Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 13 Hverjum er treystandi í Evrópumálum? Eins og mál hafa þróast síðustu daga hefur fjöldi fólks spurt sig hver stefna ríkisstjórnarinnar sé varðandi aðild að Evrópusamband- inu? Stefnan verður æ óljósari í hugum fólks. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra, sem túlka á utanríkisstefnu ríkisstjóm- arinnar, hefur opinberlega talað skýrt um nauðsyn þess að ísland gangi í ESB sem fyrst. í málflutn- ingi hans er lögð áhersla á að ann- ars bíði íslendinga sérstök einangr- un í alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherra hóf yfirlýs- ingagleði sína um nauðsyn aðildar íslands að ESB erlendis. Þær yfir- lýsingar vöktu mikla athygli á sín- um tíma. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir fyrr að utanríkisráð- herra sé ekki treystandi í Evrópu- málunum. Þrátt fyrir slíkt opinbert vantraust forsætisráðherra á sín- um eigin utanríkisráðherra er hlífiskildi haldið yfir hinum síðar- nefnda, hann situr áfram í ríkis- stjórninni og malar um umsóknar- aðild að ESB. Forsætisráöherra lagði nýlega land undir fót og ræddi við Cari Bildt, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, um m.a. Evrópu- mál. í kjölfar fundarins hefur Rík- isútvarpið það eftir Bildt að Davíð Oddsson sé mun jákvæðari en áður gagnvart aðild islands að Evrópu- sambandinu. Því megi gera ráð fyr- ir aðildammsókn frá íslandi fyrr en seinna. Það heldur því enginn fram að forsætisráðherra hafi verið utan við sig eða með innantómt snakk þegar hann ræddi við Bildt. Það er staðreynd að loks kom upp á yfirborðið það sem margan grun- aði. Hinn pólitíski leiðtogi þjóðar- innar vill tala tungum tveim, með og á móti aðild að ESB. Það er því ekki furða þótt fólk sé ráðvillt varð- andi það hver sé hin eiginlega stefna ríkisstjórnarinnar til ESB- aðildar. Þrýstingur innan Sjálfstæðisflokksins Allir vita að innan Sjálfstæðis- flokksins er gífurlegur þrýstingur sterkra afla um að ísland gangi í ESB. Þau öfl eru að sækja í sig veðr- KjaHarinn Siv Friðleifsdóttir bæjarfulltrúi, frambjóðandi til 1. sætis á lista Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi ið. Vegna nýrrar jákvæðni forsæt- isráðherra gagnvart Evrópusam- bandinu sá flokksráð Sjálfstæðis- flokksins sig tilknúið sl. laugardag að vara við þeim áróðri utanríkis- ráðherra að Island einangrist þegar aðrar EFTA-þjóðir ganga inn í Evr- ópusambandið. Flokksráðið hefur þannig tekið að sér að róa í bili þá flokksmenn sem eru andstæðingar ESB-aðildar. Misvísandi afstaða stærsta stjórnmálaflokks landsins til ESB vekur ugg í brjóstum þeirra sem hafna aðild að sambandinu. Verður hægt að treysta kosningaáróðri sjálfstæðismanna í komandi al- þingiskosningum? Hvort verða ESB-sinnar í meiri- eða minnihluta innan flokksins að afloknum kosn- ingum? Það er ljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn mun í komandi kosn- ingum fiska í gruggugu vatni, höfða bæði til ESB-sinna og þeirra sem hafna aðild. Flokkurinn myndi klofna um málið að öðrum kosti. Skýr stefna framsóknarmanna Á umrótstímum í íslenskum stjórnmálum hefur Framsóknar- flokkurinn stóru hlutverki að gegna. Lýsingin „kletturinn í haf- inu“ á vel við um afstöðu flokksins