Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Qupperneq 28
FR ÉTTASKOTM Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskri ft - Dreifing: Sími 632700 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994. Alþingi: vísað frá Vantrauststillaga stj órnarandstöð- unnar á ráðherra ríkisstjórnarinnar verður tekin til umræðu á Alþingi í kvöld og verður umræðunum út- varpað og sjónvarpað. Þær hefjast klukkan 20.30. Fullvíst er talið að stjórnarsinnar beri fram frávísunartillögu á van- trauststillöguna. Þar með kemur vantrauststillagan ekki til atkvæða- greiðslu. Stjórnarsinnar sem DV ræddi við í morgun vildu ekki stað- festa þetta en DV telur sig hafa ör- uggar heimildir fyrir því að frávísun- artillagan komi fram. Kristín Ástgeirsdóttir, starfandi þingflokksformaður Kvennalistans, mun mæla fyrir vantrauststillög- unni. Síðan tekur forsætisráðherra til máls og er búist við að hann greini frá frávísunartillögunni. Síðan hefur hver stjórnmálaflokkur 15 mínútna ræðutíma nema Jóhanna Sigurðar- dóttir sem hefur sjö og hálfa mínútu. Norðurland vestra: Framsókn meðprófkjör Öm Þóraiinsson, DV, Fljótuin; Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra samþykkti um helgina að viðhafa prófkjör vegna uppstillingar á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Miklar umræð- ur og skiptar skoðanir voru um mál- ið á kjördæmisþinginu sem haldið var í Varmahlíð. Að loknum 3. klukkustunda umræðum var tillaga um prófkjör samþykkt með 33 at- kvæðum gegn 15. Á þinginu var samþykkt aö próf- kjörið færi fram í janúar og að stjórn kjördæmisráðsins skipaði 5 manna nefnd til að sjá um framkvæmd þess. Báðir þingmenn flokksins í kjör- dæminu svo og varaþingmenn, Ehn R. Líndal og Sverrir Sveinsson, lýstu yfir að þeir muni taka þátt í væntan- legu prófkjöri. Bflvelta í Eyjafirði Ökumaður bifreiðar var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í gærkvöldi eftir að hann hafði velt bifreið sinni nærri bænum Grjót- garði í Glæsibæjarhreppi. Að sögn lögreglu voru tvær bifreið- ar að mætast er ökumaður annarrar þeirra missti bifreið sína út fyrir veginn og mun hann hafa bhndast af ljósum hinnar bifreiðarinnar. Bif- reiðin hafnaði á hvolfi ofan í skurði og er mikið skemmd, en ökumaður- inn mun ekki hafa verið alvarlega slasaður. LOKI Bara að þeirfari nú ekki að hagga við honum Páli mínum á Höllustöðum! Verkfall fram undan með lamandi áhrif - talið víst að vinmistöðvun 10. nóvember verði samþykkt „Verkfalhð mun trúlega hafa „tilgreindar stéttir" hafi aukist Ef til verkfalls kemur verða sömu áhrif og árið 1992 þegar Tahúngu var ekki lokið í morgun samningaviðræður flóknar þar sjúkraliðar gengu út í tvo daga og en búist var við að henni lyki í sem viðsemjendur eru ýmist frá allt iamaðist. Þetta verða mörg kvöld. Kristin taldi víst að niður- ríki, borg eða fiölmörgum séreign- verkföh,“ sagði Kristín A. Guð- staðan yrði á þá leið að verkfalls- arstofnunum. mundsdóttir, formaður Sjúkrahða- boðunin verði samþykkt enda hefði Kristín sagði að félagið hefði haft félags íslands, í samtali við DV i nýleg könnun sýnt eindreginn vilja lausa samninga í 19 mánuði, flest morgun. félagsmanna í þá veruna. - á fjöi- félöghjáBSRBogASÍmynduverða Sjúkraliðar greiddu