Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
15
Heljartök snjóflóðsins i Súðavik. Þök tveggja húsa liggja hér hvort ofan á öðru. Þau höfðu borist hátt í tvö hundruð metra leið með flóðinu. DV-mynd Halldór Sveinbjörnsson, ísafirði
Helgreipar náttúrunnar
Þótt við lifum á öld mestu tækni-
framfara í sögu mannkynsins fram
til þessa stendur maðurinn enn vam-
arlitill andspænis þeim ofsakröftum
sem búa í náttúnmni. Viö slíkar að-
stæður reynast jafnvel mestu tækni-
undur jarðarbúa til lítils gagns.
Síðustu dagana hafa hamsiaus
náttúruöílin minnt á sig með ógn-
vænlegum hætti. Snjóflóð í Súðavík
hrifsar til sín fjórtán mannslíf, þar
af átta böm, og leggur mikinn hluta
byggðarinnar í rúst. Á sama tíma
skekur jarðskjáM borgir í Japan og
heimtar þúsundir mannslífa.
Lamandi veðurofsi
Þessi kalda vika, sem boðar komu
þorrans, hefur fært öllum lands-
mönnum heim sanninn um hvað
það getur kostaö að búa í afskekkt-
um byggðum íslands.
Margra daga lamandi veðurofsi
með mikilli snjókomu, blindhríð
og frostkulda hefur haft Vestfirði
og hluta Norðurlands í helgreipum.
Hátt í eitt þúsund manns neyddust
til að yfirgefa hýbýli sín dögum
saman vegna snjóflóðahættu. Sam-
göngur á landi hafa legið niðri á
þessu svæði, sums staðar einnig
innan bæjarmarka. Flugvelar
komast ekki á loft. Skip lenda í
hrakningum úti fyrir ströndum.
Rafmagnskerfi gefa sig. Síminn bil-
ar. Útvarp heyrist ekki.
Snjóflóðin ógurlegu féllu í
skammdegismyrkrinu og skildu
eftir sig dauða og eyðileggingu.
Fólki er fyrirvaralaust kippt í
burtu úr þessu lífi. Líka litlu börn-
unum sem voru rétt að byija að
átta sig á veröldinni.
Sorgin er auðvitað óbærilegust
meðal þeirra aðstandenda hinna
látnu sem eftir lifa. En þjóðin öll
syrgir þá sem fórust í Súðavík og
sendir eftirlifandi ættingjum og
vinum innilegar samúðarkveðjur.
Hetjur á heljarslóð
íslendingar hafa rnargsinnis sýnt
það í gegnum tíðina að þeir geta
veriö ofurmannlegir til verka á
þrautastundum. Það brást ekki í
Súðavík.
Allar aðstæður til leitar á þessari
heijarslóð voru meö eindæmum
erfiðar. Ofsarok og hríð, kuldi og
myrkur. Skyggni afar lítið og
stundum ekki neitt. Snjóflóðið
bæði breitt og djúpt. Og björgunar-
liðið gat einungis grafiö með skófl-
um og öðrum handverkfærum.
Heimamenn unnu þrekvirki
fyrstu klukkustundimar eftir að
snjóflóðið féll. Svo fór aðstoð að
berast frá ísafirði - og seinna frá
öðmm byggðarlögum. Allt þetta
björgunarfólk lagði á sig gífurlegt
erfiði við leitina, knúið áfram af
voninni um að fleiri kynnu að
reynast á lííi. Og kraftaverkin gerð-
ust: fjórtán ára stúlka fannst lifandi
eftir að hafa verið 15 klukkustund-
ir í köldum snjónum og tíu ára pilt-
ur eftir rúman sólarhring undir
flóðinu.
Björgunarmennimir í Súðavík
sýndu í verki sannkallaðan hefju-
skap. Þeir eiga skilið virðingu og
þakklæti þjóðarinnar.
Ógnarkraftar
Atburðir síðustu daga hér og er-
lendis ættu að kenna mönnum að
vanmeta ekki ógnarkráfta náttúr-
unnar.
Jarðarbúar hafa gert margvísleg-
ar tilraunir til að temja náttúmna
og beygja hana nauðuga undir vilja
mannsins, ekki síst á þeirri öld sem
nú er að syngja sitt síðasta. Stund-
um hefur þar gætt mennta- og
tæknihroka af hálfu þeirra sem
telja manninum allt mögulegt.
Úpp á síðkastið hefur mörgum
hir\s vegar lærst að þekkja takmörk
mannlegrar getu í þessum efnum
sem öðrum. Sífellt fleiri átta sig á
þeirri staðreynd að maðurinn verð-
ur að sýna náttúruöflunum til-
hlýðilega viröingu í stað þess að
reyna að drottna yfrr þeim.
Átburðir af því tagi sem nú hafa
gerst hér á landi og í Japan undir-
strika mikilvægi þess að læra á
náttúmna, semja sig að hegðun
hennar og kenjum og verja sig
Laugardags-
pistiU
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
þannig áfollum, í stað þess að reyna
að breyta því sem maðurinn fær
einfaldlega ekki við ráðið. Einungis
með slíku hugarfari er hægt að fyr-
irbyggja mannskaða af völdum
náttúruhamfara - að svo miklu
leyti sem það er í mannlegu valdi.
