Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 Fréttir____________________________________ íþróttafélög græða á áramótabrennunum: FH og Haukar fá milljón í sinn hlut - tekjumar skila sér 1 styrk og auglýsingum til félaganna síöar á árinu Gera má ráð fyrir að íþróttafélögin FH, Haukar og Breiðablik hafi þénað allt aö einni milljón króna samtals fyrir að halda áramótabrennur á fé- lagssvæöum sínum eða í nágrenni þeirra á gamlárskvöld. DV hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að FH fái allt að hálfri milljón króna í styrk frá stórfyrirtækjum fyrir aö brenna rusli í Kaplakrika meðan hagnaður Hauka af áramótabrennu norðaustan við kirkjugarðinn í Hafn- arfirði nemur líklega 200-400 þús- undum króna. Hagnaður Breiðabliks er mun minni enda standa BUkarnir að brennu í samvinnu við skátafélag- ið og bæjaryfirvöld. Steinar Harðarson, ritari knatt- spyrnudeildar Hauka í Hafnarfirði, segir að ekki sé fyllilega ljóst hverjar tekjumar af brennunni um síðustu áramót verði þar sem tekið hafi verið við rusli frá fyrirtækjum gegn loforði um greiðslur eða styrk síðar. Steinar segir útilokað að íþróttafélagið tapi nokkrum peningum á brennunni, líklegra sé að gróðinn nemi 200-400 þúsundum króna takist félaginu að halda útgjöldum í lágmarki og fá aðstoð hjá bænum við að hreinsa svæðið. I þessum útreikningum sé ekki tekið tillit til vinnu sjálíboða- liða. Geir Hafsteinsson, starfsmaður FH í Kaplakrika, vill ekki staðfesta hvaða tekjur íþróttafélagið hafði af brennunni á malarvelli félagsins um síðustu áramót þar sem tekjurnar skih sér í óbeinum styrk, meðal ann- ars í formi auglýsinga, frá tveimur til þremur fyrirtækjum síðar á árinu. Að þessu sinni hafi verið ákveðið að standa ekki í beinum peningainn- heimtum vegna brennunnar þar sem hún hafi fyrst og fremst veriö haldin fyrir félagsmenn. „Við höfum enga sérstaka skoðun á því að íþróttafélög brenni rusli í tekjuöflunarskyni um áramót. Það liggur í hlutarins eðli að þetta þýðir einhvern tekjumissi fyrir okkur en við höfum ekki velt því sérstaklega fyrir okkur. Félögin eru fyrst og fremst að brenna pappa og timbri þó að ýmislegt fái að fljóta með frá fyrir- tækjunum. Það væri mikill sjónar- sviptir ef brennurnar hættu á gaml- árskvöld," segir Ögmundur Einars- son, forstjóri Sorpu. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, segist ekki geta gefið upp hver sparnaður fyrirtækisins af áramóta- brennunni á Geirsnefi heföi veriö en ljóst sé að fyrirtækið greiði umtals- veröar fjárhæðir fyrir sorphirðu hjá Sorpu í hverjum mánuði. Oddur Rúnar Hjartarson, forstöðu- maður Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur, vildi ekki svara spurningum blaðamanns um sóðaskap eftir ára- mótabrennurnar í borginni í gær og vísaði á fréttatilkynningu frá stofn- uninni frá því fyrir áramót. Ófremdarástand vegna bárskorts á geðdeildinni við Dalbraut: Þrjátíu og f imm börn á biðlista eftir geðlækningu -þyrfti tifalt fleira starfsfólk, segir Páll Ásgeirsson geðlæknir Ófremdarástand ríkir á bama- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut þar sem deildin nær ekki að anna eftirspurn eftir geðhjálp vegna fjárskorts. Alls eru 35 börn og unglingar á biðhsta, 20 í bið eftir fyrsta viðtali á göngudeild og 15 eftir innlögn á legudeild. Þá hefur ástand- ið síst batnað eftir óvenjulanga jóla- lokun frá 16. desember til 2. janúar. Páll Ásgeirsson geðlæknir segir að ástandið á deildinni sé