Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 24. NÖVEMBER 1994 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 27 Iþróttir Iþróttir Hörður með samning í Sviss Hörður Magnússon, knatt- spymumaður úr FH, gekk í gær frá samningi við svissneska 3. deildarfélagið Staffe og leikur sinn fyrsta leik með því á sunnu- daginn. Hörður mun leika með Staffe til vorsins en kemur þá heim og spilar sem fyrr meö FH í 1. deildinni næsta sumar. Eyjamenn tilHK Þoisteinn Gunnarsson, DV, Eyjum; Vestmannaeyingarnir Gunnar Sigurðsson og Sindri Grétarsson hafa ákveðið að ganga til hðs við 2. deildar lið HK í knattspymunni og leika með því næsta sumar. Þjálfari HK er Eyjamaðurinn Ómar Jóhannsson. Gunnar þykir einn efnilegasti markvörður landsins og lék með unglingalandsliðinu í ár. Hann var valinn besti leikmaður 2. flokks ÍBV í sumar. Sindri Grétarsson lék með BÍ á ísafirði í sumar og skoraði alls 19 mörk fyrir Uðið í 3. deild og bikarkeppninni. Hann hefur leik- ið talsvert með ÍBV í 1. deild. Sigurður til Víkings Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem hefur leikið með KR í 1. deildinni síðustu árin, er genginn til liös við 2. deildar lið Víkings. Sigurður er 21 árs gamall sóknar- maður en hann fékk fá tækifæri meö KR-ingum í sumar. Norðmaðurinn laminn Gísli Þór Guðmundsson, DV, London; Stan Collymore, framherji Nottingham Forest, hefur beðið Norðmanninn Alf Inge Haland afsökunar á því að hann barði hann á æfingu. Frank Clark framkvæmdastjóri Uðsins ákvað að sekta hann ekki. Rúmenamir í burtu? Gerry Francis, hinn nýi stjóri Tottenham, er sagður tilbúinn að láta Rúmenana Dumitrescu og Popescu fara frá félaginu. Ossie Ardiles keypti þá til Uðsins fyrir 6 miUjónir punda. Francis finnst þeir ekki vinna nægilega vel fyrir Uöið en Blackburn og Leeds hafa sýnt áhuga. Dýrtspaug Tony Daley sem keyptur var til Wolves fyrir 1,3 milljónir punda frá Aston Villa í byijun keppnis- tímabilsins getur ekki spilað meira með liðinu vegna meiðsla. Daley hefur aðeins tekist að leika í 14 mínútur með Úlfunum og hver mínúta því kostað nær 100 þúsund pund. McMahon vill þjálfa Steve McMahon, leikmaður Man. City, hefur óskað eftir að fá fijálsa sölu frá félaginu. McMa- hon, 31 árs, lék áður með Liver-. pool vonast til að geta tekið að sér þjálfun og spUað með ein- hveiju Uði í neðri deildunum. Waddleferekki Forráðamenn 1. deildar Uðs Swindon reyndu að fá Chris Waddle til að taka við fram- kvæmdastjórastöðunni af John Gorman en það tókst ekki. Waddle hefur lítiö leikið með Sheffield Wednesday í vetur. Víkinguv - Haukav (10-15) 25-28 0-3, 2-6, 4-11, 8-13, (10-45), 13-17, 16-20, 20-21, 22-24, 24-26, 25-28. . • Mörk Víkings: Sigurður 8/7, Birgír 6, Rúnar 4, Bjarki 4, Gunnar 2, Hjört- Varin skot: Reynir 9, Magnús 2. • Mörk Hauka: Pál) 7, Gustaf 7, Sigurjón 5/2, Óskar 3, Baumruk 2, Sveinberg 2, Arón 2. Varin skot: Bjarni 12, Þorlákur 3. