Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Jöfnun kosningaréttar Ástæöa er til að fagna því frumkvæði forsætisráð- herra að skipuð verði nefnd þingflokka til viðræðna um breytingar á kosningalögum. Það mun vera vilji forsætis- ráðherra að nefndin skili af sér tillögum sem geta hlotið afgreiðslu á yflrstandandi þingi. Því miður eru hins vegar engar líkur á að kjósa megi eftir nýjum kosningalögum í vor. Gera má ráð fyrir að breyta þurfi stjómarskrárákvæðum sem lúta að kjör- dæmaskipan en breytingar á stjómarskrá þurfa sam- þykki tveggja þinga með almennum kosningum á milli. En orð eru til alls fyrst og kannski er nefndarskipun- in vísbending um að stjómmálamenn séu loksins búnir að átta sig á því að þeir geta ekki lengur haldið hlífi- skildi yfir gjörsamlega úreltri og ranglátri skiptingu at- kvæðis- og kosningaréttar. Meginviðfangsefni kosningalaganna er að skapa jöfn- uð á milli atkvæðisvægis einstakra kjósenda og jafnframt að veita tryggingu fyrir því að flokkar hafi þingmanna- fjölda í samræmi við fylgi sitt. Lengst af hefur það verið efst á blaði hjá stjórnmála- flokkunum að mæta síðari kröfunni. Allar þær breyting- ar sem gerðar hafa verið á kosningalögum á undanföm- um áratugum hafa miðað að því að tryggja stöðu flokk- anna á þingi í samræmi við heildarfylgi þeirra. Þetta sjónarmið er út af fyrir sig skiljanlegt í ljósi þeirra staðreynda að lengi fram eftir öldinni var Fram- sóknarflokkurinn með þingmannatölu langt umfram fylgi, í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar. Það vanda- mál er enn fyrir hendi en þó hefur dregið úr því. Hitt stendur enn eftir að vægi atkvæða kjósenda er mjög mismunandi eftir því hvar fólk kýs. Á bak við hvem þingmann sem kosinn er á Vestíjöröum em tæplega ell- efu hundmð atkvæði. Á bak við þingmenn sem kosnir em í Reykjavík eru rúmlega íjögur þúsund atkvæði. Með öðrum orðum: það þarfíjóra Reykvíkinga á móti hverjum einum Vestfirðingi til að koma þingmanni að. Reykvískt atkvæði í almennum alþingiskosningum vegur ekki nema flórða part af atkvæði vestur á fjörðum. Og það á raunar við um Norðurland vestra, Asuturland og Vestur- land. í öllum þessum kjördæmum duga rétt rúmlega eitt þúsund atkvæði til að tryggja þingmann. í hástemmdri glýju lýðveldisafmælisins samþykktu alþingismenn í sumar að gera bragarbót á mannrétt- indaákvæðum sljómarskrárinnar. Það var vel hugsaö en íslendingar njóta ekki jafnréttis eða mannréttinda á meðan þeir hafa mismunandi atkvæðisrétt. Réttlætið og lýðræðið er lítils virði á meðan kosningarétturinn er skertur eftir því hvar menn búa í landinu. Það skapast engin sátt í þjóðfélaginú meðan slíkt ranglæti viðgengst. Þetta hneyksli í íslenskum stjómmálum hefur verið liðið og þolað vegna þess að stjórnmálaflokkarnir hafa komið sér saman um það. Þeir em að vemda „sína menn“. Þeir hafa verið að slá skjaldborg um samtrygging- una. Þeir hafa hugsað meira um eigin stöðu heldur en rétt fólksins til að láta skoðanir sínar í ljós. Útkoman er auðvitað sú að löggjafarsamkunda þjóðar- innar endurspeglar engan veginn afstöðu kjósenda. Þetta á enn frekar við í ljósi þeirra staöreynda að innan flokk- anna