Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995
Fréttir
Edda Björgvinsdóttir segist agndofa yfir pólitískum ofsóknum vegna áramótaskaups Sjónvarpsins:
Heimir ritskoðaði en
Vigdís samþykkti handrit
- maður sem gat ekki sungið þjóðsöng klipptur út en „apakattaráðherra“ haldið inni
„Á sautján ára áramótaskaupsferli
er ég í fyrsta skipti agndofa yfir þeim
pólitísku ofsóknum sem höfundar
þess verða fyrir þegar hver ráðherr-
ann á fætur öðrum ryðst fram til að
koma ómaklegu höggi á okkur eins
og t.d. með því að segja að við séum
að gera grín aö forsetanum. Hvað
þetta varðar var það okkar leið að
gera grin að nýjum þjóðarrétti ís-
lendinga, sem eru pitsur. Ég get hins
vegar upplýst aö við Guðný Halldórs-
dóttir leikstjóri sáum til þess aö Vig-
dísi Finnbogadóttur, vinkonu okkar,
yrði sent handrit af hennar þætti í
skaupinu.
Ég get einnig upplýst að Heimir
Steinsson ritskoðaði áramótaskaup-
ið. Hann klippti eitt atriði út og vildi
fá annað í burtu. Þetta er aðför að
ritfrelsi og gróft pólitískt mál,“ sagði
Edda Björgvinsdóttir, einn af fjórum
höfundum áramótaskaupsins, í sam-
tali við DV.
Ádeilu á illsyngjan-
legan þjóðsöng sleppt
Edda sagði að þáttur Vigdísar
Finnbogadóttur hefði verið birtur í
þeirri trú að forsetinn heföi gefið
góðfúslegt leyfi fyrir sitt leyti enda
hefði handrit verið sent skrifstofunni
og engar athugasemdir borist. Það
kom hins vegar á daginn að Vigdísi
hafði ekki borist handritið en Guðný
hafði við hana samband í gær þar
sem kom fram að hún var ekki ósátt
við áramótaskaupið.
Sveinbjörn I. Baldvinsson: Sam-
þykkti að láta kalla Ólaf G. „apa-
kött“.
Vigdís Finnbogadóttir forseti: Fékk
aö vita hvað stóð í handritinu um
hana sjálfa og samþykkti þaö.
Edda Björgvinsdóttir: Gagnrýnin á
skaupið er pólitiskar ofsóknir.
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra: hefur gagnrýnt skaupið
og sagt það rætið.
Mörgum þótti áramótaskaup Sjónvarpsins að þessu sinni rætið en um það eru skiptar skoðanir.
Edda sagði jafnframt að útvarps-
stjóri hefði ritskoðað skaupiö með
því að fá það fram að sleppa úr atriði
þar sem íslenskur meðaljón var aö
gera tilraun til að syngja íslenska
þjóðsönginn - en gat það ekki. Ádeil-
an hefði verið sú að þjóösöngurinn
væri illsyngjanlegur.
„Við höfundarnir vorum fiórir og
hvort eð er ekki sammála um það
atriði. Guðný leikstjóri tók það því
út. Þetta var eins og gengur þegar
málamiðlanir eiga sér staö hjá höf-
undum. Af þessari ástæðu var þetta
því samþykkt,“ sagði Edda.
„Heimir vildi líka taka út atriöi þar
sem falleg mynd var dregin upp af
íslandi þar sem menntamálaráð-
herra sat og sagði aö ísland væri eina
landið í heiminum sem heföi apakött
fyrir menntamálaráðherra. Útvarps-
stjóri gerði hins vegar engar athuga-
semd við þátt Vigdísar. Niðurstaðan
varð síðan sú að dagskrárstjóri Sjón-
varps stóð með okkur gegn Heimi
vegna ráðherrans - það var því ekki
hróflað við þessu áramótaskaupi að
ööru leyti en því sem sneri aö þjóö-
söngnum. Mér finnst apaköttur hið
vingjarnlegasta og minnst meiðandi
orð sem hægt var að nota. í upphaf-
lega handritinu, sem dagskrárstjóri
innlendrar dagskrárdeildar las yfir
og geröi enga athugasemd við, var
verra orð. Þó að gagnrýni sé pínulít-
ið klípandi hlusta ég ekki á að eitt-
hvað úr skaupinu hafi verið ókurt-
eisi,“ sagði Edda.
