Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 11 ______________________________Meiming Seiðandi og mögnuð saga Fríöa Á. Sigurðardóttir hefur sent frá sér enn eitt meistarastykk- ið, skáldsöguna í luktum heimi. Tómas, aðalpersóna þeirrar bókar, er ekki svo ósvipaður súperkon- unni Nínu úr síðustu bók Fríðu Meðan nóttin liður: kaldhæðinn skynsemishyggjumaður sem ýtir frá sér öllum tilfmningum, öllu því sem á einhvem hátt getur hróflað við þeirri ímynd sem hann reynir að halda að sjálfum sér og heimin- um. En ólíkt Nínu, sem fer sínar eigin leiðir, er Tómas ofurseldur valdi föðurins, Jóhanns Marsihus- ar, sem stjórnar fjölskyldunni með harðri hendi og beitir öllum brögð- um til þess að halda Tómasi að vinnu sinni innan fjölskyldufyrir- tækisins. Langanir Tómasar eru aukaatriði og smátt og smátt bæhr hann þær niður og felur sig í brynju hörku og miskunnarleysis og fælir með kuldalegu athæfi sínu frá sér Maríu sem hann hefur búið meö árum saman. í brynjuna koma þó brestir þegar líður á söguna, þegar Tómas kynnist Rut og sogast án þess að fá nokkm um ráðiö inn í hringiðu heitra og ofsafenginna tilfinninga, þeirra tilfinninga sem hann hefur sem ákafast áfneitað. Rut, sem er ung og bjartsýn, kemur eins og heitur andblær inn í líf Tómasar og færir honum löngun til að lifa og elska, gerir út af við tómleikakenndina sem hefur þjak- að hinn miðaldra Tómas um nokk- urt skeið. En Tómas höndlar ekki þessa gífurlegu tilfinningasprengju og í lok bókar stendur hann Rutar- laus og berskjaldaður frammi fyrir sjálfum sér - og lesendum. Les- andinn er skilixm eftir með persónu sem þarf að taka líf sitt til rækilegr- ar endurskoðunar; það er engin leið til baka inn í lokaðan heim sjálfsafneitunar og tilfinningaleys- is því Tómas hefur reynt hamingj- una á sjálfum sér. í luktum heimi er margslungin saga, þroskasaga, íjölskylduharm- saga og undurfalleg ástarsaga þar sem alhr þræðir mætast í persón- unni Tómasi, skerpa hana og lýsa svo úr verður ljóslifandi persóna sem er bæði sjarmerandi og sympa- tísk undir sinni köldu skel. Auka- persónur sögunnar eru ekki síður áhugaverðar og vel skapaðar frá hendi höfundar: hin lífsþyrsta Rut, harðstjórinn Jóhann Marsihus og systirin Thea með sitt „sálfræöi- rugl“, svo dæmi séu tekin, stíga fram sem sjálfstæðir og krefjandi einstaklingar sem heimta sína at- hygli - og fá. Sthl bókarinnar minnir um margt á Meðan nóttin FRÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR I LUKTUM Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir höur þar sem hlaupið er fram og tíl baka í tíma og skihn milli fortíö- ar og nútíöar eru óljós. í luktum heimi er byggð upp í dagbókar- formi, sundurleitum hugsunum Tómasar um atburði líðandi stund- ar. Inn í þær hugsanir fléttast hug- leiðingar um löngu höna og sárs- aukafulla hluti sem Tómas vih helst gleyma en skýra það að hluta hvers vegna hann er eins og hann er. Th þess að byrja með ákveður Tómas að skrá aðeins niður atburði og viöheldur vissri fjarlægð með því að tala oftast um sjálfan sig í þriðju persónu en þannig getur hann lokað tilfinningarnar mis- kunnarlaust úti. í þriðja og síðasta hluta bókar er vamarmúr Tómas- ar hruninn og