Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995
Verkamannafélagið Dagsbrún
Tillögur uppstillingarnefndar
og trúnaðarráðs
um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið
1995 liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með
fimmtudeginum 12. janúar 1995.
Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Dagsbúnar
fyrir kl. 12.00 föstudaginn 13. janúar 1995. Tillögun-
um skulu fylgja meðmæli minnst 75 og mest 100
fullgildra félagsmanna.
Kjörstjórn Dagsbrúnar
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokki:
4. flokki 1992 - 5. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1995.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa-
fyrirtækjum.
húsnæðisstofnun ríkisins
HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • Slttl 69 69 00
Verslanir - innkaupafólk
Bylting í hönnun
Ótvíræðir kostir
FISLÉTT
- teg. P40: táhlíf og millisóli úr stáli - 770 g
- teg. P30: táhlíf úr stáli - 720 g
- teg. P10: frístundastígvél - án öryggisatriða - 650 g
EFNI: POLYURETHANE - kemískt frauðefni
- einangrar vel gegn miklum kulda
- sérstaklega þægileg vegna sveigjanleika efnisins, létt-
leika þess og mýktar
- skaðlausfrá sjónarmiði umhverfisverndar, þ.e. að efn-
ið brotnar niður fyrir áhrif örvera
- framleiðsla án CFC-efna
- frábært viðnám gegn oliu og kemískum efnum
AUKID ÖRYGGI
- framleidd til aö standast staðlana DIN 4843 og CEN
- aukastyrking í hæl, tá og við ökkla
O sérstakt mynstur i sóla til að koma i veg fyrir óhapp
I stiga eða þiepum
g vísindalega hannað sólamynstur með tilliti til stöðug-
leika - með skálínum í hæl
O TÁHLÍF OG MILLISÓLI ÚR STÁLI
- sérstaklega breið táhlíf úr stáli
i samræmi við DIN 4843 stað-
Q alinn
- sveigjanlegur millisóli úr stáli,
einnig I samræmi við
DIN4843 staðalinn
FOÐUR OG INNRISOLI
- mjúkt bómullarfóður
O - góður umskiptanlegur innrisóli
NOTKUN: - við námuvinnslu og skógrækt - við mjólkurbú og matvælaiðnað
- við almennan iðnað - við byggingarstörf og mannvirkjagerð - við hreinsunarfyrirtæki
- við landbúnað og garðyrkju - við fisk- og kjötiðnað - við lækna- og lyfjafræðistörf
- við efna- og oliuiðnað
0 STEPLITE
V _ nýtt BEKINA STÍGVÉL,
FRAMLEITT TIL
AÐ ENDAST
JON BERQSSON H.f.
Langholtsvegi 82, s: 91-5888944 Fax: 5888881
Uflönd
Kanadamenn gera fiskveiðieftirlitssamning við Norðmenn:
Viðurkenna verndar-
svæðið á Svalbarða
- kanadíski sjávarútvegsráðherrann væntanlegur til íslands
Kanadísk stjórnvöld hafa lýst því
yfir við Norðmenn að þau viður-
kenni sjónarmið þeirra á fiskvernd-
arsvæðinu við Svalbarða. Verndar-
svæðið er 200 mílur og var því komið
á fót árið 1977. Hingað til hafa Finnar
einir þjóða viðurkennt rétt Norð-
manna á svæðinu.
Það var Jan Henry T. Olsen, sjávar-
útvegsráðherra Noregs, sem upplýsti
um afstöðu kanadískra stjórnvalda í
Ósló í gær þar sem Brian Tobin,
starfsbróðir hans úr Kanada, er í
heimsókn. Ráðherrarnir tveir voru
að staðfesta samkomulag milli þjóö-
anna um fiskveiðieftirlit utan 200
mílna lögsögu.
Það er Norðmönnum pólitískt mjög
mikilvægt að fá viðurkenningu
Kanadamanna á fiskverndarsvæð-
inu við Svalbarða en eins og öllum
er í fersku minni áttu Norðmenn í
illdeilum við íslenska togara sem
veiddu þar í fyrra.
Tobin reyndi að gera lítið úr stuðn-
ingi Kanadastjórnar við stjórn Norð-
manna á Svalbarðasvæöinu og sagði
mikilvægast að koma á árangursríku
eftirliti og vernd fiskstofnanna.
