Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 Frjálst,óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Jöfnuður næst ekki Tveir stærstu þingflokkarnir munu koma í veg fyrir marktæka breytingu á misjöfnum atkvæðisrétti ís- lenzkra kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn sendu þau skilaboð af sjónvarpsfundi á þriðju- daginn, að ekki mundi semjast um jafnan atkvæðisrétt. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins endurtók í sífellu, að ekki mundi semjast um að leiðrétta ástandið í einu lagi, heldur yrði að gera það í áfóngum. Þar sem reynsl- an sýnir, að hver áfangi tekur tvö kjörtímabil, er hann að tala um jöfnun atkvæðisréttar á nokkrum áratugum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Framsóknarflokksins töluðu um millileiðir og bráða- birgðaleiðir í líkingu við það, sem hafa hingað til verið reyndar og hafa jafnan leitt til þess, að misræmi hefur vaxið að nýju og náð fyrra marki fyrir næstu breytingu. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Framsóknarflokksins hyggjast bjóða kjósendum stækk- un á atkvæði kjósenda úr um fimmtungi úr atkvæði upp í svo sem þriðjung úr atkvæði, sem síðan leki aftur úr þriðjungi úr atkvæði niður í fimmtung úr atkvæði. Slíkt kák var síðast afsakað með því, að þannig væri hægt að leysa málið með emfaldri breytingu á kosninga- lögum án þess að breyta stjórnarskránni. Nú er slíkt ekki hægt lengur, svo að breyta þarf stjórnarskránni hvort sem er, jafnvel þótt kák verði fyrir valinu. Svo virðist sem aðrir flokkar en þessir tveir geti sætzt á, að landið verði allt að einu kjördæmi. Stuðningur við þá aðferð nær raunar inn í þingflokk Framsóknar. Eitt kjördæmi hefur galla eins og aðrar lausnir, en tryggir þó bæði flokkum og kjósendum jafnan atkvæðisrétt. Ef kjósendur fengju í kjörklefanum að raða frambjóð- endum innan listanna, væri til viðbótar náð kostum, sem eru í líkingu við það, sem margir sjá í einmenningskjör- dæmum. Ennfremur væri þá hægt að leggja niður próf- kjörin, sem eru að verða dýrkeypt vandræðabarn. Mesti kostur eins kjördæmis er, að það eyðir þörfinni á að hlaupa upp til handa og fóta á svo sem átta ára fresti til að breyta stjórnarskránni, svo að misrétti kjós- enda minnki nokkuð. í einu landskjördæmi hafa allir kjósendur og allir flokkar alltaf heilt atkvæði. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir, að ekki muni nást samkomulag um þetta. Það er auðvitað hótun, sem verður að taka alvarlega, en segir kjósendum um leið, hvar Sjálfstæðisflokkurinn stendur í þessum mannrétt- indum. Hann vfll hafa þau eins lítil og unnt er. Gott var, að Framsóknarflokkurinn skyldi sýna sitt rétta afturhaldsandlit á sjónvarpsfundinum. Vegna hrær- inga í þingliði flokksins höfðu margir ímyndað sér, að Framsóknarflokkurinn væri til viðtals um marktækar leiðréttingar. Nú er staðfest, að svo er alls ekki. Eins og línurnar hafa skýrzt, er eðlilegt, að stóru þing- flokkarnir tveir taki saman höndum um sáraUtlar breyt- ingar, sem aðrir þingflokkar verði síðan kúgaðir til að styðja á þeim forsendum, að lítið sé betra en ekkert. Þetta er líka eðlileg byrjun á nýju stjórnarmynztri. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn láta svona, af því að þeir telja, að þeir kjósendur, sem hafa aðeins brot úr atkvæðisrétti, muni áfram sætta sig við það og ekki refsa þessum tveimur flokkum fyrir að koma í veg fyrir, að þeir fái heilan atkvæðisrétt. Við komum því enn einu sinni að kunnuglegri stað- reynd, að kjósendur fá eins og aðrir vesalingar yfir sig það böl, sem þeir eiga skilið, hvorki meira né minna. Jónas Kristjánsson Kristján Ragnarsson, formaður LIU, i ræðustól. - Tillaga sett fram af besta vilja en vandasamt að fylla upp í síðustu götin á kvótakerfinu, segir Markús m.a. Vafasöm bjargráð Á nýafstöðnum aðalfundi Líú spunnust nokkrar umræður um ráð til að sporna við brottkasti undir- málsfisks og fisks umfram kvóta af veiðiskipum. Tillagan sem kom fram í setningarræðu formanns LÍÚ gagnvart seinni vandanum og án nokkurs vafa var sett fram af allra besta vilja, sýnir einu sinni enn hve vandasamt er að fylla upp í síðustu götin á kvótakerfinu. Hér verður fjallað lítillega um þessa tillögu og aðra sem líklega er jafnvafasöm og er þó komin í lög. Formúla LÍÚ Bjargráðið við brottkasti mun hafa fahst í því að stöðva botnfisk- veiðar skips ef ekki eru a.m.k. 10% óveiddra heimilda þess þorskur. Hugmyndin að baki þessu er sú að ef skip vantar þorskveiðiheimildir en má veiða t.d. ufsa eða ýsu, þá verði freistingin til aö kasta þorski óviðráðanleg. Það hlyti að vera