þá taka tilfinning- arnar að flæða fram í átakanlegri sögu þar sem fyrstu persónu frá- sögnin tekur alfarið yfir. Fríða beit- ir þessari erfiðu frásagnartækni svo áreynslulaust að lesandinn meðtekur hana án þess að mögla. í sthnum eru á áhrifamikinn hátt undirstrikuð þau stakkaskipti sem verða á persónu Tómasar, hvemig hann smátt og smátt gefur upp á bátinn thraunir th að skoða líf sitt með hlutlausum augum áhorfand- ans og neyðist um leið th að taka afstöðu th sjálfs sín. Og það er dáht- iö kaldhæðnislegt að hann skuh einmitt reyna á sjálfum sér þá að- ferð sem hann fyrirleit sem mest: að tala sig í gegnum sársaukann. í luktum heimi er átakanleg og ástríðufuh saga, stútfuh af krefj- andi hugleiðingum um ástina, dauðann og thgang lífsins, saga sem mér reyndist ómögulegt aö leggja frá mér fyrr en hún var öh, svo seiðandi er hún, mögnuð og sterk. Og ólíklegt finnst mér að hinn harði en um leið manneskju- legi Tómas hverfi úr huganum í bráð. í luktum heimi Friða Á. Sigurðardóttir Forlagið 1994 Group TEKA AG Heimilistæki á kynningarverði Nú er lagl Endurnýjaðu gömlu tækin með glæsilegum og vönduð- um TEKA heimilistækjum, meðan þessi hagstæðu kynn- ingarverð bjóðast. Flauta og harpa Nýlega kom út hljómdiskur (CD) frá fyrirtækinu ARSIS (94001), með samleik þeirra Peter Verduyn Lunel flautuleikara og Ehsabetar Waage hörpuleikara. Á þessum hljómdiski eru fimm tónverk eftir jafnmörg tónskáld. Fyrsta verkið er Naiades eftir Wihiam Alwyn sem hann skrifaði árið 1971. Þetta er vel skrifað verk, fremur hefðbundið í stíl og frjálslegt í formi, enda undirtitill þess Fantasíu-sónata fyrir flautu og hörpu. Verkið er hér geysi- vel leikið, af næmri tilfinningu íyrir hljóðblæ og hendingum og er sam- spil þeirra Peters og Elísabetar mjög gott. Ballade frá árinu 1950 eftir hohenska tónskáldið Henk Badings er næst á diskinum og er þaö fögur tónsmíð, í impressjónískum stíl. Einnig hér er leikur þeirra hreint frábær og einkennist m.a. af miklu næmi fyrir hljómht og framvindu tónhstarinnar. Einleiksverkið Svíta fyrir hörpu opus 83 eftir Benjamin Britten er næst í röðinni. Svítan er í fimm þáttum: Forleikur, Tokkata, Næturljóð, Fúga og Sálmur (St. Denio) og ber hver þeirra sitt sjálfstæða yfirbragð. Þetta Tónlist Áskell Másson fjölbreytta verk er ágætur prófsteinn á færni hörpuleikara, en Ehsabet skhar ekki aðeins nótunum öhum, heldur er leikur hennar glæddur skáld- legri ljóman svo unun er á að hlýða. Hið ástsæla mhlisph, eða Intermessó úr Dimmahmm eftir Atla Heimi Sveinsson, hljómar næst, og það fallega leikið af þeim Peter og Elísabetu, þótt flautan virki fuhsterk miðað við hörpuna. Lokaverkið er hin þekkta „Arpeggione“-sónata eftir Franz Schubert. Peter-Lukas Graf mun hafa umskrifað verkið fyrir flautu og hörpu og hljómar það sannarlega ekki verr fyrir þau hljóðfæri en svo mörg önnur sem þessi tónsmíð hefur verið leikin á. Verkið er og ágætlega leikið. Tónn þeirra virðist með ágætum og búa yfir bæði fyllingu, krafti og léttleika, þegar/eins og við á hverju sinni, en hér kemur að upptökunni, sem fyrir undirrituðum er eini gahinn á þessum hljómdiski. Upptakan mun vera gerö í kirkju í Hollandi, en tónn hennar er of harður