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli Ólsen, komust þokkalega frá erfiðum leik. Áhorfendur: Um 350. Maður leiksins: PáU Ólafsson, Haukum. Haukasigur í Víkinni Róbert Róberlsson skrifar: Haukar gerðu góða ferð í Víkina í gærkvöldi þegar þeir sigruðu heima- menn, Víkinga, 25-28, í miklum bar- áttuleik. Haukar komu vel stemmdir tU leiks og náðu fljótlega góðri for- ystu. Víkingar áttu á brattann að sækja aUan leikinn en náðu aö minnka muninn í 1 mark um miðjan síðari hálfleik. Lengra komust þeir ekki og Haukar innsigluðu sigurinn undir lok leiksins. „Þetta var framhald af góðri frammistöðu í Evrópukeppninni. Við komum ákveðnir í leikinn og ég held að við séum á uppleið," sagði Páll Ólafsson sem var bestur í annars jöfnu Uði Hauka. Víkingar voru langt frá því aö vera sannfærandi en Birgir Sigurðsson var besti maður liðsins. Aftuvelding - KA (7-13) 18-21 1-3, 2-5, 3-6, 3-10, 4-11, 7-11, (7-13), 9-15, 12-15, 12-18, 14-21, 18-21. • Mörk Aftureldmgar: Róbert S. 6, Ingimundur H. 5/4, Jason Ó. 3, Gunn- ar A. 2, Þorkell G. 1, Trufan 1. Varin skot: Bergsveinn B. 22/1. • Mörk KA: Patrekur J. 10/4, Alfreð G. 4, Jóliann J. 3, Erlingur K. 2, Leó Örn Þ. 1, Einvarður J. 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Ó. 23. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon B. Sigur- jónsson, ekki sannfærandi. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Sigmar Þröstur Óskarsson, KA. Frábær varnarleikur KA Þóröur Gíslason skrifer: Við börðumst meira en þeir og vörnin var sterk,.” sagði Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður KA-manna, eftir öruggan sigur gegn Aftureldingu, 18-21, að Varmá. KA-menn voru ákveðnari strax í upphafi. Patrekur gerði fyrstu 7 mörk liðsins og eftir 20 mín. leik var staðan 3-10, KA í vil. Afturelding átti aldrei möguleika eftir þetta en skoraði þó 4 síðustu mörk leiksins. Bergsveinn var bestur í liði Aftur- eldingar og Róbert lék vel. Sóknar- leikurinn var ákaflega daufur og engin barátta var í vörninni. KA-menn spiluðu frábæran varn- arleik með Alfreð fremstan í flokki og Sigmar Þröstur varði vel. Patrek- ur var bestur í sókninni. HK (10-11) 22-21 0-1, 3-3, 4-4, 7-7,10-10, (10-11), 11-14, 15-17, 19-19, 20-20, 22-21. • Mörk KR: Sigurpáll 7/3, Páll 5/2, Magnús 3, Hilmar 2/1, Guömundur 2, Einar 2, Björgvin 1. Varin skot: Gísli 8/1, Sigurjón 4. • Mörk HK: Róbert 7,,Jón 5, Hjálmar 3, Óskar 3, Gunnleifur 1/1, Björn 1, Ólafur 1. Varin skot: Hlynur 20. Dómarar: Einar Sveinsson og Kristján Sveinsson. Geröu sín mistök. Áhorfendun 100. Maöur Ieiksins: Sigurpáll Aðalsteinsson, KR. „Stefnum í úrslitin“ Halldór Halldórsson skri&r: „Þetta var mjög erfiður leikur - en þetta tókst hjá okkur undir lokin. Nú tökum við stefnuna á úrslita- keppnina, sem er raunhæft því við erum aðeins 2 stigum á eftir hðum sem eru í 8.