Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 28
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 63 27 00 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6S LAUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA Frjálst,óháð daqblað FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994. Forsætisráðherra: Fyrírspurn um sérverkefni vísað frá Forsætisráðuneytið hefur vísaö frá sér fyrirspum um umfang sérverk- efna í stjórnarráöinu þar sem ekki sé ljóst hvað átt sé við með orðinu „sérverkefni". í víðasta skilningi þess orðs geti það náð til allra þeirra sem vinna einhver verkefni fyrir ráðuneytin, jafnvel garðyrkjustörf. í ljósi þess að spurt er um öll sérverk- efni frá 1989 og kostnaðinn við þau sé ógjörlegt fyrir forsætisráðherra að svara fyrirspurninni nema með mikilli vinnu. Fyrirspum þessa bar Kristín Ást- geirsdóttir, þingmaður Kvennaiist- ans, fram á Alþingi fyrir nokkram vikum. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk í forsætisráðuneytinu var fyrirspurninni vísað frá með bréfi til Alþingis þann 28. október sl. Athygli vekur að Kristínu hafði ekki verið tilkynnt um frávísunina þegar DV hafði samband við hana í gær. Samtök Jóhönnu: Kynningarfund' . urásunnudag Jóhanna Sigurðardóttir og félagar hennar, sem eru að stofna ný stjórn- málasamtök, boða til fundar að Hótel íslandi klukkan 14 á sunnudag. „Þetta er ekki stofnfundur samtak- anna heldur kynningarfundur, hugs- aður sem upphaf kosningabarátt- unnar,“ sagði Þorlákur Helgason, einn helsti stuðningsmaður Jó- hönnu. Á fundinum munu Jóhanna og nokkrir aðrir flytja stutt ávörp. Ögmundur JÓnasson, formaður BSRB, sem talinn var líklegur til að ganga til liðs við Jóhönnu og samtök hennar, er hættur við það. Er hann nú orðaður við framboö hjá Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík. Sævar Ciesielski: Krefstendurupp- töku sakamáls aldarinnar Sævar Marino Ciesielski, einn hinna sakfelldu í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, fór fram á það í gær við dómsmálaráð- herra að mál hans yrði tekiö upp á ný og hann sýknaður. Jafnframt fer hann fram á það að honum verði bætt gæsluvarðhaldsvist og refsivist sú sem honum var gert að þola. Sævar telur játningar í málinu fengnar fram með harðræði og yfir- heyrsluaðferðir og meðferð málsins ekki í samræmi við lög og reglur. LOKI Nú skil ég af hverju þarf að hækka útsvarið í borginni! Hækkuðu eigin laun JLi vitundar stjórnar Mikil fjármálaleg óreiða hefur einkennt rekstur Kvennaathvarfs- ins um skeið og telur endurskoöun- arskrifstofa, sem fór yfir bókhald athvarfsins, nauösynlegt að endur- skipuleggja alla starfsemina með þetta í huga. Öllum starfskonum athvarfsins hefur verið sagt upp störfum. Þykir Ijóst að uppsagnirnar eru til komn- ar vegna ýmislegs í rekstri at- hvarfsins en fullvíst má telja að sú ákvörðun framkvæmdanefndar, sem skipuð er starfskonum at- hvarfsins, í júli síðastliðnum að hækka launakostnað um 4,3 tnillj- ónir á ársgrundvelli sé megin- ástæðan. Segir í greinargerð bráða- birgðastjómar athvarfsins, sem DV hefui- undir höndum, að þessi ákvörðun hafi reynst „íjárhagsgetu samtakanna ofviða og úr takti við almenna launaþróun í landinu“. í greinargerðinni kemur fram að þrjár starfskonur hafi notfært sér það að laun hafi verið greidd fyrir- fram. Smám saman hafi hlaðist upp „launaskuldir" sem við ársuppgjör í október 1994 námu hálfri annarri milljón. Mest nam hún 1,9 milijón- um króna við ársiokauppgjör 