sjálfra er skoðanamunur djúpstæður í öllum stærri viðfangsefnum stjómmálanna. Það er lýðræðisleg skylda stjómmálaflokkanna að koma til móts við þá grundvallarkröfu að fólkið í landinu hafi jafnan atkvæðisrétt. Ellert B. Schram Gamall maður fékk á dögunum til- kynningu frá lífeyrissjóðnuni sín- um um aö lífeyrir hans myndi hækka um kr. 4.000. Hátíð í bæ. Svo líður og bíður og ekki fjölgar krón- unum neitt aö ráði í bankabókinni. Farið er að kanna málið. Þá kemur í ljós að lífeyristekjur höfðu hækk- aö um heilar 376 kr. Af höfðinglegri hækkuninni frá lífeyrissjóðnum runnu 91% til rík- isins með lækkun tekjutryggingar, lækkun sérstakrar uppbótar á líf- eyri, lækkun heimihsuppbótar og sjónvarpið var ekki lengur frítt. Úfeyrisþeginn og aðstandendur hans horfa ráðvilltir hver á annan. Hvað er að gerast? Enginn botnar neitt í neinu. Lífeyriskerfið hefur þróast í óskapnað sem enginn skilur. Einfaldara kerfi Þaö er grundvallaratriði að borg- arinn skilji hvemig þær greiðslur verða til sem hann fær. Skapa þarf kerfi sem er rökrétt og auðvelt að skilja. 80 lífeyrissjóðir, almanna- tryggingar, umsjónamefnd eftir- launa og félagmálastofnanir sveit- arfélaga mynda það net sem trygg- ir okkur fyrir áfóllum og elli. „Ég fæ ekki skilið af hverju alþingismenn og ráðherrar þurfa betri lifeyr- isrétt, hærri prósentu fyrir hvert ár, heldur en annað fólk. - Nema þetta flokkist undir féiagslega hjálp.“ Lífeyriskerfið - óskapnaður á villigötum Gera þarf þetta kerfi heilsteypt- ara þannig að lífeyrissjóðirnir greiði tekjuháöan lífeyri, almanna- tryggingar greiði tiltölulega lágan grunnlífeyri, óháðan tekjum og eignum, og félagsmálastofnanir tryggi lágmarksframfærslu. Reglur þurfa að vera svo einfaldar að líf- eyrisþegar skilji þær án mikillar fyrirhafnar. Fyrir þessu mun ég berjast á alþingi ef ég fæ til þess brautargengi. Réttlátara kerfi Lífeyriskerfi okkar refsar þeim sem greitt hafa áratugum saman í lifeyrissjóð eins og sést af dæminu hér að framan. Áratuga spamaöur hverfur í einhverja misskilda jöfn- un sem refsar fyrir ráðdeild og fyr- irhyggju. Þessu þarf að breyta. Hvers vegna hefur lífeyriskerfið þróast í þau ósköp sem við horfum á í dag? Menn era alltaf að tína til einstök tilfelli sem þykja hjálpar þurfi. Kerfinu er breytt til þess að ná yfir þessi einstöku tilfelh og þannig er haldiö áfram. Enginn heildar yfirsýn eða stefnu. Mér finnst mikhvægt að skil- greina markmið tryggingakerfis- ins. Hvað á að tryggja og hver á að borga? Öh félagsleg kerfi eru greidd af þeim sem vinna með sköttum eða iögjöldum. Varast ber að þyngja álögur á hinn vinnandi mamn til þess að drepa ekki frum- kvæði og dugnað. Lífeyristryggingakerfið Undanfarið hefur hfeyrissjóðun- um fækkað nokkuð með samein- ingu og er það vel. En enn hefur ekki verið afgreitt frá alþingi fram- varp til laga um starfsemi lífeyris- sjóða. Shk rammalöggjöf er mjög brýn. KjaUarinn Pétur Blöndal stærðfræðingur er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik Almannatryggingum þarf að breyta og gera reglur afdráttar- lausari og fella niður ahs konar heimhdir th tryggingaráðs. Þannig veit fólk betur hvaða bætur þvi ber. Enn fremur