-9. sæti. Við eigum samt að geta spilað betur en við gerðum í kvöld,“ sagði Sigurpáll Aðalsteins- son eftir mikilvægan sigur KR á HK, 23-22. Leikurinn einkenndist af mikilli spennu og þá sérstaklega undir lokin þegar KR-ingar náðu að pressa fram sigur. Bestir KR-inga voru þeir Sigurpáll, Páll, ásamt Magnúsi. í HK-hðinu varði Hlynur eins og berserkur og þeir Róbert og Jón voru einnig mjög atkvæðamikhr. (8-10) 17-21 1-0, 2-2, 4-3, 6-4, 7-7, 8-10 8-12, 10-13, 13-14, 13-17, 15-20, 17- • Mörk ÍH: Jón 5, Jóhann 3, Ólafur 3, Siguröur 2, Guðjón Gunnlaugur 1. Varin skot: Ásgeir E. 5, Revine 4, Guðmundur A. 2. • Mörk Selfoss: Hjörtur 5, Björgvin 4, Einar 3, Grím- ur 2/1, Sigurður 2, Radosavljevic 2, Érlingur 1, Sturia 1, Sverrir 1. Vartn skot: Hallgrímur 19. Dómarar: Lárus Lárusson og Jóhannes Felixson, slak- ir. Ahorfendur: 40 Maður leiksins: Hallgrimur Jónasson, Selfossi. • 1, Hallgrímur var í ham Sveinn Helgason skriíar: Hallgrímur Jónasson var frábær í marki Selfoss og lagði grunninn að sigri liðsins á ÍH, 17-21, í íþróttahús- inu við Strandgötu. Leikur liðanna var slakur en Selfyssingar voru þó betri aðilinn. „Þessi sigur var geysilega mikil- vægur og vonandi fáum við nú sjálfs- traustið aftur. Menn voru orðnir rag- ir,“ sagði Hjörtur Leví Pétursson sem átti einnig góðan leik fyrir Selfoss í stöðu Einars Gunnars Sigurðssonar. ÍH-hðið barðist á köflum vel en þarf þó talsvert að bæta sig til að taka sín fyrstu stig í deildinni. Besti maður þess var Jón Þórðarson. Lipur sóknarmaður sem gerði nokkur fal- leg mörk. Hafsteinn Bragason rífur sig inn úr hægra horninu og skorar mikilvægt mark fyrir Stjörnuna í sigrinum á íslandsmeisturum Vals í gærkvöld. DV-mynd ÞÖK Mínar bestu sigur- stundir eru gegn Val - sagði Viggó Sigurðsson eftir sigur Stjömunnar á Val, 23-22 Bjöm Leósson skrifar: „Þetta var mjög erfiður leikur, Vals- menn léku vel og þeir hætta aldrei þótt á móti blási. Ég er ánægður með sigur- inn, en heldur óhress meö lokamínút- umar þegar mínir menn gerðu of mörg mistök sem kostuðu mörk. Þaö var vörn- in sem skóp þennan sigur, Einar Einars- son tók Geir Sveinsson ipjög vel og við náðum að klippa Jón Kristjánsson alveg út. Það eru mínar bestu sigurstundir þegar ég vinn Val,“ sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari Stjörnunnar, eftir 23-22 sig- ur á Val 1. deildinni 1 handknattleik í gærkvöld. Valsmenn léku án Dags „Hurðaskefl- is“ Sigurössonar, sem hlaut leikbann eftir tapleikinn gegn Aftureldingu að Varmá á dögunum. Var þar eðlilega skarð fyrir skildi hjá meisturunum. „Það mæddi mikið á ungu mönnunum í Valsliðinu, sérstaklega Inga Rafni og þeir söknuðu Dags greinilega mikið. Við keyrðum á sömu mönnunum nær allan tímann og það sýnir að við erum í mjög góðri æfingu," sagði Viggó. „Við vissum það fyrir leikina gegn Víking, Aftureldingu og Stjömunni að þeir yrðu mjög erfiðir, en við ætluðum okkur að fá eitthvað af stigum úr þeim. Við fengum eitt stig, sem er lítið, en við erum ennþá á toppnum. Fjarvera Dags réð ekki úrshtum í þessum leik, en það er alltaf slæmt að missa mann úr hópn- um. Fram undan er bikarleikur gegn Aftureldingu að Varmá og þar ætlum við okkur að koma fram hefndum," sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals. Einar