Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 Profkjor Sjalfstæöisflokksins í Reykjauík 28. og 29. október I Ásgerður Jóna Flosadóttir | Sjálfstæðisflokkurinn metur konur að verðleikum Konur eru tilbúnar til að axla ábyrgð FJÖLBRAlfTASXÚUNN BREISHOIJl FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Umsóknarfrestur um skólavist í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á vorönn 1995 er til 15. nóvember nk. Skólameistari I’RÓFKJÖtt SÍÁI.VSTÆBI8MANKA í RFYKJAVÍK 28. 0 0 2 0. OKT Björn hefur gegnt störfum sem vara- forseti Evrópuráðsins í Strassborg. Hér er hann iforsetastól þingsins. Stærstu og mikilvægustu ákvarðanir íslensku þjóðarinnar á komandi árum verða um utanríkis- og Evrópumál. Því skiptir öllu máli að f forystu Sjálfstæðisflokksins sé maður sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu á þeim sviðum. Þessi maður er Bjöm Bjarnason. BjörnBiarnason ÁFRAMr^*&£n Vantar þig geymslu í vetur? Hafnarbakki hefur úrval geymslugáma, 20 og 40 feta, til sölu eða leigu, einnig frystigáma og einangraða gáma. Vinnuskúrar Leigjum einnig út ýmsar gerðir og stærðir vinnu- skúra, í stuttan eða langan tíma. Til sýnis á athafnasvæði okkar við suður- höfnina í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar í síma 65 27 33. » HAFNARBAKtfl Suðurhöfninni, Hafnarfirði Sími 65 27 33. Fax: 65 27 33 Menning Sviðsljós A laugardagskvöld var haldinn viðhafnardansleikur i Perlunni. Þaö var Tónlistarráð Islands sem efndi til hátíðar- innar i tilefni af degi íslenskrar tónlistar. Miðinn kostaði 5.700 kr. og rennur allur ágóði til Samtaka um tónlistar- hús. Sinfóniuhljómsveit íslands lék fyrir gesti, sem mættir voru í sinu fínasta pússi, og var þá stiginn vals. Fjöl- menni var og skemmti fólk sér hið besta. Þegar gang- verkið truflast Fyrst er að fara í leikhúsið og njóta sýningarinnar. Á uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Hvað með Leonardo? eftir slóvenska rithöfundinn Evald Flisar er það auðvelt því aö viðfangsefnið er athyghsvert og leikritið rennur fram með vaxandi straumþunga allt til loka. Óvenjulegt, dapurlegt og spaugilegt í senn, svolítið spennandi, en umfram allt mannlegt og kemur þægilega á óvart. Persónusköpun er vel unnin og á það jafnt viö um sjúkhngana á stofnuninni, þar sem verkið gerist, sem hina „heilbrigðu", fulltrúa læknastéttarinnar. Hver einstaklingur verður harla minnisstæður enda úr- vinnsla leikstjórans, Hallmars Sigurðssonar, og leik- endanna heil og sannferðug. Að sýningunni lokinni má svo endaiaust velta fyrir sér spumingum um frelsi einstaklingsins, siðfræði læknisfræðinnar og mannleg gildi almennt, jafnvel Leiklist Auður Eydal útvíkka sviðið og færa verkið í pólitískt samhengi sér- staklega með tilliti til þess jarðvegs sem höfundur er runninn upp úr. En þó aö leikritið gerist á sjúkrastofnun er það alls ekki vísindaleg úttekt á fræðilegum aðferðum við lækningu geðrænna vandamála. Þvert á móti er farið mjög fijálslega með þá hhð mála. Höfundur er fyrst og fremst að velta upp ýmsum spumingum um mann- leg samskipti og skoða viðbrögð bæði þeirra, sem eiga að heita heilbrigðir, og eins hinna sem hafa orðið fyr- ir ýmsum truflunum á veruleikaskyni sínu. Það er í rauninni ekki höfuðatriði að hann velur verkinu þessa umgjörð. Það mætti alveg eins hugsa sér svipaða togstreitu við aðrar aðstæður. En einmitt þessi rammi gefur honum tækifæri til að einangra og skerpa ýmis