þarf að taka úr almannatryggingum þá þætti sem jaðra viö félagslega hjálp. Þar má nefna heimihsuppbót og alls konar bætur tengdar henni og tekjutrygg- ingunni. Þessa þætti á að flytja undir félagslega hjálp. Með þessari breytingu ætti lífeyriskerfið að verða auðskiljanlegra og einfald- ara. Opinberir lífeyrissjóðir Ekki verður svo skihð við lífeyr- iskerfiö að ekki sé minnst á opin- bera hfeyrissjóði og vanda þeirra. Vandi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er skuldbinding upp á 70 milljarða króna eða um 300 þúsund krónur á hvert mannsbarn í land- inu, 600 þúsund kr. á hvern vinn- andi mann. Opinberir starfsmenn hljóta að hafa af því nokkrar áhyggjur hvort skattgreiðendur framtíðarinnar verði reiöubúnir að axla þessa byrði sem fer sívaxandi með hverju árinu. Þeirra vegna og vegna skattgreiðenda framtíðar- innar (unga fólksins) tel ég það for- gangsverkefni fyrir alþingi að leysa þennan vanda. Tveir opinberir sjóðir, Lífeyris- sjóður alþingismanna og Lífeyris- sjóður ráöherra, búa við enn annan vanda. Þeir veita óeðhlega góð rétt- indi sem þeir að sjálfsögðu eiga engar eignir til að greiöa og munu falla á ríkið, þ.e. okkur. Ég fæ ekki skihð af hverju alþingismenn og ráðherrar þurfa betri lífeyrisrétt, hærri prósentu fyrir hvert ár, held- ur en annað fólk. Nema þetta flokk- ist undir félagslega hjálp. Þessu vil ég breyta. Burt með þessa forrétt- indahfeyrissjóði! Pétur Blöndal „Áratuga sparnaður hverfur 1 ein- hverja misskilda jöfnun sem refsar fyr- ir ráðdeild og fyrirhyggju. Þessu þarf að breyta.“ Skoðanir aimarra Krafa um siðferðisbót „Krafa íslensks samfélags um bætt siðferði virðist reyndar ekki vera einskorðuð við viðskiptalífið. Sið- leysi og spilling í stjómmálum hefur einnig verið rpjög th umræðu... Það er heldur ekki loku fyrir það skotið að svonefnt skattasiöferði almennings batni, þegar ljóst er að yfirvöldin sjálf eru að taka til í eigin garði. Það er varla hægt að vonast th þess að ahur þorri almennings standi skil á því sem ríkis- sjóði ber, þegar ráðamenn sjáhir fara frjálslega með fé.“ Þröstur Sigurjónsson í 40. tbl. Vísbendingar. Vöxtur og umfang hins opinbera „íslensk stjórnvöld geta áreiðanlega dregið ákveð- inn lærdóm af ákvörðun breska fjármálaráöherrans. Hér skal ekkert um það fullyrt,'hvort ráðuneyti og ríkisstofnanir geti fækkað starfsfólki sínu th muna. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja er vafalaust þeirrar skoðunar, að svo sé ekki. Hinu má ekki gleyma, að vöxtur og umfang hins opinbera hefur í mörg ár verið langt umfram vöxt atvinnulífsins og einkageirans." Úr forystugrein Mbl. 21. okt. Reykingar - heimaforvarnir „Reykingar unghnga ganga ahtaf í bylgjum. Upp- sveifla hefur verið að koma fram í tvö, þrjú ár... En það er spuming hvort foreldrarnir.sem oft eru af þessari 68-kynslóð, geti ekki komið skhaboðunum beint til krakkanna um að óþarfi sé að taka upp sígar- ettuna með fótunum. Ef við hefðum vitað allt sem þau vita heföum við kannski sleppt þessu. Ég legg líka áherslu á að forvamimar eiga aö byija heima.“ Halldóra Bjarnadóttir í Morgunblaðinu 22.okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.