Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
Spumingin
Kvíðir þú
vetrinum?
Sigurjón Baldursson: Nei. Hlakka
bara til.
Sturla Þorvaldsson: Alls ekki.
Berglind Magnúsdóttir: Nei. Kvíða
fyrir hveiju?
Gyða Rós Gunnarsdóttir: Nei, það er
svo gaman á vetuma. *
Sigurður Gunnarsson: Nei, ég kviði
ekki vetrinum.
Árelíus S. Árelíusarson: Já, alveg
ofsalega ef hann verður mjög harður.
Lesendur
Verkalýðshreyfingin,
f lokkarnir og fólkið
Haukur Guðjónsson skrifar:
Menn leggja oft að jöfnu hina pólit-
ísku flokka og verkalýðshreyfingar
sem hafa jú mikil ítök í póhtískum
flokkum. Eöa öfugt. Hvað varöar
verkalýðshreyfinguna hér á landi
a.m.k. þá var hún í eina tíð öflugri
en hún er í dag og gerði ýmislegt
fyrir fólkið. Má þar nefna hið viða-
mikla tryggingakerfi sem menn njóta
góðs af nú.
Nú er öldin önnur og verkalýðs-
hreyfingin hér á landi er nánast
óvirk en hjarir enn. Hún líkist einna
helst pólitísku skrímsli sem er orðið
of stórt og stirt til átaka. Nú byggja
verkalýðs- eða stéttarfélög sumarbú-
staði fyrir félagsmenn sem ekki hafa
lengur efni á að nota þá. Þau semja
um utanlandsferðir fyrir félagsmenn
sem flykkjast úr landi til að gera viö-
skipti við erlenda kaupmenn og
heildsölur og draga þannig þróttinn
úr innlendri verslun. Þar eiga kaup-
menn og ríkið sjálft að vísu stóra
sök. Kaupmenn með óhóflegri álagn-
ingu og ríkið með sköttum sem eru
orðnir almenningi ofviða.
En snúum okkur nú aö pólitísku
flokkunum. - Gera þeir eitthvað fyrir
fólkið? Það er staðreynd að fólkið er
smám saman að fjarlægjast stjórn-
málin hér vegna þess að það hefur
uppgötvað að flokkarnir eru ekki
annað en fyrirgreiðslustofnanir fyrir
þá sem þar sitja á fleti fyrir í tryggum
stöðum embætta og nefnda sem ekki
breytast mikið innbyrðis. Ef einhver
fellur frá er óðar kominn náinn ætt-
ingi eða venslamaður sem fyllir sæt-
ið og makar krókinn með einum eða
öðrum hætti. Allt eftir eðh og um-
fangi nefndarinnar eða embættisins.
Þátttaka í prófkjörum og kosning-
um fer minnkandi hér og spá mín
er sú að hún verði sífellt minni. Og
til hvers ættu menn að vera að kjósa
þegar svo aht annað kemur í ljós að
kosningum loknum en til var stofn-
að? Það skeöur t.d. að flokkur sem
kemur sem sigurvegari út úr kosn-
ingum verði utan ríkisstjórnar! Póli-
tísk hrossakaup eru forsenda stjóm-
armyndunar og fjöldi ráðherra fer
eftir því hve mikla óþolinmæði lykil-
þingmenn hvers stjórnarflokks sýna.
Það er því ekki fólkiö, heldur ofur-
vald stjórnmálanna, sem ræður
hvort þjóðarheildin skakklappast
afturábak eða áfram, heldur velli í
samfélagi þjóðanna, eða rennur inn
í það örsnauð og uppgefin.