meiningin að þeir sem hætta við veiðar vegna þessarar reglu geti losað sig við kvóta í öðrum tegund- um til annarra útgerða sem eiga þorskveiðiheimildir. Sá möguleiki er í raun fyrir hendi í núgildandi kerfi því útgerð sem búin er meö þorskkvóta getur væntanlega selt það sem hún á eftir af öðrum kvóta. Ljóst hlýtur því að vera að yfir- völd telja að eitthvað skorti á að menn selji fremur kvóta en að kasta þorski. Spurningin sem vaknar er því þessi: Hvað gerir skipstjóri eða útgerðarmaður sem á eftir 11% af heimildum sínum í þorski? Ef hann er við núgildandi reglur ófús til að sigla í land og selja annan kvóta, er þá ekki lík- legt að eftir reglugerðarbreytingu byrji hann að kasta þegar hann nálgast 10% markið? Brottkastið byrjar þá fyrr og verður væntan- lega meira. Úrræöið virðist því magna þann vanda sem það á að leysa. KjaHariiin Markús Möller hagfræðingur Önnur álíka skrautleg En það er önnur regla eða keríi í gangi sem virðist hafa á sér svip- aðan fáránleikablæ. Það er hinn svokallaði Þróunarsjóður sjávarút- vegsins. Þar leggja útgerðir í púkk til að borga hver annarri til að hætta að nota skip sem ekki borgar sig að nota. Vandinn í skrapdaga- kerfinu og á sóknarmarki var að menn keyptu skip þótt flotinn væri of stór. Fiskur var því veiddur með meiri kostnaöi en þurfti. En ekki er augljóst að mikið sparist á þvi að láta t.d. 800 skip vera 300 daga á sjó hvert fremur en hafa 1000 skip á 240 daga úthaldi. Engin leið er að ná til baka þeim kostnaði sem í var lagt þegar skipin voru keypt. Aftur á móti er hklegt að eftir því sem skipin eru færri, því hærra verði verð á skips- „Hvað gerir skipstjóri eða útgerðar- maður sem á eftir 11% af heimildum sínum í þorski? Ef hann er við núgild- andi reglur ófús til að sigla í land og selja annan kvóta, er þá ekki allt eins líklegt að eftir reglugerðarbreytingu byrji hann að kasta þegar hann nálgast 10% markið?" Vænlegri ráö eru vafalaust til, svo sem að leyfa útgerðum að lýsa hlúta af afla sínum utan kvóta. Þá myndi útgerðin fá aö halda hæfi- legum hlut af verðmæti til að standa undir kostnaði viö aö koma afla í land en þeim krónum sem þar yrðu umfram mætti í núver- andi gjafakvótakerfi dreifa til kvótaeigenda eftir hlut þeirra í heildarkvóta. í kvótakerfi með auð- lindaskatti fengi þjóðin krónurnar. Til þessa utankvótafisks yrði auð- vitaö að taka tillit við ákvörðun heildarafla. skrokkum. Hærra verð og mögu- leikinn á niðurgreiddri úreldingu fegrar horfurnar fyrir útgerðum að kaupa eða smíða ný skip: Ef nógu mörg verðlítil skip eru á boð- stólum, kaupa menn þá ekki síður ný? Aftur er ekki fráleitt að úrræð- in geri illt verra. Og ef svo slaklega er haldið á heilögum sérhagsmun- unum, á þá að treysta sömu mönn- um ef þeir segjast vita hvað landi og þjóð er fyrir bestu? Markús Möller Skoðanir annarra Rádstöfurtarfé ráðherra „Alþingi hefur framselt fjárveitingavald sitt að nokkru, þótt slíkt nái að sjálfsögðu engri átt. Gott dæmi um þetta er sérstakt ráðstófunarfé ráðherra, sem fyrst kom inn í fjárlög fyrir árið 1990___Fram- sal Alþingis á úthlutun þessa fjár til ráðherra hefur valdið úlfúð í þjóðfélaginu að undanfórnu. Ástæðan er sú að fólk hefur grunsemdir um, að ráðherrar noti þetta fé til að hygla vinum og kunningjum.... Engin rök hníga að því, að ráðherrar fái milljóna- tugi til ráðstófunar á eigin ábyrgö. Þeir hafa ekkert fjárveitingavald samkvæmt stjórnarskrá." Úr forystugrein Mbl. 2. nóv. Björgunarþyrlur „Nú hefur sá áfangi náðst að samið hefur verið um kaup á fullkominni björgunarþyrlu, sem kemur hingað til lands á miðju næsta ári. Einnig standa yfir viðræður við Varnaruðið um framtíð þyrlusveit- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að tilkoma nýrrar þyrlu mun gjórbreyta aðstöðu Gæslunnar til starfa. ... Það verður að gera Landhelgisgæslunni kleift að reká björgunarsveit sína af myndarskap, og það er rétt að nota tækifærið nú, þegar breyting- ar verða á tækjakostinum, til þess að kanna mögu- leika á því að staðsetja þyrlu víðar en á einu lands- homi." ÚrforystugreinTímans2. nóv. Skrumskæling á lýðræðínu „í dag eru prófkjörin oröin skrumskæling á lýræð- inu sem þau áttu að styrkja. Það er orðin regla, frem- ur en undantekning, að fylgismönnum óskyldra flokka er smalað í prófkjör til að styðja tiltekna kandídata, og menn skirrast ekki við að skrá sig tímabundið í nýjan flokk í því skyni. ... Lýðræðið er orðið að skrípamynd, þegar val á frambjóðendum ræðst af þátttöku fylgismanna annarra hreyfinga." Úr forystugrein AJþýðublaðsins 2. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.