Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 5 Fréttir w Vandræði 1 veitingarekstri vegna innkaupa á áfengi fyrir helgar: I fangelsi fyrir tékkasvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrum rekstraraðila Hress- ingarskálans og Berlinar í tiu mán- aða fangelsi, þar af sjö skilorðsbund- ið, fyrir að hafa gefið út íjóra inn- stæðulausa tékka til ÁTVR og Viking Brugg að andvirði samtals rúmlega þrjár milljónir sem greiðslur fyrir áfengi í rekstur staöanna á árunum 1992 og 1993. Maðurinn lýsti sig saklausan af lögbrotum meö útgáfu tékkanna en viðurkenndi aö hafa gefið þá alla út fyrir fyrirtækið Laguakaffi hf. sem rak staðina tvo. Fyrirtækið starfar enn, en án reksturs, vegna uppgjörs á skuldum þess. Maðurinn gaf út tékka til Viking Brugg vegna bjórs að andvirði 220 þúsund krónur. Tékkann átti að geyma og framvísa síöar en þegar honum var framvísaö í banka var innstæða ekki fyrir hendi. Upphæðin er ógreidd. Maðurinn gaf einnig út tékka til ÁTVR að andviröi 865 þús- und, 961 þúsund og 1.008 þúsund krónur vegna áfengiskaupa á veit- ingastaðina. Hann bar fyrir dómi að tékkarnir heföu ekki átt að koma til greiðslu eftir viökomandi helgar. Hann kvaðst líta svo á aö ekki heföi veriö um staðgreiðsluviðskipti að ræða. Þegar dómur gekk höfðu 1.800 þúsund krónur verið greiddar upp í andvirði tékkanna. Ákærði rak fyrirtækin tvö í veit- ingarekstri í þrjú ár en rekstrinum lauk um síðastliðin áramót. Hann taldi sig hafa keypt áfengi hjá ÁTVR með sama hætti hverja einustu helgi á tímabilinu - veltan hefði verið um 30 milljónir á ári. Maðurinn staðfesti að útgáfudagsetningar tékkanna hefðu verið réttar, ekki hefði verið beðið um geymslu eða hafður fyrir- vari við útgáfu þeirra. Af hálfu ÁTVR kom skýrt fram að um stað- Kópavogur: Kvennalistinn hættiraðsitja bæjarráðsfundi „Við erum sammála um að kjörin sem okkur eru búin séu mjög slæm og munum ekki sækja bæjarráðs- fundi undir þessum kringumstæö- um. Við erum afskaplega ósáttar við að fá ekki áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétti og jafnvel þótt maður fengi að sitja við blessað borðið er það aðeins skárra en samt ófullnægjandi. Undir þessum kring- umstæðum verðum við því að nota bæjarstjórnarfundina til hins ýtr- asta,“ segir Helga Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi Kvennalistans í Kópa- vogi. A næsta bæjarstjórnarfundi í Kópavogi mun bæjarfulltrúi Kvennalistans flytja tillögu um að áheyrnarfulltrúi Kvennalistans fái að færa sig úr homsófa í fundarher- bergi bæjarráðs og verði leyft að sitja við fundarborð bæjarráðs til að hægt verði að fylgjast betur með. Fulltrúi Kvennalistans mun hætta að sitja bæjarráðsfundina um sinn. Kvennalistinn í Kópavogi er aðeins 1 með einn fulltrúa í bæjarstjórn en. engan fulltrúa í nefndum eða ráðum bæjarins. Áheyrnarfulltrúi listans í bæjarráði hefur hvorki málfrelsi né tillögurétt og segir Helga það brot á 25 ára gamalli hefð í bænum. greiöslu hefði verið að ræða - ekki lánsviðskipti. Dómurinn taldi brot ákærða stór- felld, ekki heföi verið bætt fyrir þau að fullu né vilji sýndur til aö sam- þykkja bótakröfur sem hafðar em uppi í málinu. Refsingin þótti því hæfilega 10 mánaða fangelsi en 7 mánuðir veröa skilorðsbundnir. Bótakröfu var vísað frá dómi í ljósi þess að fyrir hendi er aðfararhæf sátt. MANUDAGS- á Pi Ijó r j i tœhzj11 n i Allt aö atsláttur KENWOOD kraftur, gceöi, ending 2 gerðir Kenwood MIDI samstæður frá 59.900,- 3 gerðir Kenwood MINI samstæður frá 69.900,- Margskonar samsetningar á Kenwood útvarpsmögnurum, geislaspilurum og Wharfedale hátölurum. Auk þess ýmis stök tæki á mjög lækkuðu verði. r /\ þar sem gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840 KJÖT OG FISKUR Mjódd Opið 9-19 Sími 73900 Seljabraut Opið 10-23.30 Sími 71780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.