Einarsson lék mjög vel í vörn Stjörnunnar og Filipov og Sigurður Bjarnason áttu góða spretti. Þá komst Magnús Sigurðsson einnig mjög vel frá leiknum og Ingvar Ragnarsson varði vel á mikilvægum augnablikum í síðari hálfleik. Júlíus Gunnarsson var mjög sterkur hjá Val og Valgarð Thoroddsen átti góðan síðari hálfleik. Ingi Rafn Jón- son barðist eins og ljón og Finnur Jó- hannsson, Geir Sveinsson og Jón Kristj- ánsson voru mjög góðir í vörninni. botninum Leicester komst í gærkvöldi af botni ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Arsenal, 2-1. ian Ormondroyd og David Lowe skoruðu fyrir Leic- ester en ian Wright fyrir Arsenal. Tottenham hélt hreinu í fyrsta skipti á tímabilinu en þaö dugði aðeins til 0-0 jafntefiis heima gegn Chelsea þar sem Teddy Sheringham nýtti ekki nokkur góð færi. Wolves vann Bolton, 3-1, í 1. deild og Swindon og Burnley gerðu jafhtefli, 1-1. Meistaradeild Evrópu A-riðill: Gautaborg - Manch.Utd........3-1 1- 0 Blomqvist (10.), 1-1 Hughes (64.), 2-1 Erlingmark (65.), 3-1 Ká- mark (71.) Áh. 36.350. Galatasaray - Barcelona........ .2 1 0-1 Romario (15.), 1-1 Hakan (72.), 2- 1 Arif (88.) Áh, 30.000. Gautaborg.....5 4 0 1 9-6 8 Barcelona....5 2 12 10-7 5 Manch.Utd.....5 1 2 2 7-11 4 Galatasaray...5 113 3-5 3 Lokaleikir: Manch.Utd - Galat- asaray og Barcelona -Gautaborg. B-riðilh Bayem Mönchen - Paris SG ....0-1 0-1 Weah (81.) Áh. 35.000. Sp. Moskva - Dinamo Kiev.....1-0 1-OMukhamadijev (52.) Áh. 40.000. ParisSG.......5 5 0 0 8-2 10 Spartak M.....5 1 2 2 7-8 4 BayernM.......5 1 2 2 4-6 4 DinamoKiev..5 1 0 4 4-7 2 Lokaleikir: Dinamo Kiev-Bay- ern Munchen og Paris SG - Spar- tak Moskva. C-riðill: Steaua - Anderlecht.........1-1 0-1 Bosman (43.), l-l Dobos (52.) Áh. 12.000. Beníica - Hajduk Split......2-1 1-0 Soares (33.), 1-1 Andrijasevic (72.), 2-1 Pinto (76.) Áh. 45.000. Benfica.......5 3 2 0 8-4 8 HajdukSplít...5 2 2 1 4-3 6 Steaua........5 0 3 2 3-5 3 Anderlecht....5 0 3 2 3-6 3 Lokaleikír: Hajduk Split - Ste- aua og Anderlecht-Benfica. D-riðill: AC MUan - Ajax..............0-2 0-1 Litmanen (2.), 0-2 Baresi, sjálfsmark (65.) Ah. 30.000. AEK Aþenu - Salzburg........1-3 O-l Pfeifenberger (6.). 0-2 Pfeifen- berger (8.), 1-2 Vlachos (29.), 1-3 Hasenhuttl (76.) Áh. 20.000. Ajax.........5 3 2 0 7-2 8 Salzburg.....5 13 14-5 5 ACMilan......5 2 1 2 5-5 3 AEK Aþena.... 5 0 2 3 3-7 2 Lokaleikir: Salzburg - AC Milan og Ajax-AEK Aþena. Frábær árangur íslendinga á HM í snóker 1 S-Afríku: Báðir í átta manna úrslit „Ég tapaði fyrsta leiknum en síðan komst ég í gang og náði mínu besta spih og andstæðingur minn, Naram frá Suöur-Afríku, átti aldrei mögu- leika eftir það,“ sagði Kristján Helga- son í samtah við DV í gærkvöldi en hann er ásamt Jóhannesi R. Jóhann- essyni kominn í 8-manna úrslit á heimsmeistaramóti áhugamanna í snóker en mótið fer fram í Suður- Afríku. Kristján sigraði 5-1 og mætir 42 ára gömlum snókerspilara frá Pakistan í 8-manna úrslitunum. „Ég er mjög