til ESB. Framsóknarmenn hafna aðild að ESB. Styrkjakerfi sam- bandsins í sjávarútvegsmálum á illa við okkar þjóðfélag. Það er engu ríki í hag að búa við styrkjakerfi í undirstöðuatvinnugrein til langs tíma htið. Það, að einangrast innan ESB og geta ekki gert tvíhliða samninga við ríki utan þess, væri einnig afar slæmt fyrir okkar framtíð. Fram- sóknarmenn hafa lagt til að EES- samningnum verði breytt í tvíhliða samning við ESB. íslendingar sem hafna aðild að Evrópusambandinu eiga samleið með Framsóknar- flokknum. Siv Friðleifsdóttir „Flokksráðið hefur þannig tekið að sér að róa í bili þá flokksmenn sem eru andstæðingar ESB,“ segir m.a. í greininni. - Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins um siðustu helgi. „Þaö er staðreynd aö loks kom upp á yfirborðið það sem margan grunaði. Hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar vill tala tungum tveim, með og á móti aðild að ESB.“ Hugmyndafræði eða valdabarátta Hér til skamms tíma voru skilin á milli íslenskra stjórnmálaflokka mun gleggri en þau eru nú. Ólík afstaða til mikilvægustu deilumála greindi flokkana í sundur en nú- orðið skera mismunandi sjónarmið flesta flokka í tvo eða fleiri parta. Mestallan lýðveldistímann voru hörðustu stjórnmáladeilurnar um utanríkismál, þ.e.a.s. herinn og Nató, og svo sjálfa stéttabaráttuna, átök atvinnurekenda við verka- lýðshreyfinguna. Vinstrimenn skipuðu sér bakvið stöðugar kröfur launafólks um stórar kauphækk- anir, hægrimenn studdu atvinnu- rekendur í að engar kjarabætur væri hægt að veita, og um þetta var slegist í árvissum löngum og hatrömmum verkfóllum. Andlát kjarabaráttunnar Við vitum vel hvernig fór með herinn og Nató. Og hvað stéttabar- áttuna áhrærir er ár og dagur síðan maður hefur heyrt einhvem úr verkalýðsforystunni minnast á arðrán auðvaldsins og gróða kapít- alistanna; það eina sem forysta ASÍ getur komist í verulegan hugaræs- ing yfir er tilhugsunin um að lág- launafólkinu í BSRB takist hugsan- lega að svíða út 3% kauphækkun - og öfugt. KjaUarinn Einar Kárason rithöfundur Ég held að innlend pólitík núorð- ið kristallist miklu frekar í tog- streitunni á milli dreifbýlis og þétt- býlis; sú togstreita snýst um land- búnaðarstyrki og innflutningspóli- tík, um fiskveiðikvótamál, stuðn- ing við hefðbundnar atvinnugrein- ar; samgöngumál eru veigamikið atriði, vægi atkvæða og byggða- stefna í það heila tekið; þarna tog- ast neytendur á við bændur, arð- semissjónarmiðin og byggðastefn- an; þarna er dregin víglína í gegn- um alla flokka. Ópólitískir stjórnmálaflokkar Sjálfstæðisflokkurinn er gott dæmi, svo þverklofinn sem hann er á milli þessara andstæðu sjón- armiða. Um daginn heyrði ég sagt að ef einhvers staðar fyrirfyndust hatrammari póhtískir andstæðing- ar en þeir sem tilheyra mismun- andi örmum Allaballans þá væru það talsmenn ólíkra sjónarmiða í Sjálfstæðisflokknum; fulltrúar dreifbýhsins og bændahöfðingj- anna á móti heildsalaauðvaldinu í Reykjavík. Enda eru ályktanir og stefnu- skrár Sjálfstæðisflokksins í veiga- mestu málum orðnar svo mikill sambræðingur og málamiðlun að það má segja að hann sé ópólitísk hreyfing þegar kemur að atriðum eins og landbúnaðarmálum, fisk- veiðistjórnun eða byggðastefnu, ásamt