Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Qupperneq 32
562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SIMI BLAÐA" AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-6 LAUGAftOAGS- QG MANUDAGSMORGNA Frjalst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1995. TálknaQörður: Milljónatjón er trésmiðja brann Milljónatjón varð á Tálknafirði í nótt þegar eldur kom upp á trésmíða- verkstæði í bænum. Slökkvilið á Tálknafirði og Patreksfirði barðist við eldinn til klukkan 7 í morgun er tókst að ráða niðurlögum hans. Húsnæði trésnúðaverkstæðisins er illa brunnið, þekjan meðal annars brunnin, en eldsupptök eru ókunn og rannsókn stendur yfir. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu stóð vel á vindi og voru nærliggjandi hús ekki í hættu. Vakt var staðin við húsið í morgun þar sem glóð reyndist enn í hús- : næðinu. -pp Sósíalistafélagið: Hættvið sérframboð Sósíalistafélagið í Reykjavík mun ekki standa fyrir sérframboði í kom- andi alþingiskosningum. Félagið á .aðild að Alþýðubandalaginu og inn- an þess hefur ríkt óánægja með að hætt var við prófkjör vegna fram- boðslista flokksins. Á félagsfundi í gærkvöldi kom fram tillaga frá Þor- valdi Þorvaldssyni um sérframboð en eftir umræður var tillagan dregin tilbaka. -kaa Kratar í Reykjavlk: Samkomulag um efstu sæti LOKI Hlýtur Banda ekki að biðja Jón Baldvin að vitna við rétt- arhöldin um mannkosti sína? Vill tiu þusund króna hækkun Flóabandalagið, Verkamannafé- lögin Dagbrún, Hlif og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, hafa óskað eftir samningafundi meö Vinnuveitendasambandinu og verður hann haldinn á morgun, miðvikudag. Samkvæmt heimildum DV er Flóabandalagið með tvær hug- myndir að launahækkunum. Ann- ars vegar aö lágmarkslaun í félög- unum verði 50 þúsund krónur á mánuði og hins vegar að laun verkafólks hækki um 10 þúsund krónur á mánuöi. Aðrar helstu kröfur bandalagsins eru skattalækkun, afnám láns- kjaravísitölu og skuldbreyting lána fyrir skuldugustu heimilin í land- Að auki er svo um ýmsar stað- bundnar sérkröfur að ræða, kröfur sem snerta þessi félög hvert fyrir stg. mu. „Eg get ekki neitað þvi að ég hef heyrt af þeim þreifingum bak við tjöldin sem þið á DV skýrðuð frá í gær. Mér finnst ég hafa oröið var við óþol hjá ýmsum innan verka- lýðsforystunnar. Ég varö var við þetta jafnvel áður en kjarasamn- ingar runnu út og meðan sjúkralið- ar stóðuí sinnikjarabaráttu,“ sagöi Björn Grétar Sveinsson, formaöur Verkamannasambands íslands, í samtali við DV í morgun. Hann sagði að forystumenn Verkamannasambandsíns hefðu ekki verið í neinum viðræðum bak við tjöldin. Þeir hefðu bara veriö í sérkjaraviðræðum við vinnuveit- endur. . „Við þurfum nokkum tíma í þær og ég vona að þær þreifmgar sem eiga sér stað bak við tjöldin trufli þær ekki. Ef svona smalamennska er í gangi gerir hún ekkert annað en seinka fyrir hjá okkur. Ég óttast að vinnuveítendur gætu farið að hægja á ferðinni í sérkjaraviðræð- mrurn ef aðrar viðræður fara á ein- hveija ferð. Við höfum rætt um það i\já Verkamannasambandinu að Jjúka samningum sem fyrst Þaö táknar hins vegar ekki að við semj- um um hvað sem er bara til að ljúka kjarasamningum,“ sagði Bjöm Grétar. Jón Baldvin Hannibalsson, form- aður Alþýðuflokksins, og Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra funduðu