Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 Fólkífréttum r>' Kristín Á. Guðmundsdóttir Kristín A. Guömundsdóttir, for- maður Sjúkraliöafélags íslands, Digranesheiöi 39, Kópavogi, hefur mikið verið í fréttum að undanförnu vegna kjaradeilna og samningavið- ræðna sjúkraliða við ríkisvaldið. Starfsferill Kristin fæddist í Reykjavík 7.3. 1950 og átti þar heima til þriggja ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum að Miðgrund undir Vestur- Eyjafjöllum. Þar ólst hún upp við öll almenn sveitastörf en föður sinn missti Kristín er hún var tólf ára. Kristín stofnaði heimili og flutti til Reykjavíkur 1967. Hún hóf þá störf við Landspítalann og hefur starfað þar lengst af síðan, að frá- töldum tveimur árum, 1978-79, er ' hún starfaði við geðdeild sjúkra- húss í Kristianstad í Svíþjóð. Kristín stundaði nám við Náms- flokka Reykjavíkur og síðan við Sjúkrahðaskóla íslands en þaöan útskrifaöist hún 1981. Hún hefur síð- an verið sjúkraliði við Landspítal- ann. Kristín varð trúnaðarmaður sjúkraliða við Landspítalann 1983, situr í stjórn Sjúkrahðafélags ís- lands frá 1986, var varaformaður félagsins frá 1986 og er formaður þess frá 1988. Hún var forseti E vr- ópusambands sjúkraliða 1989-94 og situr í stjórn þess, og í stjórn BSRB 1988-90 og frá 1994, er formaður Heilbrigðishóps BSRB og var vara- formaður Samtaka heilbrigðisstétta 1987-89. Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Diðrik, f. 17.1.1946, starísmaöur hjá ístaki. Hann er sonur ísleifs Einarssonar, lengst af starfsmanns hjá Kaupfé- lagi Hahgilseyjar, en hann er látinn, og Þorgerðar Diðriksdóttur hús- móður. Böm Kristínar og Diðriks eru Þor- gerður L. Diðriksdóttir, f. 22.10.1967, nemi við KHÍ, búsett í Reykjavík, gift Hhmari Harðarsyni bifvéla- virkja og eiga þau þrjú börn; Sigurð- ur G. Diðriksson, f. 27.3.1970, þjónn í New Jersey í Bandaríkjunum, kvæntur Gabríelu Diðriksson og eiga þau einn son; Diðrik Diðriks- son, f. 13.8.1974, starfsmaður hjá Vöruborg, í foreldrahúsum. Systkin Kristínar em Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, f. 30.1.1946, bóndakona á Ásólfsskála undir Vestur-Eyjafjöllum, gift Viðari Bjarnasyni, b. þar, og eiga þau íjög- ur börn; Bára Guðmundsdóttir, f. 29.9.1951, bóndakona á Miðgrund, gift Lárusi Hjaltested, b. þar, og eiga þau fjögur böm á lífi; Róbert B. Guðmundsson, f. 9.8.1956, verktaki í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði H. Ólafsdóttur húsmóður og eiga þau þijú börn á lífi; Jóhann B. Guð- mundsson, f. 9.8.1956, verktaki í Kópavogi, kvæntur Lára Grettis- dóttur húsmóður og eiga þau sitt barnið hvort frá því áður; Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 10.5.1960, hús- móðir í Kópavogi, gift Alexander Kristjánssyni verktaka og eiga þau þrjúbörn. Foreldrar Kristínar: Guðmundur Jón Árnason, f. 8.2.1924, d. 1962, símamaður í Reykjavík og síðar b. að Miðgrund, og k.h., Sigríður K. Jónsdóttir, f. 25.2.1925, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Áma, tré- smiðs á