Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995. Fréttir Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi: Haf nfirðingar komu með krók á móti bragði Prófkjör Alþýöuflokksins í Reykja- neskjördæmi fer fram dagana 21. og 22. janúar. Búist er viö nokkrum átökum um efsta sætið milli þeirra Rannveigar Guðmundsdóttur og Guðmundar Árna Stefánssonar. Kratar sem DV ræddi við um máiið Fréttaljós telja Guðmund Áma standa sterkar að vígi með Hafnarfj arðarkrata alla að baki sér. Telursigeiga rétt á 1. sætinu Stuðningsmenn Rannveigar benda á að hún hafi verið í 3. sæti listans við síðustu kosningar. Þar sem þeir tveir er voru fyrir ofan hana á listan- um, Jón Sigurðsson og Karl Steinar Guðnason, séu hættir eigi hún rétt á efsta sætinu. Guðmundur Ámi hafi verið í 4. sæti og eigi því að taka annað sætið. Þessu svara stuðningsmenn Guð- mundar Árna á þann vega að meira en helmingur þátttakenda í prófkjör- inu komi úr Hafnarfirði. Þar sé Guð- mundur Árni óskoraður foringi og fái „rússneska kosningu" í efsta sæti listans hvað sem allri uppröðun á listann síöast líöi. Petrína Baldursdóttir alþingismað- ur býður sig fram í annað eða þriðja sæti listans. Talið er að hún geti náð kjöri í annað sætið ef barátta þeirra Rannveigar og Guðmundar Áma verður þaö hörð að stuðningsfólk hvors um sig setur sína manneskju í efsta sætiö en Petrínu í annaö sætið. Bjuggustvið kosningabandalagi Sá orðrómur hefur gengið í Reykja- neskjördæmi undanfamar vikur, og vegna hugsanlegs kosningabandalags gegn Guðmundi Áma Guðmundur Árni er talinn fá „rússneska kosn- ingu“ i efsta sætið hjá Hafnarfjarðarkrötum. Rannveig Guðmundsdóttir er sögð eiga þungan róður fram undan í efsta sæti listans. Petrína Baldursdóttir gefur kost á sér í 2. eða 3. sæti listans. Hún gæti notið góðs af hörðum átök- um milli Guðmundar Árna og Rannveigar. var greint frá honum í héraðsfrétta- blaði á Suðumesjum, að þær Petrína og Rannveig hafi myndað kosninga- bandalag gegn Guðmundi Árna. Bandalagið var sagt vera á þann veg að kratar í Kópavogi settu Petrínu í 2. sætið á eftir Rannveigu og Guð- mund Árna í það þriðja. Sömuleiðis myndu svo stuðningsmenn Petrínu á Suðurnesjum gera eins. Þannig væri hægt að tryggja Rannveigu 1. sætið, Petrínu 2. sætið og Guðmundur Árni yröi þá í 3. sæti sem telja má von- laust sem þingsæti að þessu sinni. Hugmyndin strandar á því hve hlut- ur Hafnfirðinga í prófkjörinu er stór. Petrína harðneitaði þessu kosn- ingabandalagsmáli í samtali við DV. „Það er fullkomið mgl að halda því fram að ég hafi tekið þátt í einhverju kosningabandalagi gegn Guömundi Áma. Það hefur aldrei komið til greina,“ sagði Petrína. „Ég hef heyrt einhverjar sögur um þetta en tek ekki mark á þeim og tel þetta rangt,“ sagði Guðmundur Árni. Rannveig var erlendis og náðist ekki í hana. Eigi að síður er það ljóst að stuðn- ingsmenn Guömundar Árna gerðu ráö fyrir að af þessu kosningabanda- lagi gæti orðið. Þeir komu því með krók á móti bragði og fengu tvo Hafn- firðinga til að gefa kost á sér í 3. sæti listans. Þar með geta Hafnfirð- ingar kosið þessa þrjá Hafnfirðinga verði þeir varir við kosningabanda- lag gegn Guðmundi Árna. Guðmundur Árni sterkur Annars er því haldið fram að Guð- mundur Ámi hafi aldrei verið jafn sterkur í Hafnarfirði og nú. Þá er því haldiö fram að mestöll andstaða gegn honum á Suðurnesjum sé koðnuð niður. Einhver vottur mun þó vera eftir í gömlu Keflavík. Kratar í Hafn- arfirði leggja höfuöáherslu á að vera búnir með prófkjörið fyrir auka- flokksþingið í byrjun febrúar og koma með Guðmund Árna á það þing sem hinn mikla sigurvegara í próf- kjörinu. Þar með væri Guðmundur Árni búinn að fá fulla uppreisn æru innan ílokksins og kæmi sterklega til greina sem formaður fiokksins, verði nýr formaður kjörinn á aukaflokks- þinginu eins og talið er að geti átt sér stað. Vegna alls þessa á Rannveig Guð- mundsdóttir þungan róður fyrir höndum æth hún sér að ná efsta sætinu á listanum. Fylgi krata í Kópavogi hefur minnkað verulega. Fylgi þeirra í Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi er mjög lítið og er léttvægt í prófkjörinu. Atkvæðin á Suðurnesjum munu dreifast vegna þess að Guðmundur Árni á þar all- nokkurt fylgi þótt Rannveig sé þar ef tii vill sterkari. Það verður svo Hafnaríjörður, sem fyrr segir, sem sker úr. Þar á Guðmundur nánast allt fylgið. Alls eru það sjö sem gefa