1993. Bráðabirgöastjóm athvarfsins hef- ur gengið frá uppgjöri vegna launa- skuldanna. Þrátt fyrir að neyðarsjóði Kvennaathvarfsins hafi verið lok- aöur um síðustu áramót vegna at- hugasemda endurskoðenda hefur starfskona athvarfsins viðurkennt að hafa gefið út ávísanir til eigin þarfa að íjárhæð tæplega 44 þúsund krónur úr sjóðnum. Fjárhæðin hef- ur verið endurgreidd og þykir ekki ástæða til aö kæra þetta til lög- reglu. Stjórnin hefur gripið til strangra aðhaldsaðgerða enda duga banka- innstæður vart fyrir skammtíma- skuldum. Með aðhaldsaðgerðun- um er vonast til að tekjur muni duga til að greiða rekstrarkostnað athvarfsins til áramóta. Aögerðim- ar felast einnig í því að tryggt sé að þeir fjármunir, sem athvarfinu er trúað fyrir, notíst í þágu þess sem þeim er ætlað. Reykjavlkurborg styrkir R-lista blað: Auglýsingarnar ekki birst annars staðar „Þetta eru auglýsingar sem ég veit ekki betur en að verði birtar í öðrum blöðum," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri við DV um þær auglýsingar borgarinnar sem birtust í blaöi Reykjavíkurlistans, Regnboganum, en hafa ekki sést í öðrum blöðum. Um er að ræða aug- lýsingu frá upplýsingafulltrúa borg- arinnar um upplýsingaþjónustu Ráðhússins og auglýsingu um fundi borgarstjórnar. „Auglýsingin frá upplýsingafull- trúanum er hin ágætasta og hefði kannski átt að birtast víðar. Ég veit ekki betur en að upplýsingafulltrú- inn sé búinn að gera auglýsingapró- grammm til áramóta vegna hennar. Það er ekki vanþörf á að koma upp- lýsingum um borgarkerfið á fram- færi,“ sagði Ingibjörg. Fyrirtækið Markaðsmenn sá um að safna auglýsingum í Regnbogann en fyrirtækið er í eigu Hrannars B. Amarssonar sem sæti á í fram- kvæmdanefnd Regnbogans. Ekki var leitað tilboða í auglýsingasöfnun Regnbogans. Ingibjörg sagðist ekkert sjá óeðlilegt við þá ráðstöfun. „Þetta er pólitískt blað og ekki á vegum Reykjavíkurborgar. Það er sjálfsagt að þetta blað sem önnur ráði sér hvem þann sem það vill í auglýsingasöfnun.“ Markaðsmenn tóku 25% þóknun af sölu auglýsinga í blaðið og reikna má með að hlutur fyrirtækisins sé vel á annað hundrað þúsund krónur. Lögregluskýrslan um Lindu: Blaðamaður kallaður til RLR Linda Pétursdóttir og Gísli Gíslason, lögmaður hennar, fyrir utan Rannsókn- arstofu í lyfjafræöi eftir að niðurstöður í lyfjaprófi lágu fyrir. Niðurstöðurnar sýndu engin eiturlyfjaeinkenni. Þau telja að Linda hafi verið hreinsuð af áburði á hendur henni í lögregluskýrslu. DV-mynd BG „Það var hringt í mig í gær og ég beðin að mæta til yfirheyrslu í dag út af lögregluskýrslunni um Lindu. Ég mun að sjálfsögðu aldrei gefa upp hver heimildarmaðurinn er,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir, blaðamaður á Morgunpóstinum, sem boðuð hefur verið til yfirheyrslu hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins í dag vegna lög- regluskýrslu um handtöku Lindu Pétursdóttur, sem blað hennar birti, þar sem m.a. var ýjað að eiturlyfja- neyslu. Guðrún segir að hún muni sam- kvæmt 2. grein siðareglna blaða- manna virða trúnað við heimildar- menn sína. Veðriðámorgun: Hitit-8 A morgun verður suðvestan- gola eða kaldi og víðast skýjað. Dálítil súld suðvestan- og vestan- lands en annars þurrt. Hiti 1-8 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 H I baksturinn Á morgunmatinn I heita og kalda drykki Brjóstsykur Skemmir ekki tennur T bragðtegundir og náttúruleg efnl ÞREFALDUR1. MNNINGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.