Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 5 Fréttir Harðar deilur um Lífeyrissjóð flugmanna: Sjóðurinn tapaði átta milljónum króna - vegna láns til núverandi stjómarformanns „Þetta er í fyrsta sinn í sögu lífeyr- issjóðsins að það þarf að afskrifa verulega skuld. Við þekkjum þess engin dæmi fyrr eða síðar að einn maður hafl fengið allt að 30 milljóna króna lán út úr sjóðnum. Svo þegar þeir gefa skýringu þá segja þeir að það hafi eitthvert fyrirtæki úti í bæ farið á hausinn. Ég veit ekki til þess að fyrirtæki eigi að geta fengið lán úr sjóðnum, ég veit ekki betur en að það verði að vera flugmaðurinn sjálf- ur sem fær lánið og hann er þá ábyrg- ur fyrir því,“ segir Magnús Guð- mundsson, fyrrverandi flugstjóri. Hann er þarna að vitna til þess að Lífeyrissjóður flugmanna varð að afskrifa rúmar átta milljónir vegna þess að húseign, sem Geir Garðars- son, núverandi formaður stjórnar Lífeyrissjóðs flugmanna, setti að veði fyrir láni sem hann fékk úr sjóðnum, var seld á nauðungaruppboði. „Þeir eru alltaf að jagast í okkur eldri mönnunum fyrir það að hafa eyöilagt sjóðinn. Þeir vilja svo ekki minnast á það sem þeir sjálfir tóku aö láni,“ segir Magnús. Þessar deilur eru ekki nýjar af nál- inni og hefur nú stjórn sjóðsins sent frá sér greinargerð vegna þessa. Greinargerðin er undirrituð af stjórn sjóðsins og var send öllum þeim sem aðild eiga að sjóðnum. Þar kemur fram að um er að ræða húseignina að Ármúla 1 í Reykjavík. Uppboðið fór fram 19. júní 1991 og var eignin slegin fyrir 54 milljónir. Þar af var sjóðnum úthlutað 25 milljónum. Uppboðsþolinn Klettur hf., sem var í eigu Haraldar Blöndal og Bárðar Halldórssonar, áfrýjaði uppboðinu til Hæstaréttar sem leiddi til þess að sjóðurinn fékk ekki greiðslur fyrr en rétt tæpum tveimur árum síðar þeg- ar úrskurður féll í málinu. í greinar- gerðinni segir einnig að uppboðsand- virðið hafi legið í tvö ár hjá Sýslu- manninum í Reykjavík á aðeins 2 prósent vöxtum, afskriftir þær sem þarna eru á ferð séu fyrst og fremst bókhaldslegar þar sem um sé að ræða reiknaða dráttarvexti og verð- bætur. Magnús gefur lítið fyrir þessi rök og segir að það hggi fyrir að þetta sé tap. „Það gefur auga leið að þetta er tap því sjóðurinn lánar ekki þessa pen- inga á meðan og fær því ekki arð af þeim,“ segir Magnús. „Ég tek það skýrt fram að ég sat ekki í stjórn sjóðsins á þeim tíma sem ég fékk þessi lán. Það eru veðin sem skipta máh en ekki hverjir sækja um lánin. Það er ekkert óeðhlegt við það Siguijón J. Sgurðsson, DV, Lafirði: Mjög hvasst var á ísafirði og nágrenni síðdegis á mánudag og aðfaranóttþriöjudags. Vindurinn mældist 10-12 stig í verstu hvið- unum og þá fauk strætisvagn út af veginum fyrir botni Skutuls- fjarðar. Tíu farþegar voru í vag- inum og vissu varla livað var að gerast svo fagmaimlega stóð öku- maðurinn sig viö þessar eriiðu aðstæður. : Binda þurfti niður timbur sem; var fariö að hreyfast við verslun- ina Núp á Skeiöi. Lítið tjón varð á mannvirkjum þrátt fyrir veður- haminn. að ég hafi fengið þessi lán sem eru reyndar upphaflega að upphæð 5,4 mihjónir sem ég tók persónulega og 6,3 mihjónir þar sem sjóðurinn keypti bréf af mér með afíohum og með veði í Ármúlanum. Það er ekki einsdæmi að fyrirtæki fái lán ég get nefnt að Sveinn bakari fékk lán í gegnum flugmann. Það er ekki rétt hjá Magnúsi að flugmaðurinn sé ábyrgur fyrir láninu. Sjóðfélagar verða að vísu alltaf að sækja um lán- ið en þeir gera það oft fyrir vini og ættingja og þá fer venjulega fram nafnbreyting á því,“ segir Geir Garð- arsson. Hann segist vilja taka fram að brunabótamat hússins hafi verið um 100 milljónir og það sé engin há- marksupphæð varðandi lán úr sjóðnum. TELEFUNKEN HÁGÆÐASJÓNVARPSTÆKI SURROUND STEREO Teiefunken F-531 C STEREO NIC er 28" sjónvarpstæki: Black Matrix-flatur glampalaus skjár • Surround-umhverfishljóm- ur • PSI (Picture Signal Improve- ment) • ICE (Intelligent Contrast Electronic) • Pal, Secam og NTSC- video • 59 stöðva minni • Sjálfvirk stöðvaleit • Möauleiki á 16:9 móttöku • Islenskt texta-varp • Tímarofi • 40W magnari • A2- Stereo Nicam • 4 nátalarar • Tengi fyrir hevrnartól og sjón- varpsmyndavél • Aðskilinn styrk- stillir fyrir heyrnartól • 2 Scart- tengi • Upplýst fjarstýring o.m.fl. Telefunken S-540 C STEREO NIC er með öllu ofantöldu, en auk þess með 29" Black D.I.V.A. (Dark InVar Aespherical)-flötum glampa- lausum skjá, sem gefur enn betri mynd • Cine Zoom o.m.fl. Verð á F-531 C: 28" er aSeins 99.800,- kr. eða S9.900,* Verð á F-540 C: 29" er aðeins 119.700,- kr. eða 107.800,- sElZOOM stgr. stgr. Surround-hljómmögnun: V Þetta er sérstök hljóöblöndun, sem eykur hljóminn og gefur möguleika á hljóöáhrifum líkt og í kvikmyndahúsum. Mono útsending fær blæ af stereo- útsendingu og stereo-útsending gefur aukin áhrif, þannig aö áhorfandinn færist eins og inn í kvikmyndina. Aðeins þarf aö stinga bakhátöiurum í sanv band við sjónvarpið til ab heyra muninn! Frábær greiðslukjör við allra hæfi ! BLA.CK D.l. V.Æ BLACK MATRIX / ' 2 ../ ANTIREFLEX 4- L_____/ ANTISTATIC SKIPHOLTI 19 SÍMI 91-29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.