Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Side 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995
fþróttir unglinga
Unglingameistaramót TBR í badminton:
Dríf a og Tryggvi styrkja
mjög unglingalandsliðið
Unglingameistaramót TBR í bad-
minton fór fram í húsakynnum fé-
lagsins viö Gnoöarvog um síöustu
helgi. Ljóst er að um miklar framfar-
ir er að ræða hjá yngra fólkinu. Þátt-
takendur voru frá TBR, Víkingi, KR,
UMSB, UMFK, BH, Hamri og HSK.
Unglingalandsliðið fær
góðan styrk
Vigdís Ásgeirsdóttir, TBR, 17 ára, og
æflr með unglingalandsliðinu. Hún
sigraði Birni Guðbjartsdóttur, ÍA,
ótrúlega létt í undankeppni í einliða-
leik stúlkna:
„Þessi leikur gegn Birnu var ekki
góður, - lítið um erfiða bolta hjá okk-
ur báðum. Svona er þetta bara stund-
um.
Jú, unglingalandsliöið tekur þátt í
Evrópumótinu í apríl og fer það fram
í Slóvakíu. Liðið hefur fengið góðan
liðsstyrk þar sem Drífa Harðardóttir,
ÍA, hefur bæst í hópinn, en hún hefur
dvalið í Danmörku í um 4 ár og spil-
að mikið badminton. Svo mætir
Tryggvi Nielsen mjög sterkur til
leiks svo ég held að unglingalandslið-
ið eigi að geta staðið sig nokkuð vel.
Hjá mér er allt á uppleið og er ég
mjög ánægð meö frammistöðu mína
í keppni meistaraflokks þar sem ég
hef unnið eitt mót og lent í 2. sæti
tvisvar. Ék kvarta ekki,“ sagði Vig-
dís Ásgeirsdóttir.
Hún var barabetri
Birna Guðbjartsdóttir, ÍA, var óhress
með úrslitin í leiknum gegn Vigdísi:
„Vigdís var einfaldlega betri en ég
í þessum leik. Annars fannst mér
boltarnir mjög gallaðir og skemmdi
það töluvert fyrir okkur. En það var
fleira sem var ekki í lagi því það gekk
ekkert upp hjá mér. Ég æfði með
minna móti yfir jólin og það er nátt-
úrlega ekki nógu gott. En þaö verður
að segjast eins og er að í dag átti ég
enga möguleika gegn Vigdísi.
Eg skipa ungalandsliöshópinn, u-18
ára - en í raun á ég að vera í u-16
Vigdis Ásgeirsdóttir, TBR, stóð sig með miklum ágætum á unglingameistaramóti TBR og sigraði þrefalt í stúlkna-
flokki. DV-myndir Hson
ára liöinu, en fjárskortur er mikill
hjá sambandinu svo það lið er ekki
á dagskrá, því miður. Jú ég spila í
meistaraflokki líka og hefur mér
gengið þokkalega," sagði Birna.
Erfitt að ganga upp um flokk
Sveinn Sölvason, TBR, 16 ára, tapaði
tveimur úrslitaleikjum á unglinga-
meistaramótinu:
„Ég er búinn að æfa nokkuð vel að
undanförnu og finnst mér ég hafa
tekið miklum framförum frá því í
Umsjón
Halldór Halldórsson
fyrra, sérstaklega hvað styrkinn
varðar. Ég spila núna í piltaflokki
Jónas Huang, þjálfari TBR og ungl-
ingalandsliðsins, u-18 ára.
og er í u-18 ára landsliðshópnum.
Mér finnst sannast sagna mjög erfitt
að ganga úr drengjaflokki og upp í
piltaflokk. Þar er miklu meiri barátta
um sæti - en að sjálfsögðu verður
maður betri spilari á því að mæta
sterkari andstæðingum og finnst mér
þetta ágætt.
Ég byrjaði að æfa badminton þegar
ég var 9 ára og æfi 5-6 sinnum í viku.
Erfiöustu andstæðingar mínir eru
núna þeir Haraldur Guðmundsson
og Orri Örn Árnason, báðir í TBR.
Ég hef unnið þá báða - svo þetta er
í besta lagi,“ sagði Sveinn.
Góðir krakka hjá TBR
Þjálfari TBR og unglingalandsliðs-
ins, Jónas Huang, er fæddur í Kína
en hefur öðlast, ásamt konu sinni,
íslenskan ríkisborgararétt:
„Mér finnst krakkamir hjá TBR
mjög góðir og á TBR 9 spilara sem
fylla unglingalandsliðshópinn og 4
eru frá Akranesi. Þaö á eftir að velja
liðið sem fer á Evrópumótið í Slóvak-
íu. Eins og ég sagði er hópurinn mjög
góður,“ sagöi Jónas - en vildi ekki
úttala sig um væntanlega frammi-
stöðu á Evrópumótinu.