ísafirði, Gunnlaugssonar og Kristínar Jónsdóttur sem bæði voru ættuðfráólafsvík. Sigríður er dóttir Jóns, b. á Mið- grund, Eyjólfssonar, b. á Miðgrund, Jónssonar, b. í Vallatúni, Stefáns- sonar Þorvaldssonar. Móðir Eyjólfs var Rannveig Eyjólfsdóttir, b. í Vallatúni, Andréssonar. Móðir Jóns á Miðgrund var Jóhanna Jónsdóttir, b. í Vesturholtum undir EyjafjöU- um, Gunnsteinssonar, b. í Hvammi í Skaftártungu, Runólfssonar. Móð- ir Jóhönnu var Sigríður Jónsdóttir. Móðir Sigríöar var Ragnhildur Gísladóttir frá Höfðabrekku í Mýr- dal. Móðir Sigríðar var Þorgerður, systir Skærings, langafa Hauks Gunnarssonar, heimsmeistara í hlaupum fatlaðra. Þorgerður var dóttir Hróbjarts, b. á Rauðafelh, bróður Odds, b. í Heiði, afa Þorsteins Kristín Á. Guðmundsdóttir. Oddssonar á Hehu. Hróbjartur var sonur Péturs, b. á Rauöafelh, Odds- sonar, b. á Hrútafelli. Móðir Þor- gerðar var Sólveig Pálsdóttir, í Mið- mörk, Bjarnasonar, b. á Laxamýri, Jónssonar. Móðir Sólveigar var Þor- gerður, systir Guðrúnar, langömmu Sigurðar, afa Þorsteins Pálssonar. Þorgeröur var dóttir Jóns, b. í Stórumörk, Guðmundssonar. Afmæli Reynir Aðalsteinsson Reynir Aðalsteinsson, tamninga- meistari og bóndi að Sigmundar- stöðum í Hálsasveit, er fimmtugur ídag. Starfsferill Reynir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Núpi, búfræðiprófi frá Hvann- eyri 1964 og tók fyrsta meistarapróf- iö í tamningum hjá Félagi tamn- ingamanna 1978. Reynir hefur unniö við tamningar á ýmsum stöðum frá sextán ára aldri. Hann hefur verið hrossabóndi að Sigmundarstöðum frá 1972 þar sem hann stundar hrossarækt, tamningar, reiðkennslu og sér um hestaferðir. Þá kennir hann með- ferð hrossa í Evrópu, einkum í Þýskalandi, þrjá mánuði á ári hvert haust. Reynir stofnaði, ásamt öðr- um, útflutningsfyrirtækið Edda- hestar 1992 og starfrækir það enn. Hann gaf út, ásamt Þráni Bertels- syni, kennslumynd í reiðmennsku er nefnist Reiðskóh Reynis. Fjölskylda Reynir kvæntist 26.12.1965 Jónínu V. Hlíðar Gunnarsdóttur, f. 10.3. 1946, húsfreyju. Hún er dóttir Gunn- ars S. Hhðar, póst- og símstjóra í Borgamesi, og k.h., Ingunnar S. Hhðar hjúkrunarkonu sem bæði eru látin. Böm Reynis og Jónínu eru Aðal- steinn, f. 8.2.1965, hrossasali í Þýskalandi en sambýhskona hans er Eva Fisher; Ingunn, f. 22.5.1967, háskólanemi í Reykjavík en sambýl- ismaður hennar er Pálmi G. Rík- arðsson tölvari og dóttir þeirra Jón- ína Lilja; Soffia, f. 8.7.1969, nuddari í Reykjavík en sambýhsmaður hennar er Sigurður A. Ragnarsson vélstjóri; Gunnar, f. 27.7.1974, bú- settur að Sigmundarstöðum; Reyn- ir, f. 18.1.1978, nemi; Einar, f. 3.4. 