Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 9 Útlönd Endurminningar Karls prins fá hraklega dóma sem og hann sjálfur: - segir í Economist þar sem bók prinsins er kölluð lengsta afsögn sögunnar „Einu rökin fyrir aö halda í kon- ungdæmið eru þau að það svarar ekki kostnaði að svipta Karl krún- unni,“ segir í ritdómi breska viku- ritsins Economist um endurminn- ingar Karls Bretaprins. Þar er bók- inni lýst sem lengstu afsögn sögunn- ar og Karl fær bágt fyrir að láta lýsa sér sem hálfgerðri kveif. Economist er íhaldssamt rit og að jafnaði konunghollt en eftir útkomu bókarinnar er það bara spamaðurinn við að breyta ekki um stjómarform sem mælir með því að framhald verði á sápuóperunni í Buckhinghamhöll. Karl hefur fengið bók sína í höfuðið. Bók Karls fær allajafna slaka dóma í bresku blöðunum. í einu er minnt á að þegar Karl og Díana gengu í hjónaband hafi því verið spáð að eft- ir öld yrðu aðeins flmm kóngar eftir í veröldinni; hjarta-, spaða-, tígul-, lauf-, og Bretakóngur. Nú htur út fyrir að kóngarnir verði aðeins fjórir. Það eru ekki bara blöðin sem tapað hafa trú á Karli með sjálfslýsingunni í bókinni. Almenningur í Bretlandi er líka búinn að fá nóg af sínum manni. Á einu ári hefur fylgi við konungdæmið fallið í skoðanakönn- unum úr um 90% niöur í 70%. Á sama tíma fitnar flokkur lýðveldis- sinna eins og púkinn á fjósbitanum. Verst þykir til þess að vita að Karl tók ekki sjálfstæða ákvörðun þegar hann gekk að eina Díönu prinsessu. Þar réð Filippus faðir hans ferðinni og er sá gamli nú meðal óvinsælustu manna í Bretaveldi. Þá hefur Karl brotið aldagamla hefð með því að opinbera tilfmningar sínar í bókinni. Það hafa forverar hans ekki gert og síst bætir úr skák að þessar tilfmningar þykja heldur ómerkilegar. Steffens small face Hún: Peysa 2.130,- Buxur 1.950,- Bolur 1.590,- Húfa 710,- Hann: Skyrta 2.795,- Buxur 2.295,- Vesti 1.995,- 10% staðgreiðsluafsl. Ekkert póstkröfugjald Laugavegi 89 • Reykjavík • Sími 10610 Zhana Zhekova hefur ekki beinlínis verið með frægustu tiskuhönnuðum á undanförnum árum. Hún þykir þó standast þeim færustu i greininni snún- ing og sannaði það með sýningu á fötum sínum í Búlgaríu nú í vikunni. Þetta er áður óþekktur fatastill þar i landi. Símamynd Reuter Kaupmannahafnarháskóli: Lektor missir dokt- orsgráðu ffyrir svindl Náttúruvísindadeild Kaupmanna- hafnarháskóla hefur svipt lektorinn Else Kay Hoffmann doktorsnafnbót- inni sem hún fékk árið 1987 vegna umfangsmikillar og óviðurkvæmi- legrar notkunar hennar á niðurstöð- um annarra vísindamanna. Else Kay Hoffmann hefur einnig margoft notað yfirlitsgreinar ann- arra manna í eigin greinar, þar á meðal tvær sem voru notaðar við doktorsvörn hennar árið 1987, án þess að geta heimilda. Hin 52 ára gamla Else Kay Hoff- mann hefur annars staðið sig ágæt- lega sem vísindamaður en svindl hennar komst upp þegar hún sótti um prófessorsstöðu. Hún er félagi í ýmsum samtökum vísindamanna, þar á meðal hinu konunglega vís- indamannafélagi. Búist er við að henni verði vikið úr þeim félagsskap verði hún ekki fyrri til að hætta sjálf- viljug. Ritzau MATUR&KÖKUR /////////////////////////////// AUKABLAÐ UM MAT OG KÖKUR FYRIR JÓLIN Miðvikudaginn 23. nóvember nk. mun aukablað um matartilbúning fyrir jólin, kökuuppskriftir og jólasiði fylgja DV eins og undanfarin ár. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur aug- lýsinga er fimmtudagurinn 17. nóv. ATH.! Bréfasími okkar er 63 27 27. farlama heima Elísabet drottningar- móðir í Bret- landi veröurnú að halda sig heima við vegna fótar- meins sem læknum tekst ekki að græöa. Gat hún m.a. ekki farið til kirkju á minningardegi her- manna síðasta sunnudag. Þar hefur sæti hennar ekki verið autt í 35 ár. Bretar búa sig nú undir fréttina af andláti gömlu konunnar. Breska ríkisutvarpið, BBC, varð sér þar til skammar í síðustu viku þegar prufufrétt um fráfail Elísa- betar var send út fyrir mistök. Forsetaslagur- inn hafinní Bandaríkjunum Hörkubarátta er aö hefjast raeðal bandarískra repúbiikana um forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar árið 1996. Öldunga- deildarþingmennirnir Phii Gramm og Arlene Specter hafa þegar gefið kost á sér. Báðir eru íhaldsmenn góðir og njóta stuðn- ings trúaðra manna. Þá mun þingskörungurinn Bob Dole hyggja á framboð. Hann hef- ur að sögn undirbúið flutning í Hvíta húsið um árabil. Ein kona er og nefnd til sögunnar. Sú er Lyrra Artin, ráðherra atvinnu- mála í stjórn George Bush. Frjáls- lynd kona en litlaus. Stríðsmenn Bush úr Flóabar- daga, þeir Colin Powell og Dick Cheney, munu og hafa hug á framboði. Rifrildi foreldra Láru heitinnar Irffæraþega „Þaö væri legsteinn á gröf hennar ef kon- anmínfyrrver- andi leyfði að nafn mitt stæði þar líka,“ segir Les Davis, faðir Láru heitinnar líffæraþega. Hún var mjög í frétt- um á síðasta ári eftir að hafa feng- iö sex ný liffæri. Hún lést þó fyrir réttu ári eftir hetjulega baráttu. Áður hafði hún hriflð heims- byggðina með bjartsýni sinni og lífsgleði. Nú hafa foreldrar Láru skilið og geta ekki einu sinni komið sér saman um legstein á gröf hennar. Rifrildi þeirra hjóna hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og hafa margir orðið til að áfellast þau fyrir sundurlyndið. Skammirnar ganga á víxl og lögmenn beggja sitja á löngum fundum þar sem reynt er að ná samkomulagi um sjálfsögðustu lúuti. Ástríkurerá mótiESBenguð hlutiaus Krístilegir þjóðarflokksmenn í Noregi hafa lent í vandræðum meö afstööu drottins guðs almátt- ungs til ESB. Flokksmenn eru á móti ESB en hafa orðið að fallast á að leiðtogi lifs þeirra sé senni- lega hlutlaus. Kristilegir láta þó ekki deigan síga í leit að goðumbomum ESB- andsíæöingum. Nú hafa þeir fundið út að teiknimyndahetj- urnar Ástríkur og Steinríkur séu svamir andstæðingar skrifræðls- ins í Brussel. Sparnaður í að láta Karl hafa krúnuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.