Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 ViðsJdijtal)laðið Utlönd Fjörugar umræður um Evrópusambandið 1 Norðurlandaráði í Tromsö í gær: Hægt að skipta um skoðun eftir tvö ár - sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í gær um hugsanlega ESB-aðild íslands „Ef umtalsverðar breytingar verða á Maastricht-sáttmálanum á ríkja- ráðstefnunni árið 1996 er ekki útilok- að að við íslendingar skiptum um skoðun," saðgi Davíð Oddsson for- sætisráðherra á blaðamannafundi í Tromsö í gær. Davíð vildi að öðru leyti ekki taka undir þá skoðun Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra að aðild íslands að Evrópusamband- inu, ESB, yrði á dagskrá í komandi kosningabaráttu. Bar Davíð þar fyrir sig að útilokað væri fyrir íslendinga að gangast und- ir fiskveiðistefnu sambandins. Sundurlyndi íslensku ráðherranna vakti athygli og þóttust norrænir starfsbræður þeirra þar kenna kosn- ingaskjálfta frá íslandi. Smuga í fjárlagahalla Friðrik Sophusson fiármálaráð- herra upplýsti í Tromsö að Smugu- veiðar íslendinga jöfnuðust á við eitt prósent af fiarlagahalla ríkisins. Þeg- ar eftir var gegnið vildi hann hins vegar ekki kannast við að veiðamar hefðu minnkað fiarlagahallann um þetta eina prósent. Heimamenn í Tromsö eru enn súr- ir vegna meintrar rányrkju íslend- inga í Barentshafi. Telja sumir best að ganga í Evrópusambandið til að vera ekki á einum báti með íslend- ingum. Náöi þessi pirringur jafnvel inn á blaðamannafund forsætisráð- herranna þar sem Davíð Oddsson og Gro Harlem deildu um hve mikið íslendigar hefðu veitt í Smugunni og á vemdarsvæðinu við Svalbarða. Fundur Norðurlandaráðs í Tromsö hefur orðið tilefni mikilla mótmæla andstæðinga ESB-aðildar Norð- manna. Fylgjendur hafa reynt að svara fyrir sig og kann það að draga nokkurn dilk á eftir sér. ESB-sinnar sprengdu við upphaf fundar ísvegg og átti það að vera táknræn aðgerð. Torbjörn Jagland, formaður Verkamannaflokksins og eingdreginn stuðningsmaður aðild- ar, mun vera ábyrgur fyrir spreng- ingunni og hafa andstæðingarnir kært Jagland til lögreglu fyrir að stofna lífi og hmum fólks í voða með uppátækinu. Verulegur hiti er í mönnum í ís- hafsbænum Tromsö og almenn and- staðaþarviðESB-aðild. NTB Ekki þrautalaust aö ætla sér aö hætta aö reykja: Nikótínplástrarnir geta valdið þunglyndi, kvíða og matröðum Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hætta að reykja með aðstoð nikótínplástra. Tóbaks- fíklar eiga á hættu að fá kvíðaköst, verða þunglyndir, órólegir og fá martraðir um nætur. Auk þess finna sumir fyrir verkjuin í brjósti, auknum hjartslætti og háum blóð- þrýstingi. „Aukaverkanimar geta verið ipjög óþægilegar og geta kallað fram ótta en ég hef sem betur fer aldrei heyrt að það hafi leitt til al- varlegrs tjóns,“ segir Per Schiold- borg, prófessor við sálfræðideild Óslóarháskóla, í viðtali við norska blaðið Dagbladet. Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in (WHO) hefur varað við nikótín- plástnmum og aukaverkununum en það munu einkum vera þeir sem reykja lítið sem verða fyrir barðinu á þeim. Fljótlega eftir að nikótínplástrar komu á markaðinn í Ástralíu fóru að berast skýrslur um aukaverkan- ir þeirra. Plástramir hafa verið á markaönum í Noregi í fimm ár og em hliðaráhrifin vel þekkt þar. Rætt var um þessi mál á ráðstefnu um tóbak og heilsu sem haldin var í París fyrir skömmu. „Nikótínplástrar geta komið að miklu gagni fyrir stórreykinga- menn en þeir verka öðmvísi á þá sem reykja lítið,“ segir prófessor Schioldborg. Karlmenn sem reykja meira en 20 sígarettur á dag og konur sem reykja meira en 