Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 Fréttir__________________________________________________________________________pv Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, um kjarasamning sjúkraliða: Hef ur viðmiðunaráhrif í komandi samningum „Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til þess að af kjarasamning- um geti orðið fyrir þingkosningar í vor. Það er afar mikilvægt að ganga frá samningum snemma í þeirri kosningahríð sem er fram undan. Eftir því sem nær dregur kosningum verður erfiðara að ná samningum og að það sem út úr þeim komi’ verði óraunhæfara," segir Benedikt Dav- íðsson, forseti Alþýöusambands ís- lands. Benedikt segir nýgerðan kjara- samning sjúkraliða vera í takt við það sem haífi verið að gerast hjá hinu - segir mikilvægt að kjarasamningar náist fyrir kosningar opinbera á undanfórnum misserum. Þar hafi launafólk fengið kauphækk- anir umfram það sem fólk á almenna vinnumarkaðinum hafi fengið. „Þetta hlýtur því að hafa einhver viðmiðunaráhrif í þem samningum sem fram undan eru.“ Kjarasamningur sjúkrahða fól í sér 7 prósenta hækkun launa með aftur- virkum hætti, annars vegar til 15. júní síðastliðinn og hins vegar til 1. október síðastliðinn. Einnig var sam- ið um að gerðardómur bæri laun sjúkraliöa saman við launahækkanir annarra heilbrigðisstétta undanfar- ið. Samningurinn gilti einungis í rúman sólarhring og eru sjúkraliöar því með lausa samninga núna. Að sögn Benedikts er of snemmt að spá fyrir um hvaða kauphækkan- ir aðildarfélög ASÍ komi til með að sætta sig við. Hvað samning sjúkra- liða og annarra opinberra starfs- manna varðar segir hann óljóst hversu stór hluti kauphækkunarinn- ar sé varanleg kjarabót. Gangi hún yfir alla línuna sé engan veginn gefið að um raunverulega kjarabót sé að ræða. „Það skiptir okkur ekki meginmáli að fá háar tölur í kauphækkun ef því fylgir ekki kaupmáttarauki. En við hljótum að gera ráð fyrir að okkar fólk fái notið þess bata sem er að verða í þjóðfélaginu og að sá bati nýtist til raunverulegrar kaupmátt- araukningar. Það er til lítils að fá einhverjar prósentuhækkanir sem síðan eru teknar jafnharðan af stjórnvöldum." Benedikt segir niðurfærslu vöru- verðs betri kjarabót en flest annað. Á hinn bóginn hafnar hann þeirri aðferð krata að nýta ákvæði GATT um innflutningsfrelsi á landbúnað- arvörum og lækka jöfnunartolla á þær til að auka kaupmátt launafólks. Slík aðgerð myndi einfaldlega svipta þúsundir bænda starfsgrundvelh og valda stórauknu atvinnuleysi. „Ég á ekki von á því að snögg niður- færsla á verði landbúnaðarvara færi okkur miklar kjarabætur þegar upp væri staðið. Lækkun vöruverös yrði að framkvæma með samvirkum að- gerðum til þess að tryggja aö það fólk sem hefur verið að vinna við þessa framleiðslu fari ekki beint á mölina í atvinnuleysið." -kaa Þrjú öf lugustu verkalýðsf élögin í samf loti Nú um áramótin eru nær allir kjarasamningar í landinu lausir. Samningaviðræður munu væntan- lega hefjast skömmu eftir áramót. Nú er ljóst að um heildarsamflot inn- an ASI verður ekki að ræða. Verka- mannafélögin Dagsbrún í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur ætla sam- an í samningaviðræður við Vinnu- veitendasambandið. Þetta eru langö- flugustu verkalýðsfélög landsins ef til átaka kemur því allt flug til og frá landinu sem og innanlands og nær allir flutningar til landsins og stór hluti útflutningsins er í höndum fé- lagsmanna þessara félaga. „Við verðum þrjú saman þessi flóa- félög og munum fljótlega óska eftir viðræðum við vinnuveitendur. Við munum í upphafi leggja mikla áherslu á sérsamninga þessara fé- laga. í raun