bjartsýnn á að ég komist í 4-manna úrslit. Ég á að sigra þennan andstæð- ing sem er frekar gamall en hefur farið langt á reynslunni," sagði Kristján ennfremur. Frábært hjá Jóhannesi eftir slæma byrjun Jóhannes lenti í gærkvöldi í kröpp- um dansi gegn Paul Dowling frá ír- landi. „Það var allt á móti mér í byrj- un og áður en ég vissi var hann kom- inn 1-4 yfir. Þá hélt ég að þetta væri búið. Ég hleypti síðan í þetta svolitlu kæruleysi og náði upp frá því að sækja í mig veðrið og jafna metin, 4-4. Við vorum svo einir eftir í salnum sem var fullur af áhorfendum þegar úrshtaleikurinn hófst og álagið var mikið á mér en þrátt fyrir það tókst mér að innbyrða sigurinn. Þetta var minn versti dagur til þessa á mótinu en það að leika fyrir fullum sal af áhorfendum í lokaleiknum gegn Dowling er gott veganesti fyrir mig þegar ég mæti heimsmeistara ungl- inga frá Ástralíu í 8-manna úrslitun- um. Ástralinn er mjög sterkur og ég verð að ná mínum besta leik ef ég á að eiga möguleika á aö komast áfram,“ sagði Jóhannes R. Jóhannes- son í samtali við DV í gærkvöldi. Hafa þegar vakið mjög mikla athygli Frammistaða Kristjáns og Jóhannes- ar hefur nú þegar vakið mikla at- hygli á meðal blaðamanna á mótinu í Suður-Afríku enda íslendingar eina þjóðin sem á tvo keppendur í 8- manna úrslitunum. í gærkvöldi voru þeir Kristján og Jóhannes í viðtah við stærsta snókerblaðið í Bretlandi, Pot Black, og voru þeir félagar mynd- aðir í bak og fyrir. Blaðið er víðlesið um allan heim og þvi ómetanleg kynning fyrir þá félaga og íslenskan snóker. „Við erum nú þegar í sjöunda himni meö að vera komnir í 8-manna úrslitin en stefnum á að gera enn betur. Vonandi tekst það og þá ætti atvinnumennskan að vera innan seilingar," sagði Jóhannes. Shaquille og félagar of sterkir fyrir Rockets - Abdul-Rauf tryggði Denver sigurinn í lokin gegn Chicago Vél meistaranna í Houston Roc- kets er hikstandi þessa dagana því Houston beið sinn annan ósigur í röð í nótt, nú gegn Shaquille O’Neal og félögum í Orlando Magic. O’Neal fór ;i kostum í nótt og skoraði 30 stig. Anfernee Hardaway var kannski enginn eftirbátur og skoraði 29 stig. Orlando hafði leikinn í öruggum höndum frá byrjun og sigurinn var stór þegar upp var staðið. Orlando lék á köflum frábæran körfuknattleik og sagði Brian Hall, þjálfari Orlando, að hann héldi þetta besta leik liðsins síðan það hóf að leika í NBA. Hakeem Olajuwon skor- aði 27 stig fyrir Houston. Jeíf Hornacek setti persónulegt met þegar hann skoraði 40 stig fyrir Utah Jazz gegn Seattle í Salt Lake City í nótt. Karl Malone skoraði 29 stig. Dee Brown skoraöi 24 stig og Dino Radja 23 stig fyrir Boston sem sigraði Charlotte. Robert Parish hitti sína gömlu félaga í Boston og gerði átta stig fyrir Charlotte. Parish er elsti núverandi leikmaðurinn í NBA, 41 árs að aldri. Phoenix Suns vann yfirburðasigur á LA Clippers sem enn hefur ekki unnið sigur í deildinni. Wesley Per- son skoraði 19 stig fyrir Phoenix sem lék án þeirra Charles