Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 Préttír Bæjarstjóri Egilsstaða um boð Grænlandsflugs á björgunarþyrlu fyrir Austfirði: Verður einungis unnið í samvinnu við Gæsluna - viðræður við hagsmunaaðila og svar verður að berast flugfélaginu á morgun „Þeir bjóðast til að staðsetja þyrlu á Egilsstööum í 3 mánuði - frá 15. janúar til 15. apríl. Þetta er Bell 412 - 15 sæta þyrla sem á að vera búin öllum tækjum til björgunaraðgerða. Þessu fylgir það skilyrði að við getum tryggt 11 milljónir íslenskra króna - við erum að vinna að fjármögnun- inni en verðum að gefa svar á fóstu- dag (á morgun). Við munum leita til aðila sem eiga hagsmuna að gæta, sjómannasamtaka, útgerðaraðila og við höfum einnig leitað til fjárlaga- nefndar. Við höfum ekki leitað til bæjarfélaga enn þá en munum heyra afstöðu þeirra. Egilsstaðabær mun leggja til eitthvert fjármagn, við vilj- um ekki gefa það upp enn þá hve mikið það verður," sagði Helgi Hall- dórsson, bæjarstjóri á Egilsstöðum, í samtali við DV. Grænlandsflug hefur lagt fram drög að samningi um leigu á Bell björgunarþyrlu sem staðsett yrði á Egilsstöðum. Helgi sagði að kveikjan að málinu hefði verið umræða „um að önnur þyrla Landhelgisgæslunn- ar yrði staðsett úti á landsbyggð- ínni . „Meirihluti bæjarstjórnar hefur lýst því yfir að þyrla skuli staðsett á Egilsstöðum," sagði Helgi. „Ég held að Grænlandsflug hafi þannig séð sér leik á borði og haft samband. Frá fimmtudegi og fram til þriðjudags höfum við skoðað þetta dæmi. Á þriðjudagskvöld var málið tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi og þar var ákveðið að leita leiöa til fjármögnun- ar. Grænlandsflug,telur sig þurfa 22 milljónir til að dæmið gangi upp en við myndum sjá um 11 milljónir. Helgi sagði að Grænlandsflug væri þyrluþjónustufyrirtæki með 15 þyrl- ur í sinni þjónustu. „Þetta kemur til vegna þess að Grænlandsflug er að fá umrædda vél afhenta núna en ætlunin var ekki að taka hana í notk- un fyrr en í maí," sagði Helgi. Bæjarstjóri sagði að forstjóra Landhelgisgæslunnar hefði verið kynnt hugmyndin síðastliðinn fóstu- dag. Hann vildi ekki tjá sig um við- brögð hans að svo stöddu. „Það liggur Ijóst fyrir að ef Land- helgisgæslan metur það svo að þessi Rækjuviðræöur: Krafaum frjálsar veiðareða stóraukinn kvóta „Niðurstaða fundarins var sú aö við gerum kröfu um að veiðar á rækju verði gefnar frjálsar. Fáist það ekki í gegn viljum við aö kvótinn verði aukinn um 20 til 25 þúsund tonn," segir Einar Kristinn Guðf- innsson alþingismaður um fund sem hann og aðrir þingmenn Vestfjarða áttu með fulltrúum rækjuvinnslunn- ar í kjördæminu vegna þess vanda sem steöjar aö rækjuvinnslunni sem fær hvergi keyptan kvóta. Einar Kristinn segir það hafa verið rætt að kvóti rynni til Þróunarsjóðs og yrði síðan seldur en það hefði ekki orðið ein af niðurstöðum fund- arins. „Mér líst illa á þá hugmynd og ég óttast að það gæti orðið upphaflð að víðtæku veiðileyfagjaldi þar §em aðr- ar tegundir myndu fylgja á eftir. Það er aftur á móti ástæða tíl að afnema Frá fundi þingmanna Vestfjaröa og forsvarsmanna í rækjuiðnaði. Agústa Gísladóttir, varaþingmaður Kvennalist- ans, Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, Aðalbjörn Jóakimsson, framkvæmdastjóri Bakka hf. Hnífsdal, Eirikur Böðvarsson, framkvæmdastjóri Básafells hf., Halldór Hermannsson frá Rit hf., Guðjón A. Kristjánsson, varaþing- maður SJálfstæðisflokks, Sigurður Hafberg, framkvæmdastjóri Þuríðar hf., og Ingimar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Frosta hf. DV-mynd GVA 15 prósent regluna sem takmárkar framsalsréttinn. Hann segir að það hafi komið fram á fundinum að verð á rækjukvóta sé nú á bilinu 30 til 35 krónur í skiptum fyrir aðrar tegundir. „Ég hef gert sjávarútvegsráðherra grein fyrir niðurstöðum fundarins og við munum að sjálfsögðu fylgja þessu máh eftir," segir Einar