hafa kjarasamningar þeirra ekki verið endurnýjaðir síðan 1988. í þessum heildarsamflotasamn- ingum hefur aldrei fengist aö ræða neinar sérkröfur félaganna. Þess vegna ætlum við ekki að láta loka okkur af aftur,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. formaður Dags- brúnar. Hann vildi hvorki nefna prósentu- tölu né krónutölu varðandi kaup- kröfuna. DV hefur aftur á móti heyrt menn nefna töluna 10 þúsund króna launahækkun á mánuði, sem það allra lægsta. Guðmundur var spurður hvort hann myndi ljá máls á því að semja þannig að GATT-samningurinn verði notaður til að lækka matvöru- verð og taka það í stað launahækk- ana. Svarið var stutt. „Allt má ræða.“ SERHÆFT ■' ............................................................................. KRIFSTOFUTÆKNINAM Áhrifaríkt, markvisst og ódýrt 114 klst. starfsmenntunarnámskeið með áherslu á alhliða undirbúning fyrir skrifstofustörf. Verð aðeins 75.800 • ”kr. stgr. Afb.verð 79.800 kr. eða 5.043 kr. á mánuði! Skuldabréf í 19 mánuði, allt innifalið. o KENNSLUGREINAR: - Almenn tölvufræði - Windows gluggakerfið og MS-DOS - Ritvinnsla - Töflureiknar og áætlanagerð - Glærugerð og auglýsingar - Umbrotstækni - Bókfærsla - Verslunarreikningur - Tölvuíjarskipti Valtýr Pálsson: Mér koma einungis í hug þijú orð til að lýsa náminu hjá Tölvuskóla Reylgavíkun ÁHRIFARÍKT, MARKVISST OG ÓDÝRT. Innritun er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. 1 Tölvuskóli Reykiavíkur gg BORGARTÚNI 28. 105 REYKJAUÍK. sími 616699. fax 616696 Með áverka í andliti Maður með áverka í andliti og lét ófriðlega á slysadeild og braut brotnar tennur kom á slysadeild þar meðal annars spegil áður en um klukkan sjö í gærmorgun. Veg- gert var að áverkum hans. farandi í Ármúla ók fram á mann- Lögreglan í Reykjavík fæst við inn þar sem hann var staddur á rannsókn málsins og óskar eftir því milli Hótel íslands og Hallarmúla að vegfarandinn, sem kom mann- og flutti hann á slysadeild. Maður- inum á slysadeild, gefi sig fram inn mundí óljóst hvað hafði komið vegna rannsóknar málsins. fyrír enda nokkuð ölvaður. Hann Nýir eigendur smiðja K.Á. á SeKossi. Frá vinstri Viggó B. Einarsson, Gest- ur Haraldsson, Guðmundur Kr. Óskarsson, Oddur Már Gunnarsson og Sig- urjón Reynisson. DV-mynd Kristján Bifreiðaverksmiðjur K.Á. seldar Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Fimm ungir menn frá Selfossi gengu frá kaupsamningi við forráða- menn Kaupfélags Árnesinga fyrir áramótin og festu þar með kaup á Bifreiðasmiðjum K.Á. Um er að ræða fjórar mismunandi þjónustueiningar sem allar styðja hver aðra: bifreiðaverkstæði, smur- stöö, dekkjaverkstæði og bifreiða- verkstæði. Bifreiðaverksmiðjur K.Á. hafa þótt búnar fullkomnum tækjum og góðum mannafla hingað til en samt hefur reksturinn hjá K.Á. geng- iö misjafnlega. Nýju eigendurnir eru bjartsýnir á aö þeim takist aö glæða reksturinn nýju lífi og hyggja á nokkrar skipulagsbreytingar. Vara- hlutaversluninni verður breytt í sjálfsafgreiðsluverslun. Þjónustan við eigendur stórra bíla verður bætt og sömuleiðis þjónusta við eigendur smærri bíla. Auk nýju eigendanna munu alhr starfsmenn smiðjanna sem höíðu ráðningarsamning fá áframhaldandi vinnu. Starfsmenn verða 16 talsins. Tveir af nýju eigendunum höfðu unnið hjá K.Á. áður en höfðu stofnað nýtt bifreiðaverkstæði við þriðja mann, Bílfoss, sem þeir nú sameina hinu nýja fyrirtæki. Verslunarstjóri bílalagers K.Á. og iðnráðgjafi Suður- lands eru hinir tveir nýju eigendurn- ir. Kaupfélag Árnesinga seldi ekki húsin heldur keyptu fimmmenning- arnir allan rekstur, lager og tæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.