Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 Afmæli Þorgeir Gestsson Þorgeir Gestsson læknir, Noröur- brún 12, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Þorgeir fæddist að Hæli í Hrepp- um og ólst þar upp við almenn sveitastörf. Hann lauk gagnfræða- prófi frá MA, stúdentsprófi frá MR í 1938, embættisprófi í læknisfræði við HÍ1945 og stundaði framhalds- nám í Danmörku 1950-51. Þorgeir var héraðslæknis í Árnes- héraði 1945^46, í Neshéraði 1947-50, Húsavíkurhéraði 1950-58 ogHvols- héraði 1958-65 og heimilislæknir í Reykjavík 1965-90. Hann sat í srjórn Læknafélags Reykjavíkur 1966-72 og í heilbrigðis- ráði Islands frá 1977. Þorgeir söng fyrsta tenór í MA-kvartettinum meðan hann starfaði, 1932-42. Fjölskylda Þorgeirkvæntist23.6.1945 Ásu Guðmundsdóttur, f. 25.6.1918, hús- mæðrakennara. Hún er dóttir Guð- mundar Stefánssonar, b. á Harðbak á Melrakkasléttu, og k.h., Margrétar Siggeirsdóttur húsfreyju. Synir Þorgeirs og Ásu eru Guð- mundur, f. 14.3.1946, læknir og sér- fræðingur í hjartasjúkdómum í Reykjavík, kvæntur Bryndísi Sigur- jónsdóttur kennara og eiga þau fimm börn; Gestur, f. 15.7.1948, læknir og sérfræðingur í hjarta- sjukdómum í Reykjavík, kvæntur Sólveigu Jónsdóttur sálfræðingi og eiga þau fjögur börn; Eiríkur Ingv- ar, f. 20.3.1953, augnlæknir í Reykja- vík, kvæntur Ragnheiði Guðmunds- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þaufimmbörn. Systkini Þorgeirs: Gísli, f. 6.5.1907, d. 4.10.1984, safnvörður á Þjóð- minjasafninu; Einar, f. 15.10.1908, d. 14.10.1984, b. aö Hæli; Steinþór, f. 31.5.1913, fyrrv. b. ogalþm. að Hæli; Hjalti, f. 10.6.1916, ráðunautur á Selfossi; Ragnheiður, f. 7.2.1918, húsmóðir á Ásólfsstöðum í Gnúp- verjahreppi. Foreldrar Þorgeirs voru Gestur Einarssonar, f. 2.6.1880, d. 23.11. 1918, b. á Hæli, og k.h., Margrét Gísladóttir, f. 30.9.1885, d. 7.6.1969, húsfreyja. Ætt Bróðir Gests var Eiríkur alþm. Systir Gests var Ingveldur, móðir Einars Ingimundarsonar, fyrrv. alþm. Önnur systir Gests var Ragn- hildur, amma Páls Lýðssonar hjá SS. Þriðja systir Gests var Sigríður, móðir Einars Sturlusonar óperu- söngvara. Gestur var sonur Einars, b. á Hæli, Gestssonar, b. á Hæh, Gíslasonar, b. á Hæli, Gamalíelsson- ar, bróður Jóns, afa Haralds Matthí- assonar menntaskólakennara. Móð- ir Einars Gestssonar var Ingveldur Einarsdóttir, ættföður Laxárdals- ættarinnar, Jónssonar. Móðir Gests Einarssonar var Steinunn, systir Guðrúnar, móður Guðnýjar, móður BrynjólfsBjarnasonar, heimspek- ings og ráðherra, en systir Guðnýjar var Torfhildur, langamma Davíðs Oddssonar. Steinunn var dóttir Vig- fúsar, sýslumanns á Borðeyri, Thor- arensen og Ragnheiðar Melsted. Margrét var dóttir Gísla, b. á Ás- um í Eystrihreppi, Einarssonar, b. á