kost á sér í prófkjörinu. Guðmundur Árni og Rannveig Guðmundsdóttir í efsta sæti, Petrína Baldursdóttir og Hrafn- kell Óskarsson læknir í 2. og 3. sæt- ið, Elín Harðardóttir, matreiðslu- maður í Hafnarfirði, Garðar Smári Gunnarsson, verkstjóri í Hafnarfirði, og Gizur Gottskálksson, læknir í Garðabæ, gefa öll kost á sér í 3. og 4. sætið. r _ I dag mælir Dagfari_____________ Á móti neytendum Athyglisverðustu tíðindin úr söl- um Alþingis nú fyrir áramótin voru staðfesting þingsins á svoköll- uðu GATT-samkomulagi þar sem íslendingar gerðust stofnaðilar að Alþjóða viðskiptastofnuninni. í yf- irlýsingu sem Alþingi samþykkti einum rómi var meðal annars að flnna ákvæði þar sem landbúnaö- arráðherra var veitt ótakmörkuð heimild til aö hafa fullt forræði yfir innflutningi á landbúnaðarvörum og tollum af þeim. Nokkur ágreiningur hefur staðið yfir milh stjómarflokkanna um það hver hafi með tollana að gera og í hvers höndum þessi innflutn- ingur eigi að vera. Samkvæmt ís- lenskum lögum hefur ijármálaráð- herra yfirstjórn tollamála og það kveður jafnframt á um það í lögum að utanríkisráðherra fari með ut- anríkisviðskipti. Hvorugum þessara ráðherra er treyst fyrir innflutningi á landbún- aöarvörum. Friðrik Sophusson og Jón Baldvin Hannibalsson eru báö- ir grunaðir um græsku og eiga bara að sjá toliana og utanríkisviðskipt- in þegar landbúnaðinum stafar ekki hætta af þeim innflutningi. Nú má það almenning í rauninni einu gilda hvaða ráðherra annast stjórn innflutnings til landsins alla jafna, en í þessu GATT-máli og þessum innfiutningi á landbúnað- arvöram gegnir öðra máli, vegna þess að það skiptir máli fyrir al- menning hvort matarinnkaup geti orðið ódýrari og auðveldari en nú er. GATT-samkomulagið heimilar íslendingum sem sagt að flytja inn ódýrar matvörur frá útlöndum, en samkvæmt þessu sama samkomu- lagi er íslenskum yfirvöldum gefiö tækifæri tii að leggja háa tolla á þennan innflutning í nokkur ár, ef þeim sýnist svo. Og þar liggur hundurinn einmitt grafinn. Stjórnmálamenn á Alþingi mega ekki til þess hugsa að þjóðirv geti keypt ódýra matvöru og þess vegna er landbúnaðarráðherra ein- um treyst til þess að leggja nógu háa tolla á innflutt matvæli til að koma í veg fyrir að matarinnkaup- in verði ódýrari. Um þetta hafa stjórnmálaflokk- amir sameinast sem einn maður. Þeir hafa slegið skjaldborg um þá lífskjarastefnu sem hér hefur áunnið sér sess í þjóöfélaginu að matur megi ekki undir neinum kringumstæðum lækka í innkaup- um. Neytendur eiga það ekki skiliö enda skítapakk sem enginn veit hvað kýs í kosningum. Neytendur er óskilgreindur og óskipulagður hópur fólks sem hefur hvort eð er látiö yfir sig ganga hvaðeina sem pólitíkusar láta sér tii hugar koma í skattheimtu, álögum, verðlagi og öðru því sem snýr aö högum og kjörum heimiianna. Hvers vegna ættu þá stjórnmála- menn að taka upp hanskann fyrir þessa svokölluðu neytendur sem eru sagöir græða á því aö matur verði ódýrari? Og hvers vegna skyldi Alþingi beita sér fyrir lækk- uðu matarverði þegar neytendur eiga það ekki skilið? Og hvers vegna skyldu alþingismenn og stjórnmálaflokkar ekki standa vörð um bændastéttina og land- búnaðinn þegar þjóðin á það sann- arlega undir þeim komið, að réttir menn veljist á Alþingi og flokkarn- ir haldi völdum? Nei, landbúnaðarráðherra er ein- um treystandi til að standa fastur fyrir þegar GATT eða Alþjóða við- skiptastofnunin eða ómerkileg neytendafélög era að væla eitthvað um lækkun á matvöru meö inn- kaupum frá útlöndum. Gott og vel, segir landbúnaðarráðherra, þið getið keypt mat að utan en ég mun tolla hann svo hátt, sex hundruð prósent, og þannig munu þeir hafa verra af, sem láta sér detta í hug að káupa matvæli frá útlöndum til að lækka framfærsluna. Það ber að hrósa Alþingi og hin- um kjörnu fulltrúum þjóðarinnar, þegar þeir gera upp á milli meiri hagsmuna og minni og velja þann kostinn að standa með bændum gegn skítapakkinu á mölinni. Nóg er nú um vandræöin hjá bændun- um, blessuðum, þótt þeir þurfi ekki líka að standa í samkeppni við fjandsamlega bændur í útlöndum sem eru að reyna að kippa fótunum undan landbúnaðarframleiðslunni hér heima. Þaö er ástæða til að fagna þeirri samstöðu sem náðist á þingi um hátt matarverö, hvað sem öllum GATT-samningum líður. Maturinn skai vera dýr, hvað sem hann kost- ar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.