Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 13 DV Regnboginn - Stjömuhliö: ★★ 'A Himnastökk Alheimurinn er óhemju stór og enginn hefur hingað til getað gert sér grein fyrir því hversu stærðin er mikil. Við vitum þó að sólkerfi okkar er eins og ry- kögn í þessu mikla flæmi. Líkindalögmáliö segir okkur að einhvers staðar í þessari óravídd hljóti að vera aö minnsta kosti einn hnöttur sem hefur þróast eitthvað Kvikmyndir Hilmar Karlsson í likingu við jörðina okkar. Þessi líkindi eru þemað í Stjörnuhliði (Stargate). Langt, langt í burtu býr mann- kyn sem hefur haft samband í fornöld. Fornleifafræðingurinn Daniel Jackson (James Spad- er), sem er sérfræðingur í myndleturstáknum, er feng- inn til að ráða tákn sem lengi hafa vaflst fyrir sérfræð- ingum í Bandaríkjaher. Þessi tákn eru á hringlaga járnflikki sem fundist hefur í Egyptalandi. Jackson tekst það sem engum öðrum hefur tekist: að loka „hringnum“ - og þar með gera hann virkan. En hring- ur þessi er hlið inn í aðra veröld, sem er svo langt í burtu að ljósárafjöldinn er miklu meira en mannsald- urinn. Stjörnuhliðið er stökkpallurinn. Með því að fara í gegnum hliðið er maður kominn nánast á sömu stundu á viökomustað þar sem annað mannkyn hefur þróast með óviljandi hjálp jarðarbúa. Jackson veit að hann er ekki einn þeirra útvöldu sem fá að fara í gegnum hliðið. Þvi segist hann vera eini maðurinn sem geti komið þeim til baka og kemst þann- ig í víkingasveit sem send er undir stjórn Jack O'Neill (Kurt Russell) herforingja. Auðvitað veit Jackson ekk- ert hvernig á að koma þeim til baka. Herdeildarinnar bíður síðan mikið ævintýri í veröld þar sem sólguðinn Menning Kurt Russel (lengst til hægri) leikur herforingja sem stjórnar inngöngunni i aðra veröld. Ra ræður ríkjum. Hefur hann bannað þegnum sínum að læra að lesa og skrifa svo ekki komi til uppreisnar. Það er orðið nokkuð síöan komið hefur ævintýra- mynd í geimnum sem ekki er nánast eftirlíking eða framhaldsmynd og Stjörnuhlið nýtur góðs af því að sögð er frumleg og skemmtileg saga þar sem farin er sú eina leið sem hægt er að ímynda sér í ferðalögum um óravíddir himingeimsins, nokkurs konar tíma- stökk sem á ekkert skylt við neinn raunveruleika, enda er Stjörnuhlið fyrst og fremst ævintýri meö flest- um þeim kostum sem eiga að prýða slíka mynd. Gall- arnir eru samt nokkrir og sérstaklega vantar aö fylla upp í sumar persónur, hefði til dæmis verið gaman að fá eitthvað meira um Ra, sem Jaye Davidson leikur af sama þokka og hann gerði í The Crying Game. En þegar upp er staðið hefur nánast heppnast þaö sem lagt var upp með; að gera skemmtilega ævintýra- mynd sem gleður augaö, spennan er mest i fyrri hlut- anum þegar allt er að fara af stað. Stjörnuhlið verður nokkuð klisjukennd í lokin án þess þó að mikill skaði sé skeður. Stjörnuhliö (Stargate) Leikstjóri: Roland Emerick. Handrit: Roland Emerick og Dean Devlin. Kvikmyndun: Karl Walter Lindenlaub. Tónlist: David Arnold. Aöalhlutverk: Kurt Russell. James Spader og Jaye Davidson. BRÉFABINDI OG MÖPPUR fæst í öllum betri ritfangaverslunum Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 EGLA -RÖÐOG REGLA Gjaldskrá óbreytt LN. frá liðnum vetri Systkinaafsláttur - fyrsta barnfullt gjald, annað barn liálft gjald, þriðja barn og þar yfir frítt. Aukaafsláttur ef foreldrar eru einnig í dansnámi. • Reykjavík: • Mosfellsbær: • Innritun í síma 91 -20345 frá kl. 13-19 í Brautarholti 4. • Suðurnes: Keflavík, Garður, Grindavík, Sandgerði • Innritun í síma 92-67680frá kl. 21.30 til 22.30 frá 4. jan. • Afhending skírteina í Braut arholti 4, sunnudaginn, 8. janúar frá kl. 16-19. • SIÐASTI INNRITUNARDAGUR LAUGARDAGINN 7. JANÚAR. Samkvæmisdansar (suður amerískir og standard) Gömlu dansarnir - Hip Hop - Disco - Tjútt og Rock’n Roll Erlendir gestakennarar. Allir aldurshópar. MÁ BJÓÐA ÞÉR í W I DANS? I t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.