Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 ~1 Fréttir Gýmismálið hefur verið fjóra mánuði í meðförum lögregluyflrvalda: Nauðsynlegt að taka á lyfjamálum í tíma - segir Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Hestaíþróttasambands íslands „Gýmismálið er mjög bagalegt og setur menn í vanda. Þetta mál átti að afgreiða í hestamannafélögunum. Til að það sé hægt verðum við hins vegar að fá einhverjar upplýsingar um málið frá lögreglu. Samtökin hafa engar skriflegar yfirlýsingar fengið. Mér skilst að á meðan fái það engan framgang. Ég man ekki eftir neinu máli líku þessu," sagði Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Hestaíþróttasambands íslands, við DV aðspurður um langan afgreiðslu- tíma svokallaðs Gýmismáls - fjórir mánuðir eru liðnir frá því að gæðing- urinn var afiífaður á landsmótinu á Hellu og ákveðið var að senda málið í lögreglurannsókn. Á þessum tíma hefur máhð taflst í höndum RLR og Rannsóknarstofu háskólans í lyfja- fræði og er þessa dagana á leið frá RLR til ríkissaksóknara. Aðspurður hvort félögin ættu ekki allajafna að geta tekið á lyfjamálum tafarlaust sjálf sagði Jón Albert: „Jú, það er nauðsynlegt að taka á svona máli í tíma. Þetta mál hefur þreytt menn, það hefur skaðaö okkur og ímynd hestamennsku í landinu. En almennt held ég að mál fari ekki þessa leið. Ef félagasamtök taka á lyfjamálum kemur úrskurður um það hvort viðkomandi hefur fallið eða ekki. í Gýmismálinu er hins veg- ar spurning um brot á dýraverndun- arlögum, þau ná lengra og eru víð- tækari. Það er greinilega eitthvað erfitt að afgreiða þetta mál. Við tókum lyfjapróf á íslandsmóti í sumar, það var sent til Svíþjóðar og niðurstaða kom 2 vikum síðar og málið var afgreitt. Gýmismálið virð- ist vera mun þyngra og á meðan sitj- um við hestamenn undir því að mega ekki taka á málinu," sagði Jón Al- bert Sigurbjörnsson. Akureyri: Miklar breytingar á gatnakerf inu? - könnun hefur staðiö yfir Könnun á mikilvægi þess að hefja umfangsmiklar breytingar á gatna- kertínu á Akureyri hefur staðið yfir að undanförnu og hefur sérstaklega verið horft til þess að hefja fram- kvæmdir við Dalsbraut og Borgar- braut. í málefnasamingi meirihluta- flokkanna í bæjarstjórn er ákvæöi þess efnis að hefja framkvæmdir við þessar götur á kjörtímabilinu og er útlit fyrir að þær framkvæmdir hefj- ist jafnvel strax á næsta ári. Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, segir að í könnuninni hafi komið fram mikil- vægi þess að ráöast í þessar fram- kvæmdir, ekki síst með tilliti til þess að þær muni létta mjög á umferð á Þórunnarstræti og Þingvallastræti. Dalsbraut á að koma frá gatnamót- um Glerárgötu og Tryggvabrautar, upp með Glerá norðan verksmiðju- húsanna, suður gilið þar fyrir ofan, yfir Þingvallastrætí skammt frá KA- svæðinu og þaðan í suður inn fyrir bæinn. Borgarbrautin tengist hins vegar þjóðveginum nyrst í bænum og á að liggja fyrir ofan bæinn og suður fyrir hann þar sem hún mun tengjast Dalsbraut. í könnuninni kom í ljós að um Dalsbraut myndu fara um 9 þúsund bílar á sólarhring og á sjötta þúsund um Borgarbraut og umferð um Hlíð- arbraut myndi minnka en mest yrðu áhrifin á Þórunnarstræti og Þing- vallastræti. Einnig myndi umferðin um Glerárgötu frá Þórunnarstrætí að Tryggvabraut minnka mjög, en um þá götu fara um 17 þúsund bílar á sólarhring í dag. Nýjar tengibrautir á Akureyri m % % % 0-\ Siður 4h- &...... % I ^Q : : 5 ' v '¦ \ :í"K;r!l..... ™.?--'--., i Hliðar Dalsbraut: Ný tengibraut á milli Glerárgötu og Þingvallastr. ö- &_ rk h* Borgarbraut: ^/ ^< Ný tengibraut á milli Hlíðarbrautar og Dalsbrautar. Gerði I WNGVAl-tASTBÆTI ¦* % w Lundir Byggðtr Brökkan 3} : %. •a. Sam\amulífeyrissjóður: Skoðatilboð Kaupgarðs Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnulifeyrís- sjóðsins, segir að forráðamenn sjóðsins séu einnig að skoða til- boð Kaupgarðs hf., sem rekur Hótel Reykjavík, í Holiday Inn hótelið. Aðallega hefur verið tal- að um tilboð Þróunarfélagsins í hótelið en félagið áformar að leigja reksturínn Flugleiðum. Eins og kom fram í D V í gær hef- ur þríðja tilboðið í hótelið verið dregið til baka, Að sögn Margeirs hafafieiri tilboð ekki komið fram. Þaö er talið nánast öruggt að Tnakaskiptasamningar lífeyris- sjóðsins og fslandsbanka gangi upp. IVIargeir sagðist vera sam- mála Ásmundi Stefánssyni sem sagði í ÐV í gær að niðurstaða fengist að öllum likindum í næstu viku. Svo var að heyra á Mar- geiri að einhverjir óvæntir hlutir hefðu komið upp í viðræðunum við íslandsbanka en hann vildi ekki viðurkenna það. Alþingi: Lögregluvanda» mál í Köpavogi utandagskrár Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalistans, hóf umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær um átök og deilur sem eru innan lögregluliðsins í Kópavogi Ástæðuna sagði hún vera endur- komu aðstoðaryfirlögregluþjóns sem hefur vérið í löngu fríi. Anna sagði að ekki væri hægt að sætta sig við að lögreglustarf í Kópavogi sé lamað vegna deilna innan liðsins. Hun spúrði dóms- málaráðherra hvort hann ætlaði að beita sér fyrir lausn málsins. