Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Side 32
ætla að efna til á næstunni til að efla bókakost Stúdentar við Háskóla Islands sem T /V S I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. - Dreifing: Sími 632700 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994. Guömundur Bjamason: Geturtalist óeðlilegt ^ „Ef einhver tekur greiöslur sem ekki eru í samræmi við kjarasamn- inga og brýtur almennar, venjulegar reglur hlýtur það að teljast óeðlilegt nema eitthvert.annað samkomulag liggi þar á bak við og það get ég ekki tjáð mig um fyrr en ég hef kynnt mér málið,“ segir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra um það þegar Guðjón Magnússon fékk námsleyfi frá heilbrigðisráðuneyt- inu um leið og hann kenndi í Gauta- borg. „Eg man ekki eftir sérstökum greiðslum til Guðjóns nema ein- hverju uppgjöri við hann þegar hann gerðist skrifstofustjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu en ég þori ekki að tjá mig um hvað fólst í því uppgjöri íiema geta rifjað það upp. Ef menn skila því starfi sem þeir fá sin aðal- laun fyrir er hægt að heimila mönn- um að vinna fleiri störf,“ segir hann. -sjáeinnigbls.2 Eg telst vera stálheppinn - segir ökmnaöurinn Verkfallifrestað Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur ákveðið að fresta verk- faUsboðun á flug Atlanta til og frá íslandi um eina viku. Verkfallið átti að hefjast á hádegi nk. mánudag en frestast til 17. október. Verkfallsboðunin var þingfest í -'Félagsdómi f gær og hefst málflutn- ingur 14. október nk. LOKI Það kann sem sagt að vera eðlilegt að gera óeðlilega samninga! * i* / Móðir hans fær sví virðingar í símann „Eg hefði seint trúað þessu en þegar ég kom heim frá útlöndum nú í vikunni og ætlaði að hringja í móður mína noröur á Akureyri var ekki svarað í símann. Það var svo daginn eftir aö ég komst að þ'ví að hún hafði orðið að taka símann úr sambandi vegna sífelldra sím- hringinga einhverra dóna sem voru síhringjandi með svlvirðingar um Kristján og reyndar fjölskyld- una alla,“ segir Konráð Jóhanns- son, bróðir Kristjáns Jóhannsson- ar söngvara. „Þetta var sóðalegt og ótrúlega ógeðslegt orðbragð en ég ætla ekki að gera neitt veður út af þessu, ég vil það ekki,“ sagði Fanney Odd- geirsdóttir, móðir Krísíjáns og Konráðs, og vildi ekki tjá sig frekar um málið. Konráð segir hins vegai- að hring- ingarnar hafi náð hámarki um síð- ustu helgi og þá hafi móðir sín neyðst til að taka símann úr sam- bandi. „Það var um margar hring- ingar að ræða og nokkrir aðOar sem áttu i hlut. Svívirðingarnar sem móðir min fékk yfir sig voru þess eðlis að þær eru ekki hafandi eftír," segir Konráð. Hann segir einnig að Kristján hafi verið i Kringlunni ásamt konu sinni og tveimur sonum fyrir nokkrum dögum og þar haft þau orðiö fyrir aðkasti frá hópi barna og unglinga sem liafi elt þau með munnsöfnuði alveg út á bílastæði. En hvaö varðar símhringingárnar til móður sinnar segir Konráð að þær hafi sennilega hafist í kjölfar útkomu tímaritsins Mannlifs þar sem ítarlegt viðtal var birt við Kristján. Þó segir Konráö að þessi leiðindi öll hafi hafist vegna meiningar- munar Kristjáns annars vegar og annarra listamanna hins vegar. „Að mér snýr þetta ekki öðruvísi en sem ofboösleg öfund fólks sem fmnur að það hefur ekki sömu hæfileika og Kristján eða þá að það lætur bitna á honum að liafa ekki fengiö sörnu tækifæri og hann hef- ur unnið sér inn. Þetta eru smásál- ir sem fengju ekki einu sinni að sópa tröppumar á Scala-óerunni þótt þær borguðu með sér,“ segir Konráð. „Eg held að bíllinn hafi farið tvær veltur áður en hann endaði í flæðar- málinu. Miðað við útlitið á bílnum telst ég vera stálheppinn. Mér skilst að sjúkraflutningamenn sem komu á vettvang hafi átt erfitt með að átta sig á hve lítið ég var meiddur,“ segir Eiríkur Sverrir Björnsson, 21 árs starfsmaður Kaupfélagsins á ísafirði, í samtali við DV. Eiríkur var á leið frá ísafirði til Hnífsdals undir kvöld í gær á pallbíl Kaupfélagsins þegar hann missti stjórn á bfinum. Hann segist hafa verið að gíra bílinn niður þegar hann byrjaði að rása. Hann fór út af og valt um sex metra leið niður í fjöru- borð. Þar lá Eiríkur í bílnum og sjór- inn flæddi í kring. r ’Eiríkur, sem var í bílbelti þegar slysið varð, var fluttur í Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísafirði þar sem hann lá í morgun. Tvö rifbein brotnuðu í honum, auk þess sem hann marðist og skrámaðist. Einnig kennir hann verkja í fæti og heldur hann sjálfur að vöðvi hafi tognað. Vestmannaeyj ar: Skemmdir í Nokkrar skemmdir urðu á eignum í Vestmannaeyjum í gær þegar fyrsta haustlægðin gerði vart við sig en allt að 13 til 14 vindstig mældust í sterk- ustu hviðunum. Tveir bílar skemmd- ust talsvert þegar tóm fiskiker fuku við höfnina og þakplötur losnuðu af tveimur húsum. Eigendur fiskikeranna, ef tekst að sanna eign á þá, eru bótaskyldir þeg- ar kerin skemma eignir annarra, en töluvert er um að ekki sé hugað að kerum þegar von er á slæmum veðr- um. Tregveiði: Skipum fækk- ar í Smugunni í fyrirhuguðu þjóðbókasafni í Þjóðarbókhlöðunni. Fé verður safnað í svokallaðan Þjóðbókasjóð. Á myndinni eru forráðamenn stúdenta með íslendingabók frá 1923 sem var notuð til að safna framlögum til byggingar fyrstu stúd- entagarðanna. Nú gefst almenningi og fyrirtækjum kostur á að skrá sig fyrir framlögum i Þjóðbókasjóð stúdenta. Frá vinstri á myndinni eru Kamilla Rún Jóhannsdóttir, Skúli Helgason, framkvæmdastjóri átaksins, Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagur B. Eggertsson. DV-mynd Brynjar Gauti Nú eru aðeins 20 skip að veiðum í Smugunni, sjö skip eru á heimleið og eitt á útleið. Þegar mest var voru tæp 50 skip við þessar veiðar. Að sögn Gísla Svan Einarssonar hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi er afli mjög tregur eða 4 til 6 tonn á dag. Gísli segir viðbúið að fleiri hætti á næstu dögum ef veiðin ekki lagast. Veðriðámorgun: Vaxandi suð- austanátt Á morgun verður róleg suðvest- læg átt eða breytileg átt. Dálítfi él norðaustanlands en dálitlar skúrir eða slydduél vestanlands. Frá 2 stiga frosti til 7 stiga hita verður að deginum. Vaxandi suð- austanátt á laugardagskvöldið. Veðrið í dag er á bls. 36 MEISTARAFELAG RAFEINDAVIRKJA S - 91-616744 Viðurkenndur RAFEINDAVIRKI 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.