Krist- inn. Ný og bætt þjónusta við áskrifendur: DV á mánudögum með morgunkaff inu - helgarblað D V borið út fyrr en verið hefur Áskrifendur DV verða varir við nýja og bætta þjónustu blaðsins frá og með næsta mánudegi, 7. nóvemb- er. Þá verður DV komið í hendur áskrifenda á suðvesturhorninu um klukkan 7 að morgni mánudags og aðrir áskrifendur fá blaðið í hendur með fyrstu ferðum frá Reykjavík út á land. Samningar hafa tekist við prentsmiðju Árvakurs um að prenta DV aðfaranótt mánudags í stað mánudagsmorgna áður. Þannig ætti fjöldi áskrifenda DV að geta lesið glóðvolgar fréttir um atburði helgar- innar með morgunkaffinu. Aðra út- gáfudaga kemur DV út á hefðbundn- um tíma. Áskrifendur DV frá Stokkseyri, vestur með Suðurnesjum og til Borg- arness, auk Hveragerðis, Selfoss, Hellu og Hvolsvallar, munu fram- vegis fá mánudagsblaðið í hendur um sjö að morgni. Til annarra staða á landinu fer DV af stað með fyrstu áætlunarferðum frá Reykjavík á mánudögum sem til þessa hefur ekki tekist'í mörgum tilfellum. Það sama gildir um dreifingu mánudagsblaðs DV og helgarblaðs- ins. Til þessa hefur blaðberum á suð- vesturhorninu veriö gert að bera út helgarblaðið fyrir klukkan 10 á laug- ardagsmorgnum. Framvegis eiga áskrifendur á suövesturhorninu að fá helgarblaðið í hús um sjöleytið á laugardagsmorgnum. Meö þessu er verið að koma til móts við óskir áskrifenda um að fá helgarblaðið fyrr í hendur. Már Halldórsson, dreifingarstjóri DV, segir að forráðamenn nokkurra blaöbera hafi haft samband og lýst efasemdum sínum um þessar breyt- ingar á dreifingu laugardags- og mánudagsblaðsins en flestir æth að leysa málið í samstarfi við börn sín. Már efast því ekki um að samstarf DV við blaðbera verði gott hér eftir sem hingaö til. Már biður áskrifendur að sýna blaðberum skilning meðan þessar breytingar eiga sér stað. þyrla nýtist henni verður verkefnið unnið í samvinnu við hana. Það er hennar að kalla út þyrlu hvort sem það yrði héðan eða frá vamarliðinu. Það hefur engan tilgang að fá vél hingað sem nýtist henni ekki," sagði Helgi. Bæjarstjórinn sagði jafnframt að næsta skref í málinu yrði að ræða við þá aðila sem væntanlega myndu fjármagna komu þyrlunnar hingað til lands. Stuttarfréttir Feröirhækka Formaöur Félags íslenskra ferðaskrifstofa telur að utan- lahdsferðir muni hækka í verði vegna nýrra laga um svokallaðar pakkaferöír sem ætlað er að aiiká neytendavernd. Samrtingisagfupp Tryggingastofnun ríkisins hef- ur sagt upp samningum við sjukraþjálfara og hjúkrunar- fræðinga sem starfa við heima- hjúkrun. Með þessu ætlar ríkið að spara 50 milhonir. Gerumgottbetur Iðntæknistofnuh kynnti í gær ráðgjafarverkefnið Gerum gott betur sem er styrkt af Evrópu- sambandinu og ætlað fyrir ís- lensk framleiðslufyrirtæki Bandarísk stjórnvöld hafa ósk- að eftir viðræðum við níu Evr- ópulönd, þ.á m. island, um að flugfélóg þessara landa fái aukin réttindi tíl flugs í Bandaríkjunum og bandarísk flugfélög fljúgi: meira öl þessara landa. Rætt hef- ur verið við Flugleiðir vegna þessa. JafnvægiáLandakoti Ailar líkur eru á aö rekstur Landakotsspítala verði innan ratnma fjárlaga á þessu ári. Rekstrarkostnaður hefur lækkað um 86 milljónir milli ára. Lentuibankaráni Tvær konur/rá Akureyri lentu í bankaráni á írlandi á dögunum. Samkvæmt RÚV urðu þær hræddar en varð aö öðru leyti ekkimeintaf. Húsbréfavextirliækka Ávöxrunarkrafa hækkaði í 5,95% í gærmorgun. Frá septemb- erbyrjun hafa affóll við sölu bréf- anna aukist um 5 prósentustig. Fiskgengd í hafinu umhverfis Vestmannaeyjar hefur gjörbreyst til hins betra og fer vaxandi eftir umdeilda lokun veiðisvæða. Stöð 2 skýrði frá þessu. Þorslaxgjaldþrota Fyrirtækið Þórslax á Tálkna- firði yar úrskurðað gjaldþrota í gær. Jón Sigfus Sigurðsson var skipaður skiptas^óri. Skuldlr Þórslax nema 211 miUjónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.