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra sagöi að samstarfsörð- ugleikar hefðu veriö hjá lögregl- unni i Kópavogi síöan 1988. Ástæðurnar væru margþættar. Hann sagði sýslumann bera ábyrgð á liði sínu ogsamskiptum lögreglunnar við ráðuneytið. Þorsteinn sagði að rætthefði ver- ið um í dómsmálaráðuneytinu hvernig hægt væri að leysa þetta mál og lausnar væri leitáö. I dag mælir Dagfari Frá því hefur verið skýrt í fréttum að ökukennari á sextugsaldri hafi verið ákærður af nemanda sínum fyrir meinta kynferðislega áreitni. Nemandinn, sem var stúlka, held- ur því fram að ökukennarinn hafi látið hana aka upp í Heiðmörk. Þar hafi hann slakað bílstjórasætinu í hvíldarstellingu og farið síðan að strjúka henni um lærin. Morgunpósturinn náði tali af ökukennaranum og þar gefst hon- um kostur á að lýsa kennsluaðferð- um sínum með þessum hætti: „Ég nota sérstakar aðferðir til að nemendur verði fyrr góðir bOstjór- ar. Þær felast í slökunaræfingum og léttri snertingu við olnboga, hné og axlir sem fær nemandann til að slaka betur á." Þetta segir ökukennarinn og bæt- ir við: „Til dæmis ef nemandi frýs á inn- gjöf þá snerti ég á honum hnéð en það er náttúrlega álitamál hversu langt eftir lærinu hnéð nær!" Ökukennarinn segist hafa kynnst þessum aðferðum í íþróttunum í gamla daga sem hafi gefið góða raun og það eina sem hái honum við þessar slökunaræfingar sé að hann sé stirður í handleggnum. Ökukennarinn viðurkennir að i hnés og kviðar hann hafi áður veriö ákærður fyrir svipuð atvik, sem meðal annars enduðu með því að hann hafi átt að leggjast ofan á nemendur sína þegar búið var að slaka bílstjóra- sætinu alla leið aftur á bak. Hann hafi hins vegar verið sýknaður af þeim ákærum, enda engin sýnileg sönnunargögn um áreitni. Ökukennarinn segist hafa notað þessar aðferðir sínar í þrjátíu og sex ár og veit hvað hann syngur. Þetta hafi alltaf gefið góða raun og nemendur hans hafi reynst hinir bestu bílstjórar. Miöaö við reynslu ökukennarans og viðurkennt ágæti slökunarinn- ar, þegar bDstjórar frjósa við stýr- ið, verður ekki annað sagt en hér sé verið að veitast að manni sem hefur fuUkomlega lögmætar ástæð- ur til að strjúka nemendur sína, enda er það liður í kennslunni. Eina spurningin er sú hvar hann megi strjúka þeim og þá er það þessi líffræðilega spurning: hvað er læri og hvað er hné? Ökukennarinn er vel að sér í öku- réttindum og ökufærni en hann veit auðvitað ekki með neinni vissu hversu langt eftir lærinu hnéð nær og hné getur þess vegna náð alveg upp í klof ef lærið er stutt eða hnéð langt. Hvernig á einn saklaus og heiöarlegur ökukennari að vita það hvar mörkin eru á miUi hnés og læris þegar hann er upptekinn við það að leiðbeina ungum stúlkum við akstur? Svo er líka hitt að slökunin getur ekki síður verið fólgin í því að strjúka lærið rétt eins og hnéð og getur eftir atvikum haft meiri og betri áhrif á nemandann. Þetta var gert í íþróttunum í gamla daga og nuddarar strjuka læri upp og niöur án þess að þeir séu ákærðir fyrir kynferðislega áreitni. Sú var tíðin aö menn deildu um síddina á pilsum sem stúlkur klæddust og þá ortí K.N.: „mér finnst síddin mátuleg milli hnés og kviðar." Fyrir ökukennara, sem kann ekki liffræðilega skilgreiningu á hné eða læri, má allt eins segja að snertipunkturinn sé einhvers stað- ar á milli hnés og kviðar og hann er ekki verri maður og alls ekki verri ökukennari fyrir þá skoðun. Ef nemendur eða dómstólar ætla að fara að gera athugasemdir út af kennsluaðferðum ökukennara með því að ákæra þá og dæma þá fyrir eðlilegar og nauðsynlegar snert- ingar í ökukennslunni þá verða þessir sömu aðilar líka að bera ábyrgð á því ef eitthvað kemur fyr- ir þessa bílstjóra þegar þeir lenda í árekstrum. Ef ökukennnarinn má ekki snerta lærið eða hnéð á nem- andanum, ef hann er stúlka, þegar nemandinn frýs á inngjöfinni lengst uppi í Heiðmörk þá ber kennslan ekki árangur. Þá verður nemandinn sjálfur að taka afleið- ingunum en ekki ökukennarinn sem hefur gert sitt besta en fær ekki að gert þegar stúlkan frýs á inngjöfinni uppi í Heiðmörk. Þetta má öllum ljóst vera og öku- kennarar veröa þess vegna að hafa fullt leyfi til þess að snerta kven- kyns nemendur sína einhvers stað- ar milh hnés og kviðar ef mikið liggur við í Heiðmörkinni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.