Pólitísk hrossakaup eru m.a. forsendur stjórnarmyndunar, segir bréfritari
Mobiar úr stóru samtökunum
Sigurður Sigurjónsson skrifar:
Rétt eins og aukin samkeppni er
smátt og smátt að ryðja sér til rúms
og skila fólki og fyrirtækjum hag-
kvæmari hlut bera stóm samtökin,
sem áður þóttu vera æskilegasti
reksturinn hér á landi, öll merki þess
að smátt og smátt sé að molna úr
þeim. í sjávarútvegi em stór heildar-
samtök ekki jafn sterk og fyrr og
aöildarfélög reyna að losa um tengsl-
in. í samgöngum í lofti og á legi em
fyrirtæki aö hasla sér vöh eða erlend-
ir aðhar að koma inn í þessa flutn-
inga.
Þannig sækir nú t.d. Cargolux á í
fragtflugi til og frá landinu, en Flug-
leiðir, sem áöur vom einráðar á
markaðnum, missa móðinn þegar á
móti blæs. Þaö sama skeöur í flutn-
ingum á sjó. Eftir að Hafskip var
þvingað til uppgjafar var Eimskipa-
félagið nokkum veginn einrátt en
síöan hafa Samskip komið tU sög-
unnar og enn aðrir aðUar eru að
hugsa sér til hreyfings í sjóflutning-
um.
Þá er hætt við að olíufélögin fái
brátt aUharða samkeppni frá erlend-
um aðUum og er kanadíska ohufélag-
ið Irving OU merki um hvað í vænd-
um er.
Með máh Sölumiðstöövar hrað-
frystihúsanna og Vinnslustöðvar-
innar í Eyjum em greinileg merki
um að SH verði að kyngja fleiri bitum
af þvi tagi.
Við þessum uppákomum er lítt tU
bjargar að fyrtast við og vitna til
heiðursmannasamkomulags eða
undrast að einstök fyrirtæki taki tU
sinna ráða þegar þeim þykir henta.
- Aðalatrið er að einingamar í ís-
lensku rekstrarumhverfi verða sí-
feUt minni og sjálfstæðari og sam-
keppnin verður hreyfiaflið. Er hún
ekki líka það sem boðað hefur veriö
af hvað mestum fítonskrafti? Það er
þá líka tU lítUs að reisa stíflur gegn
þeirri þróun, hún verður að fá að
renna sinn farveg.
Hægri beygjur á rauðu Ijósi
Páll Steinsson skrifar:
Það er gott að hafa öll þessi umferð-
arljós í borginni og í nágrenni henn-
ar. Öryggið eykst og óhöppunum í
umferðinni fækkar. - Of mikið má
þó af öllu gera og sums staðar er
umferöin afar þung. Manni dettur
stundum í hug hvort hér og þar
mætti ekki liðka fyrir umferð bif-
reiða, létta á umferðarþunganum
sem skapast oft að óþörfu.
Ég tek hér dæmi af akstri eftir
Háaleitisbraut að gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og ég ætla að
beygja inn á þá síðarnefndu í suður-
átt, þá er gjaman rautt ljós. Þarna
Hringið í síma
63 2 7 00
millikl. 14 og 16
Er hægt að nýta umferðarljósin bet-
ur en nú er?
ætti að vera leyfilegt að beygja,
þ.e.a.s. ef engin umferð er sjáanleg á
vinstri hönd. í stað þess er allt stopp,
þar til næst kemur grænt ljós. Þama
bíöa oft allmargir bílar eftir græna
ljósinu en hefðu komist út á Kringlu-
mýrarbrautina á meðan engin um-
ferð var frá vinstri. - Þetta myndi
líka liðka til fyrir umferð um Skip-
holt og Bólstaðarhlíð.
Öðru myndi ég vilja koma að hér.
Nauðsynlegt er að öll umferöarljós á
höfuðborgarsvæðinu séu stillt eins,
til þess að koma í veg fyrir hin tíðu
umferðarslys sem verða oft á gatna-
mótum. - Þannig eru t.d. Ijósin við
Hringbraut/Njarðargötu mjög vel
stiht aö mínu mati. Þar áttar maöur
sig á hvenær rauð ljós koma; með
því aö horfa á „græna karlinn" -
þegar hann kveikir rautt, þá er stutt
í rauðu stopp-ljósin. - Svona þyrfti
þetta að vera sem víðast.
