda Sigurborg Halldórsdótt- ir. og Torfa, fyrrv. tollstjóra og sátta- semjara, Hjartarsona. Móðir Hjálm- ars var Þuríður Ólafsdóttir, sy stir Eggerts í Hergilsey, langafa Þóru, móður Matthíasar Jochumssonar skálds. Móðir Ágústu var Steinunn Ólafs- dóttir, b. á Bessastöðum, Guð- mundssonar. Andlát Halldór Bech Halldór Bech flugstjóri, Kötlufelh 5, Reykjavík, lést í Reykjavík þann 10.9. sl. Jarðarför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 19.9. kl. 13.30. Starfsferill Halldór fæddist í Reykjavík 9. júlí 1921 og ólst þar upp. Hann stundaði flugnám við Flugskóla Konna Jó- hannessonar (Johannesson’s Flying Service) í Winnipeg í Kanada 1944- 45 og atvinnuflugmannsnám í Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum 1945- 46. Halldór var flugkennari vélflug- dehdar Sviífiugfélags íslands 1946, flugstjóri hjá Loftleiðum hf. frá 1946 og stundaði auk þess flugkennslu. Síðari hluta starfsævinnar var Hall- dórbifreiðastjóri. Hann var einn af stofnendum Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna. Fjölskylda Halldórkvæntist4.10.1947 Láru Ambjörgu Þórarinsdóttur, f. 26.3. 1924, húsmóður. Hún er dóttir Þór- arins Ámasonar og Rósu Lárusdótt- ur. Börn Halldórs og Láru Arnbjargar eru Þórarinn Bech, f. 21.7.1948, prentari í Reykjavík; Guðný Bech, f. 2.4.1950, sjúkraliði í Reykjavík, gift Jóhanni Grétari Gústafssyni bif- reiðavirkja en börn Guðnýjar eru Anna R. Ingvarsdóttir, f. 19.6.1970, Halldór Bech, f. 18.9.1979 og Lára Björg Grétarsdóttir, f. 7.9.1988. Alsystir Halldórs er Erla Bech, f. 30.5.1923, hjúkrunarfræðingur í Garðabæ,giftBaldriÞórissynifor- ' stjóra og eru börn þeirra Hrafnhild- ur, Þórir og Óskar, auk þess sem sonur Erlu frá fyrra hjónabandi er Eiríkur Haraldsson. Foreldrar Hahdórs vom Eiríkur Bech, f. 9.12.1895, d. 24.11.1956, for- stjóri í Reykjavík, og Guöný Páls- dóttir, f. 9.4.1899, d. 1.12.1991, hús- móðir. Ætt Eiríkur var sonur Símonar Bech, bátasmiðs í Reykjavík, Gíslasonar, b. í Stíflisdal í Þingvallasveit, Daní- elssonar. Móðir Símonar var Guð- rún Jónsdóttir frá Fremri-Hálsi í Halldór Bech. Kjós. Móðir Eiríks var María Magn- úsdóttir, b. í Krossholti í Lundar- reykjadal, Gunnlaugssonar og Guð- rúnar Bjömsdóttur. Guðný var dóttir Páls, b. á Óseyr- arnesi í Selvogi, Grímssonar, b. þar, Gíslasonar og Elínar Bjarnadóttur. Móðir Guðnýjar var Jónína Gísla- dóttir, b. á Skúmstöðum, Einarsson- ar, og Guðnýjar Eiríksdóttur frá Eyrarkoti. Til hamingju með afmælið 19. september 80 ára Héðinn Vilbjálmsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. Þórarinn Þórarinsson, Hofsvallagötu 57, Reykjavík. Kári Hermannsson, Grundargerði 7a, Akureyri. Magnús lndriðason, Húsey, Seyluhreppi. Ásta Guðmundsdóttir, Stóm-Seylu, Seyluhreppi. Glaðhehnum 14a, Reykjavík. Leifur Kristinn Guðmundsson, Aratúni 4, Garðabæ. JónJ.Árnason, Hraunbæ 102a, Reykjavík. 50 ára Sigrún Pétursdóttir, Fannafold 80, Reykjavík. Guðrún Kristjánsdóttir, Jörfabakka 4, Reykjavík. 40ára 70 ára Guðlaug Kristín Þór, Ásvahagötu 40, Reykjavík. Þorsteinn Indriðason, Skógum, Hálshreppi. Stefán Sigmundur Helgason, Reykási 9, Reykjavík. Fjóla Magnúsdóttir, ____________ Lauíasvegi 57, Reykjavík. Valgeir Gestsson, Guðmundur Magnússon, ÁlagrandalO.Reykjavik. Júlíus G.R. Guðmundsson, Bragavöllum 1, Kefjavík. Árni Elísson, Miðtúni 86, Reykjavík. Halldór Sigmundur Eyfjörð Jóns- son, Gránufélagsgötu 39, Akureyri. Cynthia Anna Cosser, Ugluhólum 4, Reykjavík. Pálmar Kristinn Magnússon, Frostafold 145, Reykjavík. Ólafur Hans Ólafsson, Hringbraut 68, Hafnarfirði. Smári Tómasson, Vikurbraut 2, Vík i Mýrdal. Ævar Halldór Kolbeinsson, Furugmnd 42, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.