og mjór og skortir breidd og dýpt. Er það miður fyrir svo ágæta hstamenn sem þau Peter Verduyn Lunel og Elísabet Waage eru. Engu að síður er þeim hjartanlega óskað til hamingju með þennan hljómdisk og eiga þau hrós sjálfs Yehudi Menuhins, sem prentað er á bækhng disksins, svo sannarlega skihð. íslenskur veruleiki Sigrún sækir efnivið sinn í dag- legt líf barna og unglinga í dag. Sögusviðið er óthgreint hverfi í Reykjavík og söguhetjurnar eru á aldrinum sex til þrettán ára. Sagan hefst á fundi hjá leynifé- laginu Beinagrindinni. Meðhmir eru fiórir og bera ahir leyninöfn sem dregin eru af nöfnum beina í fót- og handleggjum. Það eru þau Spíra, Sköflungur, Dálkur og Oln. Tilgangur félagsins er ekki alveg ljós en njósnir og dulmálslyklar eru ofarlega á blaði. Þar sem þau eru öll tón- og söngelsk dreymir þau um að setja upp rokksöngleik í skólanum. Þegar ekkert er annaö við að vera tína krakkarnir rusl af götum og úr görðum nágrann- anna og það er einmitt í shkum Bókmenntir Oddný Árnadóttir leiðangri sem Spíra kemst á snoðir um óheiðarlega starfsemi brugg- ara. Þeir góma hana þar sem hún hggur á hleri og upp frá því æsist heldur leikurinn. Sú mynd sem höfundur dregur upp af lífi barnanna er afar raun- sönn. Foreldrar þeirra eru lítið heima og þau ganga því mikið sjálf- ala. Fyrir vikið eru þau afar sjálf- bjarga og sjálfstæð eins og títt er um íslensk börn. Það sem einkenn- ir helst söguna er hvað höfundur leggur mikið upp úr því að brjóta upp hefðbundiö hlutverkamynst- ur. Foreldrar Spíru eru báðir úti- vinnandi, faðir hennar visinda- maður og móðir hennar þingmaður sem er mjög sjaldan heima. Móðir Alnar og Dálks virðist hins vegar fráskilin því þau búa með henni og ömmu sinni. Skólastjórinn er kona og best af öhu finnst mér að annar glæpamaðurinn í sögunni er „rosalega sætur“ ungur maður í stað þess að vera ófrýnilegur karl. Það er óhætt að segja að Sigrún sæki efnivið sinn í nútímann þar sem ólögleg bruggstarfsemi hefur verið mjög áberandi í íslensku þjóðfélagi undanfarið ár eða svo. Hún kemur einmitt inn á þær hætt- ur sem skapast af óvönduðum vinnubrögðum þeirra manna sem þessa iðju stunda og siðleysi þeirra í vali á viðskiptavinum. Þegar á heildina er litið er bókin skemmtileg aflestrar og uppeldis- gildið áberandi án þess að fara út í öfgar. Myndirnar sem prýöa sög- una falla mjög vel að textanum og gera bókina aðgengilegri fyrir yngri aldurshópa. Sigrún Eldjárn Syngjandi beinagrind Forlagið 1994 NÓVEMBERTILBOÐ Á HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 20-40% afsláttur VATNSVIRKINN HF. Arrnúla 21, simar 68 64 55 - 63 59 66 Innbyggingarofnar, efri og neðri ofnar. Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál. Verð frá 17.950 O ■ Helluborð Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál með eða án takkaborðs. Steyptar hellur verð frá 11.900 Keramik hellur verð frá 24.350 Viftur og háfar Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál. Verð frá 6.890 Stjórnborð Litir: hvitt eða brúnt Verð frá 3.250 Faxafeni 9, s. 887332 Oplð: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. 10-14 Verslun fyrir alla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.