Birna Guðbjartsdóttir, ÍA, sýnir hér góða takta í leiknum sem hún tapaði Tvær efnilegar í badminton, til vinstri, Rakel Ström, 11 ára, og Tinna Gunn-
þó gegn Vigdísi Ásgeirsdóttir, TBR. arsdóttir, TBR, einnig 11 ára. Þær höfnuðu í 3. sæti í tvíliðaleik táta.
Badminton unglinga:
Úrslitá
meistaramóti
TBR
Úrslitaleikjunum á unglinga-
meistaramóti TBR, í hinum ýmsu
flokkum, lauk sem hér segir.
Hnokkar/tátur, 12 ára og yngri:
Einliðaleikur: Óli Þ. Birgisson,
UMSB, vann Guðlaug Axelsson,
UMSB, 11-6, 11-8. - Ragna Ing-
ólfsdóttír, TBR, sigraði Bryndísi
Sighvatsdöttur, BH, 11-7,11-9.
Tvíiiðaleikur: Óli Þ. Birgisson
og Guðiaugur Axelsson, UMSB,
unnu Baldur Gunnarsson og Óla
P. Ólason, Víkingi, 15-3, 14-17,
15-5. - Ragna Ingólfsdóttir og
Hrafnhildur Ásgeirsdóttir, TBR,
unnu Láru Hannesdóttur og Hail-
dóru Elínu Jóhannsdóttur, 15-12,
15-6.
Tvenndarleikur: Guðlaugur
Axelsson, UMSB og Bryndis Sig-
hvatsdóttir, BH, unnu Baldur
Gunnarsson og Tinnu Helgadótt-
ur, Víkingi, 18-13, 12-15, 15-10.
Sveinar/meyjar, 12 14 ára:
Einliðaleikur: Pálmi Hlöðvers-
son, BH, vann Helga Jóhannes-
son, TBR, 11-10,11-9. - Sara Jóns-
dóttir, TBR, vann Oddný Hró-
bjartsdóttur, TBR, 11-8,11-8.
Tviliðaleilíur: Björn Oddsson
og Pálmi Hannesson, BH, unnu
Helga Jóhannesson og Birgi Har-
aldsson, TBR, 18-17,15-7. - Katr-
ín Atladóttir og Aldís Pálsdóttir,
TBR, unnu Elísu Viðarsdóttur og
Þóru Helgadóttur, BH, 15-5,15-4.
Tvenndarleikur: Helgi Jóhann-
esson og Katrín Atladóttir, TBR,
unnu Pálma Hlöðversson og Elsu
Viðarsdóttur, 15-11, 15-8.
Drengir/telpur, 14-16 ára:
Einliðaleikur: Magnús Helgason,
Vikingi, vann Pálma Sigurðsson,
Vfkingi, 15-9,15-7. - Anna L. Sig-
urðardóttir, TBR, vann Katrínu
Atiadóttur, TBR, 11-3,7-11,11-3.
Tvíliðaleikur: Emil Sigurðssqn,
UMSB, og Bjami Hannesson, ÍA,
unnu Magnús Helgason ogPálma
Sigurðsson, Víkingi, 7-15, 15-11,
15-11.
Piltar/stúlkur, 16-18 ára:
Haraldur Guðmundsson, TBR,
vann Svein Sölvason, TBR, 15-6,
15-12. - Vigdís Ásgeirsdóttir,
TBR, sigraði Brynju Pétursdótt-
ur, ÍA, 11-7, 11-1.
Tvíliðaleikur: Haraldur Guð-
mundsson og Orri Árnason, TBR,
unnu Svein Sölvason og Björn
Jlónsson, TBR, 15-6,15-8. - Vigdís
Ásgeirsdóttir og Margrét Dan
Þórisdóttir, TBR, unnu Brynju
Pétursdóttir og Birnu Guðbjarts-
dóttur, ÍA, 15-8, 11-15, 15-5.
Tvenndarleikur: Haraldur
Guðmundsson og Vigdis Ásgeirs-
dóttir, TBR, unnu Orra Árnason
og Margréti Þórisdóttur, TBR,
15-A, 15-4.
Sveinn Sölvason, TBR, 16 ára,
er mikið efni. Hann spilaði tvo
úrslitaleiki i piltaflokki, en tapaði
báðum.