Barkley, Ke- vins Johnsons og Wayman Tisdale. Steve Smith gerði 28 stig fyrir Atl- anta gegn Minnesota. Atlanta þurfti engan stórleik, hittnin var léleg á köflum, en það nægði samt gegn slöppu Uði Minnesota. Ekki í fyrsta sinn tryggði Mahmo- ud Abdul-Rauf liði sínu, Denver, sig- ur meö körfu í blálokin. Það gerðist í nótt þegar Denver sigraði Chicago. Abdul skoraði með þriggja stiga körfu þegar 2,2 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 19 stig í leiknum. Scottie Pippen skoraði 29 stig fyrir Chicago. Vlade Divac gerði 27 stig fyrir LA Lakers og Cedric Ceballos 24 í vel leiknum leik gegn Dallas í Forum. Jamal Masburn skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jim Jackson 27 stig. David Robertson átti stórleik fyrir San Antonio gegn Portland, skoraði 36 stig og tók 18 fráköst. Portland náði ekki að fylgja eftir sigrinum gegn Hosuton í fyrrinótt. Glen Rice skoraði 30 stig fyrir Miami gegn Cleveland. Terry Mills skoraði 24 stig fyrir Detroit gegn Milwaukee. Úrsht leikja í nótt: Boston - Charlotte...........98-91 Orlando - Houston...........117-94 Miami - Cleveland...........100-87 Detroit - Milwaukee........113-108 Minnesota - Atlanta..........77-89 San Antonio - Portland.....110-105 Denver - Chicago...........113-111 Utah Jazz - Seattle........113-103 Phoenix - LA Clippers......140-109 LA Lakers - Dallas.........118-106 Sacramento - New Jersey......98-103 Góður endasprettur FH Guðmimdur Hilmarsson skrifer „Þetta var fyrst og fremst vinnusig- ur sem var mjög þýðingarmikill. Eg var orðinn ansi svartsýnn en þá hrökk vörn og markvarsla í gang,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari FH, eftir sigur á ÍR, 23-21. Það leit ekki vel út hjá FH-ingum því um miðjan síðari hálfleik voru þeir 5 mörkum undir en með dugn- aði og mikilli baráttu áttu þeir góöan endasprett sem dugði til sigurs. Sig- urður Sveinsson og Hans Guð- mundsson léku best hjá FH, sem lék án Magnúsar Ámasonar markvarð- ar. Hann er meiddur og Guðjón bróð- ir hans fór meiddur af velli á 5. mín- útu. Hann kom inná undir lokin og breytti það miklu fyrir FH-hðið. ÍR- ingar voru með leikinn í höndum sér en síðustu 15 mín. hrundi liðið ger- samlega. Línumaðurinn Magnús Þórðarson lék best í hði ÍR. FH - ÍR (12-11) 23-21 l-O, 3--á, 6-6, 7-8, 11-8, (12-11), 12-16, 14-19, 18-19, 20-20, 23-20, 23-21. • Mörk FH: Hans G. 5, Guðmundur P. 4/4, Stefán K. 3, Hálfdán Þ. 3, Sigurð- ur S. 3, Gunnar B. 3, Guðjón Á. 2. Varin skot: Rósmundur M. 6, Jónas S. 7. • Mörk ÍR: Daöi H. 5, Magnús Þ. 5, Dimitriev 3, Jó- hann Á. 3, Njöröur Á. 3, Guðfmnur K. 1, Róbert R. 1. Varin skot: Magnús S. 9/1, Sævar R. 1/1. Dómarar: Egill M. Markússon og Öm Markússon. Áhorfendur: 400. Maður leiksins: Sigurður Sveinsson, FH. STAÐAN Nissandeildin í handbolta Valur......11 8 1 2 262-230 17 Stjaman.... 11 8 0 3 276-255 16 Víkingur... 11 7 3 2 279-263 15 Aftureld.... 