mjög alvarlegt þar sem sjúklingar þurfi að bíöa í eitt ár eftir innlögn og mjög lengi eftir að komast að á göngudeild. „Jólalokunin var lengri en venju- lega vegna fjárskorts. Yfirleitt hefur aðeins verið lokað nokkra daga yfir jólin og aftur yfir áramótin. Ástandið er mjög alvarlegt því að undirmönn- unin er svo mikil að við náum ekki aö veita þá þjónustu sem við getum veitt. Við höfum til dæmis kannað ofvirkni í langan tíma en getum ekki notfært.okkur þá þekkingu sem við höfum aflað okkur. Þá höfum við rekið miðstöð til að þjóna einhverf- um en við getum varla annað hópn- um. Kerfið er löngu sprungiö," segir Páll. Vemleg undirmönnun er á barna- og unghngageðdeildinni við Dal- braut. Starfsmenn í 3,7 stöðugildum eru nú starfandi á göngudeild fyrir börn í stað 49 sem þyrfti miðað við sænskan staðal. Þá eru sálfræðingur og læknir starfandi á legudehdinni. Sex rúm eru á legudeildinni, átta á unglingadeildinni og pláss er fyrir fimm á göngudehd geðdeildarinnar við Dalbraut. Ekki náðist í Sighvat Björgvinsson hehbrigðisráðherra í gær en Sigfús Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra, sagðist ekki kannast við málið og vissi ekki hvort það yrði tekið upp innan ráðuneytisins. Sjúkrahús Suðumesja: Meðalárífæðingum Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Á Sjúkrahúsi Suðurnesja fæddist 281 barn á síðasta ári - fæðingar vora 279 og tveir keisaraskurðir. Strák- arnir vom 143 en stelpumar 138. Að sögn Sólveigar Þóröardóttur, deildarstjóra fæðingar- og kvensjúk- dómadeildar, var 1994 meðalár í fæð- ingum og nokkuð frá fæðingametinu á sjúkrahúsihu. En árið var gott. Árið 1993 fæddust þar 265 börn en metárið var 1992 en þá voru fæðingar 303. Undanfarin ár hafa fæðst frá 260 börn upp í 303. Þá er nokkuð um að böm fólks á Suðurnesjum fæðist í Reykjavík þegar um bráðaþjónustu er að ræða. Á sjúkrahúsinu hér vant- ar fjármagn th að halda skuröstof- unni opinni allt árið. L Heilsuvika 9.-14. janúar /////////////////////////////« Vikuna 9.-14. janúar verður sérstök heilsuvika í DV. Daglega verður fjallað um ýmislegt sem viðkemur hreyfingu og heilbrigðu líferni. Lesendum verður m.a. kynnt hvað líkamsræktarstöðvarnar bjóða upp á, hollt mataræði og auk þess verða viðtöl og frásagnir af uppákomum tengd- um heilsuvikunni. Þeim auglýsendum sem áhuga hafa á að auglýsa á heilsusíðum DVer bent á að hafa samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadeildDV, ísíma 563-2723. Smáauglýsingar Óska eftir ræstingarvinnu eöa annarri aukavinnu. Uppl. í síma 91-34673 eftir kl. 18. 8 Ökukennsla 879516, Hreiðar Haraldsson, 989-60100. Kenni á Toyota C.arina E ‘93. Oku- kennsla. ökuskóli. Oll prófgögn. Félagi í OI. Góó þjónusta! Visa/Euro. Guölaugur Fr. Sigmundsson. Öku- kennsla, æfingatímar. Get bætt viö nemendum. Kenni á Nissan Primera. Euro/Visa. S. 91-77248 og 985-38760. Már Þorvaldsson. Ökukennsla, endur- þjálfun. Kenni allan daginn á MMC Lancer GLX. Engin bió. Greiðslukjör. Símar 91-658806 og 985-41436. Sverrir Björnsson. Kenni á Galant 2000 GLSi ‘95, hjálpa til við endurnýjunar- próf, útvega öll prófgögn. Engin bió. Sími 91-72940 og 985-24449. Ökukennsla Ævars Friðrikssonar. Kenni allan daginn á Corollu ‘94. Út- vega prófgögn. Hjálpa við endurtökupr. Engin bió. S. 72493/985-20929. 1Ýmislegt Smáauglýsingadeild DV er opin: virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 9-14, sunnudagakl. 