Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 13 Að mála sjálfan sigútíhorn A nýafstöönu þingi útvegsmanna færði sjávarútvegsráöherra, Þor- steinn Pálsson, þeim þær gleðifrétt- ir aö við endurskoðun fiskveiðilög- gjafarinnar á Alþingi sl. vor hefði tekist að mestu að kveða niður þá drauga sem vildu láta útgerðina borga sérstakan skatt fyrir auð- lindaeign sína. Einkaeign útvegsmanna Samkvæmt skilningi Þorsteins hefur Alþingi þar með endaniega viðurkennt að núlifandi útgerðar- menn og niðjar þeirra eiga allan fisk sem syndir í sjónum á ísa- landsmiðum til eilífðarnóns. Það er eins og margir vissu fyrir, almenningur á ekkert í fiskauð- lindinni og hann á ekkert að vera að skipta sér að því sem honum kemur ekki við. Það mun vera KjaHarinn Halldór Hermannsson verkstjóri, ísafirði „Þó aö Davíö Oddsson máli sig út 1 horn í Evrópumálum er það ekki bara hans mál. Ef fram fer sem horfir mun honum takast að stórskaðaþessa þjóð sökum einstrengingsháttar síns og þjóðernisrembings varðandi Evrópu- málin.“ einkamál þeirra stjórnmálamanna sem með valdið fara í þjóðfélaginu og einkavina þeirra sem eiga fisk- inn í sjónum. Svo þegar þessir ágætu stjóm- málaforingjar ræða um hugsanleg efnahagssambönd við Evrópu snúa þeir blaðinu við og tala til almenn- ings eins og hann eigi auðlindir hafsins og verði að passa sig á því að ljótu kallarnir í Brussel taki ekki þessi miklu auðæfi frá honum. Hvað sagði ekki Stalín við fólkið? „Þið eigið allt, verið ánægð, ég skal gæta auðæfa ykkar.“ Það virðist ótrúlegt hve margir nytsamir sak- leysingjar eru til hjá annars nokk- uð vel menntaðri þjóð. Auðlindagæsla Davíðs Oddssonar Aldrei slíku vant sýndi Davíð Oddsson útvegsmönnum virðingu með þvi að mæta á aðalfund þeirra sem mun vera nokkuð sjaldgæft þegar um hagsmunahópa er að ræða. Þar á fundinum fullvissaði hann menn um að hann myndi gæta auðlinda þeirra fyrir (ímynd- aðri) ásælni ESB-landanna. Talaði hann þar að vanda með niðurlægjandi hætti um þá sem eru á annarri skoðun en hann í Evr- ópumálum og aulahátt þeirra sem myndu fara sér að voða á járn- brautarteinum Evrópu enda þekkti hann einungis einn mann sem teldi að Norðmenn hefðu gert gott upp- kast að sjávarútvegssamningi við ESB. - Fyndinn maður Davíð. Þarna taldi forsætisráðherra út- vegsmönnum trú um aö Norðmenn myndu glata öllu forræði yfir auð- lindum hafsins gerðúst þeir aðilar. Vilhjálmur Egilsson, Olafur G. Einarsson, Lára M. Ragnarsdóttir og Sólveig Pétursdóttir alþingismenn. - „Því miður fær þetta fólk litlu að ráða vegna ofríkis..." segir Haildór m.a. i greininni. - Seinheppinn maður Davíð. Tveimur dögum síðar bárust þær fréttir frá Brussel að ef Norðmenn gengju í ESB fengju þeir fram- kvæmdastjómina í sjávarútvegs- málum ESB í sínar hendur. Davíð virðist ekki þekkja Norðmenn vel ef hann heldur að þeir láti aðrar þjóðir vaða yfir sig til lengdar varð- andi auðhndir sínar þótt þeir verði fullgildir aðilar innan ESB. Það myndu íslendingar heldur ekki gera þótt þeir gerðust þar aðilar. Þjóðernisrembingur Þess ber að geta að í þingmanna- liði Sjálfstæðisflokksins fyrirfinnst fólk sem vill skoða aöild að ESB. Má þar nefna Vilhjálm Egilsson, Ólaf G. Einarsson, Láru M. Ragn- arsdóttur og Sólveigu Pétursdótt- ur. Því miður fær þetta fólk litlu aö ráða vegna ofríkis Davíðs, Bjöms Bjarnasonar, Geirs Haarde, Þorsteins Pálssonar og annarra sem telja sig eiga Sjálfstæðisflokk- inn. - í þennan hóp hefur nú bæst við Pétur Blöndal sem með ein- hverjum persónulegum hætti hef- ur andúð á Þjóðverjum. Færeyingar vora þeir ógæfu- menn að hafna aðild að ESB 1972 þegar Danir gengu inn. Það væri öðruvísi umhorfs nú í Færeyjum hefði það ekki gerst. Þó að Davíð Oddsson máli sig út í horn í Evr- ópumálum er það ekki bara hans mál. Ef fram fer sem horfir mun honum takast að stórskaða þessa þjóð sökum einstrengingsháttar síns og þjóðernisrembings varð- andi Evrópumálin. Halldór Hermannsson Ungt fólk í leit að framtíð Margir kannast við þá óvissu sem unglingurinn stendur frammi fyrir þegar ákvarða skal skólagöngu eft- ir að skyldunámi lýkur. Það sem áður gekk eðlilega fyrir sig vetur eftir vetur gerir það ekki lengur. Oft eru foreldrar vanmáttugir gagnvart því hvernig taka skuh á uppeldismálum barna sinna og á unglingsárunum er óöryggið gjarn- an mest. Að mínu mati hefur of lít- iö verið gert að því að styðja for- eldra með fræðslu um þetta erfiða tímabil í uppeldi barna. Ráðgjöf fyrir foreldra Á ráðstefnu sem haldin var í Keflavík fyrir skömmu á