Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 9 Utlönd Bretaprinsi lýst sem ístöðulausum, villuráfandi og ástlausum glaumgosa: Karl hljóp þrívegis í bólið hjá Camilíu - drottningarmóðirin aldna hefur hafið baráttu fyrir krýningu Vilhjálms prins Þá liggur þaö fyrir Karl Bretaprins leitaði þrívegis á einum áratug í þól- iö hjá Camillu Parker Bowles. Þar fann hann að sögn ævisöguritarans Jonathans Dimblebys þá ást og hlýju sem hann naut hvergi annars staðar. Síðast leitaði Karl til Camillu árið 1986 eftir fimm ára hjónaband með Díönu, þá úrkula vonar um að finna nokkru sinni hamingjuna með prins- essunni fógru. Fyrst leitaði Karl til Camillu árið 1972. Bæði voru þá óbundin öllum hjúskaparböndum. Átta árum síðar leitaði Karl enn í hlýjuna hjá Cam- illu en hún var þá gift. Því ævintýri lauk árið 1981, skömmu áður en Karl og Díana gengu í hjónaband að und- irlagi Filippusar hertoga. Fátt virðist nú geta komiö í veg fyrir lögskiinað Karls og Díönu. Að sögn ævisöguritarans hefur Karl þegar gengið úr skugga um það hjá kirkjunnar mönnum að hann getur fráskilinn orðið konungur og þá hvort heldur sem er einn síns liðs eða kvæntur aftur. Elísabet drottningar- móðir mun þó ekki líta máhð jafn mildum augum og klerkarnir enda man hún komin á hátt á tíræðisaldur tímana tvenna í ástar- málum konungsfjölskyldunnar. Ját- varður mágur hennar varð að afsala sér konungdómi fyrir fráskilda konu og nú mun sú gamla róa að því öllum árum að Karl verði látinn víkja úr erfðaröðinni og sonurinn Vilhjálmur settur í hans stað. En meðan þessu fer fram í Bretlandi hefur Díana not- ið lífsins í Bandaríkjunum, snætt með Hillary Clinton og fleiri hefð- ardömum. Díana snýr heim í baslið í dag, eftir atvikum bjartsýn á fram- tíðina og sagði við brottforina að vestan að hún vildi gleyma fortíð- inni. Reuter Camilla Parker Bowles. Stokke tripp trapp Stóllinn sem vex með barninu STOKKE 5 ára ábyrgð Sama verð og annars staðar á Norðurlöndum kr. 9.760 Cptll “3 Vilhjálmur prins hefur nú fengið stuðning langömmu sinnar gegn föður sínum. Hún vill gera strák að konungi og setja Karl til hliðar. Hér er Vil- hjálmur með Hinriki bróður sínum I Skotlandi um helgina. Símamyndir Reuter Borgarhús hf. kynnir Glæsileg heilsárshús - Sumar- hús, margar gerðir, margar stærðir. Val um byggingarstig. Viðhald og breytingar á eldri húsum. Ræktunarlóðir, kjarrlóð- ir, undirstöður, rotþró og lagnir, allt eftir óskum hvers og eins, og verðið er betra en besta verð- ið og greiðslukjör sveigjanleg. BORGARHÚS HF. Sími 98-64418 frá 10-12 og 18-22 næstu daga. 1 Litlu börnin leika sér Þjóðlag - Þjóðvísa 2 Litirnir Gunnar Nyborg Jensen - Öm Snorrason 3 Maístjarnan Jón Ásgeirsson - Halldór Laxness 4 Lonníetturnar Höfundar lags og texta ókunnir 5 Stóra brúin Höfundar lags og texta ókunnir 6 Gráðug kelling Lag og texti: Þorkell Sigurbjömsson 7 Tiu litlir fingur Amerískt þjóðlag - textahöf. ókunnur 8 Upp og niöur Lag og texti: Ólafur Gaukur 9 Óskasteinar Bardos Lajos - Hildigunnur Halldórsdóttir 10 Þrír kettlingar Ólafur Gaukur - Kristján frá Djúpalæk 11 Stafrófiö (ABCD) Franskt þjóðl.lag - Úr stafrófskveri, Hrappsey 1782 12 í leikskóla Ási í Bæ - Höf. texta ókunnur 13 Ein stutt, ein löng Höfundar lags og texta ókunnir 14 Upp á grænum Danskt þjóðlag - Hrefna Tynes 15 Sunnudagur, mánudagur Höfundar lags og texta ókunnir 16 Syrpa: Fljúga hvítu fiðrildin (Þjóðlag- Sveinbjöm Egilsson) Sigga litla systir mín (Þjóðlag - Höf. ók.) Fuglinn segir bí, bí, bí (Þjóðlag - Sveinbjörn Egilsson) Afi minn og amma min (Þjóðlag - Höf. ók.) Afi minn fór á honum Rauð (Þjóðlag - Höf. ók.) 17 Hún á afmæli Hill - textahöf. ókunnur 18 Hann á afmæli Hill - Textahöf. ókunnur 19 Afmælislagið (leikið) Hill 20 Óli Lokbrá (Carl Billich - Jakob Hafstein) F nýja barnaplatan LITLU BÖRNIN LEIKA SÉR, þar sem Svanhildur og Anna Mjöll syngja vinsælu barnalögin Textaframburður er skýr, börnin geta sungið og dansaö með Ljúfur undirleikur: Blásarakvintett Reykjavíkur, Pétur Hjaltested og Ólafur Gaukur Hljómsveitarstjórn og útsetningar: Ólafur Gaukur Platan var hljóðrituð í júní sl. Stórvönduð og stórskemmtileg barnaplata Fæst á geisladiski og kassettum Dreiflng: JAPISS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.