Þekkingarskortur
Þekking á því hvemig náttúran
hegðar sér er forsenda þess aö vel
fari í sambýli við harðneskjulegt
umhverfr. Nú þegar er ljóst að álit
stjómvalda á snjóflóðahættu í
Súðavík sem og á öðmm hliðstæð-
um þéttbýhsstöðum á landinu hef-
ur byggst á þekkingarskorti og
vanmati.
Mörg mannskæð snjóflóð hafa
fallið á byggð hér á landi á öldinni.
Engu að síður er út af fyrir sig eðli-
legt að sums staðar séu af skornum
skammti upplýsingar um hvernig
snjóflóð hafa hagað sér áður fyrr á
þeim stöðum þar sem nú er þétt-
býli. Ástæðan er auðvitað sú að
víða er þéttbýlið tiltölulega nýlegt.
Þar hafa því vafalaust falliö mörg
snjóflóð í tímans rás án þess aö það
hafi þótt í frásögur færandi, eða
nokkur yfrrleitt tekið eftir því.
Vanmatið á þeim upplýsingum
sem þó liggja fyrir hlýtur hins veg-
ar að koma almenningi mjög á
óvart.
í samræmi við ákvæði laga frá
árinu 1985 hefur hætta á snjóflóð-
um verið sérstaklega metin á hin-
um ýnrsu þéttbýlisstöðum og þá
byggt á upplýsingum um fyrri snjó-
flóð á svæðinu.
Rangar forsendur
Fram hefur komið að við þetta
hættumat hafa sérfræðingar gefið
sér þá forsendu að snjóflóð sem
áður hafa fallið séu hámarksflóð.
Með öðrum orðum, að það geti ekki
fallið meiri eða stærri flóð á til-
teknu svæði en vitað sé um frá fyrri
tíð.
Síðan hefur sú byggð sem sam-
kvæmt þessari formúlu reyndist
utan marka fyrri flóða verið opin-
berlega yfirlýst sem hættulaust
svæði - jafnvel þótt eldri snjóflóð
hafi staðnæmst þar rétt fyrir ofan.
Það átti til dæmis við um flest þau
hús sem snjóflóðið í Súðavík hreif
með sér og tætti í sundur síðastlið-
inn mánudag. Sú byggö var á kort-
um stimpluð sem hættulaust
svæði. Allar aðgerðir heimamanna
fyrir flóðið tóku enda mið af slíkri
skilgreiningu stjómvalda.
Margan manninn hefur væntan-
lega sett hljóðan við að heyra einn
sérfræðinginn skýra frá þessari
forsendu hættumatsins í viðtali við
fjölmiðla strax eftir harmleikinn í
Súðavík. Að starf síðustu tíu ára
við ákvöröun á snjóflóðahættu
skuli hafa verið byggt á slíku van-
mati á hegðun náttúrunnar er með
ólíkindum.
Ríkisstjórnin ákvað strax í kjöl-
far Súðavíkurflóðsins að láta end-
urskoða forsendur hættumats af
völdum snjóflóða. Svo vitnað sé til
orða umhverfisráðherra í vikunni:
„Það væri glapræði við þessar
aöstæður að fara ekki í gagngera
endurskoðun á aðferðafræöinni á
öllu sem lýtur að snjóflóðavörnum
og fráleitt viö þá vinnu að færa sér
ekki í nyt þekkingu erlendra sér-
fræðinga."
Undir þessi orð skal heilshugar
tekið. Vonandi verður þetta verk
unnið af krafti og dugnaði og ekk-
ert til sparað. Annar vetur má ekki
ganga í garð án þess að búið sé að
endurmeta snjóflóðahættuna af
raunsæi.
Samhugur í verki
Fjölmiðlar landsins hafa tekið
höndum saman með hjálparstofn-
unum um landssöfnun vegna nátt-
úruhamfaranna í Súðavík. Söfnun-
in hófst með ávarpi forseta íslands.
Þar sagði Vigdís Finnbogadóttir:
„Við stöndum máttvana and-
spænis því sem orðið er og ekkert
fær breytt. En tíminn nemur ekki
staðar, heldur er sá einn kostur
okkar aö halda áfram og leita allra
leiða til að milda áfollin og vemda
þá sem fyrir reiðarslagi hafa orðið.
Okkur gefst nú öllum færi á að
rétta þeim hjálparhönd og votta
þeim samkennd okkar í landssöfn-
un... Stuðningurokkarogeinhug-
ur getur á þann veg veitt þeim, sem
að hefur veriö vegið, styrk til að
ganga til móts við komandi tíð.“
Viðbrögð landsmanna voru af-
bragðsgóð strax í upphafi, eins og
vænta mátti, og lýsa vel hlýju við-
horfi til Súðvíkinga á þessari miklu
sorgarstund í lífr þeirra. Söfnun-
inni lýkur annaö kvöld.