Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Page 26
34 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 Afmæli Ólafur Magnússon Ólafur Magnússon, bóndi á Hnjóti í Örlygshöfn, varö níutíu og finun ára í gær, nýársdag. Hann fæddist klukkan tvö á nýársnótt árið 1900 og er því aö öllum líkind- um fyrsta barn aldarinnar ef öldin er talin heíjast áriö 1900. Starfsferill Ólafur fæddist á Hnjóti og ólst þar upp í foreldrahúsum við al- menn sveitastörf og útræöi. Hann var ellefu ára er hann missti föður sinn og varð því snemma aö leggja sitt af mörkum viö búskapinn. Ólafur tók sjálfur viö búskap aö Hnjóti 1922 og stundaði þar búskap tU 1953 er Egill sonur hans tók viö búi. Auk þess stundaði hann sjó- róðra frá Kolsvík og fleiri verstööv- um frá unga aldri og til 1930. Þá fékkst hann mikið við dýralækn- ingarumárabil. ðlafur sat í sóknarnefnd og var safnaðarfulltrúi Sauðlauksdals- sóknar um árabil frá 1938. Þá var hann meðal stofnenda og einn helsti hvatamaður að stofnun Mjólkurfélags Örlygshafnar, seinna Mjólkurfélags Rauðasands- hrepps og formaður þeirra 1938-53. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Rauða- sandshrepps og var formaður sjóösstjórnar 1945-76. Þá hefur hann frá 1983 verið umsjónarmað- ur og séð um móttöku safngesta við Minjasafn Egils Ólafssonar. Fjölskylda Ólafur kvæntist 19.4.1924 Ólafíu Egilsdóttur, f. 27.11.1894, d. 20.10. 1993, ljósmóður. Hún var dóttir Egils, síðasta bóndans á Sjöundá Ámasonar, og k.h., Jónínu Gísla- dótturhúsfreyju. Böm Ólafs og Ólafíu eru Egill, f. 14.10.1925, b. á Hnjóti, safnvörður og flugvallarstjóri, kvæntur Ragn- heiði Magnúsdóttur húsfreyju og eignuðust þau fjögur börn en þrjú þeirra em á lífi; Sigríður, f. 6.12. 1926, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Ara Benjamínssyni bílsfjóra og eiga þau fjögur böm; Sigurbjörg, f. 12.12.1929, húsmóðir í Reykjavik, gift Bjama Þorvaldssyni vélgæslu- manni og eiga þau fimm böm. Fóst- urdóttir Ólafs og Ólafiu er Ólafia J. Ólafsdóttir, f. 10.6.1945, húsmóð- ir og verkakona í Reykjavík, og á húnfimm börn. Ólafur átti ellefu alsystkini en níu þeirra komust til fullorðinsára og er ein systir hans lifandi, Kristjana, húsmóðir í Keflavík. Þá átti hann tvö hálfsystkini, samfeðra. Foreldrar Ólafs vom Magnús Ámason, bóndi á Hnjóti, og k.h., Sigríður Siguröardóttir húsfreyja. Ólafur Magnússon. Sæunn Elfa Karlsdóttir Sæunn Elfa Karlsdóttir, leik- skólastjóri á leikskólanum Staðar- borg, til heimilis að Klukkurima 12, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Sæunn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og að lóranstöðinni aö Gufuskálum við Hellissand á Snæ- fellsnesi. Hún lauk prófi frá Fóstm- skólaíslands 1977. Sæunn bjó í Danmörku á ámnum 1977-90. Hún hefur lengst af verið aðstoðarleikskólastjóri eða leik- skólastjón. Fjölskylda Eiginmaður Sæunnar er Palle Skals Pedersen, f. 24.3.1955, húsa- smiður. Þau hófu sambúð 1973 en giftu sig 1983. Palie er sonur Poul Skals Pedersen, tækniteiknara og smiðs í Danmörku, og Irene Peder- sen húsmóður. Böm Sæunnar og Palle eru Elva DöggPedersen, f. 19.7.1976, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík; Daniel Þór Pallason, f. 1983. Systkini Sæunnar eru Magnús Karlsson, f. 14.8.1953, kvæntur Ingibjörgu Gísladóttur og em böm þeirra Gísli Magnússon, Ólöf Dís Magnúsdóttir og Signý Magnús- dóttir en dóttir Magnúsar með fyrri sambýliskonu er Hugrún Dögg Magnúsdóttir; Eiríkur Sverrir Karlsson, f. 11.8.1960, en börn hans em Jón Egill Eiríksson og Kasper Larsen; Sigrún Sóley Karlsdóttir, f. 1.3.1963, en böm hennar em Svandís Rún Ríkharðsdóttir og Amór Ingi Ingvarsson; Karl Jökull Karlsson, f. 28.6.1971. Foreldrar Sæunnar; Karl Jakob Magnússon, f. 24.3.1935, d. 9.3.1993, loftskeytamaður og símritari, og Ólöf Svandís Eiríksdóttir, f. 15.10. 