fyrirbæri sálarlífsins. Sjónarhorn höfundar og mannúð kemur á óvart og hann setur sig ekki í upphafnar stelhngar þó að spurn- ingamar séu stórar. Kynning persóna og aðstæðna í upphafskafla verksins vekur strax áhuga á þeim manneskjum sem þarna koma við sögu. Fyrir nokkrum árum varö bókin „The-Man Who Mistook His Wife for a Hat“ eftir Oliver Sacks vinsæl meðal leikmanna en þar fjallaði höfundur um svipað- ar truflanir á veruleikaskyni og persónumar í „Hvað með Leonardo?" em haldnar. Þessir sjúklingar koma æði skrýtilega fyrir sjónir við fyrstu kynni en öðlast smám saman skýr einstaklingseinkenni og eiga fljót- lega samúð og skilning áhorfenda. Sviðsmyndin skapar tilfmningu fyrir því að hér séu vistmenn einangraðir og óhultir fyrir heiminum. Litir og form undirstrika þetta og tannhjól, sem sífeht renn- ur upp og niöur eftir skáhailandi vegg, minnir á gang- verk tímans í tímaleysinu sem inni fyrir ríkir. Búning- ar, lýsing og hljóðmynd em fagmannlega unnin og styrkja heildarmyndina. Það er reglulega ánægjulegt að fylgjast með góðri úrvinnslu leikstjóra og leikenda í verkinu. Alhr sem einn leggja leikararnir rækt við smáatriðin í persónu- lýsingunum. Ari Matthíasson og Valgerður Dan þurfa Sviðsmynd úr leikritinu „Hvað með Leonardo"? að vinna á móti ankannalegum uppnefnum sem per- sónur þeirra bera, herra Hnus og frú Rykkja, en það truflar ekki góða, vandaða og heilsteypta úrvinnslu þeirra. Vigdís Gunnarsdóttir leikur af innlifun og hefur aðdáanlegt vald á vel útfærðum hreyfmgum. Hún gæðir Rebekku viðkvæmnislegu lífi og skilar fallegri persónulýsingu. Bessi Bjarnason leikur þann sjúkling (skakka manninn) sem sjálfur telur sig alheilbrigðan og kryddar myndina með stríðnislegum töktum. Magnús Ólafsson leikur óperuunnandann Caruso sem alla vill gleðja með söng sínum og vitagagnslaus- um upplýsingum um hvaðeina því að maðurinn er gangandi alfræðibók. Magnús vinnur sannarlega leik- sigur í hiutverkinu, þessi stóri maður með barnshjart- að verður ljóslifandi í túlkun hans og óperuaríurnar voru óborganlegar. En sá sjúklingur, sem mestum heilabrotum veldur og verður óafvitandi til þess að mismunandi sjónar- miðum læknanna lýstur saman meö ófyrirséðum af- leiðingum, er Martin. Þorsteinn Gunnarsson sýnir hér sínar bestu hhðar sem leikari, úrvinnslan í hlutverk- inu er vel grunduð, mannleg og sterk og persónulýs- ingin gengur alveg upp. Pétur Einarsson gæðir Hoffmann lækni þeim mann- legu eigindum sem skhja hann frá köldu „vísindasjón- armiði" Da Silva læknis sem María Sigurðardóttir leik- ur. Mér fannst María ekki nógu sannfærandi í hlut- verkinu og raddbeitingin til baga. Hana skorti kulda- lega festu í upphafi en náði betur utan um efasemdirn- ar sem sóttu að lækninum þegar á leið. Sofíía Jakobsdóttir leikur hjúkrunarkonu, Margrét Helga Jóhannsdóttir eiginkonu Martins, Guölaug El- ísabet Ólafsdóttir fréttamann og Þór Tulinius Roberts lækni og vinna öll ágætlega úr þessum hlutverkum. Það var vel til fundiö að gefa íslenskum leikhúsgest- um færi á að kynnast leikriti Evalds Fhsar og úrvinnsl- an er til fyrirmyndar. Leikfélag Reykjavikur sýnir á stóra sviði Borgarleikhúss: Hvaö með Leonardo? Höfundur: Evald Flisar Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Búningar: Aðalheiður Alfreðsdóttir Lýsing: Ellar Bjarnason Hljóðmynd: Baidur Már Arngrimsson Þýðing: Veturliði Guönason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.