vegum Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum, Æskulýðsráðs ríkisins og menntamálaráðuneytis var rætt um framtíð ungs fólks og kom margt athyghsvert fram. Bent var á að agaleysi á heimilum er eitt af því sem gerir ungmennum erfitt fyrir og að nauðsyn sé á því að styrkja foreldrana til að geta rækt betur uppeldishlutverk sitt. Fram kom að möguleikar á ráð- gjöf um hin ýmsu mál sem upp kunna að koma varðandi uppeldi KjaJlaiinn Unnur Stefánsdóttir leikskólakennari barna og unglinga eru ekki nógu aðgengilegir og því vefst það fyrir mörgum að verða sér út um slíka fræðslu. Mörgum er það ekki ljóst hvort það er presturinn, skóhnn, Félagsmálastofnun eða heilsugæsl- an sem hefur svar við þeim spum- ingum sem brenna á þeim. Vímulaus grunnskóli Á ráðstefnunni var rætt um til- lögur til úrbóta til þess að gera framtíð ungmenna betri og var meðal annars rætt um að gera þyrfti stórátak til að fyrirbyggja að vímuefni kæmu inn fyrir veggi grunnskólans. Það er mín skoðun að ríkið, sveitarfélög, foreldrafélög og skólinn sjálfur eigi að taka sam- an höndum og vinna þessu máh framgang. Forvarnastofnun Öh getum við verið sammála því að við viljum unghngunum það besta og því má hvergi sofa á verð- inum. Þeir svífast einskis sem ætla að koma vímuefnum á framfæri hversu hættuleg sem þau kunna að vera heilsu fólks. Fjöldi stofnana og félagasamtaka hefur gert margt til þess að forða ungmennum frá þessum hrikalega vágesti. Það er því óheppilegt að mismun- andi stofnanir skuh vinna að for- vömum á vegum ríkisins. Mun hagkvæmara væri að rekin væri ein stofnun sem sæi um þessi mál. Það myndi tryggja markvissari vinnubrögð og betri nýtingu þeirra fjármuna sem þjóöfélagið leggur til þessara mála. Unnur Stefánsdóttir „Þaö er því óheppilegt að nokkrar mis- munandi stofnanir skuli vinna aö for- vörnum á vegum ríkisins. Mun hag- kvæmara væri aö rekin væri ein stofn- un sem sæi um þessi mál.“ „Mér finnst alveg frábært að fornir fjendur skuli ætla aö standa saman að rckstri svona húss. Það gerir okkar skyld- _ ur ríkari að son,lulltruiSjailslæ°áis- láta málið í,okks * slöpulagsnefnd. ganga snurðulaust fyrir sig. Mér fmnst sjálfsagt að leyfa byggingu á þessari lóð af þeirri einföldu ástæðu að breska sendiráðið á lóðina og það var búið að leyfa byggingu á henni fyrir löngu. Skipulagsnefnd hefur verið sam- mála um að byggingin sé fullstór miðað við byggingar í nágrenn- inu en það er ekki hlutverk skipulagsnefhdar að fara yfir teikningar arkitekta í smáatrið- um. Hlutverk skipulagsnefndar er að sjá um að staðið sé rétt að framkvæmdinni samkvæmt skipulagslögum. Ég hef stundum á tilíinning- unni að verið sé að reyna aö svæfa málið. Sendiráðsmennirn- ir skilja hvorki upp né niður í afgreiðslunni og hafa á tilfmning- urrni að skipulagsyfirvöld séu að reyna að eyðileggja máliö. Skipu- lagsstjóm rikisins vill láta aug- lýsa landnotkunarbreytinguna þó að það seínki framkvæmdinni og skipulagsnefnd hefur bent arkitektinum á ýmsar breytingar sem geta orðið til þess að bæði skipulagsnefnd og byggingar- nefnd sættí. sig við tillöguna. Arkitektinn ætlaði að taka þær tíl athugunar og vonandi verður það heppileg lending í málinu.“ Lélegur arkitektúr „Eg fagna þessum sögu- lega atburði að Bretar og Þjóöverjar byggi saman hús en ég set stærð hússins og útlit þess fyrir niig Og MagnúsSkúlason. tel aö sendi- arkltektogibúlviðLaul ráðin eigi skiliö betra hús. Eg er mótfahinn þvi að stór og mikil skrifstofu- bygging rísi á þessari lóð inni í miðju íbúðahverfl þar sem það er álitamál skipulagslega séö. Arkitektúrinn á byggingunnl er ekki nógu góður og ef byggingin hefði verið vel leyst, brotin upp í tvö hús og gerð faheg þá hefði maður frekar sett kíkinn fyrir blinda augað varðandi skipulag- ið. Þá kemur byæingin til með að standa við mikið umferðar- horn og því verður að leysa þar ákveöin vandamál. Stefnan í málefnum sendiráðs- bygginga er sú að nota gömul hús og breyta þeim í skrifstofuhús- næði ogbústaði sendiráðsraanna. Með byggingu skrifstofuhúsnæði á homlóðinni númer 31 viö Lauf- ásveg er hins vegár verið aö ganga þvert á venjuna. í sjálfu sér væri ásættanlegt ef br&ska sendi- ráðið væri sjálft að byggja húsið á sinni eigin lóð en samileikurinn er sá að íslenskt fyrirtæki byggir húsið og ætlar aö halda því í sinni eigu. Ég veit eltki hvaða trygging er fyrir þvi að sendiráð verði í húsinu um aldur og ævi. Breska og þýska sendiráöið ætla bara að leigja þarna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.