Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 Vaxtahækkun -engarforsendur Kaupmaður skrifar: Þaö er komin upp einkennileg staða milli talsmanna bankanna annars vegar og íjármálaráð- herra hins vegar um forsendur fyrir vaxtahækkun, sem bank- amir krefjast nú umsvifalaust. - Og bera viö vaxtastigi annarra þjóða! Ég veit ekki til að ráða- menn hér eða bankamir haii haft stöðugt gengi annarra þjóða í huga við síendurteknar gengis- lækkanir á íslandi til skamms tíma. Allir sem eitthvað þekkja til viðskiptalífsins hér era á einu máli um aö vaxtahækkun núna verði hvati að hærra vöraverði og ekki síst harðari kröfum um launabreytingar. Veitingarekstur: Fagna rannsókn Bjarni hringdi: Ég fagna því að loks hefur emb- ætti skattrannsóknarstj óra hafist handa um rannsókn á svartri at- vinnustarfsemi í skemmti,- og veitingaliúsarekstri. Þetta hefur legið í láginni þótt vitað sé að í þessum rekstri liggja ófáar milij- ónir sem ekki koma fram og þar af leiðandi enginn skattur greidd- ur af. - Það er nær að taka þessa og fleiri skyldar greinar í at- vinnulífinu til rannsóknar en að eltast viö einstaklinga sem engin umsvif hafa. Stórsvikara á skattasviðmu verður að stöðva. Þróunarafl Reykjavíkur? Steinuim Guðmundsdóttir skrif- ar: Tvö eru þau félög, tengd Reykjavíkurborg, sem ég sé ekki mikið fjallað um í fjölmiðlum. Nefnilega Þróunarfélag Reykja- víkur og Aflvaki Reykjavíkur. - Nýlega fór 18 manna hópur frá Reykjavikurborg til Frakklands til að kynna sér borgarþróun - mér skilst Parísar - en sú stíl- hreina en margslungna borg er kannski ekki heppilegust til sam- anburðar fyrir framtíöarskipulag Reykjavíkur. - Mín hugmynd er hvort ekki sé þörf á að samræma tvö ofannefnd fyrirtæki i eitt, t.d. undir heitinu Þróunarafl Reykja- víkur? Vonandi fáum við nánari útíístun á þessum fyrirbærum. Þeirgóðu, gömluamer- ísku... Steinar skrifar: Mér brá þegar ég sá fréttamynd af nýlegum bíl sem hafðí bókstaf- lega klippst í sundur við árekstur á ljósastaur. Mér datt í hug þeir góðu, gömlu amerísku: fólksbíl- arnir sem hvað lengst og best hafa reynst hér á landi. - Eg segi fyrir mig að ekki sit ég i hvaða bíl sem er og segi eins og þekktur fjolmiðlamaöur sagði gjarnan: „Ég hef einfaldan smekk“, ég vel þá amerísku. Tætumogtryllum Emilia hringdi: Á útvarpsstööinni Bylgjunni hafa að undanfórnu heyrst aug- lýsingar sem enda á þessum slag- orðum: „Tætum og tryllum"! Þessar auglýsingar era augsýni- lega ætlaðar ungu fólki og hljóða upp á samkomur á binum og þessum stöðum á landinu. Mér finnst þetta vera meö lágkúruleg- ustu slagorðum sem hafa veriö í gangi lengi - og hafa þau þó ekki öll veriö upp á marga fiska. Þetta lýsir kannski best innræti þjóðar- innar og hvernig óafvitandi má stuöla að afbrotum, misferli og h'tilsvirðingu fyrir helbrigðu þjóðfélagi. Spumingin Lesendur Elísabet Benkovic: Nei. Þakka Markúsi Erni drengskapinn Ragnar Tómasson skrifar: Það setti marga hljóða þegar Mark- ús Örn Antonsson, þáverandi borg- arstjóri, kynnti þá ákvörðun sína að víkja úr fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingar sögðu hann hopa af hólmi. Fleiri töldu þetta þó djörf og drengileg viöbrögð foringjans, að víkja úr brúnni. Markús Örn hafði verið vel látinn og farsæh borgarstjóri en eins og kosningabaráttan hafði þróast kom þetta Sjálfstæðisflokknum vel. Undir forystu Árna Sigfússonar tókst sjálf- stæöismönnum að styrkja verulega stöðu sína og sjálfur sannaði Árni sig sem glæsilegur framtíðarleiðtogi. Það er ljóst að listi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í komandi al- þingiskosningum verður vel skipaö- ur. - Þaö er hagsmunamál fyrir Reykvíkinga að Markús Örn verði í glæstum hópi þingmanna þeirra. - Sjáhur fagna ég kærkomnu tækifæri til þess, nú í prófkjöri flokksins, að þakka honum drengskapinn. Fjárþörf Háskóla íslands: Höf um lítil efni á bákninu Finnst þér þrengt að reyk- ingamönnum? Guðni Jónsson: Nei, það finnst mér ekki. Margrét Helgadóttir: Nei, alls ekki. Ólafur Jónsson: Nei, nei, alls ekki. í uppeldisstöðvum ráðuneytanna Er rekstur Háskólans og ýmissa opinberra þjónustustofnana okkur fjarhagslega um