14 á dag eru talin til stórreykingafólks. Schioldborg varar reykingamenn við því að reykja sígarettur á sama tíma og þeir eru með plásturinn á sér. Verst af öllu sé þó að reykja mikið einn daginn og sefja svo á sig sterkan plástur þann næsta. Slíkt sé ávísun á of stóran skammt af nikótíni, með tilheyrandi óþæg- indum. Prófessorinn segir frá reyklaus- um kvenkyns lækni sem prófaði nikótínplástur: „Hún fékk næstum sjokk þegar nikótínáhrifin komu fram. Hún hoppaði bókstaflega upp af stólnum." Stuttar fréttir Chiracstendur enn höllumfæti Jacques Chirac, borgar- stjóri í París, hefur örlítið bætt stöðu sína með því að lýsa yfir framboði sínu fyrir for- setakosning- arnar á næsta ári en hann á enn undir högg að sækja i skoðana- könnunum. í nýrri könnun fær Chirac minna en bæði Balladur forsætis- ráðherra og helsti keppinautur hans meðal gaullista og sósíalist- inn Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjómar ESB. Balladur mundi svo sigra Delors en Delors mundi sigra Chirac. Leiðtogar Norðurlandanna hvöttu Evrópusambandið til að gera baráttuna gegn atvinnuleysi að forgangsmáli. Clintonvararvið Bill Clinton Bandarikjafor- seti varaði Su- harto Indónes- íufbrseta við þvi að bágt ástand mann réttindamála þar á bæ gæti takmarkað samskiptin við risann í vestri. Slakiðáklónni Clinton hvatti indónesísk stjómvöld um aö slaka á klónni á Austur-Tfmor. Sóttað Bihac Sveitir Serba sækja að Bihac- héraði í Norðvestur-Bosníu og ihugar NATO að banna þunga- vopn þar. Vopnahléídag Vopnahlé milli stjómar Angóla og skæruliða á að taka gildí i dag. Árvökulir í eiturbaráttu Norrænir félagsmálaráðherrar ætla að berjast gegn tilhneigingu ESB til að auka frelsi í vímuefna- ncyslu Afsökun Reynolds Aibert Reyn- olds, forsætis- ráðherra ír- lands, kemst aö þvi í dag hvort afsökunar- beiðni hans vegna klúðurs í meðhöndlun máls barnaníðingsprests nægir til að halda lífi í stjóminni. Vextirvestrahækka Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti um 0,75 prósentu- stig í gær. Mannréttindi,hvað? Kanadísk þíngnefnd segir að mannréttindabrot eigi ekki að koma í veg fyrir milliríkjavið- skipti. ViljafrestaGATT Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings vilja fresta at- kvæðagreiðslu um GATT. Engar skattalækkanir Fjármálaráðherra Bretlands útilokar skattalækkanir í bráð. Ræður Haveis á ensku Vaclav Havel, forseti Tékk- lands og fyrr- um andófsleik- skáld, hrinti úr vör nýrri bók sem hefur að geyma forseta- ræður hans á ensku í gær, á fimm ára afmæli flauelsbyltingarinnar. Mikil mótmælu uröu viö komu Andrésar prins á Engiandi til Argentínu. Drepnir við flóttatihraun Átta voru drepnir og 60 særöir við flóttatilraun harðlínumús- líma úr fangelsi i Alsír. Reutcr, NTB Það hlýtur að teljast til afreka hjá Danny DeVito að gera Arnold Schwarzenegger óléttan. Þungunin mun þó ganga eftir í kvikmyndinni Junior sem forsýnd var í Hollywood í gærkveldi. Hér eru þeir félagar með Emmu Thompson á milli sín og ekki getur Danny setiö á strák sinum frekar en fyrri daginn. Símamynd Reuter Hafréttarsátt- máli SÞtekur gildiídag Fulltrúar 160 þjóða koma sam- an á Jamaíku í dag til að fagna gildistöku hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að við- stöddum Boutros Boutros-Ghah, framkvæmdastjóra SÞ. Níu ára samningagerð, þar sem nýting auðlinda á hafsbotni reyndist erfiðasta málið, lauk ár- ið 1982 en í dag er liðið eitt ár frá því sextugasta ríkið staðfesti hann og fyrr gat hann ekki tekið gildi. Reuter wm Vikublað um íslenskt og erlent viðskiptalíf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.