Urriðafossi, Einarssonar, b. þar, Magnússonar, ættföður Urriðafoss- ættarinnar. Móðir Gísla var Guð- rún, systir Ófeigs á Fjalli, langafa Ernu, ömmu Ólafs Árna Bjarnason- ar, tenórsöngvara í Þýskalandi. Guðrún var dóttir Ófeigs, ríka á FJaUi, bróður Solveigar, móður Guðrúnar á Skarði, langömmu Guð- laugs Tryggva Karlssonar, söng- manns og hestamanns, og langa- langömmu Signýjar Sæmundsdótt- ur óperusöngkonu. Ófeigur var son- ur Vigfúsar, ættföður Fjallsættar- innar, Ófeigssonar og Ingunnar, móður Katrínar, langömmu Sigurð- ar Ágústssonar, tónskálds og kór- srjóra frá Birtingaholti. Bróðir Ing- unnar var Eiríkur, langafi Ingu, Þorgeir Gestsson. móður Þorgerðar og Rutar Ingólfs- dætra. Ingunn var dóttir Eiríks, ættföður Reykjaættarinnar, Vigfús- sonar. Móðir Margrétar var Margrét lj ós- móðir, dóttir Guðmundar, b. á Ásum Þormóðssonar, og Margrétar Jóns- dóttur, prests á Klausturhólum, Jónssonar, prests í Hruna, bróður Hannesar biskups, ættföður Fin- sen-ættarinnar. Jón var sonur Finns biskups Jónssonar. Gunnar Knútur Valdimarsson Gunnar Knútur Valdimarsson, flugvallarvörður á Bíludalsflug- velli, til heimilis að Dalbraut 42, Bíldudal, er sjötugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Sælundi á Bíldud- al og hefur átt heima á Bíldudal alla tíð. Hann hefur stundað ýmis störf. Hann var vörubílstjóri um skeið, sýningarstjóri við Bíldudalsbíó um árabil, stundaði sauðfjárbúskap í smáum stíl en hefur verið flugvallar- vörður við Bíldudalsfiugvöll sl. tuft- uguogfjögurár. Gunnar var formaður Verkalýðsfé- lagsins Varnar á Bíldudal í fjórtán ár. Fjölskylda Gunnar kvæntist 5.9.1953 Vil- borgu Kristínu Jónsdóttur, f. 8.12. 1931, ljósmóður. Hún er dóttir Jóns Bjarna Ólafssonar, b. í Vindheim- um í Tálknafirði og að Fífustöðum í Arnarfirði, og k.h., Guðrúnar J.B. Guðjónsdóttur húsfreyju. Börn Gunnars og Vilborgar eru Jón Rúnar, f. 22.2.1954, kaupmaður á Bíldudal, kvæntur Nönnu Sjöfn Pétursdóttur, skólastjóra Grunn- skólans á Bíldudal, og eiga þau tvær dætur, Önnu Vilborgu, f. 13.5. 1979, ogLilju Rut, f. 18.8.1981; Valdimar Smári, f. 8.7.1958, íþrótta- kennari í Reykjavík, kvæntur Örnu Guðmundsdóttur nema og eru börn þeirra Auður, f. 22.8.1982, og Gunnar Ingirf. 15.2.1989, en son- ur Valdimars er Árni Freyr, f. 13.5. 1979; Fríða Björk, f. 27.2.1956, leik- skólakennari, búsett á Álftanesi, en hennar maður er Aðalsteinn Gottskálksson, framkvæmdastjóri hjá íslenskum sjávarafurðum, og er sonur þeirra Gunnar Steinn, f. 18.3.1983; Þröstur Leó, f. 23.4.1961, leikari í Reykjavík, en kona hans er írís Guðmundsdóttir skrifstofu- maður og eiga þau tvær dætur, Silju Lind, f. 3.3.1982, og Pálínu Margréti, f. 6.3.1993; Svanur Kol- beinn, f. 27.2.1964, bakari í Reykja- vík, en kona hans er Jóna Sigurðar- dóttir nemi og á hann soninn Ólaf Helga, f. 22.10.1990, en sonur Jónu er Steinar Guðni; Unnsteinn Vík- ingur, f. 30.12.1966, framleiðslu- stjóri hjá íslenskum sjávarafurð- um, búsettur í Hafnarfirði, en kona hans er Jóna Guðrún ívarsdóttir og eiga þau tvo syni, Arnór, f. 15.2. 