Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994
5
Fréttir
Réttarhöldin í máli þar sem karlmaður fékk mikla áverka á kynfæri:
Steingrímur með nýtt vitni
- málið þarf að taka upp aftur með viðeigandi dómsyfirheyrslum
Kynferðisafbrotamaðurinn
Steingrímur Njálsson hefur farið
fram á að nýtt vitni verði yfirheyrt
í máh ákæruvaldsins á hendur
honum þar sem honum er gefiö að
sök að hafa veitt manni áverka á
kynfærum síðastliðinn vetur.
Steingrímur hefur ávallt neitað
sakargiftum í málinu. Aðrir fram-
burðir og gögn hafa hins vegar bent
til að hann hefði veriö að verki.
Ákært er fyrir stórfellda líkamsá-
rás.
Málið hafði nánast verið tekið til
dóms þegar sakborningurinn ósk-
aði eftir að umrætt vitni yrði leitt
fyrir dóminn og það yfirheyrt. Fall-
ist var á kröfuna og þarf því að
endurupptaka málið.
Þinghald verður í málinu næst-
komandi mánudag en reiknað er
með að yfirheyra þurfi Steingrím
og jafnvel önnur vitni í kjölfar
framburðar nýja vitnisins. Umrætt
vitni var ekki á staðnum þar sem
líkamsárásin, sem Steingrími er
gefin að sök, átti sér stað.
Málið hefur verið til meðferðar
hjá fjölskipuðum dómi í Héraðs-
dómi Reykjavíkur um nokkurra
vikna skeið. Sigurður T. Magnús-
son héraðsdómari er dómsformað-
ur en með honum dæma þeir Guð-
jón St. Marteinsson og Hjörtur 0.
Aðalsteinsson.
Hátíð 1 London:
Deilt um
2 milljónir
Ósk frá utanríkisráðherra innan
ríkisstjórnarinnar um fiárveitingu
upp á 2 milljónir króna til menning-
arhátíðar þeirrar sem haldin var í
London í sumar, og stendur raunar
enn að hluta, var að ósk Þorsteins
Pálssonar vísað til baka.
„Það var sótt um þessa upphæð
áður en lýðveldismenningarhátíðin
hófst og við fengum vilyrði fyrir
þessum peningum. Ég held aö það
sé einhver pólitískur þefur af því að
vilja ekki afgreiða málið nú. Það er
orðiö svo stutt í kosningar. En ég lít
svo á að málið sé óafgreitt en ekki
að því Jiafi verið vísað frá,“ sagði
Jakob Magnússon, menningarfull-
trúi við íslenska sendiráðið í London.
Hann sagði að það lægi ekki fyrir
enn hvað þessi menningarhátíð kost-
aði enda stæði hún enn og mundi
gera til áramóta. Auk ríkisins styrkja
ýmis einkafyrirtæki þessa hátíð.
Skagaver Akranesi:
Hagkaup boð-
in eignaraðild
Forráðamenn matvöruverslunar-
innar Skagavers á Akranesi hafa sett
sig í samband við Hagkaupsmenn um
mögulega eignaraðild Hagkaups að
Skagaveri.
Óskar Magnússon, forstjóri Hag-
kaups, staðfesti í samtali við DV að
þessi ósk hefði borist frá Skagaveri.
Óskar sagði að eignaraðild að Skaga-
veri hentaði ekki Hagkaupi að svo
stöddu en málið yrði kannski skoðað
síðar meir.
Óskar sagði það ekki algengt að
matvöruverslanir í nágrenni höfuð-
borgarsvæðisins óskuðu eftir eignar-
aðild Hagkaups, algengara væri að
óskað væri eftir því að Hagkaup setti
upp eigin verslun á viðkomandi stöð-
um.
Búvörusala í ágúst:
Þriðjungi meira
seltaf svinakjöti
Nær þriðjungi meira var selt af
svínakjöti í ágúst sl. en í sama mán-
uði í fyrra. í ár seldust 295 tonn af
svínakjöti en 228 tonn í ágúst 1993.
Framleiðsla og sala á svínakjöti hef-
ur aukist sl. 12 mánuði um 10-15%.
Þetta kemur fram í yfirliti frá Upp-
lýsingaþjónustu landbúnaðarins.
Kindakjötssala var 2% minni í ág-
úst sl. en í sama mánuði í fyrra. Alls
seldust um 950 tonn í mánuðinum í
ár en 970 tonn í fyrra.
Nautakjötsframleiðsla í ágúst hef-
ur aukist um 36,4% miöað við sama
mánuð í fyrra en salan hefur verið
12,3% minni. Hrossakjötsframleiðsla
jókst í ágústmánuði milli ára um
þriðjung en salan minnkaði um 6%.
Samdráttur hefur bæði orðið í fram-
leiðslu og sölu á alifuglakjöti og svip-
aða sögu er að segja af eggjafram-
leiðslu og eggjasölu.
Meiri-
háttar
SEGA
tilboð
allir fá
blöðrur
spennandi
getraun
74. i
f JAPIS3
P j
sýning
Á laugardag og
sunnudag gefst þér
kostur á aö kynnast öllu
því nýjasta í
hljómtækjum,
sjónvörpum,
myndbandstækjum,
myndbandstökuvélum,
hátölurum ofl. ofl. frá
PANASONIC,
TECHNICS, SONY og
CELESTION
takið börnin með
J PS*
Brautarholti 2 sími 625200