Eina landið án
þjóðhöfðingjaskops
Edda sagði að ísland væri eina
landið í heiminum þar sem hefð væri
fyrir því að ekki væri gert grín aö
þjóðhöföingja. Höfundar skaupsins
hefðu ekki viljað hrófla við þeirri
hefð - enda hefði ekki verið gert grín
aö forseta íslands og forseta Alþingis
í hinum svokölluðu pitsuatriðum -
gríniö snerist um pitsuát íslendinga.
„Á sautján ára ferli mínum í ára-
mótaskaupum hefur almenningur
aldrei verið eins samstiga viö að tí-
unda ánægju sína eins og nú. Ég get
ekki gert að því að ráðherrum þyki
ég ekki fyndin. En mér finnst lífs-
hættulegt þegar útvarpsstjóri finnur
sig knúinn til að ganga erinda stjórn-
valda án þess að þau hafi farið fram
á það við hann. Við eigum ekki að
þurfa að fá uppskrift frá stjórnvöld-
um að því hvernig við eigum að gera
grín aö ráöherrum. Til þessa hefur
það þótt dónaskapur að taka ráö-
herrana ekki fyrir. Það hafa komiö
kvartanir frá ráðherrum sem ekki
hafa verið hafðir með í áramóta-
skaupum," sagði Edda.
Hvers vegna ekki R-listinn?
Edda sagði að í áramótaskaupinu
væru íslendingar teknir fyrir.jafnvel
vinir höfunda, eins og Bubbi, Björg-
vin og Vala Matt að ógleymdum höf-
undum sjálfum, samanber háðsá-
deilu á reykingaauglýsingar - ádeilu
á alla sem hafa verið í sviðsljósinu.
í áramótaskaupinu hefði verið gert
grín aö ríkisstjórninni enda hefði
hún verið í sviðsljósinu, ekki stjóm-
arandstaðan. Um þátt Árna Sigfús-
sonar, sem nú situr í minnihluta
borgarstjórnar, sagði Edda. „Nýkjör-
in borgarstjórn var ekki byrjuð að
skandalisera þegar upptökum lauk -
skítaskatturinn, fyrirgefið orðbragð-
ið, var ekki einu sinni kominn fram.“
Edda segist vera á „pólitískri eyði-
eyju“. „Það heldur enginn verndar-
hendi yfir mér. Höfundar skaupsins
hafa þvi ekki veriö samstiga neinum,
hvorki til hægri né vinstri. Okkar
hlutverk hefur verið að sýna í spé-
spegli þá atburði sem hafa verið að
gerast í landinu. Það hefur veriö
unnið að áramótaskaupinu með
blóði, svita og tárum frá því í sept-
ember. En ég er orðin afar þreytt á
skítkasti frá ráðamönnum þjóöar-
innar á meðan almenningur hlær
með okkur,“ sagði Edda Björgvins-
dóttir. -Ótt
Heimir Steinsson útvarpsstjóri:
Áramótaskaupid var
með slagsíðu
- er ekki vanur að fara ofan í verk undirmanna
„Mér fannst áramótaskaupið í
aðalatriðum skemmtilegt. Hins
vegar fannst mér að þar hafi tveir
menn verið teknir næsta einhliða
fyrir. Mér fannst, alveg eins og rit-
stjórum Dagsljóss, greinilega ein-
hliða vegið að mönnum. Að því
leyti var áramótaskaupið með
slagsíðu. Eg man ekki til að hafa
séð slíkt fyrr. Ég vil þó ekkert frek-
ar um það fullyrða. En það mál er
í höndum dagskrárstjóra innlendr-
ar dagskrárdeildar. Eg er ekki van-
ur að fara ofan í verk slíkra manna.
Hins vegar er skaupið á ábyrgð
Guðnýjar Halldórsdóttur," sagði
Heimir Steinsson útvarpsstjóri í
samtali við DV aðspurður um ára-
mótaskaupið sem deilt hefur verið
á - meöal annars af hálfu Ólafs G.
Einarssonar menntamálaráherra
sem oft sást bregða fyrir á skjánum
á gamlárskvöld.
Um þátt Vigdísar Finnbogadóttur
í áramótaskaupinu sagði Heimir:
„Ég legg ekkert til þess máls til
eða frá. Eg veit ekki betur en að
Morgunblaðiö hafi verið með for-
setann í skopmynd á forsíðu. Slíkt
er því ekkert einsdæmi," sagði
Heimir.
-Ótt
Heimir Steinsson útvarpsstjóri:
Skaupið á ábyrgð Guðnýjar Hall-
dórsdóttur.