megn? Námsmenn við Háskólann, með formann stúdentaráðs í fararbroddi, og líklega æðstu stjórnendur skólans telja ekki nema sjáífsagt að ríkisvald- ið, þ.e. skattborgararnir, hækki fjár- framlög til Háskólans og fuhyröa aö besta leiðin til að svara atvinnuleys- inu hér sé að efla Háskólann! Spyrja má hvort það yrði nokkuö dýrara að senda námsfólk héöan til annarra landa til að mennta sig í öðrum greinum en þeim sem falla beinlínis undir hina hefðbundnu menntun sem flestir telja að hér verði þó að vera til staðar; lögfræði, læknisfræði, verkfræði og íslensku eða norræn fræði. Engin könnun hefur verið gerð á þessu en mál til komið að gera hér áreiöanlega úttekt. Enginn þarf að hafda að þessi þjóð muni geta fjármagnað starfsemi Há- skólans og margar aðrar stofnanir í framtíðinni á þann hátt sem hingað til hefur verið gert. Valda þar breyttar og minnkandi þjóðartekjur. Eða hafa ekki allir þjóðfélagshópar haft spurnir af þvi að við íslendingar erum í þann veginn að missa öh sambönd við erlenda markaði og að undirstaöan, sem hingað til hefúr verið byggt á, er aö hverfa? - Við beijum okkur enn á brjóst og tölum eins og ekkert hafi í skorist. Ólöf Eyjólfsdóttir skrifar: Hugljúft er að sjá hve feður eru virkir í barnagæslu og uppeldi barna sinna. - Sá orðrómur heyrist að feð- urnir taki nú börn sín með í vinnuna og þess séu dæmi aö þeir passi hver fyrir annan á nokkurs konar uppeld- isstöövum í ráðuneytunum. Þama eru börnin undir verndarvæng og handleiðslu feðraveldisins fram á elliár. - Lithr pabbastrákar og stelp- ur sem bera í sér erfðavísa á yfir- mannsstöður. Börnin drekka í sig vinnubrögðin undir foðurlegri forsjá sem greiðir götu þeirra og leiðir þau breiða veg- inn. Þau þurfa því ekki að brjótast áfram af eigin rammleik. Vitanlega byija þau á toppnum strax og þau vaxa úr grasi, enda þekkir enginn betur lífið innan stofnanamúranna. Heimskt er heimaalið barn, segir í Hávamálum. Þarf því nokkurn að undra þótt börnin vilji kíkja út fyrir stofnanamúrana og fara í ráðstefnu- ferðir, einkum þar sem þeim er veitt námsleyfi erlendis á launum með blessun feðranna, svo launin verði greidd af skattpeningagullnámu landsmanna. Það væri fróðlegt að fá áht sálfræö- inga á svona ofverndun lítilla erfða- prinsa og prinsessa, og hvernig ein- staklinga slíkt kerfi getur af sér. Við höfum fordæmin, t.d. úr bresku kon- ungsfjölskyldunni. Allir vita hve erfitt er að fóta sig í framskógi frjálsrar samkeppni og markaðshyggju þar sem atvinnu- leysisvofan svífur yfir vötnum ís- lenskrar efnahagskreppu, enda at- vinnuleysi hlutskipti margra íslend- inga í dag og af mörgum talið heima- tilbúið vegna getu- og viljaleysis þeirra sem sitja við kjötkatlana. - Almúgafólk getur ekki sent börn sín í fóstur á verndaða vinnustaði ráðu- neytanna né annarra stofnana ís- lenskrar stjórnsýslu. Ráðamenn hér á landi hafa um sig hirð skutulsveina sem hafa hreiðrað vel um sig og hrærast í einhverjum ESB-hiilingum þar sem helsta keppi- keflið nú er aö fá góða stóla í Brass- el. ísland er ekki lengur nógu fínt og hörgull er á vegtyllum fyrir þessa framapotara. Landsmenn þurfa alhr að vera á verði og sjá í gegnum þess konar sjónarspil því þetta fólk skort- ir alla víðsýni og veit harla htiö, jafnt um atvinnuhætti landsmanna sem kröpp kjör almennings. - Enda stofn- ananátttröll. „Við höfum fordæmin, t.d. úr bresku konungsfjölskyldunni," segir Olöf m.a. í bréfinu. Heiðbjört Harðardóttir: Nei. Gísli ólafsson skrifar: í fréttum í sl. viku kom fram að Háskóli íslands væri við það sem kallaö var í fréttinni „á hungurmörk- um“ vegna ónógra fjárframlaga frá hinu opinbera. - En er hægt að búast við að þessi fámenna þjóð geti enda- laust haldið uppi stofnunum sem milljónaþjóðum veitist örðugt að gera? Við erum nú ekki nema 260 þúsund sálir og þar af era hklega ekki nema um 80-90 þúsund manns sem bera uppi þjóðfélagið. Margar þjóðir, og meira að segja sæmilega ríkar, hafa enga háskóla. Má nefna þjóö eins og Lúxemborgara sem senda sitt námsfólk í háskóla í ná- grannalöndunum. Haraldur Jónasson: Nei, mér finnst þetta gott á þá. DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.