Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Qupperneq 18
'trilist Neil Young og Unun með bestu plötur ársins 1994 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 DV Samkvæmt niðurstööum í vali hóps hljómplötugagnrýnenda eru platan æ með nýju hljómsveitinni Unun og platan Sleeps with Angels með Neil Young & Crazy Horse bestu plötur ársins 1994. Sjaldan eða aldrei hafa gagnrýnendur samt verið jafn ósammála um bestu plötur ársins eins og nú. Þetta sést bæði af fjölda þeirra platna sem hljóta atkvæði í valinu og lágri stigatölu bak við efstu sætin á báðum listunum. Þannig hljóta nú alls 35 plötur tilnefningu í valinu á bestu innlendu plötu ársins en voru 30 í íýrra og þó voru þeir gagnrýnendur sem þá tóku þátt í valinu níu talsins en eru nú átta. í erlendu deildinni eru tilneftiingamar jafnmargar að þessu sinni og í fyrra eða 57 talsins. Dreifing stiganna þar er þó með allra mesta móti sem sést best á því að stigin sem nægja Neil Young & Crazy Horse í efsta sætið að þessu sinni hefðu aðeins nægt í 5.-6. sætið í fyrra. Þá náði efsta platan heilum 45 stigum. Nú duga hins vegar 21 stig. í innlendu deildinni er svipaða sögu að segja. Þar náði efsta platan í fýrra 76 stigum en platan í öðru sætinu 47 stigum eða jafiimörgum og nú duga til efsta sætisins. Valið gengur annars fýrir sig á hefðbundinn hátt. Plata í efsta sæti hvers lista fær 10 stig, sú næsta 9 og svo koll af kolli niður í 1 stig fýrir 10. sætið. Hæsta stigatala einstakrar plötu er því 80 stig en engin plata var nálægt þeirri tölu þetta árið. Sem fyrr getur varð fyrsta plata hljómsveitarinnar Ununar í efsta sæti innlenda listans og geta liðsmenn hljómsveitarinnar sannarlega glaðst yfir góðu gengi. Það geta reyndar fleiri nýliðar gert því hlutfaU nýrra og nýlegra hljómsveita á listanum er óvenju gott þetta árið. í öðru sætinu hafiiar Jet Black Joe og hlýtur það að segja sitt um ágæti , ' Unun ftizz * 4. «,«Ubbi'V'o'the„s - B/t+K n d N°vels 7-s- 7-8. «S™Pia , ^^^nsson þeirrar sveitar að hún hefúr ekki farið neðar en í fimmta sætið í þessu ársuppgjöri gagnrýnenda síðan hún kom fram á sjónarsviðið. Bubbi er í þriðja sætinu, einu ofar en í fýrra, en hann er líka árlegur gestur í efstu sætum þessa lista. Fjórða sætið að þessu sinni hlýtur tiltölulega lítt þekkt hljómsveit, Strigaskór nr. 42, en hún fékkst við dauðarokk meðan það var og hét en hefúr nú skipt um stíl með þessum líka bærilega árangri. Kolrössumar úr Keflavík eru í fimmta sætinu og í sjötta sætinu er nýja sveitin Birthmark. Vissulega athyglisverður árangur hjá báðum þessum sveitum. Sjöunda og áttunda sætinu deila gamalt og nýtt; annars vegar sú gamalkunna rokksveit SSSól og hins vegar hljómsveitin Olympia, einkaframtak Sigurjóns Kjartanssonar úr Ham sálugu. Bjöm Jörundur, bassaleikari í Ný Danskri, nær níunda sætinu með fýrstu sólóplötu sinni og Milljónamær- ingamir ná tíunda sætinu annað árið í röð en nú með annan söngvara en í fýrra. Mjótt var á mununum 1 erlendu deildinni að þessu sinni; þannig skilja aðeins átta stig fyrsta og tíunda sætið. Neil Yoimg rétt nær að merja efsta sætið, stiginu á undan Eric Clapton, Blur og Soundgarden. Gömlu rokkbrýnin í ZZ Top ná fimmta sætinu en í sjötta sætinu em nýliðarnir í Terapy?. Davið Byme, fýrrum söngvari Talking Heads, hlýtur sjöunda sætið en Suede, sem náði 2.-3. sætinu í fýrra, hafnar nú í áttunda sætinu. Tveimur síðustu sætunum deila svo gamli sveitasöngvarinn Johnny Cash og hljömsveitin Crash Test Dummies sem sló í gegn á árinu. Af björtum vonum ber mest á Emilíönu Torrini söngkonu Spoon, og hljómsveitinni Unun og er óhætt að segja að þetta séu nýliðar ársins innanlands en í erlendu deildinni era mjög skiptar skoðanir eins og svo oft áður. Og þar með sláum við hér á DV botninn í umfiöllun um tónlistarárið 1994 og sendum öllum lesendum blaðsins bestu óskir um farsæld á nýju ári. Sigurður Þór Salvarsson io. 2~4- ******Horse 2 -Blur SSaerUnkn°^ 5‘ +2g«*n 6 T£Uf*W*in 7 °S*&L 8 Doaí.dByrne D°SM*nstar 9-'°' ,-io. 7?d Sí»uffíed Hls f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.