16-22. Ath. Smáauglýsing í helgarblað DV verður aö berast okkur fyrir kl. 17 á föstudögum. Síminn er 563 2700. Smáauglýsingasíminn fyrir landsbyggðina er 99-6272. Gervineglur - námskeið. Lærðu aó setja á gervineglur. Góóir tekjumöguleikar. Upplýsingar gefur Kolbrún í síma 91-653860. Greiösluerfiöleikar. Viðskiptafr. aöstoða fólk og smærri fyrirt. vegna Qánnála og vió gerö eldri skattskýrslna. Fyrir- greióslan, Nóatúni 17, s. 621350. %) Einkamál Miölarinn er tengiliöurinn á milli þín og þeirra manna/kvenna sem þú vilt kynnast. „Dating“, varanleg sambönd, tilbreyting. Miðlarinn, s. 886969. Ungur maöur óskar eftir aó kynnast stúlku á aldrinum 16-21. Svör sendist DV, merkt „B-942“. ]$ Skemmtanir Gullfalleg brasilísk nektardansmær er stödd á Islandi. Vill skemmta í einka- samkvæmum og skemmtistöðum. Sími 989-63662. 0 Þjónusta Húseigendur - fyrirtæki - húsfélög ath! 011 alm. viögeróarþjónusta, einnig ný- smíói, nýpússning, flísa- og parketl., gluggasmíöi, glerskipti o.fl. Þakvióg., lekaþéttingar, pípulagna- þjón., málningarvinna. Kraftverk sf., símar 989-39155, 644333, 655388. Extrubit-þakdúkar, móöuhreinsun gleija. Skiptum um bárujárn, þakrennur, nióurfóll, lekaviógerðir, neyóarþj. vegna glers, vatnsleka o.fl. Þaktækni hf„ s. 91-658185/989-33693. Pípulagnir í ný og gömul hús, inni sem úti. Hreinsun og stilling á hitakerfum. Snjóbræóslulagnir. Reynsla og þekk- ing. Símar 36929, 641303 og 985-36929. Hreingerningar Ath. Þrif, hreingerningar. Teppahreins- un, bónþjónusta. Vanir og vandvirkir menn. Símar 627086, 985-30611, 33049, Guðmundur Vignir. Visa/Euro, Hreingerningar - teppahreinsun. Vönduð vinna. Hreingemingaþjónusta Magnúsar, sími 91-22841. ^ Landbúnaður Mjólkurkvóti. Tilboó óskast í 30.000 lítra mjólkur- kvóta. Tilboó sendist DV, fyrir 12. jan. merkt „E 946“. Kripalujóga. Næstu byrjendanámskeió 9.1. mán./mió. kl. 20 og 10.1. þri./fim. kl. 16.30. Uppl. og skrán. Yoga stúdíó, Bæjarhrauni 22, Hfj., sími 565 1441. Gefins Tvær 12 vikna, kassavanar læöur, svartar og hvítar, fást gefins. Ofboóslega kelnar. Upplýsingar í síma 91-872181. 8 ára gömul Zerowatt þvottavél fæst gef- ins. Þarfnast smálagfæringar. Uppl. í símum 91-675769 og 989-60626. Fjórir fallegir kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 91-650968 eftir kl. 19. Gamall og góöur Electrolux ísskápur fæst gefins, breidd 77 cm, dýpt 65 cm og hæð 157 cm. Uppl. í síma 91-17816. Gamall ísskápur fæst gefins. Upplýsingar í síma 91-611881 eftir kl. 17 fimmtudag. Gullfalleg svört og hvít kassavön læöa fæst gefins, 8 vikna. Upplýsingar í síma 91-676028.______________________ Hvolpur, blandaöur labrador og golden retriever fæst gefins. Upplýsingar í síma 566 7545._______________________ Labrador blendingur (hundur) fæst gef- ins, 12 mánaöa. Upplýsingar í síma 92-15351.____________________________ Fiskabúr og fiskar fást gefins. Uppl. £ síma 91-876912. Köttur fæst gefins á gott heimili, er þrif- inn. Uppl. í sima 567 5782. Labrador - golden retriever hvolpur fæst gefins. Uppl. í síma 91-684550. Tilsölu Hornbaökör meö eöa án nuddkerfis. Hreinlætistæki, sturtuklefar og Verslun Kerrur Sendibílar Til sölu Toyota Hiace, 4x4, órg. ‘91, bensín, ekinn 59 þús. km, ný dekk og felgur, góóur bíll. Greiðsluskilmálar og skipti koma til greina. Uppl. í sima 91-641403 og 91-686815 eftir ld. 19. AÍllH 9 9-1 7-00 Verð aðeins 39,90 mín. Krár Dansstaðir Leikhús Leikhúsgagnrýni Bíó Kvikmgagnrýni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.