1935, en hún á og starfsrækir fyrir- tækið Holtahraðhreinsun. Ætt Karl var sonur Magnúsar loft- skeytamanns Jenssonar Alberts, búfræðings og kaupmanns í Belgs- dal íDölum, Guðmundssonar. Móðir Magnúsar var Margrét Ijós- móðir Magnúsdóttir. Móðir Karls var Sæunn Þorleifsdóttir, verk- stjóra á ísafirði, Jónssonar, og Her- dísar Jónsdóttur. Ólöf Svandí s er ein af fimmtán systram frá Réttarholti í Reykja- vík, dóttir Eiríks, b. og skálds í Réttarholti, Einarssonar, og Sigr- únar Benediktu Kristjánsdóttur frá Bíldudal. Sæunn Elfa Karlsdóttir. / Eiríkur Rósberg Árelíusson Eiríkur Rósberg Árelíusson raf- magnstæknifræðingur, Núpasíðu 6 H, Akureyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Eiríkur fæddist í Grindavík og ólst þar upp og í Reykjavík. Hann stund- aði nám við Ingenior-Hojskolen og lauk prófum frá Odense Teknikum. Eiríkur starfaði við tæknideild Kópavogskaupstaðar í fimm ár en stofnaði síðan, ásamt tveimur öðr- um, verkfræðistofuna Akkur sf. 1975. Eiríkur var svæðisstjóri á tækni- deild Slippstöðvarinnar á Akureyri í fjórtán ár en stundar nú tækni- þjónustu hjá verkfræðistofunni Ákkur sf. á Akureyri. Eiríkur var formaður Lúðrasveit- arinnar Svanur í Reykjavík í nokk- ur ár, formaður Sambands ís- lenskra lúðrasveita í nokkur ár, formaður Jazzklúbbs Akureyrar um skeið, fyrrv. forseti kiwanis- klúbbsins Kaldbaks á Akureyri en hann starfaði á vegum klúbbsins í fjórtán ár. Þá er hann formaður Norðurlandsdeildar Tæknifræð- ingafélags íslands. Fjölskylda Eiginkona Eiríks er Helena Sig- tryggsdóttir, f. 14.7.1948, sjúkraliði. Hún er dóttir Sigtryggs Guðmunds- sonar bílstjóra og Stefaníu Ágústs- dótturhúsmóður. Sonur Eiríks og Helenu er Eiríkur RósbergEiríksson. Fósturbörn Eiríks í heimahúsum em Ágúst Ómar Halldórsson og Valur Freyr Halldórsson. Börn Eiríks frá því fyrir hjóna- band em Sveinn Rúnar Eiríksson, búsettur í Reykjavík, og Ragnhildur Eiríksdóttir, búsett í Noregi. Foreldrar Eiríks voru Árelíus Sveinsson, f. 22.2.1911, bílstjórl í Eiríkur Rósberg Áreliusson. Reykjavík, og Ragnhildur Eiríks- dóttir, f. 1.1.1907, húsmóðir og saumakona, en þau em bæði látin. Eiríkur tekur á móti gestum á heimili sínu að Núpasíðu 6 H, í dag, millikl. 20.00 og 22.00. AUGLYSINGAR 63 27 OO markaðstorg tækifæranna 2. janúar 90 ára Ólafia Ester Steinadóttir, Kumbaravogi, Stokkseyrarhreppi. 80 ára Jófríður Halldórsdóttir, Hátúni 8, Reykjavík. 75 ára Unnur Bjarnadóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfiröi. Sigríður Sigurðardóttir, Eyjabakka 28, Reykjavík. 70ára Sveinn Torfi Sveinsson, Hraungöröum, Garðabæ. Jóhannes Gíslason, Kleppsvegi 118, Reykjavík. Anna Auðunsdóttir, Ásbraut 19, Kópavogi. Maggý Björg Jónsdóttir, Álmholti 2, Mosfellsbæ. Anna Friðrika Friðriksdóttir, Grundargerði 3B, Akureyri. 50ára Guðný Ásólfsdóttir, Hfauntungu39, Kópavogi. Rosmary Kistín Sigurðardóttir, Gmndarvegi 1, Keflavík. Hákon MagnúsSkaftfells, Sólvöllum II, Eyrarsveit. JónGuðlaugsson, Heiðargerði 7, Húsavik. Lárus Reynir Halldórsson, Hólavegi 11, Dalvík. Kristján M. Jóhannesson, Hellisgötu 5B, Hafharfirði. Björn Bjömsson, Reykjafold 11, Reykjavik. 40 ára 60 ára Garðar Halldórsson, Lambalæk, Fljótshlíðarhreppi. Pétur Þorsteinn Þorgrímsson, Flúðaseli 74, Reykiavík. Margrét Sæunn Bogadóttir, Baðsvöllum 12, Grindavík. Einar Matthías Þórarinsson, Hamarsbraut3, Hafharfirði. Sigríður Rut Pálsdóttir, Ólafsvegi 23, Ólafsfirði. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞER SKAÐA! yuwewAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.