í gærkvöldi með Pétri Jóns- syni, formanni fuiltrúaráðs Alþýðu- flokksfélagánna í Reykjavík, um framboðsmál flokksins í komandi kosningum. Samkvæmt heimildum DV urðu menn ásáttir um að Jón Baldvin yrði í fyrsta sætinu og Össur í öðru sætinu. Formlega verður það hins vegar uppstillingarnefndar að gera tillögu um þetta. Fundur verður í fulltrúaráði Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík í kvöld þar sem endanleg ákvörðun verður tekin um framboðsmálin. Þar mun stjórn fulltrúaráðsins leggja fram tilíögu um að í stað prókjörs verði stillt upp á listann. Tahð er vist að tillagan verði samþykkt. -kaa Dr. Guðmundur Georgsson, forstöðumaður að Keldum, á rannsóknarstofu sinni. Þar er unnið að rannsóknum á áhrifum lyfja á lömb sem sýkt hafa verið af visnu. Vonir eru bundnar við að tilraunalyfið geti haldið eyðniveirunni í skefjum. DV-mynd BG Veðriöámorgun: Frostá bilinu 2-11 stig Á morgun verður sunnan kaldi og él allra vestast á landinu. Ann- ars verður breytileg eða norðlæg átt, gola eða kaldi, og léttskýjað. Frost verður á bilinu 2-11 stig, kaldast í innsveitum austanlands. Veðrið í dag er á bls. 28 Hafnarflörður: Skútahraunið kostar um 75 mil|jónir Gera má ráð fyrir að verðmæti húseignarinnar að Skútahrauni 2 í Hafnarfirði, þar sem Hagvirki-Klett- ur var til húsa, nemi 70-80 milljónum króna. Húsið er í eigu íslandsbanka og hefur ekkert tilboð borist í eign- ina. Jóhann Bergþórsson hefur lagt til að bærinn kaupi húsið undir emb- ætti bæjarverkfræðings. „Þetta er alveg hárrétt. Um það leyti sem ljóst var að Hagvirki-Klett- ur færi í gjaldþrot vöknuðu þessar hugmyndir. Ég var ekki tilbúinn að stökkva til og kaupa húseign Hag- virkis-Kletts fá þessum tíma,“ segir Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálf- stæðisflokks. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að kaupa nýjan tölvubúnað fyrir 18 milljónir króna. Jóhann G. Bergþórsson hefur lagt til að bærinn kaupi þess í stað móðurtölvu þrota- bús Hagvirkis-Kletts. Lán Byggðaverks: Tap Hafnar- fjarðar orðið 28 miljjónir „Þetta lán er bundið þýskum mörk- um. Ég get ekki séð að bæjarsjóður hafi bolmagn til að standa á bak við þá ábyrgð eins og kratarnir hafa búið í haginn þó ég voni aö vandi Byggðaverks leysist. Ég get hins veg- ar ekki séð hvernig bæjarsjóður á að grípa inn í þá atburðarás," sagði Magnús Gunnarsson, oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar, um lán sem bæjarsjóður veitti fyrirtækinu ábyrgð fyrir í mars 1993. Þá stóð lánið í 70 milljónum en í dag, 10 mánuöum síðar, stendur það í rúmum 98 milljónum. Magnús segir að samkvæmt þessu sé tap bæjar- sjóðs þegar orðið 28 milljónir króna. „Það er veð á bak við hluta ábyrgð- arinnar, 70 milljónir króna, en hitt er án nokkurrar ábyrgðar. Það hefur stundum verið talað um að bæjar- sjóður nánast reki fyrirtæki svo ég vitni í orð Guömundar Árna Stefáns- sonar. En Byggðaverk er í gríðarleg- umvanda,“sagðiMagnús. -Ótt Dreginn í land Björgunarbátur Slysavamafélags- ins, Henry A. Hálfdansson, dró Gimburey, tæplefea 9 tonna bát sem varð vélarvana er hann var á ígul- keraveiðum við Þyrilsnes í Hvalfirði, til hafnar í Reykjavík í gærkvöld. CHZCBBH Brook (rompton j RAFMOTORAR !»«!««« Suóurfandsbraut 10. 8. 686489. alltaf á Miövikudögoiin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.