Kjördæmamálið
-kosidtvisvar
Lárus skrifar:
Ég tek undir ummæli þing-
manna, sem leggja kjördæma-
málinu hð um að vægi þéttbýlist-
kvæðanna aukist. Helst vildi ég
sjá iandið allt eitt kjördæmi. En
allar breytingar munu þurfa að
taka til fækkunar þingmanna. Ég
tel sjálfsagt að þetta mál hafl for-
gang þessa mánuði sem eftir lifa
af þingtímanum og niöurstaða
fáist fyrir þinglok. Það myndi
þýða að kjósa verður tvisvar á
næsta ári, samkvæmt reglum
stjómarskár þar að lútandi. Þess
vegna mætti rétt eins hraða kosn-
ingum og hafa þær fyrri fljótlega
upp úr áramótum og hinar síðari
þá í vor.
Hvaðerufjár-
hagsördugleikar?
Hrafnkeh Tryggvason skrifar:
Fjárhagsörðugleikar myndast
þegar tekjur nægja ekki fyrir út-
gjöldum. Þessi staða getur varað
í stuttan tima en þegar hún hefur
safhast saman 1 a.m.k. þrjá mán-
uði eru komnir upp fjárhagsörð-
ugleikar. Þá þurfa einstakhngar
og fyrirtæki að grípa í taumana
strax. Heimihn eiga ekki marga
valkosti. Að auka tekjurnar, sem
reynist oft erfiöur kostur, fá við-
bótarlán, skera niður neyslu eða
endurskipulegja rekstur heimil-
isins. Það skal bent á að viðbót-
arlán er alls ekki lausn, þá vefst
einungis upp á skuidiraar. Það
hefur reynst best að stöðva
skuldasöfnunina og byrja að
vinda ofan af skuldunum. Þetta
útheimtir stundum mikið átak af
hálfu þeirra sem lenda í fjárhags-
öröugleikum. En hefur reynst
best þegar til lengri tíma er litið.
Fagna nýrri
útvarpsstöð
Reykvíkingur hringdi:
Eg er einn þeirra sem sakna
annars konar útvarpsstöövar en
nú eru til staðar. Einkum tónlist-
arvals sem ekki hefur verið aö
mínu skapi. Hefur t.d. skort mjög
á vinsæla létta tónlist, suðræna
eða svonefnda „Latin-American“
tónhst og lika sígilda. Því fagna
ég nýrri útvarpsstöð sem ég vona
að bæti tónlistina til muna.
Dattmérekki
dýralæknir íhug!
Saibjörg hringdi:
Eftir að Jóhannes í Bónusi gaf
út yfírlýsingu um að hann heföi
í hyggju að fiytja inn soðna kjúkl-
inga, en kjúklingar eru næstum
uppurnir á markaðinum, varð
mér hugsað til yfirdýralæknis.
Hvað skyldi hann nú segja? Jú,
enn er það salmonellan, og það í
soðnu kjötinu! Hvað er lengi hægt
að plata á landann?
íslensk
Þorsteinn skrifar:
Vegna bréfs míns í DV 31. okt.
sl. um ofangreint mál ber mér að
gefa nánari skýringar á þeirri
hugmynd. - Hún er sú að hér rísi
alþjóðleg verðbréfahöh með al-
hhða möguleikum um kaup, sölu,
umboðssölu og upplýsingar. Þá
er möguleíkinn sá aö hlutabréf
t.d. í Halifax International, sem
gefa 7,2,5% arð miðað við ársljár-
festingu að andvirði (lágmark)
150.000 pund, geti verðbréfahöllin
geti fengið umboð fyrir og selt
með lægri vöxtum en tryggðum á
einhvern hátt og þannig aukið
fjármagnsstrymiö í gegnum ís-
land - og þegið umboðslaun þar
að auki. En í dag er erfitt fyrir
smærri hluthafa að komast inn í
svona fyrirtæki, svo ekki sé
minnst á milli landa.