11 7 0 4 276-242 14 KA.........11 6 2 3 280-254 14 FH.........11 6 0 5 278-254 12 Haukar.....11 6 0 5 294-294 12 Selfoss....11 5 2 4 240-257 12 ÍR.........11 5 0 6 255-264 10 KR.........11 4 0 7 239-249 8 HK.........11 1 0 10 244-269 2 ÍH.........11 0 0 11 212-294 0 Framarar á toppinn Fram tók forystuna í 2. deild í gærkvöldi með sigri á Breiöa- bliki, 25-30, í Kópavogi. Fram og Breiðablik eru með 10 stig hvort en Fram á tvo leiki til góða. Stjavnan - Valuv (11- 0-2, 5^5, 5-7, 9-9, 11-11. 13-12, 15-15, 17-15, 21-18, 23-20, 23-22. • Mörk Stjömunnar: Filíppov 7/1, Sigurður 6/1, Magnús 5, Konráð 3, Hafsteinn 1 og Skúli 1. Varin skot: Ingvar 7/1, Gunnar i. • Mörk Vals: Júlíus 8, Valgarð 5, Ingi Rafii 3, Geir 3, Jón 3/2. Varin skot: Guömundur 5, Axel 3. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson, Áhorfendur: 550. Maður ieiksins: Einar Einarsson, Stjörnunni. Fimm lið komin áfram í meistaradeild Evrópu: United á veika von eftir tap Barcelona Gróði hjá Gautaborg Eyjólfm: Harðarson, DV, Gautaborg: Eftir sigurinn á Manchester United í meistaradeiid Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi er hagnaöur sænsku meistaranna í Gautaborg af deiidinni í vetur orðinn gífurlegur. Þeir hafa tryggt sér alls um 400 milijónir ís- lenskra króna í greiðslur frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir að vera öruggir í 8-liða úrslit keppn- innar. Þá em ótaldar tekjurnar af heimaleikjunum þremur, gegn Barcelona, Galatasaray og Manc- hester United, en á leiknum í gær- kvöldi voru t.d. rúmlega 36 þúsund áhorfendur. Efiir leikinn í gærkvöldi er hins vegar ijóst að það verður erfitt fyrir Gautaborg að halda hinum unga Jesper Blomqvist sem átti sannkall- aðan stjömuleik. Sigurganga Gautaborgar í meistaradeild Evrópu hélt áfram í gærkvöldi þegar liðið vann verðskuldaðan sigur á Manchester United, 3-1, á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg. Með sigrinum tryggðu sænsku meistaramir sér sæti í 8-liða úrshtum keppninnar en Barcelona, Galatasaray og Manchester United bítast um hitt sætið úr A-riðlinum í lokaumferð riðlakeppn- innar 7. desember. Barcelona dugir þá jafntefli gegn Gautaborg á heimavelii, en tapi spænska liðiö kemst Manchester Un- ited áfram með því að vinna Galatasaray á heimavelli. Barcelona hefði dugað jafntefli gegn Galatasaray í Tyrklandi í gærkvöldi, en tapaöi óvænt, 2-1, eftir að hafa ráðið ferð- inni lengi vel. Tyrkimir skoraðu sigur- mark sitt tveimur mínútum fyrir leikslok. Auk Gautaborgar eru Paris SG, Benfica, Hajduk Split og Ajax komin í 8-hða úrslit- in. Ajax vann góðan útisigur á hinum- hnignandi Evrópumeistumm AC Milan, 0-2, en leikurinn fór fram í Trieste á Ítalíu þar sem AC Milan tók út heimaleikjabann. Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að Barcelona, Manchester United og Gal- atasaray bítast um eitt sæti í A-riðli, Spar- tak Moskva, Bayem Miinchen og Dinamo Kiev em í baráttu um eitt sæti úr B-riðli og Salzburg og AC Milan spila hreinan úrslitaleik um annað sætið í D-riðli. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.