atkvæði á mennum „könnunarfundi" á höf- með lausa samninga um áramótin föstudag um hvort félagið eigi að uðborgarsvæðmu hefðu 374 þannig að ljóst væri að sjúkraliöar boða til verkfalls þann 10. nóvemb- sjúkraliðar greitt atkvæði, aðeins væru að dragast verulega aftur úr. er í ljósi þess aö launamunur viö 30 voru mótfallnh- verkfallsboðun. Listmálararnir Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur, og Alfred Jeffries gengu í það heilaga i hinni róman- tísku Viðeyjarkirkju á laugardaginn. Þau hjónin búa og starfa í Bandaríkjunum. Næsta vor er fyrirhuguð sýning á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni íslands og er undirbúningurinn þegar kominn í fullan gang. DV-mynd ÞÖK Þverá í Fljótshlíð: Dauður f iskur út um allt „Séu eiturefni losuð í árnar getur það drepið allt kvikt. AUs staðar ann- ars staðar eru viðurlög við slíkum ásetningsglæpum. Það eru til lög og reglur um þetta en mér er hins vegar ekki kunnugt um að bótaskyldu hafi verið krafist hér á landi,“ segir Birg- ir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Suðurlandi. Um helgina hrundi lífríkið í einni af kvíslum Þverár í Fljótshlíð. Dauð- ir fiskar, stórir og smáir, flutu um ána og í einum hylnum mátti sjá hátt í 30 dauða silunga. Þverá liggur út í Rangá, sem verið hefur ein gjöf- ulasta veiðiá iandsins, og margir því uggandi um að lífríkið hrynji einnig þar. Að sögn Birgis er þó ólíklegt að fiskur drepist víðar á vatnasvæðinu. Líklegustu skýringuna á fiskdauðan- um segir hann lost vegna mengunar. Sé svo megi gera ráð fyrir að vanda- máhð sé staðbundið i Fljótshlíðinni. Þegar á laugardaginn tók Birgir sýni úr Þverá og verða þau rannsök- uð í vikunni. Mun þá koma í ljós hvort einhverjir bæir í Fljótshlíðinni hafi leitt eiturefni í ánna eða hvort skýringin sé einhver önnur. Kindablóði slett á sendiráð Tíu grænum blöðrum fylltum kindablóði, að því að tahð er, var kastað að bandaríska sendiráðinu í gærkvöld. Sex þeirra sprungu á hús- inu en fjórar sprungu á gangstéttinni fyrir framan. Húsið var útbiað blóði en það voru ung börn sem tilkynntu um verknað- inn til lögreglu en ekki er vitað hverj- ir stóðu að verknaðinum. Kópavogur: Lögreglumaður- inntilstarfaídag „Mál hans hafa verið til meðferðar í ráðuneytinu en þeim er lokiö og hann kemur hér aftur til starfa í dag,“ sagði Þorleifur Pálsson, sýslu- maður í Kópavogi, um mál aðstoðar- yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Upp hefur komist að byssa sem RLR lagði haid á fyrir nokkrum árum er skráð á aðstoðaryfirlög- regluþjóninn í Kópavogi. Engin eðh-. leg skýring hefur fundist á því af hverju byssan er skráð á aðstoðaryf- irlögregluþjóninn en hann hefur ver- ið í launuðu leyfi um nokkurra mán- aöa skeið, meðal annars vegna óánægju samstarfsmanna hans í Kópavogi með hans störf. Veðrið á morgun: Rigning eða slydda Á morgun verður norðaustan- átt, víða ahhvöss. Búast má við rigningu eða slyddu um allt land- ið norðanvert og snjókomu til fjalla en sunnan til verður að mestu þurrt og skýjað með köfl- um. Hiti frá frostmarki á Vest- fjörðum upp í 7-8 stig suðaustan- lands. Veðrið í dag er á bls. 36 Flexello Vagn- og húsgagnahjól M*1Þuls€*n Suðurlandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.