með gjörvöllum utanríkis- viðskiptunum, og hefur það verið sagt'að eiginlega sé sá flokkur ekki stjórnmálahreyfing heldur valda- bandalag. Það er kannski ekkert óeðlilegt: póhtík snýst ekki síður um völd en hugmyndaátök. En á meðan flokkakerfi okkar er eins og það er verða öh stjórnmál hér bara grímu- laus valdabarátta. Einar Kárason „Það eina sem forysta ASI getur kom- ist 1 verulegan hugaræsing yfir er til- hugsunin um að láglaunafólkinu í BSRB takist hugsanlega að svíða út 3% kauphækkun - og öfugt.“ Umsvif íslenskra aðal- verktaka erlendis Fylgjandi „Við stönd- um frammi l'yrir: sam- drættií fram- kvæmdum hjá Vamarl- iðinu. einkuin í nýbygging- um. íslenskir aðalverktak- BerflurHaraldsson, areigamikið «%%%££^ af tækjum og hafa yfir að ráða mannskáp með mikla kunnáttu. Til að nýta tæki og mannskap höfum við því reynt að auka umsvifin, bæði hér heima og erlendis. Að hluta til vorum við skikkað- ir til aö setja 300 milljónir í at- vinnulífið á Suðurnesjum þegai’ samdrátturinn fór að gera veru- lega vart við sig. Og að auki höf- um við verið áhugasamir um uppbyggingu Bláa lónsins sem gæti þegar tímar hða orðið síst minna fyrirtæki heldur en ís- lenskir aðalverktakar. Aöalatrið- ið er að við viljum halda uppi flagginu, nýta þekkinguna og tækin til að efla atvinnulífið og skapa atvinnu. Sumir eru þeirrar skoðunar að Sameinaðir verktakar og íslensk- ir aðalverktakar hafi einungis veriö stofnuð til að sinna fram- kvæmdum fyrir Varnarhðið. Og örfáir erfingjar frumkvöðlanna eru þeirrar skoðunar að nú þegar þessum verkefnum er að mestu lokið beri að leggja félögin niöur, selja eignirnar og skipta upp fjár- mununum. Þessu er’u flestir ósammála og vilja þess í stað auka umsvifm, meðal annars með þátttöku í verkefnum er- lendis. Því fylgír vissulega áliætta en það var lfka áhætta að stofna Sameinaða verktaka á sín- um tíma “ Andvígur „Við erum, nokkrir hlut- hafar í Sam- einuðum verktökum :: (SV), á.möti þvi að meiri- hluti stjórnar samþykki að breyta félagS- ÞoríurMurkuiÞórðar- samninei fc. son.hluthalllSnmoin. samnmgi ís uaumverklBkum. lenskra aðal- verktaka (LAV) án samráðs við hluthafa eins og hún ætlaöi að gera í september en við komum í veg fyrir. Við erum óánægð með að meiri- hluti stjórnar ræddi ekki breyt- ingar á félagssamþykktum á síð- asta hluthafafundi, eins og sagt var í fundarboöi, og auglýsum hér með eftir stefnu ÍAV og SV varðandi framtíð félagsins. Við mótmælum þvi að meiri- hluti stjórnar SV samþykki að ÍAV stofhi félög um allan heim og uppiýsi ekki hluthafa um þau fyrr en löngu eftir stofnun þeirra. Félögin eru brot á félagssam- þykktum SV og ÍAV ogþau skaffa ekki nema örfáum starfsmönn- um ÍAV vinnu. Félögin sem ÍAV hafa stofnaö liafa lika stofnaö önnur félög og við óttumst að fjármagnið í þeim endi langt frá upphaflegum eigendum sínum og verði ráöstafað án tillit til hags- muna okkar. Við gagnrýnimi stjómir beggja félaganna fyrir að vinna ekki aö því að framfylgja viljay'firlýsingu eigenda ÍAV frá 1990 um að gera félagið að almenningshlutfélagi. Einnig teljum við að stjórn ÍAV hafi byrjað 4 árum of seint að athuga framtíðarverkefni fyrir ÍAV - og byijað á röngum enda."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.