Varfærnisleg orð Brians Tobins er
hægt að skýra með því að hann heim-
sækir ísland innan fárra daga. Vafa-
samt þykir að íslensk stjórnvöld
muni samþykkja stuðning Kanada-
manna við Jan Henry T. Olsen og
sjónarmið hans.
Samkomulagið sem þeir Tobin og
Olsen staöfestu í gær gerir ráð fyrir
sameiginlegum reglum um hvernig
framfylgja beri fiskveiðihagsmunum
utan 200 mílna. Það snertir beint
vanda Norðmanna vegna veiða m.a.
íslenskra skipa í Smugunni og vanda
Kanadamanna vegna rányrkju er-
lendra skipa undan austurströnd
landsins.
Samkomulagið heimilar Norð-
mönnum að taka kanadísk fiskiskip
á veiðum t.d. í Smugunni og Kanada-
mönnum að taka norsk skip á veið-
um utan kanadískrar lögsögu. Þar
sem það gildir einungis fyrir þessar
tvær þjóðir veitir það Norðmönnum
ekki heimild til að taka íslensk skip
í Smugunni.
„Samkomulag þetta er stórt skref
fram á við í átt til árangursríkara
eftirlits með auðlindunum. Það er
nauðsynlegt að sýna tennurnar þeg-
ar verndun auðlinda hafsins er ann-
ars vegar,“ sagði Brian Tobin, sjáv-
arútvegsráðherra Kanada. ntb
Stórtenórinn Luciano Pavarotti kom til Lima í Perú í gær í fyrstu heimsókn sína og við komuna á hótelið veifaði
hann til fréttamanna sem biðu hans þar. Pavarotti heldur tónleika í L.ima annað kvöld. Með honum á myndinni
er perúski tenórinn Luis Alva. Símamynd Reuter
Rússneskar hersveitir nálaast forsetahöllina
Rússneskar hersveitir héldu
hægt og bítandi inn í Grosní í
gær og vörpuðu sprengjum
á forsetahöllina úr návígi
Forsetahöllin:
Aðalstöövar Dzhokhars Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjena,
og tákn þriggja ára uppreisnar lýðveld-
isins gegn rússneskum yfirráðum
Vopnahlé í Tsjetsjeníu í morgun
Vopnahléið sem Rússar lýstu yfir
í stríði sínu gegn aðskilnaðarsinnum
í Tsjetsjeníu gekk í gildi klukkan
fimm í morgun að íslenskum tíma
en ekki var ljóst hvort bardögum var
hætt. Vopnahléið gildir í tvo sólar-
hringa og á að nýta þann tíma til að
reyna að finna friðsamlega lausn á
deilunni.
Tilkynning Moskvuvaldsins um
vopnahlé kom mönnum í opna
skjöldu. Undanfama þrjá daga hafa
bardagar um höfuðborgina Grosní
verið gífurlega harðir og hafa rúss-
nesk stjórnvöld sætt sívaxandi gagn-
rýni heima og heiman fyrir herfór-
ina. Niels Helveg Petersen, utanrík-
isráðherra Danmerkur, sagði að
þrátt fyrir að vopnahléið héldi
mundu Danir ekki staðfesta sam-
starfssamninga Evrópusambandsins
við Rússa á fyrri helmingi þessa árs.
Rússneskar hersveitir voru komn-
ar í minna en kílómetra fjarlægð frá
forsetahöllinni í Grosní.
Reuter, Ritzau
UppþotíMalaví
þegar Banda var
neitað um lausn
gegntryggingu
Þúsundir reiðra Malavíbúa
grýttu lögregluna í gær fyrir utan
dómsal þar sem dómari hafnaöi
beiðni lögfræðinga Kamuzu
Banda, fyrrum forseta, og John
Tembo, náins samverkamanns
hans, um að þeir yrðu látnir laus-
ir gegn tryggingu.
Þeir eru, ásamt tveimur lög-
regluþjónum, ákæröir fyrir að
hafa staðið fyrir morðunum á
tjórum stjómmálamönnum árið
1983. Banda komst ekki i réttar-
salinn í gær þar sem hann er orð-
inn elliær.
Réttarhöldin yfir fjórmenning-
unum lietjast þann 18. janúar.
Reuter
Kamuzu Banda, fyrrum Malaví-
forseti.