Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995
13
Fréttir
Osk Péturs-manna um BB-lista á Vestfjörðum:
Ég er alfarið á móti
því að leyfa slíkt
- segir Guðmundur Bjamason, varaformaður Framsóknarflokksins
„Eg tel aö landsstjórn flokksins
hafi tekiö grundvallarákvörðun
varöandi óskir um BB-lista þegar
hún hafnaði slíkri ósk frá Stefáni
Valgeirssyni fyrir átta árum. í mín-
um huga er þaö alveg skýrt að ekki
sé hægt að sætta sig við framboð af
þessu tagi. Við ættum þá á hættu að
sitja uppi með slíkt fyrir hverjar
kosningar ef einhver óeining kemur
upp í einstökum kjördæmum með
uppstillingu á lista. Þess vegna er þaö
í mínum huga grundvallarregla að
heimila ekki BB-lista,“ sagöi Guð-
mundur Bjarnason, varaformaður
Framsóknarflokksins, um ósk stuðn-
ingsmanna Péturs Bjarnasonar um
að heimila BB-lista á Vestíjörðum.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarílokksins, er í einkaer-
indum erlendis. Guðmundur Bjarna-
son sagðist hafa rætt þetta mál við
Halldór sem og aðra framkvæmda-
stjórnarmenn og þeir væru allir sam-
mála um að ekki eigi að leyfa BB-
lista.
„Ég hef rætt viö Guðmund Bjarna-
son um þetta mál og veit hver hugur
framkvæmdastjórnarmanna er. Ég
hef ekkert um þetta að segja annáð
en það að við tökum eitt skref í einu
í málinu. Beiðnin um BB-lista hefur
ekki verið send til stjórnar kjör-
dæmisráðs. Það verður gert ein-
hvern næstu daga. Og næsta skref í
málinu verður ekki tekið fyrr en svar
þess liggur fyrir,“ sagði Pétur
Bjarnason varaþingmaður aðspurð-
ur hvort hann myndi ekki leiða lista
nema leyfi fengist frá flokknum fyrir
BB-hsta.
DV hefur heimildir fyrir því að fjöl-
margir Vestfirðingar, bæði fram-
sóknarmenn og utanflokksfólk, vilji
að Pétur leiði sérlista hvort sem fæst
aö merkja hann BB eða ekki. Eins
eru líka nokkrir stuðningsmanna
Péturs sem vilja ekki fara fram með
lista nema hann fáist merktur BB.
Gangur málsins í þessu er sá aö
beiðni um BB-lista verður sendur
næstu daga til stjórnar kjördæmis-
ráðs Framsóknarflokksins á Vest-
fjöröum. Ef kjördæmisráðiö fellst á
BB-lista er málið leyst. Hafni ráðið
beiðninni er hægt að vísa málinu til
landsstjórnar flokksins. Hún er skip-
uð framkvæmdastjórn flokksins, for-
mönnum beggja landssambandanna,
formönnum allra kjördæmissam-
bandanna og þar að auki níu mönn-
um kjörnum af miðstjórn. Úrskurður
landsstjórnar er endanlegur.
Atvinnuley si á Akureyri:
Toppurinn
ekki
eins hár
og undan-
farin ár
Gyifi Krístjánsson, DV, Akureyri:
„Atvinnuleysið undanfarin ár
hefur jafnan verið hæst um ára-
mót og tvær fyrstu vikurnar í
janúar og það er ljóst að tölurnar
nú eru ekki jafn háar og þær voru
fyrir ári,“ segir Sigrún Björns-
dóttir, forstöðumaður Vinnu-
miölunarskrifstofu Akureyrar-
bæjar.
Um áramót voru 590 manns á
atvinnuleysisskrá á Akureyri,
340 karlar og 250 konur, og hafði
talan hækkað úr 482 hinn 1. des.
sl.
Um áramótin 1993/1994 var tala
atvinnulausra hins vegar 964. Þá
voru að vísu á atvinnuleysisskrá
tímabundið um 260 starfsmenn
fiskvinnslu ÚA en þeir komu hins
vegar inn á atvinnuleysisskrá eft-
ir áramótin nú og verða á skránni
þar til vinnsla hefst að nýju eftir
fyrstu veiðiferöir togaranna.
Sé litið fram hjá fiskvinnslu-
fóiki ÚA er ljóst að atvinnuleysið
um áramótin er umtalsvert
minna en fyrir ári og munar þar
rúmlega hundrað manns.
Folda hf. í rekstrarerfiðleikum:
Erf iðleikar en ekkert hættuástand
- segir starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Folda hf. hefur á nýliðnu ári veriö
í nokkrum erfiðleikum, m.a. vegna
gjaldþrots eins stórs viðskiptavinar
í Noregi, en vonandi sést fyrir end-
ann á því máli,“ segir Ásgeir Magn-
ússon, starfandi stjórnarformaður
ullarvinnslufyrirtækisins Foldu hf. á
Akureyri.
Ásgeir vildi ekki upplýsa um um-
fang skulda norska fyrirtækisins við
Foldu en sagði að Folda hefði haft
baktryggingar. ,,-Viö vorum með veð
í lagerum fyrirtækisins sem viö höf-
um verið að taka til baka. Það er svo
spurning hvernig okkur gengur að
losna við þær vörur sem eru ýmiss
konar, bæði nýjar og gamlar, og
sennilega misgóð söluvara," segir
Ásgeir.
Hann segist alls ekki líta svo á að
hættuástand sé ríkjandi í Foldu
vegna þessa máls. Það hafi hins veg-
ar valdið erfiðleikum sem lýstu sér
m.a. í minnkandi sölu til Noregs um
tíma. Nú hefur verið samið við aðra
SlökkviHð Akureyrar:
Engir stórbrunar
-enfleiriútköll
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Útköll Slökkviliðs Akureyrar á síð-
asta ári voru 73 talsins á móti 67 árið
áður. Langflest þessara útkaila voru
innanbæjar en þó voru 11 útköll ut-
anbæjar.
Engir stórbrunar urðu á Akureyri
á síðasta ári. Mest varð tjón hins
vegar þegar íbúð í Brekkugötu 7
skemmdist í eldi 27. september og
þegar eldur kom upp í íbúðarhúsinu
Hraunholti 7 skömmu fyrir áramót.
Sjúkraútköll á síðasta ári urðu 1135
en voru 1086 árið áður. Af þessum
1135 sjúkraútköllum voru 225 bráða-
tilfelli. 60 sjúkraflutningar fóru fram
á varabíl meðan hinn var í öðrum
sjúkraflutningi en varabíllinn er
ekki mannaður töstum mönnum.
aðiia í Noregi um sölu á framleiðslu- fyrir allt bjartsýnn á framtíð fyrir-
vörum Foldu og Ásgeir segist þrátt tækisins.
Lokaö í dag
Lagerútsalan
hefst á morgun
Mestu vinningslíkurnar
í íslensku stórhappdrœtti
HAPPDRÆÍFI
Tryggðit þér möguleika ... fyrir lífið sjálft
!- —I Verð miða er aðeins 600 kr.
Upplýsingar um nœsta umboðsmann í síma 552 2150 og 552 3130
8 MIUJÓNIR
ÓSKIPTARÁ EINNMIÐA 12.JANÚAR
Eina stórhappdrœttiðþar sem hœstu vinningarnir
ganga örugglega út allt árið.
Fáðu þér áskrijt í tœka tíð.
Nýtt áskriftarár er að hejjast. Dregið 12. janúar.