1988, og Víking Inga, f. 18.3.1994. Systkini Gunnars: Bjarni Þ. Valdimarsson, f. 8.11.1913, d. 1972, listmálari á Bíldudal; Ingólfur K. Valdimarsson, f. 18.11.1914, f. 1986, verkamaður á Bíldudal; Óskar Th. Valdimarsson, f. 20.12.1916, ketil- og plötusmiður í Hafnarfirði; Guð- björg F. Valdimarsdóttir, f. 6.4. 1927, húsmóðir á Akureyri; Svava Lilja Valdimarsdóttir, f. 21.9.1929, húsmóðir í Garðabæ; Leó Svavar, f. 16.4.1931, d. s.á.; Jenný Lind Valdimarsdóttir, f. 9.8.1932, hús- móðir í Reykjavík; Elsa Ester Valdimarsdóttir, f. 1.6.1936, hús- móðiríReykjavík. Foreldrar Gunnars voru Valdi- mar Bjarnason, f. 5.2.1888, d. 29.8. 1956, sjómaður í Sælundi á Bíldud- al, og k.h., Jónfríöur Bjarnadóttir, f. 2.1.1893, d. 22.11.1971, húsmóðir. Gunnar Knútur Valdimarsson. Guðmundur S. Gíslason Guðmundur S. Gíslasonhúsvörð- ur, Hraunbæ 102 D, Reykjavik, er sextugurídag. Starfsferill Guömundur fæddist á Helliss- andi og ólst þar upp en flutti til Reykjavíkur 1967 og hefur átt þar heimasíðan. Guðmundur var sjómaður á Hell- issandi og síðan bifreiðastjóri þar. Hann stundaði strætisvagnaakstur í Reykjavík, var þar sendibílstjóri Bjóðum afmælísbörnum á öllum aldri ókeypis fordrykk og veislukvöldverð allanársinshring. ^Ihóíel ödk Hveragerði |S. 98-34700, fax 98-34775| um skeið og ók bankabíl. Hann hefur s vo verið húsvörður við Landsbanka íslands sl. átján ár. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 1.3.1958 Birnu Axelsdóttur, f. 26.6.1937, húsmóður. Hún er dóttir Axels Þórðarsonar og Lilju Halldórsdótt- ur Melsted sem bæði eru látin. Börn Guðmundar og Birnu eru Fjóla, f. 30.10.1956, starfrækir veit- ingahús í Reykjavík, en dóttir hennar er Eva Þorsteinsdóttir, f. 1.2.1977; Sigurjóna Hafdís, f. 18.4. 1958, húsmóðir og starfsmaður viö leikskóla en maður hennar er Mar- teinn Hákonarson og eru börn þeirra Guðmundur, f. 3.2.1980, Arnar, f. 11.3.1984 og Valgerður Birna, f. 14.1.1992; Kristín Alda, f. 26.9.1960, verslunarmaöur í Reykjavík; Lih'a, f. 2.12.1966, hús- móðir og fyrrv. bankastarfsmaður en maður hennar er Þorvarður Helgason og dóttir þeirra Eva Mar- ía,f. 22.7.1992. Sysfkini Guðmundar eru Sigur- laug Gísladóttir, f. 8.11.1936, hús- móðir í Reykjavik, gift Inga Einars- syni og eru börn þeirra Sigrún, f. 9.6.1958, Gísli, f. 28.7.1960, Einar, f. 14.4.1963, Guöbjörn Sölvi, f. 24.11. 