1979, nemi. Albróðir Reynis er Viðar Aðal- steinsson, f. 18.11.1950, nuddari í Reykjavík, kvæntur Helgu Sigurð- ardóttur og eiga þau tvær dætur. Hálfsystkin Reynis, samfeðra: Helga, húsmóðir í Reykjavík sem nú er látin og eignaðist hún eina dóttur; Hörður, starfsmaður hjá Sólningu hf. í Reykjavík og á hann tvær dætur; Höskuldur, hestabóndi í Austurríki, kvæntur Mikhaelu Uferbach og eiga þau tvö börn; Sig- ríður, húsmóðir og söngnemi í Keflavík, og á þrjú börn. Foreldrar Reynis vom Aðalsteinn Höskuldsson, f. 23.8.1923, d. 1986, lengst af strætisvagnastjóri í Reykjavík og síðar starfsmaður Landsbankans, og Karólína Soffia Jónsdóttir, f. 13.9.1917, d. 1992, hús- móðir og verkakona í Reykjavík. Reynir og Jónína taka á móti gest- um í félagsheimilinu Brúarási í Hálsasveit laugardaginn 19.11. eftir kl. 21.00. Til hamingju með afmælið 16. nóvember Sviðsljós Reynir Aðalsteinsson. 90 ára Brekkugötu 2, Reyðarfirði. Hanna Halldóra Karlsdóttir, Guðrún Matthíasdóttir, Melási 8, Garðabæ. Spóahólum 14, Reykjavlk. _______________________________ Járnbrá Einarsdóttir, Aðalbraut46, Bíldudal. 80 ára Sigurrós Guð- mundsdóttir, Hrafnistuvið Kleppsveg, Reykjavík. Eiginmaöur hennarerHer- mannDaníels- son. Guðfinna Eiríksdóttir, Eiginmaður hennarer Anton Guöjónsson. Þautakaámóti gestumáheimili dóttursinnarog tengdasonar, Eskiholti21, Garðabæ.íkvöld eftirkl. 19.30. Guðiaug Hallgrímsdóttir, Svertingsstöðum II, Fyjafjaröar- sveit. 60ára Egilsgötu 4, Borgarnesi. Þorsteina Jónsdóttir, Hanhóh, Bolungarvík, 75 ára Sigurður Daníelsson, Keilugranda 8, Reykjavík. Nói Marteinsson, Örk,Tálknafirði. Bettý Ai inbjarnar, Álftamýri 32, Reykjavík. 70 ára Friðrik Stefánsson, Skólavegi 86, Fáskrúösfirði. Sigríður Sæbjörnsdóttir, 50ára Sylvía Hailsdóttir, Valbraut5, Gerðahreppi. EinarRagnarsson, Lækjarási 11, Reykjavík. Inga Ragnarsdóttir, Sauðhúsvelh, Vestur-Eyjafiaha hreppi. 40ára Eyjólfur Gunnarsson, Hraunhöfn, Staðarsveit. Bragi Reynir Axelsson, Urðarbraut 18, Blönduósi. Aðalheiður G. Guðmundsdóttir, ÁstúnI4,Kópavogi. Skul Yodsongtrakul, Hátúni 6, Reykjavík. Guðný Sveinlaug Bjarkadóttir, Sæbakka 6, Neskaupstað. Oddný Björk Hóimbergsdóttir, Drangshlíðl, Austur-Eyjafialla- hreppi. Jóhanna María S. Sigurðardóttir, Óðinsvöllum 8, Keflavik. Þórólfur Aðalsteinsson, Hrafhagilsstræti 10, Akureyri. Ragnheiður Óladóttir, Barmahhö 6, Reykjavík. Kristján Sveinsson, Skipholti 28, Reykjavík. Jón Sigurðsson, Grænuhhð 17, Reykjavík. Þorgerður Erlendsdóttir, Hvassaleiti 123, Reykjavík. Guðrún Jóna Óskarsdóttir, Frostafold 23, Reykjavík. Elisabet M. Ástvaldsdóttir, Laugarnesvegi 84, Reykjavík. Guðmundur Vilhjálmsson útibússtjóri ásamt starfsfólki bankans á þrítugsaf- mæli útibúsins. Þrír starfsmanna, Ólafur I. Jónsson, Hrefna Sigurðardóttir og Halldór Jóhannsson, hafa starfað í útibúinu frá upphafi. DV-mynd: Garðar Landsbankinn á Akranesi 30 ára Landsbankinn á Akranesi fagnaði 30 ára afmæh nýlega. Bankinn bauð viðskiptavinum af því tilefni í kaffi og komu nokkur hundruð manna th aö samfagna bankanum og starfs- fólki. Meðal góðra gjafa sem bámst var afsteypa af gamla vitanum á Breiöinni sem bæjarstjómin gaf. Starfsemi Landsbankans á Akra- nesi hófst með yfirtöku Sparisjóðs Akraness 31. október 1964 og var Sveinn Ehasson fyrsti útibússfiór- inn. Núverandi útibússtjóri er Guð- mundur Vilhjálmsson sem jafnframt er umdæmisstjóri á Vesturlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.