1964 og Ragnar Kristinn, f. 7.1.1969; Heimir Gíslason, f. 31.10.1939, sjó- maður í Reykjavík, en börn hans eru Ólafur Björn, f. 2.8.1961, Gísli Guömundur S. Gislason. Kristján, f. 25.3.1970 og Gylfi Berg- mann, f. 8.5.1975; Pétur Gíslason, f. 1.3.1948, kaupmaður, búsettur í Grindavík en börn hans eru Ragn- ar Ingi, f. 22.7.1973, Jóhannes Kristján, f. 9.10.1974, Edda, f. 1.11. 1976, Sigurlaug, f. 24.12.1981 og Magnús Bjarni, f. 11.5.1988. Foreldrar Guðmundar voru Gísli Guðbjörnsson, f. 2.8.1902, d. 27.11. 1984, sjómaöur á Hellissandi, og k.h., Krisrjánsína Elímundardóttir, f. 13.7.1908, d. 23.9.1985, húsmóðir. Guðmundur tekur á móti gestum í Ármúla 40, laugardaginn 5.11. kl. 16-19. IÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKADA! "" 4%™»* Til hamingju með afmælið 3. nóvember 90 ára 60ára Aðalheiður Eggertsdót tir, Ránargðtu 26, AkureyrL 80ára Svava Bernharðsdóttir, Vogatungu 15, KópavogL áöurlfiheimilis aðSaröavogi 18. Húníekurá mótigesturaí Félagsheimili Kópavogsí kvöldkl. 20.00- 22.00. Ha 1 Itlóra I ngimundnrdó11ir. Hornbrekku, Ólafsfirði. 1 >óruiin K ristjíínsdótti r, HverahBð23B, Hveragerði. Ingvar Loftsson, Birkigrund33, Kópavogi. Bjarni Erasmusson, Sólvallagðtu 45, Reykjavík. Örlygur Ingólfsson, Múlasíðu38, AkureyrL Rósa Karlsdóttir, Hjarðarhaga 11, Reykjavík. Sigrún .lónsdó t (i r, Hafrafelli 1, Fellahreppi. 50 ára 75ára Þormóður Sigurgeirsson, Holtabraut4, BlönduósL Guðmundur G. Púlsson, GautíandilS, Reykjavík. Guðmundur tekur ámóti gestum á heimilisínu laugardagjnn5.il. eft- ir kl. 16.00. Jón Guðmundsson, Fjalli I, SkeiðahreppL G u ö r ú n S vci n sdó tt i r, Stórholtj 35, Reykjavík. Þórarinn Guðbergsson, Gerðavegi 16, Gerðahreppi. Arni Sæmnndsson, Hlíðavegi 69, ÓlafsfirðL Guðmundur Pálmason,- Kvennabrekku, Suðurdala- hreppi. Guðmundur tekurámóti gestumifélags- heimilinuÁr- blikLMiödöl- um,fostudag- inn 4.11. hk. eftir kl. 20.30. Sigurður Guðmundsson, Efstasundi64, Reykjavík. Harpa Guðmundsdóttir, Krummahólum 4, Reykjavík. Jóhanna Sigurðardóttir, Hólabraut 16, Keflavík. 40ára TOára Kristjana Hóimgeirsdóttir, Þórunnarstraeti 133, Akureyri. Ásta S, Magnúsdóttir, rhrauntungu 16, Hafnarfirði. Ásta og eiginmaðurhennar, Júlíus Sigurðsson, takak móti gestum í husi Hjálparsveitar skáta í Hamar- firði við Hrauntungu laugardáginn 5.11. kl. 15.00. PálmeyHelgaGísladóttir, Funafbld3i, Reykjavöc. ÞrösturSveÍnsson, Ólafsbrauteo, Ólafsvfic. Haraldur Tómusson, Baðsvöllum 21, Grindavik. Þórður Þorlcelsson, Bragagötu 34, Reykjavflc Guðmundur Josep Hlöðversson, Reynihvaœnii 4, Kópavogi. U u n n vc ig I. Pé t u r sdó 11 i r, Laugalandi, FSótahreppi. Einar Ásmundsson, Grandavegi 35, Reykjavík. KarlÓskaróskarsson, ' Heiðarbóli 31, Keflavík. \ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.